Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1995 47 Mikil harka í fyrstu umferð Morgunblaðið/Árni Sæberg Jón G. Briem, forseti skáksambands Norðurlanda flutti ávarp við upphaf mótsins. Skák S ká k þin g Norðurlanda HÓTEL LOFTLEIÐIR 21. mars — 2. apríl. Taflið byijar kl. 16 ÞAÐ var afar hart barist í fyrstu umferð Skákþings Norðurlanda þar sem jafnframt er barist um þijú sæti á millisvæðamóti. Aðeins tveimur skákum af tíu lauk með jafntefli í fyrstu umferðinni. Sex unnust á hvítt, en tvær á svart. Úrslit 1. umferðar: Ákesson — Curt Hansen 0-1 Agdestein — Djurhuus 1-0 Degerman — Jóhann Vi—Vi Lars Bo Hansen — Gausel Vi—Vi Tisdall — Hector 1-0 Margeir — Ernst 1-0 Sune B. Hansen — Hannes 1-0 Helgi Ól. — Þröstur 1-0 Sammalvuo — Pia Cramling 0-1 Mortensen — Manninen 1-0 Simen Agdestein, Norðurlanda- ' meistari, tapaði fyrstu skák sinni á síðasta móti árið 1992, en sigr- ’ aði samt örugglega. Nú vann hann landa sinn Djuurhus örugglega eftir ljóta handvömm þess síðar- nefnda í þokkalegri stöðu: Svart: Rune Djuurhus Hvítt: Simen Agdestein 24. - Re6?? 25. Rxe6 - Bxe6 Eftir 25. — Dxe6 er 26. c5 einn- ig sterkt. 26. c5! - Rd7 27. cxd6 - Dd8 28. f4 — He8 29. e5 og með peði meira og ófrýnilega peðakeðju vann Agdestein auðveldlega. Eftir þessa góðu bytjun er hann líklegur til afreka og sömuleiðis stigahæsti keppandinn, Curt Hansen, sem vann varnarsigur með svörtu. Þröstur Þórhállsson virtist í slæmu formi og tapaði í aðeins 22 leikjum fyrir Helga Ólafssyni. Jóhann Hjartarson hafði svart gegn Svíanum Degerman sem var greinilega sáttur við jafntefli á hvítt og fékk það. Sama má segja um danskan andstæðing Hannesar Hlífars, sem fór með löndum, en í tímahraki fór Hannes illa að ráði sínu: Svart: Hannes H. Stefánsson Hvítt: Sune Berg Hansen 34. - g-4?! 35. Re3 - gxf3 36. gxf3 - Kh7 37. Rf5 - He6?? 38. Hxb7! og svartur mátti gefast upp því 38. — Dxb7 er svarað með 39. Df8. Eftirfarandi skák var því eini sigur íslendings á erlendum keppi- nauti. Sænski stórmeistarinn Thomas Ernst er með ötulustu byijanagrúskurum en svo virðist sem hann hafi oflesið sig í rúss- neskum þrætubókarfræðum: Hvítt: Margeir Pétursson Svart: Thomas Ernst Griinfeldsvörn 1. d4 - Rf6 2. c4 - g6 3. Rc3 - d5 4. cxd5 — Rxd5 5. e4 — Rxc3 6. bxc3 — Bg7 7. Rf3 — c5 8. Hbl — 0-0 9. Be2 — cxd4 10. cxd4 - Da5+ 11. Bd2 - Dxa2 12. 0-0 Hvítur valdi helsta tískuafbrigð- ið í 8. leik. Hér lék Anand 12. — Bg4 gegn Kamsky í Las Palmas og það er talið traustast. Ernst beitir nýrri rússneskri hugmynd. 12. - Rd7 13. Bb4 - a5 14. Hal - De6 15. Dc2 - Rf6 16. Re5! - Rd7 17. Rf3 - Rf6 18. Re5 - Rd7 19. Bc4 - Df6 20. f4 - Db6 20. — Rb6 21. Hxa5 jafnar heldur ekki taflið. 21. Bxe7 - Bxe5 22. fxe5 - Dxd4+ 23. Khl - Rxe5 Ernst hafði að eigin sögn þessa stöðu á borðinu er hann undirbjó sig fyrir skákina. Hann taldi hana hagstæða svarti, en reiknaði að- eins með því að hvítur tæki skipta- muninn. Eftir öflugt svar hvíts hefur hann hins vegar vinnings- stöðu: 24. Bd5! - Bg4 25. Bc5 - Dd3 26. Db2 - Rd7 27. Bxf8 í skákskýringunum vildu áhugamenn leika 27. Bd4 — Be6 (Lakara er 27. — De2 28. Db3 — h5 29. h3) 28. Bh8 - f6 29. Bxe6+ - Kxh8 30. Hfdl - Dxe4 31. Bxd7 sem er einnig ágæt leið. 27. - Hxf8 28. h3 - Bh5 29. Df2 - Kg7 30. Hxa5 — f5! 31. Db2+ - Rf6 32. Hcl? í tímahraki teflir hvítur óná- kvæmt 32. Haal! var betra og svartur hefur engar bætur fyrir skiptamun. 32. - Kh6! 33. Ha3 - De2 34. Dxe2 — Bxe2 35. Bxb7 — fxe4 36. Kgl - Bd3 37. Ba6 - Bxa6 38. Hxa6 - Rh5 39. Hel - He8 40. Kf2 - Kg5 41. g4 - Rf4 42. Kg3 - Rd3 43. h4+ - Kh6 44. Ha7? Betra var 44. g5+ — Kg7 45. Ha7n----Kg8 46. He3 með vinn- ingsstöðu vegna slæmrar stöðu svarta kóngsins 44. — g5 45. Hbl — gxh4+ 46. Kxh4 - Rf4! 47. Hbb7 - Rg6+ 48. Kg3 - Rf8 49. He7 - Hb8 50. Hxe4 - Hb3+ 51. Kf2 - Rg6 52. Ha5 - Hb7 53. He3 - Kg7 54. Kg3 - Hc7 55. Hea3 - Kh6 56. Ha7 - Hcl 57. Hf3 - Hgl+ 58. Kh3 - Hhl+ 59. Kg3 - Hgl+ 60. Kh3 - Hhl+ 61. Kg2 - Hbl 62. Hfa3 - Kg5? Ernst hélt sig vera að tryggja jafnteflið með uppskiptum á síð- ustu peðunum. En hann má aldrei taka hvíta peðið til baka og tapar. Rétt var að halda í horfinu og vinn- ingurinn er ennþá torsóttur. 63. Hxh7! - Hb4 64. Kh3 - Rf4+ 65. Kg3 - Re2+ 66. Kf2 - Rd4 67. Hg7+ - Kf4 68. Kg2 - Hb2+ 69. Kh3 - Re6 70. Hf7+ - Kg5 71. Hf5+ - Kg6 72. Ha6 - He2 73. Hb5 - Hel 74. Hbb6 - Kf6 75. Hxe6+! - Hxe6 76. Hxe6+ - Kxe6 77. Kh4 - Kf6 78. Kh5 og Ernst gaf, eftir 78. — Kg7 79. Kg5 hefur hvítur svokall- að andspæni í peðsendatafli og kemur peðinu upp í borð. Anand færist nær sigri Indveijinn Anand heldur foryst- unni gegn Gata Kamsky þegar aðeins er eftir að tefla tvær skák- ir í einvígi þeirra um áskorunar- réttinn á Gary Kasparov. Anand hefur fimm og hálfan vinning, en Kamsky fjóra og og hálfan. Tíunda skákin var tefld á mánudagskvöld- ið. Kamsky hafði hvítt og varðist Anand með Griinfeldsvörn. Skák- inni lauk með jafntefli í 41 leik. NM á Internetinu Skákáhugamenn um allan heim geta fylgst með Skákþingi Norður- landa, sem er jafnframt svæða- mót, á Internetinu, sem mjög hef- ur verið í fréttum að undanförnu. Það er íslandsgáttin, öflugur gag- nagrunnur á netinu, sem annast þessa kynningu fyrir Skáksam- band íslands. Skák á miklum vin- sældum að fagna á Internetinu, m.a. nota þúsundir skákmanna það til að finna sér andstæðing. Jafnauðvelt er að tefla við mann í næsta húsi og í Ástralíu. Notendur Internetsins geta nálgast upplýsingar um Norður- landamótið eftir slóðinni http://www.arctic.is/chess/. Margeir Pétursson SPURT OG SVARAÐ Heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytið og Sérfræðingafélag ís- lenzkra lækna svara spurningum lesenda um tilvísanakerfið. Lesendur Morgunblaðsins geta beint spurningum um nýja tilvísanakerfið til blaðsins og hefur heilbrigð- is- og tryggingaráðuneytið fallist á að svara þeim, svo og Sérfræðingafélag ís- lenzkra lækna. Lesendur geta komið spurningum sín- um á framfæri í síma 691100 milli kl. 10 og 11 árdegis frá mánudegi til föstudags. Spurningum er hægt að beina til annars hvors aðilans eða beggja, allt eftir eðli spurningarinn- ar. Nöfn og heimilisföng þurfa að fylgja með. Eins konar aðstöðugjald Örn Guðmundsson spyr: Sérfræðingar sem fá viðtöl á göngudeildum spítalanna, vísa þeir sjúklingum á stofur sinar til að fá sína sérfræðigreiðslu og greiðslu í gegnum Trygg- ingastofnun? Einnig vill hann vita hvemig eftirliti heilbrigðis- stofnunar sé háttað í þessum efnum og hvort högum sjúkl- inga sé nægilega vel fylgt eftir. Svar frá Sérfræðingafélagi íslenzkra lækna: Almenna reglan er sú að sérfræðingar sem starfa á göngudeildum fá ekki greitt frá Tryggingastofnun. Það munu þó vera dæmi um það að sérfræðingar hafi fengið aðstöðu á göngudeildum sjúkrahúsanna fyrir einka- rekstur gegn því að spítalinn fengi 30-50% af greiðslum frá Tryggingastofnun, sem eins konar aðstöðugjald. I flestum tilvikum er hlut- verk göngudeildanna að sinna afmörkuðum verkefnum, svo sem fyrsta eftirliti sjúklinga sem hafa legið inni á sjúkra- húsunum, hafa eftirlit með ákveðnum sjúkdómum (t.d. göngudeild sykursjúkra) eða sinna rannsóknum. Göngu- deildirnar eru ekki opnar fýrir almenna sjúklinga. Sjúklingar eru í flestum tilvikum útskri- faðir af göngudeild eftir að sá sjúkdómur sem fylgt var eftir hefur gengið til baka eða kom- ist í jafnvægi. Taki sjúkdómur- inn sig upp aftur geta þeir leit- að til heimilislæknis eða sér- fræðings á stofu. Þeir sjúklingar sem leita til sérfræðinga á stofu, beint eða fyrir tilstuðlan heimilislæknis, leita í flestum tilvikum til þeirra lækna sem þekkja sjúkl- inginn og mein hans best, sem eru oftast þeir læknar sem áður höfðu stundað sjúklinginn á sjúkrahúsinu eða á göngu- deild. I mörgum tilvikum hafa þessir sjúklingar verið hjá sér- fræðilæknum fyrir innlögn og oft lagðir á sjúkrahúsið af sama sérfræðilækni. Þetta kerfi tryggir að högum sjúklinga er sem best fylgt eft- ir. Þjónustan er persónuleg og sterkt samband myndast á milli læknis og sjúklings. Þess eru alltof mörg dæmi þar sem sérfræðilæknisþjónustan er eingöngu rekin á stórum göngudeildum að sjúklingi er sinnt af mörgum læknum og þetta góða sterka samband nær ekki að myndast á milli læknis og sjúklings. Þetta er einn helsti styrkur núverandi kerfis. Svar heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytisins: Óeðlilegt er að læknir sem fær sjúkling til meðferðar á spítala vísi sjúklingnum síðan til sjálfs sín á stofu úti í bæ, t.d. til að taka sauma eða til annars eftirlits eftir aðgerð. Slíkt eftirlit á að fara fram á göngudeild sem spítalinn rekur á ríkisins kostnað og þar sem læknar starfa á föstum laun- um. Tilvísunarkerfið tekur á þessu vandamáli því það kemur í veg fyrir að sjúkrahúslæknir vísi sjúklingi sem hann hefur til meðferðar á sjúkrahúsi á einkastofu sína úti í bæ og sendi Tryggingastofnun ríkis- ins_ reikninginn. í núverandi kerfi er eftirlit með því hvort læknar vísi á eigin stofur ekki til staðar. Einn galli af mörgum GUÐRÚN Á. Jónsdóttir hringdi En hún annast aldraða móð- ur sína sem er með hjarta- og gigtarsjúkdóm. Móðir Guðrún- ar er 85 ára gömul og hefur aldrei haft heimilislæknir og sagðist Guðrún enga heimilis- lækna að hafa. Spurning Guð- rúnar er sú hvar hún fái tilvís- un fyrir gömlu konuna og ef hún þarf að fara á heilsugæslu- stöð hvort sami læknir gefi út tilvísanir. Einnig spyr Guðrún hvort hægt sé að senda tilvís- anir í pósti því oft eiga eldri borgarar erfítt með að ferðast. Svar frá Sérfræðingafélagi íslenzkra lækna: Guðrún bendir einmitt á einn af mörgum göllum tilvísundar- skyldunnar. Ef móðir þarf á sérfræðilæknisþjónustu að halda þarf hún að fara á næstu heilsugæslustöð og hitt þar heimilislækni sem gefur út til- vísun. Ef móðir Guðrúnar hef- ur mörg vandamál sem krefj-, ast heimsókna til mismunandi sérfræðilækna getur það kost- að margar ferðir á heilsugæsl- una, ef vandamálin koma ekki upp á sama tíma. Ef móðir Guðrúnar vill spara sér ferðirn- ar getur hún leitað beint til sérfræðilækna, án tilvísunar, og afsalað sér þannig trygg- ingarétti sínum. í því tilviki þarf hún að greiða fullt gjald. Það er einmitt á þennan hátt sem heilbrigðisráðherra hyggst spara með tilvísanaskyldu. Svar barst ekki frá heil- brigðis- og tryggingaráðu- neyti. * * K * \W£VFIU/ 5 88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.