Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Sparnaður spítala í Reykjavík Árni Sigfússon Sparnaður í rekstri Borgarspítala/Landakots og Ríkisspít- ala á síðustu þremur árum nemur yfir 1.000 milljónum kr. 0 50 100 150 200 250 300 350 400 450 500 M.v. 0 árið 1991 — (verðl. ’94) Á sama tíma og auknum sparnaði hefur verið náð hefur tekíst að sinna tæplega 13.400 fleiri skjúklingum. 0 1 2 3 4 5 Fjöldí sjúklinga umfram 1991 (þús.) RÍKISSTJÓRN Davíðs Oddssonar hefur náð umtals- verðum árangri á þessu kjörtímabili í lækkun ríkis- útgjalda. Ríkisút- gjöld haf lækkað um 4-5% frá 1991. Það er meiri árangur en nokkur ríkisstjóm hefur náð á síðustu áratugum. Sjúkra- húsin á höfuðborg- arsvæðinu eiga þar stóran hlut. Gott starfsfólk, endur- skipulagning, betri lyf og aukin tækni hafa stuðlað að því að rekstrarútgjöld ríkisins til spítalanna hafa stórlækkað á meðan fleiri sjúklingum er sinnt. í byrjun árs 1992 hófst mikil endurskipulagning sjúkrahúss- þjónustu í Reykjavík. Á því ári var hafið samstarf Landakots og Borgarspítala með það að markm- iði að sameina spítalana. Landspít- alinn hefur einnig unnið að veru- legri hagræðingu og tekið þátt í skipulagsbreytingum sem hlutust af breytingum á Landakotsspítala. Samræming á starfsemi sjúkra- húsanna þriggja hefur verið aukin. Árangurinn af þessu starfi er aug- ljós. Miðað við rekstrarkostnað spítalanna þriggja árið 1991, fyrir umræddar breytingar, hefur þeim tekist að lækka rekstrarútgjöld rík- isins um 1000 milljónir króna á síðustu 3 árum. 7/10 hlutar þess sparnaðar eru frá Landakoti/Borg- arspítala. Þrátt fyrir þessar miklu sparnaðar- og hagræðingarað- gerðir hefur verið unnt að sinna alls 13.395 fleiri sjúklingum árin 1992-1994, miðað við árið 1991. 'Þessi aukn- ing er nánast eingöngu frá Ríkisspítölum en samt tókst að spara þar um 300 milljónir kr. á umræddum tíma. Hér er um að ræða talningu sjúklinga á legudeild- um, bráðamóttöku auk nýbura. Á þessum þremur spítölum í Reykjavík hefur því náðst að spara verulega á sama tíma og sjúklingum fjölgar. Ef einföld jafna er sett fram ætti sjúklingum annars staðar að hafa fækkað og því ætti að vera auðveldara að glíma við sparnað þar. Það er hlut- verk heilbrigðisráðuneytisins að skoða slíkar tölur og taka skyn- samlegar ákvarðanir í framhaldi af því. Það eru takmörk á möguleiku'm til hagræðingar. Hagræðingin á sjúkrahúsum í Reykjavík getur auðveldlega snúist yfir í sparnaða- raðgerðir sem skaða. Enn sem komið er hefur tekist að sigla fram- hjá slíkum atburðum, en hætturnar aukast. Heilbrigðisráðherrar þess- arar ríkisstjómar hafa krafíst sparnaðar og hagræðingar og því hafa þessi sjúkrahús mætt með einstæðum hætti. Fyrir frábæra frammistöðu starfsfólks sjúkra- húsanna hafa báðir heilbrigðisráð- herramir flutt innilegar þakkar- ræður a.m.k. í matsölum sjúkra- húsanna, og skyldi engan undra. R-listinn gerði kröfurnar háværari Á árinu 1995 vom settar fram enn frekari kröfur um sparnað og Ef óvarlega er gengið í frekari niðurskurð til spítalanna, segir Arni Sigfússon, verðúr hagræðing, sem náðst hefur, að engu. niðurskurð á spítölunum í Reykja- vík. Krafan um enn meiri sparnað a.m.k. á Borgarspítala á rót sína að rekja til þeirra staðreynda að í lok árs 1993 var ljóst að þótt spítal- inn hefði náð umtalsverðum ár- angri í sparnaði, enn eitt árið, gæti hann ekki staðið undir þeim sparnaðarkröfum sem heilbrigðis- ráðherra setti í fjárlög 1994, nema einhver starfsemi yrði hreinlega skorin af. Það töldu forsvarsmenn spítalans ákvörðunaratriði ríkisins, kaupanda þjónustunnar. Til að halda rekstrarhagræðingu áfram var orðið brýnt að íjármagn feng- ist til breytinga á aðstöðu í tengsl- um við tilflutning á starfsemi. í viðræðum við þáverandi heil- brigðisráðherra, Guðmund Árna Stefánsson, taldi hann að ekki væri ástæða fyrir Borgarspítala að óttast þótt hærri sparnaðar- krafa væri í fjárlögum en þolanlegt væri, því þessi mál yrðu öll tekin upp við formlega sameiningu Borgarspítala og Landakots. Á árinu 1994 breyttist hegðun for- svarsmanna ríkisins nokkuð skyndilega. Nú var Borgarspítala tilkynnt að í landinu væra „lög“, þ.e. fjárlög, og þess krafist að spít- alinn stæði við þá tölu sem þar var teiknuð. R-listinn, sem þá var tekinn við völdum í Reykjavík, sá sér jafn- framt leik á borði að ræða mikinn „halla“ á rekstri Borgarspítala þegar verið var að safna í áfellis- dóma á okkur sjálfstæðismenn. Þetta varð aðeins til að magna kröfur heilbrigðisráðherra. Varðveitum árangurinn Upphafleg sparnaðarkrafa heil- brigðisráðherra fyrir spítalana í Reykjavík fyrir árið 1995 var óraunhæf, miðað við þær stað- reyndir sem hér hafa verið raktar. Hún gæti nánst ónýtt þann árang- ur sem þegar hefur náðst. Það er því skynsamlegt af heilbrigðisráð- herra að endurskoða hana. Ef óvarlega er gengið í frekari niður- skurð á fjárframlögum til spítal- anna, verður þessi hagræðing að engu. Gagnvart slíkum kröfum eru starfsmenn og stjórnendur ráð- þrota og úrvinda. Þeir þurfa nú tíma til að festa í sessi þær breyt- ingar sem gerðar hafa verið. Á meðfylgjandi súluritum er ljóst að mesta hagræðingin varð á árunum 1992 og 1993 en með auknum sjúklingafjölda hefur dregið úr áhrifum hennar. Nú er afar brýnt að varðveita þennan árangur, styrkja innviði spítalanna, efla starfsfólk til dáða og styrkja tækjabúnaðinn. Það eru lyklarnir að árangri. Höfundur er borgarfulltrúi og var formaður Stjórnar sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar 1990-1994. FnímknMi.m s s UssssXussuss SuðurverL Stigahlífl 45, sími 34852 x rrí fílfflíl a Abláíiíirkurc a Frí ■fcíukkufí \ Ljósmyndastofa Gunnars Ingimarssonar 1 OaTIZÉNl ■rminiíartilboð! Falleg, vatnsvarin stálúr með gyllingu. Úrin eru sérlega þunn og fara þess vegna vel á hendi Stelpuúr Verð áður kr. 15.200,- Tilboðsverð ^ kr. 10.600,- Strákaúr Verð áður kr. 15.900,- Tilboðsverð kr. 10.900,- fílil/r UtííJ ura- og skartgripaverslur Axel Eiríksson úrsmiður ÍSÁF ALFi SAFIRÐI • AÐALSTRÆm 22-SÍMI94-3023 ...\ 16»MJODD»SÍMI 870706 Póstsendum fritt Sjálfstæðisflokkurinn, atvinnulífið og lífskjörin EITT mikilvægasta viðfangsefni stjórnmálanna á nýju kjörtímabili verður að búa svo um hnúta að atvinnulífið nái áfram að dafna og eflast. Það er skilyrði þess að tak- ast megi að mæta stórvaxandi er- lendri samkeppni á flestum sviðum. En það er jafnframt skilyrði þess að unnt verði að vinna bug á at- vinnuleysi til frambúðar og að al- menn launakjör í landinu batni. Það mun verða rík krafa í landinu næstu árin að brúað verði það lífskjarabil sem hefur orðið til á löngum tíma milli okkar og nálægra landa vegna þess að hagvöxtur hérlendis hefur verið ónógur. Leita verður allra skynsamlegra leiða til að það megi takast. Ann- ars blasir sú hætta við að unga fólkið fiytji af landi brott í stóram stíl og hasli sér völl þar sem mennt- un þess og hæfni er meira metin. Með þeim stöðugleika sem núver- andi ríkisstjóm hefur náð að festa í sessi og batnandi efnahagshorfum eru allar forsendur tí! þess að ná miklum árangri í þessu efni á næsta kjörtímabili. Bætt afkoma — fleiri atvinnutækifæri Nýgerðir kjarasamningar era skynsamlegt framlag í þessu efni. Þær kjarabætur sem þar samdist um verða vonandi aðeins upphaf nýrrar lifskjarasóknar þjóðarinnar sem hlýtur að grund- vallast á traustum og arðbæram atvinnu- rekstri. Á þessu sviði er best að forðast koll- steypur. Engir ættu að vita betur en íslend- ingar að stöðug og ör- ugg þróun í átt til betri lífskjara, þótt hægfara sé, er betri en miklar sveiflur. Að undanförnu hef- ur ljöldi fyrirtækja haldið aðalfundi og af- komutölur bera vott um batnandi hag þeirra. Er það að sjálf- sögðu fagnaðarefni og sýnir að bætt rekstrarumhverfi, ekki síst lít- il verðbólga og lægri skattar, hefur haft sín jákvæðu áhrif sem og að- haldsaðgerðir fyrirtækjanna sjálfra. Yerðmætasköpunin sem í hagnað- inum felst mun að sjálfsögðu ekki renna til eigenda fyrirtækjanna nema að litlu leyti. Honum mun að stærstum hluta varið til að skjóta styrkari stoðum undir starfsemina, minnka skuldir, auka fjárfestingu og vonandi einnig til að ráða fleira fólk í vinnu. Þannig munu þúsundir nýrra atvinnutækifæra verða til á næstu árum, án beinna afskipta ríkisvaldsins en fyrir tilstilli þess stöðugleika og þess efnahagslega umhverfis sem núverandi ríkis- stjórn hefur náð að skapa. Margt bendir einnig til þess að framundan séu uppgangstímar á alþjóðamörkuðum fyr- ir afurðir orkufreks iðnaðar og miklar lik- ur á að á næsta kjör- tímabili muni koma til fjárfestinga hér á landi í stóriðju. Þar geta skapast mörg hundruð, jafnvel þús- undir ársverka. En þá verða líka að vera stjórnvöld í landinu sem hvetja til slíkrar fjárfestingar í stað þess að letja. Þjóðin hefur ekki efni á fjölflokka vinstri stjóm, segir Geir H. Haarde. Mikilvægt er að upp- byggingarstarfíð haldi áfram. Forysta Sjálfstæðisflokksins eða ringulreið Það er ánægjulegt og til marks um breytta tíma að það heyrir nú til undantekninga að stjórnmála- menn á vinstri vængnum agnúist út í góða afkomu fyrirtækjanna þótt vissulega heyrist ein og ein slík hjáróma rödd. Til skamms tíma ráku þessir aðilar upp mikla kvein- stafí ef fyrirtækin skiluðu hagnaði. Skilningur hefur sem betur fer vax- ið stórlega á því að það er brýn nauðsyn að íslensk fyrirtæki nái að byggja sig upp ef þau eiga að stand- ast alþjóðlega samkeppni og geta staðið undir batnandi ljfskjörum í framtíðinni. Eigi að síður er öruggasta trygg- ingin fyrir árangri á þessu sviði sú að Sjálfstæðisflokkurinn fari með forystu í ríkisstjórn. Eina leiðin til að tryggja að svo verði er að greiða flokknum atkvæði á kjördag. For- ystumenn hinna flokkanna keppast við að lýsa því yfir að þeir vilji helst af öllu vinna saman í nýrri ríkisstjórn. Atkvæði greitt þeim er því ávísun á vinstri stjórn fjögurra eða fimm ólíkra aðila og þar með á pólitíska ringulreið. Þjóðin hefur ekki efni á slíku nú þegar svo mikil- vægt er að uppbyggingarstarfið haldi áfram. Þeir sem vilja stjórnar- forystu Sjálfstæðisflokksins verða að greiða honum atkvæði. Höfundur er formaður þingflokks sjálfstæðismanna og skipar 4. sæti á lista flokksins íReykjavik. Geir H. Haarde
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.