Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1995 27 Nýjar bækur Kvintett- tónleikar ísalFÍH KVINTETTTÓNLEIKAR í tón- leikaröð FÍH verða haldnir í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30 í sal FÍH við Rauðagerði. Meðlimir blásarakvintettsins eru Hallfríður Ólafsdóttir flautulðikari, Hólmfríður Þóroddsdóttir óbóleik- ari, Ármann Helgason klarinettu- leikari, Emil Friðfinnsson hornleik- ari og Bijánn Ingason fagottleikari. Hljóðfæraleikararnir hafa verið að koma heim úr framhaldsnámi erlendis frá undanfarin fjögur ár og byijuðu að spila saman í haust. Auk fastrar vinnu sinnar í Sinfóníu- hljómsveit íslands og við kennslu eru þau meðlimir í hljómsveitum Islensku óperunnar og Þjóðleik- hússin, Capút og Camerartica. Efnisskrá tónleikanna í kvöld inniheldur klassíska tréblásarak- vintetta, með einni undantekningu, en frumfluttur verður hér á landi kvintett eftir slóvenska tónskáldið Uros Krek. Önnur verk eru eftir Danzi, Fine og Ligeti. Tónleikarnir eru í Tónleikaröð FÍH sem eru hugsaðir til stuðnings tónlistarflytjendum sem starfa í hópi eða sem einstaklingar að tón- leikahaldi. FÍH sér um alla skipu- lagningu á þessum tónleikum og eru þeir hugsaðir fyrir allar tónlist- artegundir nýjar sem gamlar. Þetta eru fyrstu tónleikar raðarinnar á þessu ár en þeir verða sex talsins. ----♦ ♦ «---- Gallerí Regnbogans Sýning- á verk- um Tryggva Olafssonar í GALLERÍI Regnbogans verður opnuð málverkasýning í dag, fímmtudag, á verkum Tryggva Ól- afssonar. Á sýningunni verða mál- verk Tryggva auk frummynda af myndskreytingum hans í ljóðabók Thors Vilhjálmssonar, Snöggfærð- um sýnum, sem einnig kemur út í dag. Bíógestir Regnbogans eiga þess því áfram kost að njóta lifandi myndlistar fyrir kvikmyndasýning- ar og í hléum. Galleríið verður opið þegar kvikmyndasýningar standa yfír. ----» ♦ ♦---- Tónlistarskóli Rangæinga Seltirningar heimsækja Rangæinga HELGINA 24.-26. mars mun Lúðrasveit Tónlistarskólans á Sel- tjarnarnesi heimsækja Lúðrasveit Tónlistarskóla Rangæinga. Rangæ- ingar hafa tvisvar heimsótt Sel- tjarnarnesið og því kominn tími til að endurgjalda þær heimsóknir, segir í kynningu. Lúðrasveitirnar munu halda sam- eiginlega tónleika á Hvoli sunnu- daginn 26. mars kl. 15 og er að- gangseyrir 100 kr.. fyrir 12 ára og eldri sem rennur í ferðasjóð Rangæ- inganna, en báðar lúðrasveitirnar stefna að því að taka þátt í lands- móti íslenskra skólalúðrasveita sem haldið verður í maílok á Neskaup- stað. Á tónleikunum munu hljómsveit- irnar leika einar sér og saman og verður ísólfur Gylfi Pálmason sveit- arstjóri Hvolhreppinga kynnir, en stjórnendur sveitanna eru þeir Kári H. Einarsson og Skúli Thoroddsen. Það er nýstofnað foreldrafélag sem hefur veg og vanda af móttöku þessara ungu gesta. • ÍSLENSKI kiljuklúbburinn hefur sent frá sér fjórar nýjar bækur: Fjnrri hlýju hjónnsængur eftir Ingu Huld Hákonnrdóttursegh' frá samskiptum kynjanna á íslandi um aldir, í samfélagi þar sem kirkja og veraldlegt vald töldu sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Hér eru sögur af konum og körlum sem leyfðu sér að fara út fyrir viðurkennd mörk ástar og hjóna- bands. Bókin er 323 bls. og kostar 899 krónur. Tvær gnmlnr konur eftir Velmu Wnllis er bók sem segir frá mannraunum tveggja gamalla indíánakvenna í Alaska sem verða að bjarga sér upp á eigin spýtur eftir að ættbálkurinn snýr baki við þeini. Vela Wallis er af athabaska- ættbálki indíána í Alaska, fædd árið 1961. Hér birtist sagan í nýrri þýðingu Gyrðis Elíassonar. Bókin er 94 bls. og kostár 799 krónur. Dætur Knins er ný spennusaga eftir Colin Dexter um Morse lög- reglufulltrúa og kom út í Bret- landi í nóvember sl. Fyrrverandi prófessor í Oxford fínnst myrtur. Málið á eftir að valda Morse meiri sálarkvölum en hann hefur áður kynnst. Sverrir Hólmarsson þýddi bókina. Hún er 296 bls. og kostar 899 krónur. Hin rómaða skáldsaga Grá- mosinn glóir eftir Thor Vil- hjálmsson hefur nú verið endur- prentuð. Efni hennar er sótt í kunn íslensk sakamál frá síðari hluta 19. aldar, höfundur nýtir sér tækni spennusagna og ástar- sagna, en öll lýtur frásögnin lög- málum skáldskapar. Bókin færði höfundi sínum Bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs og hefur verið gefin út á fjölmörgum þjóð- tungum. Hún er 267 bls. og kost- ar 787 krónur. m m 'ISEi j&JTi GLÆSILEG LÚXU SBIFREIÐ MITSUBISHI PAJERO ER BÚINN MÖRGUM GÓÐUM KOSTUM SEM BÍLSTJÓRAR KUNNA AÐ META. ÞAR MÁ MEÐAL ANNARS NEFNA FALLEGT ÚTLIT, FRAMÚRSKARANDI AKSTURSEIGINLEIKA OG A.LDRIFSBÚNAÐINN MEÐ FJÖLVALl. ÞÁ SITUR ÖRYGGI BÍLSTJÓRA OG FARÞEGA í FYRIRRÚML MITSUBISHI PAJERO STENDUR TIL BOÐA MEÐ KRAFTMIKLUM BENSÍN- EÐA DIESELHREYFLI. PAJERO DIESEL MEÐ FORÞJÖPPU OG MILLIKÆLl KOSTAR FRÁ 3.494.000 TILBUINN A GÖTUNA! STAÐALBÚNAÐUR í PAJERO ER M.A. ÚTVARP OG SEGULBAND, RAFDRIFNAR RÚÐUR, RAFSTÝRÐIR ÚTISPEGLAR, FJAÐRANDl OG UPPHITUÐ FRAMSÆTI, 3JA STIGA STILLANLEG FJÖÐRUN, ÖKUHRAÐASTILLIR. HEKLA -fi//ei//q 6est>/ Laugavegi 170-174, sími 569 5500 MITSUBISHI MOTORS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.