Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 64
Wtiot hewlett mi!HM PACKARD ----------------UMBOÐIÐ HPÁ ÍSLANDI H F Höfdabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000 Frá möguleika til veruleika MOHGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Deila ríkis og kennara í hörðum hnút Hurðum skellt "í húsakynnum sáttasemjara Ríkissáttasemjari vill halda fundum áfram þótt kennarar telji þá tilgangslausa KENNARAR ítrekuðu í gær tillögu sína um að gert yrði hlé á viðræð- um við samninganefnd nkisins, (SNR). Ríkissáttasemjari ákvað engu að síður að boða til nýs fundar í dag. Samningsaðilar eru skyldugir til að mæta til fundar ef ríkissáttasemjari boðar fund. Aukin harka virðist vera að fær- ast í samningaviðræðumar í Karp- húsinu. Samningamenn komu reiðir af fundum í gær og fyrradag og heyra mátti menn skella hurðum. Fulltrúar í samninganefnd kennara höfðu á orði að viðræður væru til- gangslausar. Alveg eins gott væri að menn sætu heima eins og að eyða tímanum í árangurslausar fundarset- ur í húsnæði sáttasemjara. Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, sagði að samningamenn væru að senda röng skilaboð út í samfélagið með því að hittast á árangurslausum fundum dag eftir dag. „Það er ekk- ert á borðinu til að takast á um. Þau tilboð sem eru á borðinu núna leysa ekki deiluna hvorki núna éða á næstu vikum. Það er alveg ljóst að það verða að koma meiri peningar inn í dæmið ef deilan á að leysast." SNR vill fleiri fundi „Ég hef aldrei vitað að það hjálp- aði til í samningaviðræðum að menn hættu að tala saman. Ég hef aldrei vitað kjaradeilu leysast með því móti. Ég skil hins vegar að fólk verði þreytt á löngum kjaradeilum og fínnist að það komi takmarkað út úr þessu frá degi til dags, en maður má ekki leyfa ——sér annað en að halda áfram að reyna að finna samningsfleti," sagði Þor- steinn Geirsson, formaður SNR. Þórir Einarsson ríkissáttasemjari vildi ekki tjá sig um kröfur kennara um að viðræðum yrði frestað að öðru leyti en því að hann myndi boða til fundar meðan hann teldi það þjóna einhveijum tilgangi. Hann myndi hins vegar ekki lengja fundina að óþörfu. í gær ræddu samningamenn um þau vandamál sem upp koma við einsetningu grunnskólans. Indriði H. Þorláksson, varaformaður SNR, sagði að SNR myndi leggja fram til- lögur um þau atriði í dag. Þær hug- myndir sem voru á sveimi um þetta atriði í gær vöktu takmarkaða hrifn- ingu hjá kennurum, samkvæmt upp- lýsingum blaðsins. Ekki sátt um skólalok verði samningar þvingaðir fram í fréttabréfi kennara, sem kom út í gær, segir að verði kennarar þving- aðir til samninga, til dæmis með bráðabirgðalögum, „eða þá að kenn- arar verða hreinlega sveltir til hlýðni“, sé útilokað að nokkur sátt náist um skólalok og kennarar muni halda áfram að kenna þar sem frá var horfíð 16. febrúar, eða byija á að taka sumarleyfi sitt. ■ Fimmta verkfallið/2 Hættuástandi aflýst á Seyðisfírði eftir snjóflóðið Skemmdirnar meiri en talið var Seyðisfirði. Morgunblaðið. HÆTTUÁSTANDI á Seyðisfirði hefur verið aflýst. Takmörkuð umferð var leyfð um athafna- svæði Vestdalsmjöls í gærmorgun undir eftirliti lögreglu. Ekki er búið að meta tjónið en ljóst að eyðileggingin sem snjóflóðið olli í verksmiðjunni á sunnudag er mun meiri en menn höfðu gert sér grein fyrir. Vitað var að mjölhúsið hefði eyðilagst en nú hafa komið í ljós gifurlegar skemmdir í verksmiðj- unni sjálfri, eins og hér sést. Víst er að ýmislegt hefur farið í sjó út. Mikið brak liggur í fjörunni og þar sem mjölgeymslan stóð er allt í hrærigraut og si\jór yfir öllu. Hreinsun getur því ekki hafist fyrr en nokkuð hefur hlánað og ákvarðanir um framhaldið hafa ekki verið teknar. Unnið var að því í gær að koma rafmagni á þann hluta verksmiðj- unnar sem stendur uppi. Ekki er ljóst hvað hefur orðið um eiturefni sem voru í húsinu. Til þess að tryggja öryggi manna fóru sérútbúnir slökkviliðsmenn og maður frá Vinnueftirlitinu fyrstir manna um svæðið og reyndu að staðsetja eiturefnin en fundu ekki. Að sögn Þórdísar Bergsdóttur, heilbrigðisfulltrúa á Seyðisfirði, voru í húsinu um fjög- ur tonn af ediksýru og þrjú bretti af sóda. Hún segir þessi efni talin skaðlaus hafi þau blandast í sjón- um, en hættuleg mönnum í óblönduðu ástandi. Olíubrák á sjónum Þórdís sagði að þótt mikið magn af loðnumjöli hefði farið í fjörðinn væri þar engin hætta á ferðum, hvorki fyrir fuglaiíf né fiskeldi. Hún sagði enn fremur að olíubrák utan við slysstaðinn gæti verið úr olíutanki sem var í mjölskcmmunni. Þar hefðu trú- lega verið um fimm hundruð lítr- ar af gasolíu en lífríki fjarðarins stafaði engin hætta af svo litlu magni í sjó. Morgunblaðið/Sverrir » . BÍLLINN endaði í flæðarmál- inu, mikið skemmdur. Ökuferð- in endaði í fjörunni UNGUR ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í mikilli hálku á Norð- __ urströnd, til móts við Bygggarða, á Seltjarnarnesi laust fyrir klukkan 23 í gærkvöldi. Bíllinn fór út af akbrautinni og endaði á réttum kili í grýttri fjöru. Þijú ungmenni voru í bílnum og voru þau öll flutt á slysadeild. Munu þau hafa sloppið ómeidd að mestu. Bíllinn er hins vegar mikið skemmdur. Ríkið segir upp samningi um greiðslur vegna sjúkraflutninga í borginni Rætt um að Rauði krossinn taki við sj úkraflutningiim HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ hefur sagt upp samningi við Reykjavíkurborg sem kveður á um 100 milljóna króna greiðslu úr ríkissjóði vegna sjúkraflutninga í höfuðborginni. Reykjavíkurdeild Rauða krossins á og rekur bíla sem notaðir eru til sjúkraflutninga í höfuð- borginni. Þeir eru hins vegar mannaðir slökkvi- liðsmönnum og rennur framlag ríkisins til slökkviliðsins. Samningnum var sagt upp frá 1. janúar 1996. Nefnd um skipulag sjúkraflutninga á öllu land- inu hefur verið starfandi á vegum heilbrigðis- ráðuneytisins um skeið, að sögn Daggar Páls- dóttur lögfræðings. Segir hún ennfremur að þar sem ráðuneytinu hafi verið gert í síðustu fjárlög- um að spara 50 milljónir í þessum málaflokki hafi nefndin viljað kanna hvaða þjónustu Rauði krossinn væri tilbúinn að veita fyrir tiltekna fjár- upphæð. Nettókostnaður ríkisins af sjúkraflutningum á landinu er um 260 milljónir á ári. Dögg segir viðræðurnar við Rauða krossinn á frumstigi, engar ákvarðanir hafi verið teknar Utboð víða um land koma einnig til greina og einnig að til greina komi að efna til útboðs vítt og breitt um landið um skipulag sjúkraflutn- inga. Forsaga málsins er sú að sögn Daggar að sá úrskurður var kveðinn upp í gerðardómi á sínum tíma að ríkið skyldi greiða 100 milljónir til sjúkraflutninga í borginni í tvö ár, þar sem ekki náðist samkomulag milli þess og borgaryfírvalda um hvemig kostnaður við þá ætti að skiptast. Uppsagnir hugsanlegar Slökkviliðið hefur sinnt sjúkraflutningum frá 1923 og segir Hrólfur Jónsson slökkviliðsstjóri að það þurfi að endurskipuleggja starfsemi slökkviliðsins verði sjúkraflutningar færðir ann- að. Komin sé upp allt önnur staða og hugsan- lega þurfi að segja upp fjölda slökkviliðsmanna gangi breytingarnar eftir. Starfsmenn ganga vaktir sem sjúkraflutn- inga- og slökkviliðsmenn á víxl og segir Hrólfur að allir starfsmenn liðsins hafi gengið í gegnum tilskilda þjálfun til að sinna sjúkraflutningum. Borgaryfirvöld höfðu ekki kynnt uppsögn samn- ingsins fyrir slökkviliðsstjóra með formlegum hætti í fyrradag. Hrólfur segir að kostnaður við rekstur slökkvistöðvarinnar sé 270 milljónir króna ár hvert, framlag ríkisins sé því um 40% af heildarkostnaði. „Það eru miklir álagspunktar í sjúkraflutning- unum og stundum eru sex bílar úti í einu, sem þýðir tólf menn. Ef sjúkraflutningarnir yrðu aðskildir yrði að hafa tíu menn á vakt allan sólarhringinn þannig að það yrði dýrara að reka sjúkraflutninga sér. Það myndi líka veikja slökkviliðið því ef við lendum i stórbruna getum við kallað út hundrað manna lið. Það er enginn rekstrarlegur munur á því hvort slökkviliðið semur við Rauða krossinn eða heil- brigðisráðuneytið. En við getum ekki rekið þetta fyrir minni peninga þótt samið verði við annan rekstraraðila. Það þyrfti þá að draga úr þjón- ustu við borgarana," segir Hrólfur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.