Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Hver vill hækka skatta í Garðabæ? EINAR heitir maður Sveinbjömsson, sem um þessar mundir er að feta sín fyrstu spor í bæjarstjóm Garðabæj- ar. Þriðjudaginn 21. mars síðastiiðinn ritar hann grein í Morgun- blaðið, þar sem hann spyr í fyrirsögn, hvenær skattar muni hækka í Garðabæ. Svarið veltur vissulega á því hver á heldur. Nú er það býsna skýrt: núverandi meiri- hluti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Garðabæj- ar hyggst ekki standa fyrir hækkun á álögum á bæjarbúa, enda af- koma bæjarfélagsins góð og þjón- ustustig í bænum með því besta, sem þekkist hér á landi. A hinn bóginn er einsýnt, að skattar yrðu hækkaðir í Garðabæ, ef núverandi minnihluta- flokkar kæmust til valda, enda hafa þeir boðað það í málflutningi sínum, þótt Einar Sveinbjöms- son kjósi að nefna það ekki í grein sinni. Tilgangur greinar- skrifa Einars Svein- bjömssonar er þó annar en sá að varpa fram framangreindri spum- ingu. Tilefnið er notað til þess að skella fram rangfærslum um fjár- hagsstöðu bæjarsjóðs Garðabæjar í þeim sama anda og núver- andi forystumenn Framsóknarflokksins í bænum tóku upp í nýaf- stöðnum sveitarstjórn- arkosningum. Nú sem fyrr er vitnað í opinber- ar tölur um stöðu bæjarsjóðs, og nú sem fyrr finnast ekki fram settar tölur í hinum tilvitnuðu heimildum. Þannig getur Einar Sveinbjömsson þess, að heildarskuldir Garðabæjar hafí numið 1.200 milljónum króna í lok árs 1994, eða um 160% af skatt- Fjárhagsstaða Garða- bæjar hefur jafnan verið traust, segir Laufey Jóhannsdóttir, og hófsemd í lántökum. tekjum, en samkvæmt Árbók Sam- bands íslenskra sveitarfélaga fyrir árið 1994, sem sýnir afkomu ársins 1993 og skuldastöðu í árslok 1993, þá nefnir Einar Sveinbjömsson „til samanburðar", að nágrannamir í Hafnarfirði skulduðu 145% af sínum skatttekjum í lok ársins 1993. Ekki ber þessi samanburður vitni um fagleg vinnubrögð höfundar. Fyrir það fyrsta er hlutfallstalan fyr- ir Hafnarfjörð röng, ef rétt er að hún sé fengin úr Árbók Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. En að bera saman skuldastöðu í öðm bæjarfé- laginu í árslok 1993 og í hinu í árs- Laufey Jóhannsdóttir lok 1994 og að skýra þá framsetn- ingu með því, að nýrri tölur séu ekki fáanlegar, er í annan stað svo ís- meygileg rangfærsla, að ekki verður undir setið átölulaust. Hið rétta er, að afar auðsótt er að fá upplýsingar á bæjarskrifstofum Hafnarfjarðar um skuldir og skatttekjur bæjarfé- lagsins um síðustu áramót. Þannig er unnt að upplýsa Einar Svein- bjömsson um það, að samkvæmt bráðabirgðauppgjöri námu heildar- skuldir Hafnarfjarðarbæjar um 3.640 milljónum króna í árslok 1994 og skatttekjur um 1.715 milljónum króna árið 1994, en það jafngildir því, að heildarskuldir hafí numið 212% af skatttekjum bæjarfélagsins í árslok 1994. En allt um það. Fjár- hagsstaða Garðabæjar er hvorki betri né verri fyrir það. Hitt er sýnu verra, að Einar Sveinbjömsson lætur undir höfuð leggjast að greina frá því, að meginskýringin á lántöku Garðabæjar á árinu 1994 er sú að þá um haustið var tekin í notkun 3.944 m2 nýbygging Hofsstaðaskóla, sem uppsteypa hófst við vorið 1993 og byggð var á um 15 mánuðum. Fyrir bæjarfélag á stærð við Garðabæ er það slíkt stórvirki, að það verður ekki fjármagnað með afl- afé ársins. Fjárhagsstaða Garðabæj- ar hefur hins vegar jafnan verið það traust og hófsemd slík í lántökum, að auðvelt reyndist að afla lánsfjár á almennum lánamarkaði til þess að fjármagna framkvæmdina. Ekki hafði Einar Sveinbjömsson heldur fyrir því að taka það fram, að hluti þess kostnaðar, sem tengdist fram- kvæmdum við Hofstaðaskóla, er verkefni, sem ríkissjóði er ætlað að greiða. Því var lánsfjár að hluta afl- að til þess að standa straum af kostn- aði við framkvæmdir ríkisins, sem Garðabær fær síðar endurgreiddan. í ljósi þeirra staðreynda hefði verið nær að skoða heildarskuldir Garða- bæjar að frádreginni skuldaviður- kenningu ríkissjóðs - en það hentaði ekki málflutningi Einars Svein- bjömssonar. Aðrir efnisþættir í grein Einars Sveinbjörnssonar lýsa hefðbundnum skeytasendingum við afgreiðslu fjár- hagsáætlunar hveiju sinni, og því ástæðulaust að fara mörgum orðum um þá. Hinu er hins vegar ekki unnt að sitja þegjandi undir, þegar vísvit- andi er farið með rangfærslur, sem grafið geta undan því trausti, sem Garðabær hefur ótvírætt notið fyrir trausta og ábyrga fjármálastjórn. Garðabær hefur jafnan notið hag- stæðustu lánskjara, sem sveitarfélög eiga völ á. Með skrifum sínum er Einar Sveinbjörnsson beinlínis að grafa undan trausti bæjarfélagsins. Vonandi finnur hann sér verðugri verkefni til þess að beijast fyrir í þágu Garðbæinga. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins ogforseti bæjnrstjórnar í Garðabæ. Að gefnu tilefni Athugasemd vegna fréttar bráðabirgðastj ómar Samtaka um kveiinaathvarf Guðrún Olga Sigríður Clausen Marteinsdóttir í MORGUNBLAÐINU fímmtudaginn 16. mars sl. er frétt frá bráðabirgðastjóm SUK þar sem hún á blaða- mannafundi svarar van- traustsyfirlýsingu 16 kvenna úr SUK sem birtist í Morgun- blaðinu 14. mars sl. í fréttinni koma fram rangfærslur sem okkur undirrituðum finnst rétt að gera athugasemd við. Kosning bráðabirgðastj órnar Bráðabirgðastjórn heldur því fram að aðalfundur hafi verið lögmætur og þar með kosning stjómarinnar. Við teljum vafa leika á að svo sé því að í 5. grein laga SUK stendur: „Virkir félagar hafa einir atkvæðisrétt...“ Þar sem vitað er að a.m.k. tvær konur, sem ekki urðu félagar í SUK fyrr en daginn eftir aðalfundinn, greiddu atkvæði, hlýtur kosning bráðabirgðastjómarinnar að teljast ólögmæt. Fjármálaóreiða Í grein okkar 14. mars er komið inn á fjármálaóreiðu þá sem uppvíst hafði orðið i SUK. í ljós hefur komið að tvær starfskonur höfðu fengið mjög háar upphæðir í fyrirfram greidd laun, auk þess sem önnur þeirra hafði dregið sér fé úr sjóðum SUK. Það er rangt að halda því fram að okkur hafi þótt þetta lítiivægt eins og fullyrt er í frétt stjómar SUK. Þvert á móti fannst starfskon- um Kvennaathvarfsins þetta háal- varlegt mál. En við höfum gagnrýnt það að reynt hefur verið að láta líta svo út sem flestar eða allar starfs- konur athvarfsins hafí verið sekar um einhvels konar misferli. Það er rétt að fjórar starfskvennanna höfðu einhvem tíma á starfstíma sínum fengið fyrirfram eins og það er kall- að. I öllum tilfellum var um að ræða lágar upphæðir sem jöfnuðust út mánaðamótin á eftir. Við vitum ekki betur en að þetta tíðkist á mjög mörgum vinnustöðum án þess að teljast saknæmt. Stjórn SUK sá aft- ur á móti ekki ástæðu til að svara ^gagnrýni okkar á hiut Margrétar Pálu Olafsdóttur, fyrrverandi og nú- verandi gjaldkera samtakanna, í þessu máli. Uppsagnir í frétt bráðabirgðastjórnar SUK segir orðrétt: „23. nóvember 1994 var öllum starfsmönnum Kvennaat- hvarfsins sagt upp störfum frá og Við bentum á að ný- ráðnar starfskona at- hvarfsins væru óreynd- ar, segja Guðrún Olga Clausen og Sigríður Marteinsdóttir, en vís- um því á bug að hafa sagt þær óhæfar. með 1. desember til að hægt væri að gera við þær nýja starfskjara- samninga. Þeim var tilkynnt að þær myndu að öðru jöfnu sitja fyrir um ný störf“ (tilvitnun lýkur). Hið rétta er að okkur var strax í upphafí gert Ijóst að það væri ekki hægt að svara okkur um hvort um endurráðningu yrði að ræða. Enda stendur orðrétt í uppsagnarbréfum (meðfylgjandi) dagsettum 23. nóv- ember 1994: „Frá og með 1. desem- ber 1994 er þér hér með sagt upp starfí því sem þú hefur gegnt hjá Samtökum um kvennaat- hvarf. Miðað er við 3ja mánaða uppsagnarfrest og eru starfslok þín því þann 28. febrúar 1995.“ Undir þetta skrifar Hildigunnur Ólafsdóttir f.h. stjórnar SUK. Er hægt að skilja þetta bréf svo að það hafi átt að endur- ráða okkur og gera við okkur nýja starfskjarasamninga? Sannleikurinn er nefnilega sá að við fengum aldrei að vita hvort við yrðum endurráðnar eður ei og finnst okkur fram- koma bráðabirgðastjórnarinnar í okkar garð óskiljanleg og for- kastanleg. Nýjar starfskonur Þeirri fullyrðingu að við höfum lýst yfír að nýráðnar starfskonur athvarfsins séu óhæfar vísum við á bug. Við bentum á að þær væru óreyndar og fengju ekki á nokkurra daga námskeiði þá þjálfun sem nauð- synleg er. Það hlýtur að taka langan tíma að ná upp þeirri reynslu sem kastað var á glæ með þessum hreins- unum. „Árangur stjórnarinnar“ Bráðabirgðastjómin nefnir ýmsa áfanga sem hún segist hafa náð á samstarfstíma sínum frá 1. nóvem- ber. Meðal þess sem nefnt er, er húsnæði undir skóla og leikskóla athvarfsins sem Reykjavíkurborg hefur lánað. Undirritaður fyrrverandi kennari og barnastarfsmaður í kvennaathvarfinu vill að það komi skýrt fram að það var félagslega kjörinn fulltrúi í framkvæmdanefnd SUK, Kristín Blöndal, sem ekki situr í núverandi stjóm, sem vann ötullega að þessu máli síðastliðið sumar. Lof- orð fyrir húsnæðinu var fengið frá Reykjavíkurborg í lok ágúst og hús- næðið rýmt af þáverandi leigjendum 1. október sl. Þannig að það má ljóst vera að núverandi bráðabirgðastjórn SUK á ekki heiðurinn af þessu fram- taki. Guðrún Olga er kennari og fyrrverandi barnastarfsmaður. Sigríður Marteinsdóttir er leikskólakennari og fyrrverandi vaktkona. Von barn- annaokkar? Rauða fjöðrin FYRIR stuttu fór ég á fund. Þetta var ekki fjölmennur fundur með „lúðraþyt og söng“, aðeins nokkrir tugir manna og kvenna að fjalla um afmarkað efni, sem er e.t.v. ekki í tísku. Þetta var Hryggiktarfélagið að halda stjómar- og fræðslufund. í lok fundarins voru svo fyr- irspurnir og hvað skyldi svo hafa legið mönnum á hjarta umfram annað? Jú, hvernig getum við komið í veg fyrir að börnin okkar verði eins illa úti og við sjálf? Því er nefnilega þannig varið með gigt, að sjúkdómurinn er talinn afleiðing af flókinni víxlverkun milli erfðaupplags og umhverfis- þátta og beinast nú augu manna að þeirri staðreynd að óvíða er auðveldara að framkvæma rann- sóknir á þessu sviði en hér á ís- landi. Ættfræðiþekking er óvenju góð, erfðaupplag óvenju einsleitt og fámennið gerir auðveldara að ná til allra sjúklinga og ættingja þeirra. Við eigum líka mjög hæfa vísindamenn og hér er náin sam- vinna gigtarlækna, erfðafræðinga og ónæmisfræðinga. Ég held að varla sér hér nokkur maður, sem ekki á einhvern ætt- ingja, sem er með gigtarsjúkdóm. En er þá eitthvað í veginum fyrir því að þessar þýðingarmiklu rann- sóknir verði að veruleika? Orð eru til alls fyrst en fjármagn er for- senda þess að árangur verði sýni- legur. Það er því mjög ánægjulegt að Lions-hreyfingin á Islandi hefur ákveðið að styrkja uppbyggingu rannsóknarstofnunar í gigtarsjúk- dómum með sölu Rauðu ijaðrarinn- ar 1995 og fer sú sala fram um mánaðarmót mars-apríl. Vonandi skilur almenningur á íslandi að hver og einn getur orðið næsta fórnarlamb sjúkdóms, sem enn er ekki hægt að lækna og hneppir marga í fjötra sársauka og jafnvel fötlunar. Á þessum tímum samdráttar og sparn- aðar í heilbrigðiskerf- inu er sú hugsun ofar- lega í huga okkar, sem þjáumst af gigt, hvern- ig gæði lífsins verði best tryggð,. Því það er ekki nóg að lifa lengi, ef líðanin er slæm og dregið verður úr þeim úrræðum, sem hingað til hafa staðið flestum til boða, svo sem gerviliðaaðgerðir, sjúkraþjálfun og sjúkrahúsvistir. Ég þekki núna fleiri en einn og fleiri en tvo, sem fengið hafa gervilið í annað hnéð en eru síðan jafnslæmir í hinu og virðast vera á endalausum bið- lista eftir seinni aðgerðinni. Ein- mitt þess vegna er svo mikilvægt að snúa bökum saman og finna ráð til að draga úr líkum á því að verða illa haldinn af gigt og það er innan Rauða fjöðrin verður seld til stuðnings gigtar- rannsóknum. Sigríður Gunnarsdóttir hvetur landsmenn til samátaks með Lionsmönnum. seilingar, ef þessu málefni verður sýndur nægilegur skilningur. Kannanir hafa sýnt að hver króna sem lögð er í gigtarlækningar skil- ar sér fertugfalt til baka og kostn- aður vegna gigtarsjúkdóma er gíf- urlegur, talinn um 10 milljarðar króna á ári. Það væri íslandi sannarlega til sóma ef lausn gigtargátunnar feng- ist með rannsóknum hér á landi í samvinnu íslenskra og erlendra sérfræðinga. Það getur orðið að veruleika ef þú, kæri samlandi, tekur Lionsmönnunum vel, þegar þeir banka uppá um næstu mán- aðamót. Höfundur er í stjórn Gigtarfélagsins. Sigríður Gunnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.