Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1995 19
Sértrúarsöfnuður grunaður um gastilræðið 1 Tókýó
Lögreglan finnur
efni tengt árásinni
2.500 lögreglu-
menn tóku þátt
í leitinni
Tókýó. Reuter.
JAPANSKA lögreglan fann í gær
34 flöskur af leysiefni, sem teng-
ist gastilræðinu í Tókýó á mánu-
dag, við umfangsmikla leit í húsa-
kynnum leynilegs sértrúarsafnað-
ar, Aum Shinri Kyo.
Lögreglan kvaðst hafa fundið
leysiefnið asetonitrile, sama efni
og hafði fundist í lestarvögnum
neðanjarðarlestakerfisins í Tókýó
eftir tilræðið, ásamt leifum af
taugagasinu sarin.
Þegar lögreglan réðst til inn-
göngu í húsakynnin hrópuðu fylg-
ismenn sértrúarflokksins ókvæðis-
orð til að mótmæla húsleitinni.
Um 50 fylgismenn voru fluttir á
sjúkrahús „í svefndái" og með ein-
kenni alvarlegrar vannæringar
vegna langvarandi föstu.
Japanskir fjölmiðlar höfðu
greint frá því að útvarpsstöð safn-
aðarins, sem sendir út frá Vladivo-
stok í Rússlandi, hefði útvarpað
ákalli frá leiðtoga safnaðarins,
Shoko Asahara, fyrr í vikunni. „Nú
er kominn tími til að framfylgja
hjálpræðisáætluninni og fórna líf-
inu án nokkurs trega,“ á Asahara
að hafa sagt fylgismönnum sínum.
Hann fannst ekki í húsakynnun-
um.
Leitað í 25 húsum
Um 2.500 lögreglumenn leituðu
í 25 húsum safnaðarins í Tókýó
og þorpinu Kamiku-Ishhiki nálægt
höfuðstöðvum hans í Fujinomiya,
við rætur Fuji-fjalls, 100 km vest-
ur af höfuðborginni. Með þeim
voru liðsmenn hersveitar, sem
bregðast á við efnavopnaárásum.
Reuter
SHOKO Asahara, leiðtogi
sértrúarsafnaðarins.
Margir voru með gasgrímur og
aðrir héldu á kanarífuglum í búr-
um, að því er virtist til að leita
að gasi.
Efnavopnasérfræðingar segja
að tilræðismennirnir kunni að hafa
notað asetonitrile til að þynna eit-
urefnið sarin, sem þýskir vísinda-
menn þróuðu fyrir síðari heims-
styijöldina. Einn dropi af efninu
getur verið banvænn.
Tíu manns biðu bana í tilræðinu
og meira en 5.500 manns veikt-
ust. Þar af eru 70 enn í lífshættu.
Spáir heimsendi árið 1997
Asahara er fertugur, síðhærður
og alskeggjaður, og stofnaði Aum
Shinri Kyo árið 1987. Hann bygg-
ir kenningar sínar á fornri búddha-
trú og hindúatrú. Orðin „shinri
kyo“ merkja „æðri sannleikur".
Fylgismenn Asahara eru flestir
ungir að árum og verða að fylgja
ströngum reglum um meinlæta-
lifnað. Ungum félögum er haldið
í einangrun dögum saman til að
stunda innhverfa íhugun. Þeir
nema jóga og verk lærimeistar-
ans, auk þess sem þeir stunda
ýmsar dulrænar helgiathafnir.
Þeir eru meðal annars sagðir
drekka vatn og kasta því upp til
að „hreinsa" líkamann.
Ashara segist geta tekist á loft
hvenær sem hann vill og hann
hefur spáð heimsendi árið 1997.
Talið er að 10.000 manns séu
í söfnuðinum. Fylgismönnum As-
hara er gert að gefa söfnuðinum
allar eigur sínar og lofa að ijúfa
öll tengsl við fjölskyldur sínar.
Söfnuðurinn er sagður svífast
einskis til að koma í veg fyrir að
fólk gangi úr honum aftur.
Mannrán
Lögreglan hóf húsleitina á þeirri
forsendu að hún væri að leita að
sjötugum manni, sem fjórir menn
rændu 28. febrúar. Um það leyti
var systir hans að reyna að losna
úr söfnuðinum, eftir að hafa lofað
honum eigum fjölskyldunnar. Lög-
reglan fann ekki manninn en hand-
tók fimm af leiðtogum safnaðarins
fyrir að halda fólki nauðugu og
bjargaði sex mönnum, sem talið
er að hafí verið í haldi þeirra.
Nokkrir fýlgismenn Ashara
sögðu skilið við hann árið 1989
eftir dularfullt hvarf lögfræðings
fyrrverandi félaga sem reyndu að
endurheimta eigur sínar. Grunur
leikur á að söfnuðurinn hafi rænt
honum. Enginn hefur verið hand-
tekinn vegna málsins og lögfræð-
ingurinn, kona hans og sonur hafa
ekki fundist enn.
Söfnuðurinn hefur neitað að hafa
staðið fyrir gastilræðinu og segir
húsleitina lið í trúarofsóknum.
LÖGREGLUMAÐUR heldur á kanarifuglum í búri, en þeir voru
notaðir við leit að gasi í húsakynnum sértrúarsafnaðar í Tókýó
vegna gastilræðisins á mánudag. Tilræðið varð tíu manns að bana.
Togarar ESB
áMiklabanka
Ottawa. Reuter.
JEAN Chretien, forsætisráðherra
Kanada, varaði Spánveija og Evr-
ópusambandið, ESB, á þriðjudag við
því að togarar þeirra væru hættulega
nálægt veiðisvæði því á Miklabanka
sem deilur hafa staðið um.
Deilurnar leiddu fyrr í mánuðinum
til þess að Kanadamenn tóku
spænskan togara og færðu hann til
hafnar. Honum var síðar sleppt og
hafa spænskir togarar lítið haft sig
í frammi frá þeim tíma. Nú nálgast
þeir hins vegar svæðið að nýju.
Chretien tilkynnti Jacques Santer,
forseta framkvæmdastjómar ESB,
og Felipe Gonzalez, forsætisráðherra
Spánar, að skip, að öllum líkindum
spænsk, virtust vera á leið á fískim-
ið þar sem Kanadamenn höfðu ein-
hliða sett 60 daga bann við grálúðu-
veiðum.
Vont veður er á svæðinu og reynd-
ist Kanadamönnum því illmögulegt
að sjá hvaðan skipin væru eða hversu
mörg.
„Eg sagði herra Sánter og herra
Gonzalez að betra væri að engin
skip væm á svæðinu," sagði Chreti-
en. „Báðir gáfu til kynna að þeir
væm hlynntir samkomulagi."
ESB og kanadísk stjórnvöld reyna
nú að komast að samkomulagi um
kvóta ESB-ríkja á Miklabanka, sem
er að hluta til utan landhelgi Kanada.
Reuter
Metdvöl í geimnum
Arkalyk, Kazakhstan. Reuter.
RÚSSNESKI geimfarinn Valeríj
Polyakov lenti í gær í Kazakhst-
an eftir 438 daga dvöl í geimn-
um, sem er nýtt met. Tveir aðrir
geimfarar dvöldu með Polyakov
síðustu dagana og sögðu verk-
efnisstjórarnir að ekki yrði betur
séð en allt hefði gengið að ósk-
um. Lentu geimfararnir Soyuz
TM-20-geimfIaug kl. 4 að ísl. tíma
en Políjakov dvaldi lengst af í
geimstöðinni Mír.
Tilgangurinn með dvöl Políj-
akovs var að kanna áhrif lang-
tímadvalar í þyngdarleysi á
mannslíkamann, m.a. með tilliti
til þess hvort mögulegt sé að
senda menn til reikistjörnunnar
Mars og hvort menn geti búið í
geimnum. Políjakov, er 52 ára
læknir og ákvað að gera tilraun-
ina á sjálfum sér. Hann er einn
fimm manna sem dvalið hafa
lengur en 300 daga í geimnum.
A myndinni er Valeríj Políj-
akov borinn frá Soyuz-geimfar-
inu við komuna til Khazakhstan
í gær.
Nýttal-
næmis-
próf
BELGÍSKIR vísindamenn hafa
fundið upp nýtt próf til að
kanna hvort alnæmisveiran
fínnst í blóði. Munurinn á því
og þeim prófum sem nú eru
notuð er sá að þau mæla mót-
efni alnæmisveirunnar en nýja
prófið greinir veiruna sjálfa.
Vegna þessa er hægt að
framkvæma prófíð fáeinum
dögum eftir að hugsanlegt smit
hefur átt sér stað en talið er
að allt að sex mánuðir þurfi að
líða frá smiti þar til mótefni
mælist.
Haraldur Briem, yfírlæknir
smitsjúkdómadeildar Borgar-
spítalans, segir fréttir af þessu
nýja prófi vissulega merkilegar
þar sem biðtíminn geti reynst
afar erfiður. Hann viti hins veg-
ar ekkert um áreiðanleika
prófsins. Sé það ekki fullkom-
lega öruggt sé ástæða til að
hafa áhyggjur.
Prófið hefur verið selt til til-
raunastofa í Belgíu, Frakklandi
og á ítaliu. Það er byggt á
notkun ensíms sem unnið er úr
eldflugum og DNA-mælingum.
PARIS
Frá kr. 22.000*
Beint leiguflug íjúlí og ágúst
Heimsferðir bjóða nú vikuferðir sínar til
Parísar þriðja árið í röð og glæsileg ný hótel.
Tryggðu þér sæti meðan enn er laust.
Flug og bíll í viku: Frá kr. 29.300
Flug og hótel í viku: Frá kr. 36.600
*lnnifalið í verði: Flug og fiugvallaskattar.
HEIMSFERÐiR
Austurstræti 17,2. hæð • Sími 562-4600