Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
50 I HAP TO TELL
THE TEACHER THAT I
JU5T DIDN'T KNOL)
MAYPE 50ME
QUE5TI0NS OON'T
HAVE AN ANSIOER
LIKE
WHAT
LIKE PIP
JE5U5 EVER.
ODN A
, poe ? j
VfV/J/.W
rt/f/Stf''
'tttt.y
Svo ég varð að segja Kannski eru engin Eins og Eins og átti Jes-
kennaranum að ég vissi svör við sumum hverjum? ús einhvern
það bara ekki... spurningum tíma- hund?
Ofstækislaus
áfengissali
Frá Jóni Kr. Guðbergssyni:
ÞEGAR misjafnlega upplífgandi
hugleiðingar um kosningar og
verkföll og aðra miður skemmti-
lega hluti dynja á þjóðinni er það
þó ljós í myrkri að sá gamansami
vínsali sem varaði þjóðina um dag-
inn við ofneyslu smjörs og ijóma
hefur ekki lagt upp laupana. Nú
er að vísu ekki ráðist gegn þeim
hlutum heldur gripið á ýmsu öðru
og af sömu snillinni og heilindun-
um sem fyrr.
Auðvitað fer ekki milli mála að
vínsalinn er laminn áfram af sann-
leiksást og áhuga á bættu heilsu-
fari þjóðarinnar — og skyldi eng-
inn halda því fram að fíkn í auk-
inn gróða af áfengisdreifingu komi
þar við sögu.
Fyrst ber að þakka það að hann
vekur athygli á ýmsu sem komið
hefur frá Afengisvarnaráði og
bendir vinsamlega á það sem betur
má fara. Hins vegar virðist honum
hafa sést yfir að fréttatilkynning
sú sem hann talar um er ekki
þýðing á heilli grein heldur er sagt
í upphafi: „Segir þar meðal ann-
ars:“ Rétt er að hafa í hyggju að
birta ekki hluti nema í heilu lagi
héðan í frá, jafnvel þótt langar
greinar séu. Útdrættir skulu bann-
aðir. Þegar í tilkynningu Áfengis-
varnaráðs er sagt að áfengi bæti
ekki heilsuna og í meira lagi sé
vafasamt að fullyrða að hún dragi
úr líkum á hjarta- og æðasjúkdóm-
um, þá er það einmitt það sem
verið er að segja í fréttatilkynning-
unni, í lengra máli þó. Þar segir
meðal annars að það séu einungis
karlar eldri en 35 ára, og konur
yfir fimmtugt, sem eiga heima í
þróuðum ríkjum, sem hugsanlega
geti dregið úr líkum á slíkum sjúk-
dómum með örlítilli drykkju — og
það því aðeins að þeir reyki, stundi
enga heilsurækt og eti mikla fitu.
Höfundur bendir á að þarna sé
um mjög lítinn hluta af jarðarbú-
um að ræða. Þegar við þetta
bætist að áfengisneysla getur
valdið tjóni á flestum líffærum
(öllum nema innra eyranu, segja
sumir) og óbætanlegum slysum
og glæpum' þá er sjálfsagt of
mikið fullyrt með því að taka svo
skýrt til orða sem Áfengisvarnar-
áð gerir. En allt um það. Vínsal-
inn veit sjálfsagt betur og vill
betur en Áfengisvarnaráð. Eða
fær ekki ráðið peninga fyrir
hveija ódrukkna flösku? Og
kannski borgar vínsalinn með
hverri flösku sem drukkin er?
Áfengi borið saman við sykur
En eins og segir í niðurlagi
greinarinnar frá Alþjóðaheilbrigð-
ismálastofnuninni: „Umræðurnar,
sem átt hafa sér stað um það sjón-
armið [að örlítil áfengisneysla sé
heilsusamlegj sigla ekki í kjölfar
nákvæmra vísindarannsókna — en
eru að mestu leyti runnar undan
rifjum þeirra sem hafa íjárhags-
legan ábata af aukinni áfengis-
neyslu.“
Rökhugsun vínsalans er afar
skýr eins og fyrri daginn. Nú er
áfengi borið saman við sykur en
hvorki ijóma né smjör. Það er
auðvitað vegna ótæpilegs sykuráts
að miðborg Reykjavíkur er eins
og hersetin af óðum lýð sumar
aðfaranætur laugardaga og
sunnudaga. Og kannski fer fólk
um með öskrum og ofbeldi vegna
gosdrykkjaþambs. Hér er greini-
legt að smjör og ijómi hafa eign-
ast skæðan keppinaut.
Sumir mundu telja öruggara að
bera alkóhól saman við önnur
vímuefni. Bæði ópíum og morfín,
að ógleymdum svokölluðum ster-
um, geta gert sitt gagn í vissum
tilfellum. En það er víðast hvar
bannað að minnast á að þessi efni
geti verið gagnleg, hvað þá bein-
línis heilsusamleg. Þau eiga for-
mælendur fáa. Ef sala þeirra væri
hins vegar fijáls er nokkuð ljóst
að ágæti þeirra yrði lofsungið og
kæmu væntanlega fram á ritvöll-
inn skemmtilegir menn og fullir
áhuga á velferð og heilbrigði.
Nú stendur sem hæst átakið
Stöðvum unglingadrykkju. Að
sjálfsögðu gerir vínsalinn sér ljóst
að besta ráðið til að leggja-slíku
lið er að hamra á því að áfengi
sé heilsudrykkur í öðru orðinu en
skipa táningum að varast þann
vökva í hinu.
Gleðispillar?
Vínsalanum verður tíðrætt um
ofstæki sem von er. Og hann lýs-
ir því yfir áð bindindismenn hafi
þann einan tilgang með starfi sinu
að ræna menn „gleðinni sem glas
af góðu víni getur veitt“. Náttúr-
lega er ekki von að hann viti að
stefna, Áfengisvarnaráðs hefur
jafnan verið sú að áfengir drykk-
ir verði verðlagðir eftir áfengis-
magni, sterku drykkirnir verði
dýrari en þeir veiku. En það skipt-
ir litlu. Eða hafa ekki bindindis-
öfgamenn gengið fram í að drepa
niður ánægju landans af lífinu og
tilverunni í meira en hundrað ár?
Hafa ekki bindindismennirnir
Haukur heitinn Morthens og
Ómar Ragnarsson verið í því að
gera mönnum lífið leitt undan-
farna hálfa öld? Stuðlar ekki
Helgi Seljan að lífsleiða og leið-
indum í einhverjum vinsælasta
útvarpsþætti vetrarins? Og er
ekki Valgerður Matthíasdóttir að
gera út af við alla lífsgleði í land-
inu?
Ofstækisleysi og víðsýni vínsal-
ans birtist ákaflega fallega í því
að líkja þeim sem ekki samþykkja
áróður áfengissala og umboðs-
manna þeirra við múslímska öfga-
menn og fjöldamorðingja (sem
eru að veija olíugróðann sinn).
Það er þetta skemmtilega for-
dómaleysi og þetta víðsýna líf-
sviðhorf sem gefur svo góða sýn
inn í sálarlíf þeirra sem höndla
með vímuefni.
JÓN KR. GUÐBERGSSON,
Máshólum 6, Reykjavtk.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan,
hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda biaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.