Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Morgunblaðið/Kristinn Heinaste í Hafnarfirði HEINASTE, fímm ára gamalt verk- smiðjuskip sem Sjólaskip hf. keypti nýverið frá Eistlandi, er komið til landsins og liggur nú við bryggju í Hafnarfirði. Skipið, sem er skráð í Tallinn, verður sent á úthafskarfa- veiðar með vorinu. Skipið erengin smásmíði; 120 metra langt, lítið notað og í góðu ástandi, að sögn Jóns Guðmunds- sonar framkvæmdastjóra Sjóla- skipa. Unnt er að frysta og bræða fisk um borð. Nokkrar breytingar verða gerðar á búnaði skipsins áður en það heldur á miðin. Jón gerir ráð fyrir að 85 manns verði í áhöfn, að mestu Eistar. Hann vill lítið tjá sig um kjörin en segir að þau verði í samræmi við það sem tíðkast á skipum sem þess- um. Arnar II fer inn í landhelgina á ný Skagaströnd Akureyri Gylfi Þór stjórnar útibói SH GYLFI Þór Magnússon, einn framkvæmdastjóra Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, mun veita starfsemi SH á Ak- ureyri forstöðu og flyzt hann þangað. Stjómskipu- lag fyrirtæk- isins verður í aðalatriðum óbreytt frá því, sem verið hefur, en eins og áður hefur komið fram mun SH flytja þverskurð af starfsemi sinni til Akureyrar og verður aðalskrifstofa félags- ins staðsett á báðum stöðum. Þjónusta við framleiðendur mun verða aukin með þeim hætti að henni verður nú sinnt bæði frá Akureyri og Reykjavík. Undir- búningur af flutningi starfsem- innar er í fullum gangi og stefnt er að flutningi í sumar eins og gert var ráð fyrir í upphafí. Undirbúningur annarrar starf- semi, sem SH gekkst fyrir að komið yrði upp á Akureyri, gengur jafnframt eftir Áætlun. ARNAR II hefur legið bundinn síð- an í desember er hann kom af salt- fiski úr Smugunni. Nú em fyrirsjá- anlegar breytingar þar á því unnið er af krafti við að gera hann kláran á veiðar og er stefnt að því að hann fari í fyrsta túrinn fyrir næstu mánaðamót. Arnar II var úreltur á sínum tíma upp í kaupin á nýja Arnari og varð þá að skrá hann úr landi. Var stofn- að fyrirtæki á Kýpur um skipið en það fór aldrei úr höfninni á Skaga- strönd. Á síðasta ári var hann síðan skráður aftur á íslenska skipaskrá án réttinda til að veiða innan land- helginnar. Þessa dagana er verið að skrá Arnar II aftur með full réttindi til að veiða í landhelgmni ef honum verður útvegaður kvóti. Til þess að þetta væri mögulegt þurfti útgerðin að kaupa úreldingu á móti Arnari öðrum og var end- umýjunarréttur Sindra frá Vest- mannaeyjum keyptur í þessu skyni. Ekki hefur enn verið ákveðið hjá Skagstrendingi hf. sem gerir Arnar II út hvort hann verður sendur á ísfískveiðar eða rækju til að byrja með. Mun hann verða notaður bæði til veiða á ýsu, karfa, ufsa og fleiri „skraptegundum" og á rækju. Verður stærsta rækjan fryst um borð fýrir Japansmarkað en smærri rækjan verður ísuð til löndunar hjá vinnslustöðvum í landi. Hunangsreyktur lax á markaðinn vestan hafs Boston. Morgnnblaðið. FYRIRTÆKIÐ Mermaid Seafoods hefur ákveðið að hefja dreifíngu á reyktum Iaxi frá Borgarlaxi á næst- unni og var laxinn eina varan, sem hægt var að smakka á bás fyrirtæk- isins á sjávarafurðasýningunni í Boston í þessari viku, þótt enn hafi ekki einu sinni tekist samningar um magn eða verð á vörunni. „Vinur minn einn í tímaritaheim- inum hafði samband við mig og sagðist hafa fengið besta lax, sem hann hefði á ævi sinni smakkað,“ sagði Reingold þegar Morgunblaðið náði tali af henni við sölubás Mermaid Seafoods, og þar með var boltinn farinn að rúlla. Mermaid Seafoods er með bæki- stöðvar í Connecticut-ríki, en dreif- ir sjávarafurðum um öll Bandaríkin, bæði til verslana og veitingastaða. „Þetta er á byrjunarstigi," sagði Reingold. „Það á eftir að semja um verð, umbúðir og merkingar og fara yfir staðla matvælaeftirlitsins, en ég er hrifín af vörunni og vildi geta sýnt hana hér í Boston til að fá viðbrögð þótt ekki væri lengra kom- ið. Og ég er staðráðin í að ná glæsi- legum árangri." Elías Guðmundsson, sölu- og markaðsstjóri Borgarlax, hélt því fram að hann væri með besta lax- inn á sýningunni. Hann sagði að hunangsreykti laxinn virtist falla best að braðiaukum Bandaríkja- manna og kvaðst vongóður með samstarfíð við Mermaid Seafoods. „Við erum með gott hráefni frá Silfurstjörnulaxi," sagði Elías. „Ef þetta verður til þess að við stækkum munu fleiri stækka. Það gæti haft keðjuverkandi áhrif fyrir átta til tíu aðilja." FRÉTTIR: EVRÓPA Þýski stjórnlagadómstóllinn Evrópskar sjón- varpsreglur stj órnarskrárbrot Karlsruhc, Brussel. Reuter. ÞÝSKI stjórnlagadómstóllinn úr- skurðaði í gær að hertar reglur Evr- ópusambandsins í sjónvarpsmálum brytu í bága við stjórnarskrá Þýska- lands. Markmið reglnanna, sem þýska stjórnin hefur samþykkt er að auka hlut evrópsks sjónvarpsefn- is. Átta þýsk sambandslönd höfðu kært reglurnar til stjórnlagadóm- stólsins, þar sem þau töldu sig hafa úrslitarétt varðandi fjölmiðlamál en ekki Evrópusambandið. I reglunum, sem eru frá 1989, er meðal annars kveðið á um auglýs- ingamál, vernd ungmenna og rétt til að bjóða upp á þjónustu í öðrum ESB-ríkjum. Þá kveða þær á um að að minnsta kosti helmingur sjón- varpsefnis verði að vera evrópskur, „þar sem slíkt sé framkvæmanlegt". ESB vill herða reglur Framkvæmdastjórn ESB lagði í gær til að reglur þessar yrðu tíma- bundið hertar enn frekar. Vill hún að á næstu tíu árum muni orðalagið „þar sem slíkt sé framkvæmanlegt" ekki eiga við en Marcelino Oreja, sem fer með menningarmál í stjórn- inni, sagði áratug eiga að nægja fyrir evrópskan kvikmyndaiðnað til að ná sér á strik. Hópur frægra evrópskra leik- stjóra, framleiðenda og leikara, SAMBANDSLÖNDIN ráða sjálf hvort þau sýna Pam í Baywatch eða taka evrópskt efni framyfir. þeirra á meðal Bernardo Bertolucci og Gabiel Axel, hvöttu í síðasta mánuði ESB til að bjarga evrópskum kvikmyndaiðnaði frá glötun. Sagðist hópurinn óttast að sjónvarpsstöðvar myndu nota ódýrt efni til að fylla upp í Evrópukvóta sinn og að evr- ópskt sjónvarpsefni yrði eftir sem áður ekki sýnt á besta sýningartíma. Major vinnur ESB-atkvæðagreiðslu Uppreisnarmenn- irnir sátu hjá London. Reuter. BREZKA Verkamannaflokknum tókst ekki að kljúfa íhaldsflokkinn í atkvæðagreiðslu á þriðjudags- kvöld um tillögur Evrópusam- bandsins um viðmiðunarverð á landbúnaðarvörum. Tony Blair, leiðtogi Verka- mannaflokksins, hafði vonazt til að fá þá níu íhaldsþingmenn, sem hafa verið reknir úr þingflokknum vegna andstöðu sinnar við ESB, til fylgis við breytingartillögur sín- ar á þeim forsendum að brezku stjórninni hefði mistekizt að knýja fram umbætur á landbúnaðar- stefnu Evrópusambandsins. Uppreisnarmennirnir sátu hins vegar flestir hjá, enda eru þeir flestir yzt á hægri væng íhalds- flokksins og vildu ekki að atkvæði þeirra yrði túlkað sem stuðningur við Evrópustefnu Verkamanna- flokksins. Major styrkist í sessi John Major forsætisráðherra vann atkvæðagreiðsluna með 27 atkvæða mun. Niðurstaðan er talin hafa styrkt Major í sessi. Engu að síður sögðu hátt settir menn í Verkamannaflokknum í samtölum við Reuter í gær að Blair tæki vandræði íhaldsflokksins vegna deilna um Evrópumál svo alvar- lega, að hann væri byijaður að búa flokk sinn undir þingkosningar. Gerð menntasamninga við Kanada frestað • EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur skotið því á frest að Ijúka tveimur samningum við Kanada, öðrum um samstarf í menntamálum og hinum um samstarf á sviði rann- sókna. Þráðurinn verður ekki tek- inn upp að nýju fyrr en fundizt hefur lausn á fiskveiðideilunni við Kanada. Jean Puech, sjávarút- vegsráðherra Frakklands, sagði í fyrradag að deilan hefði ekkert með fiskverndarsjónarmið að gera, heldur óréttláta kvótaút- hlutun og einhliða aðgerðir Kanadamanna, sem hefðu brotið alþjóðalög. • JACQUES Chirac, borgar- stjóri Parísar og forsetaframbjóð- andi, lýsti því yfir á kosningafundi í gær að hann teldi óraunhæft að ætla að hægt yrði að koma á sam- eiginlegum gjaldmiðli ESB-ríkj- anna árið 1997. Það yrði að hans mati ekki hægt, fyrr en árið 1999. Keppinautur Chiracs, Edouard Balladur forsætisráðherra, sagð- ist aftur á móti vera þeirrar skoð- unar að nauðsynlegt væri að skapa forsendur fyrir sameiginlegum gjaldmiðli árið 1997. • EVRÓPUÞINGIÐ hefur sam- þykkt fiskveiðisamninga við Grænhöfðaeyjar og Comoroeyjar. í báðum tilfellum greiðir ESB tugi milljóna króna fyrir fiskveiðirétt- indi og háar upphæðir að auki renna til samstarfsverkefna á sviði hafrannsókna og sjávarút- vegs. • DOUGLAS Hurd, utanríkis- ráðherra Bretlands, boðar til ráð- stefnu í London þann 29. mars þar sem lagt verður á ráðin uin það, hvernig auka megi vægi Bretlands í heiminum. Hurd hef- ur vísað því á bug að með ráð- stefnunni séu Bretar að snúa baki við Evrópu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.