Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1995 17 NEYTEIMDUR Morgunblaðið/Kristinn FYRSTI fundur kærunefndar um fjöleignarhús. Frá vinstri: Ingólfur Ingólfsson, lektor, Valtýr Sigurðsson, héraðsdómari og formaður nefndarinnar, Karl Axelsson, héraðsdómslögmaður og Sif Guðjónsdóttir, lögfræðingur í Húsnæðisstofnun ríkisins og ritari nefndarinnar. þurfum að fara á vettvang í einhveij- um tilvikum." Deilt um kostnað Þegar komið er við pyngjuna verða flestir viðkvæmir, enda er helst deilt um skiptingu kostnaðar í fjöleignar- húsum. Alla vega voru flest ágrein- ingsmál í þeim dúr, sem voru á borði kærunefndar um fjöleignarhús þegar hún fundaði í fyrsta sinn, fyrr í þess- um mánuði. Sif Guðjónsdóttir er lög- fræðingur í Húsnæðisstofnun og rit- ari beggja kærunefndanna. Hún nefnir ágreining um skiptingu við- haldskostnaðar sem dæmi um mál sem liggja fyrir nefndinni. Ágrein- ingur um túlkun á ákvæðum leigu- samnings er dæmi um mál sem ligg- ur fyrir kærunefnd húsaleigumála. í fjöleignarhúsalögunum er skil- greint hvað er séreign, hvað sameign og hvað er sameign sumra. Það skipt- ir höfuðmáli þegar kemur að algeng- asta deilumálinu; skiptingu kostnað- ar. „Þrátt fyrir skilgreiningar eru alltaf grá svæði, en nú getur kæru- nefnd tekið afstöðu til þeirra," segir Sigurður Helgi Guðjónsson. „Fyrirspumir sem tengjast raf- lögnum, skólplögnum, frárennslis- lögnum og öðrum lögnum berast okkur nær daglega, enda eru lagnir oft á hinu svonefnda gráa svæði. Meginreglan er sú að ekki skiptir máli hvar lagnir liggja, heidur hvetj- um þær þjóna. Eg geri fastlega ráð fyrir að mörg ágreiningsmál um lagnir, viðhald, viðgerðir eða tjón vegna bilaðra lagna, komi á borð kærunefndar. Einnig ágreiningur um kostnað vegna viðgerða á gluggum og svölum, þar sem sumir hlutar teljast vera séreign og aðrir sam- eign.“ Villuráfandi bílskúrar Nokkur brögð hafa verið að því, síðustu ár, að fólk selji bílskúr sinn eða aukaherbergi, í kjallara eða risi. Samkvæmt fjöleignarhúsalögum má það ekki lengur, nema kaupandi eigi íbúð í húsinu eða allir íbúar séu sátt- ir við að viðkomandi eignarhlutur færist út fyrir húsið. Um leigu gegn- ir öðru máli, eigandi getur leigt út bílskúr eða herbergi, en aðrir íbúar hafa þá forleigurétt. Sigurður Helgi segir að oft hafi sprottið illvígar deilur meðan bílskúr- ar og kjallaraherbergi voru seld til manna úti í bæ. „Slíkt hafði ýmsar flækjur í för með sér, enda fjölgaði þeim sem notuðu sameign, t.d. þvottahús, bílastæði og lóð og oft kom upp ágreiningur um þátttöku bílskúrs- eða herbergiseiganda í hús- félagi.“ — Við sitjum samt uppi með bíl- skúra sem þegar hafa verið seldir Pétri og Páli. „Við því er því miður lítið hægt að gera annað en ypta öxlum og segja ansans vesen. Lög frá 1959 bönnuðu sölu á bílskúrum til utanað- komandi, en í 76-lögunum, sem leystu hin eldri af hólmi, gleymdist að taka á þessum málum. Bílskúrar voru því aðeins seldir til utanaðkom- andi á tímabilinu 1976-1994 og svo í einhveijum mæli fyrir 1959. Ég hygg að villuráfandi bílskúrar rati smám saman heim á ný, þannig að eignarréttur að þeim verði kominn í hendur réttra aðila samkvæmt lög- unum, á næstu árum og áratugum. Ekki þótti fært að skylda bílskúrseig- endur til að selja þá til baka eða kveða á um kauprétt íbúðareiganda. Hér koma örugglega upp margvísleg álitamál, sem koma til kærunefnd- ar.“ Á nýju lögunum er smuga. Heim- ilt er að selja óverulegan hluta sér- eignar og því má velta fyrir sér hvort herbergi eða bílskúr fellur undir þá skilgreiningu. „Það er fullvíst að deilur munu rísa um hvað telst veru- legur og óverulegur hluti,“ segir Sig- urður Helgi. „Mál af því tagi munu því áreiðanlega koma til kærunefnd- ar.“ Skyldur og ábyrgð í lögunum kemur skýrt fram að eig- andi á að halda séreign sinni við og sjá til þess að aðrir verði ekki fyrir ónæði eða tjóni vegna vanrækslu hans. Gert er ráð fyrir að annars geti þeir látið framkvæma viðgerðir á séreign hans. Það mega þeir gera á kostnað hans en án samþykkis hans. „Áður voru þetta óskráðar megin- reglur en eru nú lögfestar," segir Sigurður Helgi. Sé málinu snúið við, t.d. þannig að einn íbúi krefst við- gerða á sameign, sem aðrir skella skollaeyrum við, getur hann átt rétt á að láta framkvæma viðgerð, án samþykkis annara íbúa og krefjast síðan skiptingar á kostnaði. „Við getum ímyndað okkur íbúa á efstu hæð í húsi. Þakskemmdir valda leka í íbúð hans, en aðrir íbúar, sem ekki verða lekans varir, kæra sig kollótta og vilja fresta viðgerð. Samkvæmt lögum gæti íbúinn á efstu hæð látið gera við þakið og krafist greiðslu í samræmi við eignarhluta, frá öðrum eigendum. Mörg ágreiningsmál af þessum toga spretta vafalaust upp og þá getur kærunefnd gefíð álit um hvort viðgerð er brýn eða ekki. Breytt nýting á húsnæði Þótt mönnum sé að mestu leyti fijást að gera það sem þeim sýnist í eigin húsnæði, setja lögin ákveðin takmörk. „í stuttu máli er óheimilt að nota húseign til annars en hún er ætluð. Til dæmis er ekki hægt ■að nota lóð sem geymslustað fyrir gamla bíla og ekki er hægt að nota stigagang sem ruslageymslu. Ef breyting á hagnýtingu hús- næðis felur í sér verulegt ónæði eða röskun þurfa aðrir íbúar að sam- þykkja breytinguna. Líklegt er að kærunefnd þurfi fyrr eða síðar að skera úr um hvort óþægindi vegna slíkra breytinga séu verulegar, eins og t.d. má gera ráð fyrir ef íbúðar- húsnæði væri notað fyrir mynd- bandaleigu eða fiskbúð. í húsi í miðbæ Reykjavíkur kom upp sérstætt mál af þessum toga. íbúi hóf að beita heima hjá sér. Af því staíaði m.a. óþefur og skarkali sem ónáðaði aðra í húsinu. Það kem- ur vart á óvart að ég taldi að hér væri farið allt of langt út fyrir mörk- in. Húsfélög og fundir Ef íbúi var ekki boðaður á hús- fund, gat hann, samkvæmd eldri lög- um, neitað að taka þátt í kostnaði vegna framkvæmda sem samþykktar voru á fundinum. „Hægt var að nota þetta ákvæði sem skálkaskjól og neita að borga ef ekki var haldinn formlegur húsfundur. Nú er gert ráð fyrir að óverulegur ágalli megi vera á fundarboði, en kærunefnd gæti þurft að dæma um það hvenær ágalli telst verulegur eða óverulegur. Húsfélag hefur mikið vald á til- tölulega þröngu sviði. Mér finnst lík- legt að kærunefnd berist margar fyrirspurnir um hvort húsfélag hafi vald til að taka meirihlutaákvörðun. Ef settur er upp óvenjulegur og dýr búnaður, sem ekki tíðkast í sambæri- legu húsi, þarf t.d. að liggja fyrir samþykki allra. Nú gæti verið um að ræða gerfihnattadisk, en eftir 10 ár eitthvað allt annað. Afstaða kæru- nefndar í slíku máli myndi byggjast á mati á því hvað sé óvenjulegt og dýrt á hveijum tíma. Ónæði íbúi sem brýtur ítrekað skyldur sínar gagnvart húsfélagi eða öðrum íbúum getur staðið frammi fyrir því að þurfa að selja eign sína. „Sam- kvæmt gömlu lögunum var hægt að krefjast þess að hann flytti úr hús- inu, en hann gat flutt inn daginn eftir.“ Kvartanir vegna ónæðis og friðar- spilla af ýmsu tagi eru mjög algeng- ar í fjöleignarhúsum. Drykkjulæti, samkvæmi og næturbrölt eru líklega algengasta umkvörtunarefnið, en síðastliðið haust vakti sérstætt deilu- mál mikla athygli. Kvartað var undan tíðu og miklu ónæði vegna ástar- leikja í tiltekinni íbúð. Þeir sem kvört- uðu báru við að hljóðin líktust gráti i ungabarni og gelti í hundi, þau heyrðust þrisvar á dag, í allt að 3 tíma í senn og að ástandið hefði varað í sjö mánuði. Það kom m.a. í hlut Sigurðar Helga að taka afstöðu í málinu á sínum tíma. „Þarna greindi íbúa á um hvort þetta væru löglegar aðfar- ir, eins og venjulegt fjölskyldubrölt eða hvort farið var út fyrir mörkin. Vissulega gætu mál af þessu tagi borist kærunefnd, sem yrði þá að marka línu milli þess sem sem má og má ekki í þessu efni, til dæmis hvaða hljóð eru lögleg, hver hljóð- styrkur má vera og hversu tíðar slík- ar athafnir mega vera. Þetta ákveðna mál dagaði uppi, ekki hafa borist fleiri kvartanir. Hvort ástæðan er sú að dregið hefur úr ónæðinu eða umburðarlyndi hefur aukist, veit ég hins vegar ekki.“ Gæludýr Margir eigendur hunda og katta hafa látið í ljós áhyggjur og óánægju vegna ákvæða í nýju lögunum um hunda- og kattahald. Til að halda hund eða kött í fjöleignarhúsi þarf nú samþykki allra sem hafa sameig- inlegan inngang, stigagang eða hús- rými. — Ef nýr eigandi, mótfallinn hunda- og kattahaldi, flytur í húsið, hvort gildir skoðun hans eða samþykki fyrri eiganda? „Þetta ákvæði kom inn á síðustu stundu í meðförum Alþingis, vegna tilmæla frá Félagi asma- og ofnæ- missjúkra. Ákvæðið er nokkuð loðið, eins og dýrin sem í hlut eiga. Ýmsum álitaefnum er ósvarað, til dæmis hvernig túlka eigi samþykki, er það afturkallanlegt hvenær sem er, án ástæðu eða er það óafturkallanlegt? Gildir það meðan viðkomandi dýr „brýtur ekki af sér“ eða meðan það lifir? Hlýtur kærunefnd að þurfa að taka á þessum álitaefnum og ýmsum fleirum. Eins þarf örugglega að meta hvað telst sameiginlegt húsrými í þessu samhengi. Ef hundeigandi hef- ur t.d. sérinngang, en deilir þvotta- húsi með íbúa sem er mótfallinn hundahaldi, má deila um það hvort sameiginlegt þvottahús skiptir máli, ef hundurinn kemur aldrei þar inn.“ Sigurður Helgi segir að kærunefnd jafnréttismála sé að sumu leyti fyrir- mynd hinna nýju kærunefnda um íjöleignarhús og leigumál. Hann kveðst ánægður með að þær séu nú teknar til starfa og bindur miklar vonir við þær, enda felist í þeim mikil réttarbót. „Ég taldi brýna þörf þörf á þessu úrræði og fannst jafn- vel koma til greina að kærunefndum yrði veitt úrskurðarvald, þannig að álit þeirra væri bindandi. Álls staðar þar sem fólk þarf að deila verðmæt- um eða gæðum, er kominn jarðvegur fyrir ágreining. Nú er komin einföld og vafningalítil leið til að fá rökstutt álit frá valinkunnum sérfræðingum, sem getur endað þrætur með skjótum hætti og án kostnaðar.“ KJÖT & FISKUR GILDIR FRÁ 23. MARZ TIL 30. MARZ Lambalæri kg. 498 kr. Lambasaltkjöt 349 kr. Úrb. kryddaður lambaframpartur 698 kr. Skinka í sneiðum 790 kr. Carno, gular baunir, 500 g 49 kr. Inter-spaghetti, 1 kg 69 kr. Nópashampó, 11. 98 kr. Lambasúpukjöt kg. 398 10-11 BÚÐIRNAR GILDIR FRÁ 23. MARZ TIL 29. MARZ Hangiframparturkg 475 kr. Hangilæri kg Súpukjöt, ókeypis rófur fylgja, kg Saltkjöt, ókeypis rófurfylgja, kg Engjaþykkni 698 kr. 398 kr. 198 kr. 45 kr. Súkkulaðikremkex, 300 g Ágætis hrásalat, stórt box 79 kr. 89 kr. Libresse innlegg 30 stk. 158 kr. FJARÐARKAUP TILBOÐ 23. OQ 24. MARS Svínahamborgarhryggur kg '798 kr. Rauðvinslegið lambalæri kg Skinka (svína) kg 698 kr. 698 kr. Boyonneskinka kg 698 kr. Lambhagasalat kg 95 kr. Afabolir 593 kr. Dolar-bolir 368 kr. Doiar-bolir, barna 165 kr. BÓNUS GILDIR FRÁ 23. MARZ TIL 29. MARZ Sveitabjúgu kg 249 kr. Dönsk lifrarkæfa kg 267 kr. Lambasteik 2 stk. ca 450 g 161 kr. Frón súkkulaði Pettet 2x300 g 159 kr. Gulrætur kg 65 kr.j Frön súkkulaði petett 2x300 g 159 kr. Sunkist appelsín 21 87 kr. Ruffellssnakk 190g 119 kr. Opal lakkrískúlur 500 g 187 kr.l RÚMFATALAGERINN Baðmottusett 790 kr. Koddar 490 kr. Tuskumottur 199 kr. Tennissokkar, 10pör 590 kr. /') >J vltyS' ' TILBOÐIN Gulrætur og vínber Gulrætur eru á tilboðsverði á nokkr- um stöðum, hagstæðast er verðið hjá Hagkaup, 59 krónur kílóið. I Bónus er kíióið selt á 65 krónur og hjá Skagaveri á Akranesi 79 krónur. Blá og græn Cape vínber eru á til- boði hjá Hagkaup og Nóatúni og kíló- ið af þeim er nú selt á 189 krónur í báðum búðunum. MIÐVANGUR, HAFNARFIRÐI Úrb. fylltur lambaframpartur kg 689 kr. Lambaframpartur, sagaður, kg 398 kr. Grænar baunir, Hy-Top 425 g 49 kr. Mais baunir, Hy-Top 432 g 59 kr. Rauðkál, 720 g 99 kr.] Gulrætur Coop, 400 g 59 kr. Bökunarkartöflur, 907 g 149 kr^ Egils appelsínuþykkni, 11 Cherios Honey Nut 375 g 198 kr. 244 kr. ÞÍN VERSLUN QILDIR FRÁ 23. HL 26. MARS BBQ kryddað læri, úrb. kg 899 kr.1 Silkience hárlakk stk. 279 Parketklútar 50 stk. pk Silkience hárnæring 250 ml., pk 239 i 219 Serla eldhúsrúllur 3 stk. 1191 Serla WC-pappir 6 rúllur 119 Vilko vöfflumix pk Mömmu drottningarsulta, stk. 175 165 NÓATÚN GILDIR 23. TIL 26. MARS Nýr sjóeldislax, kg 399 kr. Lambaskrokkar, kg 398 kr. Folaldasnitsel kg 699 kr. Folaldagúllas, kg 599 kr. Broccoli, kg 229 kr. Vínberblá, Capé, kg 189 kr. Vínber græn, Capé, kg 189 *kr HAGKAUP GILDIR FRÁ 24. TIL 31. MARS Londonlambfró Kjarnafæði kg 659 Beuvais rauðkál 600 g 79 kr. Star maiskorn 330 g .49 kr. Búri — 32%ostur 805 kr. Cape græn og blá vínber 189 kr. Oxford saltkex 150 g 59 kr. Hollenskar gulrætur kg 59 kr. Hollensk Jónagold epli 1,5 kg 89 kr. 11-11 BÚÐIRNAR OILPIR FRÁ 23. MARS TIL 30. MAB8 Þurrkryddaðirlambahryggirkg 595 kr. Rauðvínsleginn lambahryggur kg London-lamb kg 595 kr. 689 kr. Rauðkál, niðursoðið 720 g 99 kr. Agúrkusalat niðursoðið 720 g Lambahryggur niðursneiddur kg Lambalæri niðursneitt kg 128 kr. 498 kr. 598 kr GARÐAKAUP GILDIR TIL 26. MARS Nautagúllashkg T opp djús appelsínuþykkni 11 Barilla pasta, tvær gerðir 859 kr. 169 kr. '65 kr. Luxus olívuolía, 0,51 198 kr. Mamma besta pizzur, 3 teg. Orville örbylgjupopp, þrír í poka 295 kr. 99 kr. KASKO, KEFLAVÍK HELGARTILBOÐ QILDIR 23. MARS TIL 27. MARS. Mamma þesta pizza 600 g 249 kr. EF-kokteilsósa 400 g 109 kr. Tómatarkg 199 kr. Plómurkg 179 kr. Græn paprika, pt.kh. Royal Dor mýkingarefni 41 259 kr. 249 kr. Cat Chow kattarmatur 510 g Pyppy Chow hundamatur 2,27 kg 129 kr. 499 kr. SKAGAVER, AKRANESI HELGARTILBOÐ Tómatsósa, Libbys 792 g Hvitlauksbrauð pk. Gulræturkg 119 kr. 119 kr. 79 kr. Kiwi kg 109 kr. Jarðarberjagrautur 11 149 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.