Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Árangurslaus fundur í deilu flugfreyja og þriggja daga verkfall boðað í næstu viku Yfirmenn Flugleiða sinna öryggisþj ónustu í flugvélum FLUG Flugleiða fellur ekki niður fari flugfreyjur í verkfall 28., 29. og 30. mars næstkomandi. Yfirmenn félagsins ætla að gegna öryggisþjónustu um borð í flugvélunum, að því er segir í frétt frá Flugleiðum í gær. Erla Hatlemark, formaður Flugfreyjufélags íslands, sagði í gær að með þessum aðgerðum væru Flugleiðir komnir í stríð við flugfreyjur. Gert er ráð fyrir að hægt verði að halda innanlandsfluginu að mestu gangandi og takmarkaðri þjónustu um borð í millilandaflug- vélum. Um 8.500 farþegar eiga bókað far með vélum félagsins verkfallsdagana. í gær var haldinn árangurslaus samningafundur hjá ríkissáttasemjara í vinnudeilu Flug- freyjufélags íslands og Flugleiða og ekki boðað til nýs fundar. Yfirmenn Flugleiða, sem hafa hlotið tilskilda þjálfun, munu sinna störfum öryggisvarða um borð í flugvélum félagsins. Að sögn Ein- ars Sigurðssonar blaðafulltrúa Flugleiða hefst þjálfunin á föstudag og lýkur fyrir boðaða verkfallsdaga. Ekki liggur fyrir hvað margir yfír- menn verða þjálfaðir, en forstjóri og framkvæmdastjórar ásamt yfír- mönnum sem ganga þeim næst verða í fyrsta hópnum. Breyta verður áætlunum Að sögn Einars er reiknað með að áætlunum verði breytt, því ekki tekst að manna allar vélar með svo skömmum fyrirvara. „Við teljum afar mikilvægt að halda landinu opnu, því þetta er mikilvægasti bókunartími ferðaþjónustunnar,“ sagði Einar. Þegar yrði vart áhrifa boðunar verkfallsins á bókanir. Einnig væri mikilvægt að halda uppi samgöngum innanlands, ekki síst þegar samgöngur á landi eru erfíðar, að sögn Einars. Aðspurður hvort þessar aðgerðir fengju staðist vitnaði Einar í hlið- stæðar aðgerðir nýlega hjá breska flugfélaginu Brittania. „Við horfum til þeirra laga og reglna sem gilda um flugreksturinn í innlendum lög- um og alþjóðlegum. Það verður fýrst og fremst öryggisgæsla um borð og þjónusta eftir því sem tök eru á.“ Strandar á tvennu í frétt Flugleiða segir að flug- freyjur hafi hafnað tilboði félagsins um kjarasamning sem fól í sér kauphækkanir til jafns við það sem samið hefur verið um á almennum markaði. Þá segir að kjaradeilan strandi á tveimur meginatriðum. Annars vegar hafí flugfreyjur kraf- ist sambærilegra hækkana og flug- menn og flugvirkjar fengu með hagræðingarsamningum við Flug- leiðir. Félagið segist vera reiðubúið að semja um þetta atriði. Hins vegar geri flugfreyjur kröfu um að þeim verði gert kleyft að láta af störfum við 63 ára aldur „en halda þó verulegum hluta launa þar til taka á fullum lífeyri þeirra úr Lífeyrissjóði verslunarmanna hefst". í fréttinni segir að Flugleið- ir telji útilokað að samningar náist um þessa síðari kröfu, en félagið hafí boðið þeim flugfreyjum og þjónum, sem vilja hætta við 63 ára aldur, störf á jörðu niðri. Stríðshanskanum kastað Erla Hatlemark, formaður Flug- freyjufélags íslands, sagði samn- inganefndina ekki hafa hafnað neinu tilboði í gær því ekkert tilboð hefði verið lagt fram. Með þessum aðgerðum væru Flugleiðir komnir í stríð við flugfreyjur. Hún minnti á að í verkfalli flug- freyja 1973 hefði annað flugfélagið, sem flugfreyjur áttu þá í vinnudeilu við, sett öryggisverði um borð í vélar sínar. Þá var leitað til Alþjóða- sambands flutningaverkamanna um að setja afgreiðslubann á flug- vélamar erlendis. Ekki reyndi á bannið því verkfallið leystist áður en til þess kæmi. Dorgað í verkfalli f KENNARAVERKFALLI reyna börnln að finna sér eitt- hvað til dundurs og drepa tím- ann. Dorgveiði hefur ekki verið mikið stunduð á Laugarvatni en var þó reynd í góðviðris- kafla á dögunum. Fréttaritari hitti þijá drengi sem legið höfðu á ísnum af og til í tvo daga til að Iokka bröndur á öngulinn. Strákamir sögðu að félagi þeirra hefði veitt einn strax í fyrstu tilraun daginn áður, en síðan hefði ekkert veiðst þrátt fyrir margskonar gómsæta beitu, s.s. silung, gul- ar baunir, lýsispillur og ána- maðka. Morgunblaðið/Kári Jónsson Skákþing Norðurlanda Cramling og Hansen efst ÖNNUR umferð svæðamóts Skák- þings Norðurlanda var tefld í gær. Þau Pia Cramling og Sune Berg Hansen em efst í 1. til 2. sæti með tvo vinninga hvort. Úrslit urðu þau að Curt Hansen og Erling Mortensen gerðu jafntefli líkt og Jonathan Tisdal og Margeir Pétursson, Hannes Hlífar Stefáns- son og Þröstur Þórhallsson, Marko Manninen og Ralf Akesson. Pia Cramling vann Simon Ag- desten, Sune Berg Hansen vann Helga Ólafsson, Jóhann Hjartarson tapaði fyrir Lars Bo Hansen, Einar Gausel sigraði Lars Degerman, Jonny Hector vann Thomas Ernst og Tapani Sammalvuo tapaði fyrir Rune Djurhus. Margeir Pétursson er efstur ís- lenskra þátttakenda og er í 3. til 8. sæti ásamt þeim Curt Hansen, Lars Bo Hansen, Erling Mortensen, Einar Gausel og Jonathan Tisdall með l*/2 vinning. ■ Mikil harka/47 ■ ♦ ♦ ♦--- Bruggstöð lok- að í Breiðholti LÖGREGLAN í Reykjavík lagði á mánudagskvöld hald á eimingar- tæki og áhöld til landaframleiðslu í bílskúr við Krummahóla. Tveir menn á þrítugsaldri, sem báðir hafa komið við sögu bmgg- mála áður, höfðu tekið skúrinn á leigu. I bílskúrnum var 200 lítra eim- ingartæki og 600 lítrar af gambra sem nýlega hafði verið lagt í. -----♦ ♦ ♦---- Patreksfjörður Hættuástandi aflýst ALMANNAVARNANEFND Pat- reksfjarðar aflýsti hættuástandi í bænum um kl. 18.00 í gærkvöldi. Fengu allir íbúar bæjarins sem gert hafði verið að rýma heimili sín að snúa aftur heim. Fyrr um daginn hafði hættu- ástandi verið aflýst á svæði neðan Geirseyrargils, en afráðið að bíða fram undir kvöld að aflýsa hættu við Mýrar og Urðir, þar sem um 80 metra snjóflóð féll í fyrrakvöld. > i I i \ \ \ \ Fimmta verkfallið orðið það næstlengsta VERKFALL kennarafélaganna er orðið annað lengsta verkfall sem kennarar hafa staðið í til þessa. Hingað til hefur ekki til þess komið að skólastarf á skóla- ári eða önn hafi farið í vaskinn vegna verkfalls. Yfirstandandi verkfall er fimmta verkfallið sem samtök kennara fara út í. Kennarar í Kennarasambandi íslands fóru fyrst í verkfall 1977, en KÍ var þá innan BSRB. Áhrifa þess gætti einnig í framhaldsskólum, því að húsverðir fóru í verkfall og óheimilt var því að opna skól- ana. Útskrift varð með eðlileg- um hætti. KÍ fór aftur í verkfall með BSRB árið 1984 og stóð það í 26 daga. Skólastarfi þá var einn- ig bjargað með aukinni kennslu og breyttu skipulagi í skólunum. Kennarar í HÍK sögðu upp störfum í ársbyrjun 1985 og tóku uppsagnirnar gildi 1. mars. Um 400 kennarar mættu ekki til starfa fyrr en 24. mars þegar deilan leystist. Hún kom mis- munandi niður á nemendum þar sem einungis hluti kennara sagði upp störfum. Skólarnir leystu þau vandamál sem sköp- uðust vegna vinnustöðvunarinn- ar með ýmsum hætti. HÍK var í verkfalli 16.-30. mars 1987. Verkfallið náði til flestallra framhaldsskóla nema Verslunarskólans og kennsla skertist einnig í efstu bekkjum grunnskóla. Eftir að deilan leystist var kennt á laugardög- um, í páskavikunni og sumar- daginn fysta. Próf voru að mestu leyti með hefðbundnum hætti. Verkfall HÍK 1989 stóð í 42 daga og var lengsta kennara- verkfallið til þessa. Eftir að það leystist var kennt í flestum skól- um í nokkra daga og próf síðan lögð fyrir. Víða var þó vetrar- einkunn látin gilda sem lokaein- kunn. Nokkrir skólar létu nægja að gefa nemendum einkunnina M, þ.e. metið, eða F, þ.e. fall. BSRB 14dagar, 11.-25. okt. 1978 1980 1982 1984 BSRB ÍEEEl HÍK 1986 ÍET51 hík 1988 IEEE1 HÍK 1990 1992 1994 Truflun á skólastarfi í vinnudeilum 1977-95 (uppsagnir) 26 d., 4.-30. okt. | 24 d., 1 .-24. mars |l4dagar, 6-30. mars 6. apríl-18. maí, 42 dagar HÍK/KÍI 22. mars, 34 dagar Engar opinberar tölur liggja fyrir um hvað margir nemendur flosnuðu upp úr námi vegna verkfallanna. Ljóst er þó að margir nemendur hafa tafist í námi vegna þeirra. í könnun sem Morgunblaðið gerði í fjór- um stórum og meðalstórum skólum eftir vinnustöðvun kenn- ara 1985 kom fram að 90 nem- endur gerðu hlé á námi vegna hennar. Yfirstandandi verkfall hefur staðið yfir í 34 daga. Þó að verk- fallið 1989 hafi staðið lengur hefur yfirstandandi verkfall að sumu leyti þegar raskað skóla- starfi meira en það gerði. Verk- fallið 1989 hófst í lok skólaárs- in^i þegar búið var að kenna í þrjá ^ mánuði á vorönninni, en nu hofst verkfall þegar einungis i var húið að kenna í rúman mán- uð á önninni. Það er því erfiðara að nota sömu aðferð og 1989, byggja lokaeinkunn á vetrar- einkunn, þar sem á svo litlu námi er að byggja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.