Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ _______Tónllst_________ Kirkjuhvoli SELLÓ OG PÍANÓ Sigurður Halldórsson selló og Daní- el Þorsteinsson píanó. Á VEGUM Tónlistarskólans í Garðabæ héldu þeir félagar tón- leika í sal Kirkjuhvols, sem því miður er ekki heppilegur til tón- leikahalds. Tónn flygilsins marg- faldast og verður ekki fallegur, getur verið vegna þess að flygillinn sé of stór fyrir salinn, sellótónninn sleppur heldur ekki ómengaður hjá hljómburðinum og til viðbótar er salurinn einhvern veginn óaðlað- andi til tónleikahalds. Fyrsta verk tónleikanna var eft- ir Svein Lúðvík Bjömsson og heit- ir Smitgát. „Nafn verksins kemur úr heilbrigðisgeiranum og er notað sem merking á sýni sem bjóða upp á smithættu fyrir þá sem hand- fjalla þau.“ Þetta er skýringin á nafninu, sem gefin er í efnisskrá. Verkið er skrifað fyrir þá félaga Sigurð og Daníel og hefur verið flutt tvisvar sinnum áður, á Listas- umri á Akureyri og á menningar- hátíð í London í tilefni 50 ára af- maelis íslenska lýðveldisins. Smit- hætta held ég að verði teljandi lít- il frá þessu verki, það er afar stutt, Samspil þó ánægjulega langt, segir ekkert og eini kostur þess er hvað stutt það er. Kosturinn við lýðfrelsi er málfrelsi, með takmörkunum þó, þessar takmarkanir, finnst manni stundum, þyrfti að lögleiða í tón- skapnaðinn. Sigurður er duglegur og fram- sækinn hljóðfæraleikari og hefur ekki fyrir vana að ráðst á garðinn þar sem hann er lægstur. Kodály sónatan fyrir einleiksselló op. 8 verður að teljast með því tækni- lega erfiðasta sem sellista er boðið uppá. Fátt er það í fyrsta þættin- um sem höfundur gleymir að leggja á einleikarann af tækni- hindrunum sem Sigurði varð ekki fótaskortur á. Með þann skaphita og ákafa sem Sigurði er ásakapað- ur, má hann passa sig á að tapa sér ekki inn í þá strauma og missa takmark á yfirveguninni. Þessu fannst mér bregða fyrir, eins og hann ætlaði sér um of í túlkun og ekki alveg nákvæmri tónmyndun, nokkuð sem brá fyrir, einnig í verkunum sem á eftir komu. í feikn fallegum, en dramatískum, öðrum þætti sónötunnar hlífir Kodály heldur ekki, þar verður - Náttúrustemningar i Nínu í Listasafni íslands einleikarinn að spila samtímis tvær raddir stroknar og plokka jafn- framt þriðju röddina. Síðasta þátt- inn byggir Kodály á þjóðlögum ungverskum og kannski er það vegna ástar hans á þjóðlögunum að þátturinn er í lengsta lagi, svo skrítið sem það kann að virðast. Þrátt fyrir kanneki einhverja fín- lega ágalla, var flutnignur sónöt- unnar mikið afrek og sigur fyrir Sigurð. Eftir Debussy fluttu þeir Sigurður og Daníel sónötu í þrem- ur þáttum. alltaf er erfitt að finna jafnvægið í Debussy og líklega hefur það verið fyrir of litlar sam- æfingar á staðnum að píanóið var í upphafi t.d. allt- of sterkt. Þó sýndi Daníel, þegar hann hafði áttað sig á hljómburðinum, ágæta tilfinningu fyrir kammermúsík, en í þessari tónlist er áríðandi að of- gera ekki. Tilbrigðin við enska barnagælu, eftir P. Hindemith náði einhvern veginn ekki mínum eyrum, sem annaðhvort var mér að kenna, flytjendunum eða Hin- demith og er mér næst að kenna Hindemith sjálfum, því þótt hann skrifaði harð-lógíska tónlist, var hann ekki alltaf skemmtilegur. Tilbrigði við stef eftir Rossini, í búningi B. Martinu, var aftur ,á móti mjög skemmtilegur endir á tónleikum þeirra félaga. Ragnar Björnsson LAUGARDAGINN 25. mars verður opnuð á efri hæð Lista- safns Islands sýningin Náttúru- stemningar Nínu Tryggvadóttur, 1957-1967. Eins og heiti sýning- arinnar ber með sér, tekur hún til náttúruvakinna afstraktmynda sem Nína Tryggvadóttir gerði síð- asta áratuginn sem hún lifði, en hún lést árið 1968, 55 ára að aldri. Þessar myndir, sem margir telja hápunktinn á ferli listakonunnar, koma að mestu leyti úr safni dótt- ur hennar, Unu Dóru Copley, sem býr í New York, og hafa fæstar þeirra verið sýndar áður á Is- landi. Þar á meðal er sérstök myndröð sem fannst á vinnustofu Nínu eftir lát hennar og líta má á sem nokkurs konar uppgjör við myndlistina. I fréttatilkynningu segir: „Nína Tryggvadóttir var alla tíð meðal fijóustu og framsæknustu mynd- listarmanna sinnar kynslóðar, öt- ull þátttakandi í formbyltingunni í íslenskri myndlist 1947-54, auk þess sem hún kom við sögu mynd- Iistarinnar í Bandaríkjunum 1943-49 og tók þátt í samsýningu- um franskra afstraktlistamanna 1953-57. Hins vegar dvaldi hún iðulega á íslandi á sumrin og sótti innblástur til íslenskrar náttúru, eins og glöggt kemur fram á þess- ari sýningu. Framlag Nínu til íslenskrar t myndlistar einskorðast ekki við málaraiist hennar og teikningar, því hún var einnig brautryðjandi | í listrænni bókaútgáfu, gerð Hst- glers, grafíklist, leikmynda- og búningagerð og hönnun opinberra listaverka, auk þess sem hún samdi smásögur, leikrit og ljóð.“ í tilefni af þessari sýningu hefur dóttir Nínu, Una Dóra, ákveðið að gefa Listasafni Islands úrval teikninga hennar. Þar á meðal eru drög listakonunnar að opinberum listaverkum. ’ I tengslum við sýninguna gefur | Listasafn ísland út 100 síðna bók, þar sem m.a. er birt ritgerð Aðal- steins Ingólfssonar listfræðings um síðustu málverk Nínu. Bókin hefur einnig að geyma tæmandi upplýsingar um myndlist og sýningar Nínu og litmyndir af verkum hennar. Sýningin er opin daglega nema , mánudaga, frá kl. 12-18, fram til 7. maí. Kaffistofa safnsins er opin á sama tíma. k Tónleikar í Tj ar nar leikhúsinu Lagaflokkur eftir Atla Heimi og ný lög Magnúsar Blöndals Ingibjörg Lára S. Marteinsdóttir Rafnsdóttir INGIBJÖRG Mar- teinsdóttir söng- kona og Lára S. Rafnsdóttir píanó- leikari halda tón- leika í Tjarnarleik- húsinu, Tjarnar- götu 12, næstkom- andi laugarag kl. 16-. Á efnisskránni eru meðal annars lagaflokkur eftir Atla Heimi Sveins- son, Ljóð fyrir börn, við kvæði Matthíasar Johann- essen. Eftir Magnús Blöndal Jóhanns- son verða frumflutt tvö lög og er annað þeirra tileinkað Ingi- björgu. Auk íslensku laganna flytja þær spænsk sönglög, með-\ al annars lagaflokk eftir J. Tpr- ina, lög eftir Samuel Barbar og óperuaríur eftir Mascagni, Verdi og Wagner. Ingibjörg hefur komið fram sem einsöngvari með fjölda kóra. Árið 1993 söng hún hlut- verk Rosalindu í uppfærslu LA á Leðurblökunni eftir J. Strauss. Meðal hlutverka henn- ar í Þjóðleikhúsinu er Frikka í Niflungahringnum eftir Wagn- er, sem sýndur var á síðustu Listahátíð. Auk þess söng hún í tveimur sýningum hlutverk Leonoru í óperunni Á valdi ör- laganna eftir Verdi sem sýnd var í desember síðstliðnum. Lára hefur verið virk í ís- lensku tónlistarlífi í mörg ár. Hún nýtur nú starfslauna lista- manna fyrir árið 1994-95. OPNUÐ hefur verið mynd- listarsýning með myndum eftir Sigurð Þóri Sigurðs- son að Suðurlandsbraut 12. Sýningin er í húsnæði kosn- ingaskrifstofu sjálfstæðis- manna í Laugarnes- og Langholtshverfum. Sigurður stundaði nám við Myndlista- og handíða- skóla íslands á árunum 1968-1970, hóf síðan nám við Listaskólann i Kaup- mannahöfn 1974 og varþar við nám í fjögur ár. Á sýningunni eru málverk, vatnslitamyndir og teikningar sem iistamaðurinn hefur unnið á síðustu árum. EITT verka Sigurðar Þóris. Verkin eru til sölu. Sýningin er öllum opin á opn- unartíma skrifstofunnar 17-21 virka daga og 13-17 um helgar. Sýningin er opin til 8. apríl. Sigurður Þórir sýnir Þýsk bóka- kynning ÞÝSK bókakynning verður opnuð í kennslumiðstöð Kennaraháskóla ís- i lands, Laugavegi 166, föstudaginn | 24. mars. Að sýningunni stendur þýska ’ sendiráðið í samvinnu við Félag þýskukennara. Þar getur að líta verk þýskra skálda allt frá Walther von der Vogelweide, sem uppi var frá 1170-1230, til þekktra og lítt þekktra nútímaskálda eins og Mart- in Walser, Walter Kempowski, Hans Magnus Enzenberger, Siegfried Lenz, Heinrich Böll og Arno Surm- ) inski. t, Auk þess eru ýmis uppsláttarrit, fræðirit, listaverkabækur, * myndabækur og ýmislegt fleira kynnt. Sýningin verður opin á laugardag og sunnudag kl. 14-16 og út vikuna frá 9-16. Allir eru velkomnir á sýninguna. ------» ♦ ♦------ Stafræn stund STAFRÆN stund er dagskrá á veg- I um Gnægtabrunnsins, áhugafélags ) um hugmyndatengsl lista og vísinda. Kvölddagskráin með listamönnunum verður á efri hæð Sólons íslandusar í kvöld kl. 20. Sýnd verða skjáverk eftir Max Almy og Terry Yarbrow, Serge Copmte og Philippe Dorain, Stein- grím Eyfjörð Kristmundsson, Finn- boga Pétursson, Þór Elís Pálsson, | Peter Hardall, Kristrúnu Gunnars- dóttur, Aðalstein Stefánsson, Steinu I Vasulka, Þórdísi Guðmundsdóttur, ) Gunnar Þ. Víglundsson og Kristján B. Þórðarson. Flutt verða tónverk eftir Hilmar Þórðarson, Kjartan Ólafsson og Skúla Sverrisson. ------» » »------ Samtökin 78 i „Hinsegin i bíódagar“ SAMTÖKIN 78 munu í samvinnu við Hreyfimyndafélagið gangast fyr- ir „hinsegin bíódögum" sem hefjast 25. mars. Gestir daganna verða leikstjór- arnir Jenny Livingston (Paris is Burning) og Michael Stock (Prince from Hell). Samtökunum 78 háfa ) verið veitt svonefnd „Isbjarnarverð- k laun“ sem er hvatning samkyn- hneigðra listamanna á Norðurlönd- 1 um (TUPILAK) til menningarstarfs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.