Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1995 11 _______KOSNINGABARATTAN Auglýsingastofur móta kosninga- baráttu flokkanna íslenskir stjórn- málaflokkar reiða sig í æ ríkara mæli á þekkingu auglýs- ingastofa eða reyndra manna á sviði upplýsinga- miðlunar til að skapa sér tiltekna . ímynd í kosninga- batáttunní; ttelga Ki4, fltottHsdAttfa* fæddivið samstarf^ fólk flökkanua: GÖMLU flokkarnir og Þjóð- vaki hafa allir fengið auglýsingastofur eða hönnuði á eigin vegum til liðs við sig að undanförnu en vinna þeirra er misjafnlega um- fangsmikil. Sumir sjá einvörð- ungu um gerð merkis fyrir viðkom- andi flokk meðan aðrir fá fijálsari hendur við að stilla strengi fram- bjóðenda eða samhæfa útlit kynn- ingarefnis. Að sögn viðmælenda fer vinnan einkum þannig fram að reynt er að búa til samræmi í aug- lýsingum með notkun sérstakra tákna og tilteknu letur- og litavali. Með því móti skili áhrifin sér smám saman. Greitt fyrir boðskiptum? Mörgum kann að finnast að verð- leikar flokka og einstakra frambjóð- enda séu næg kynning en viðmæl- endur Morgunblaðsins líta þannig á starf sitt að þeir séu að greiða fyrir boðskiptum milii almennings og flokka og eru á einu máli um að þeir séu einvörðungu að koma póli- tískri heimavinnu til skila. Bent er á að þótt margir fram- bjóðendur séu hæfir til starfsins eða með afbrigðum vinnusamir sé ekki sjálfgefið að þeim sé í lófa lagið að ná árangri í þeirri skrautsýningu sem stjórnmál séu oft. Alþýðu- bandalag, Alþýðuflokkur og Sjálf- stæðisflokkur hafa gengið einna lengst í því að skapa kosningabar- áttu sinni ákveðið svipmót nú, eink- tttn Alþýðubandalagið sem notið hfefut leiðsagnaf Glihháfs Stelhs Fálssonar aUglýslhgáteikhdfáj likt bg fyrir sfðustu kosningar. Ékkihægtað selja glaitSítiýndir öhhháf Steihh Heftir stáffáð theð ÁiþýðiibáhdálágiHli siðustu hiáhiiði bg segist ekki þelffáf tföáf áð hægt sé að selja íslenskum kjósend- um innantómar glansmyndir. Stór- ar ljósmyndir af flokksformannin- um, frambjóðendum og vígorð á flettiskiltum leiki því ekki stórt hlut- verk í kosningabaráttu Alþýðu- bandalagsins. í kynningarefninu eru rauði lit- urinn og sá græni, litirnir í merki flokksins, áberandi í fyrirsögnum og vígorðum, sem einkum eru byggð upp á þrítekningum. Merkið er hið sama, rauð sól á óreglulegum grænum grunni úr breiðum pensil- förum sem líta má á sem táknmynd fyrir landið. Hugmyndafræðilega séð tengjast þessir litir sósíal- isma/jafnaðarstefnu og hollustu við umhverfissjónarmið. Áhersla er lögð á fáein efnisatriði úr stefnu- skrá flokksins í texta. Sem dæmi má nefna 4% hagvöxt, útflutnings- leiðina og ný viðskiptasambönd í Asíu, Suður-Ámeríku og víðar, sem vakin er athygli á til mótvægis við áherslu Alþýðuflokksins á Evrópu- sambandið. Sú leið virðist hafa verið farin þegar litið er á helstu menn listans að leggja áherslu á hlutlausan en traustvekjandi klæðnað. Með því móti má forðast að kjósendur setji frambjóðendur í samhengi við gam- algróna ímynd róttæklings í hettu- úlpu, jafnvel þótt þeir taki sér lýs- ingarorðið vinstri í munn, líkt og gert er í auglýsingum flokksins, þar sem talað er um vinstri kjölfestu, vinstri lífskjör og vinstra vor. Engar skyndilausnir Aðspurður um þessi atriði segir Gunnar Steinn engar skyndilausnir finnast á borð við nýja klippingu eða ný föt. ímynd snúist ekki um annað en það sem að baki henni standi. Gunnar segist einungis hafa gefið ábendingar um tungutak frambjóðenda innan þess ramma sem stefnuskráin bjóði upp á og meitlað orðfæri í kynningarefni með það í huga að auðvelda flokknum að nálgast almenning með skýrum skilaboðum. Einnig hafi hann undirbúið sjón- varpsefni, framsetningu efnisatriða og reynt að samstilla frambjóðend- urna í umræðum á opinberum vett- vangi. Starf sitt snúist því ekki um annað í raun en aðstoð við stöðu- mat annars vegar og miðlun upplýs- inga um pólitísk áhersluatriði hins vegar. Auðvitað snúist kosninga- barátta síðan til viðbótar um traust- vekjandi og trúverðuga framkomu, sem ávallt sé nauðsynlegur grund- völliír raunverulegs árangurs. Sú tilfinning sem menn skilji eftir í bijósti áhorfandans, til dæmis að loknum umræðuþætti, skipti oft meira máli en sá boðskapur sem verið sé að reyna að koma til skila. Flettiskiltin áberandi Björn Westergren hönnuður á hlut að máli í kosningabaráttu Al- þýðuflokksins. Athygli vekur sú áhersla sem lögð er á notkun fletti- skilta en flokkurinn hefur leigt meginþorra þeirra sem í boði eru á höfuðborgarsvæðinu. Björn vildi engar upplýsingar gefa um vinnu- aðferðir sínar en Sigurður Tómas Björgvinsson framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins segir að bryddað hafi verið upp á ýmsum nýjungum sem muni tala sínu máli. Yfirbragð auglýsinganna er fín- legt og notkun á rauðum, bláum og grænum litum áberandi. Ef litið er til þess hversu litaval endurspegl- ar oft stefnuáherslur flokka má spyija hvort ekki sé verið að gefa misvísandi skilaboð með litasinfón- íunni, þótt hugsanlega megi skilja uppsetninguna sem svo að í flokkn- um fái allir, rauðir, grænir eða blá- ir, eitthvað fyrir sinn snúð. Leturnotkun er óhefðbundin; marglitum setningarbrotum úr mis- stórum orðum, í samhengi sem ekki blasir við, er stillt upp við hliðina á svart-hvítum myndum af forvígis- mönnum listans. Á einni er formað- ur flokksins á skyrtunni með upp- t brettar ermar, þess reiðubúinn að taka til hendi á ný. Sem dæmi um setningarbrot má nefna „horfast í augu við tækifærin*' og „að tryggja hagsmuni" en þau eru skýrð nánar á sérstökum auglýsingablöðum undir rauðri yfirskrift. Fjallar hvert blað um ákveðið efnisatriði, mat- arkörfu eða sjávarútvegsmál, og fæst með blindraletri. Tengsl við fjölmiðla veikari Ólafur Ingi Ólafsson er annar eigandi Islensku auglýsingastof- unnar hefur sett heildarsvip á kynn- ingarefni Sjálfstæðisflokksins und- anfarnar vikur. Hann segir slíkt samstarf hluta af tíðarandanum en einnig til komið vegna þeirrar stað- reyndar að tengsl flokkanna við fjölmiðla séu ekki jafn sterk og áður. Ólafur segir algengt að mikið sé lagt upp úr táknum svo ekki fari milli mála frá hvaða flokki auglýs- ingin sé. Auglýsingastofan nálgist verkefnið á nákvæmlega sama hátt og auglýsingu sem vinna eigi fyrir seljanda eða framleiðanda vöru, leitast sé við að mynda sjónræna heild og gefa fyrirfram ákveðin skilaboð. Hann bendir á að stjórn- málaflokkur sé viðskiptavinur sem á lítið fjármagn og því þurfi að finna mjög einfaldar lausnir. Kjörorð Sjálfstæðisflokksins eru Betra ísland og segir Ólafur notkun vígorða engan veginn hafa runnið sitt skeið, þvert á móti sé beiting þeirra mjög góð leið til þess að koma afmörkuðum skilaboðum áleiðis. Auglýsingar flokksins eru byggð- ar upp á einfaldan og lágstemmdan hátt. í bakgrunni er léttskýjaður himinn með hækkandi sól. Gulri sólinni, sem Ólafur segir afar sterka táknmynd, sé ætlað að gefa þau skilaboð að bjart sé framundan. Leturgerð listabókstafsins gefi til kynna ákveðni og bláa litinn þekki allir. Einnig má gera ráð fyrir að í undirvitund einhverra kjósenda sé listabókstafurinn bein skírskotun til skírnarnafns forsætisráðherra. Sjálfstæðismenn beita flettiskilt- unum einnig fyrir sig að þessu sinni en flokkurinn reið á vaðið með notk- un þeirra fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar í vor. Á þeim eru myndir af formanni flokksins og forsætis- ráðherra, prúðbúnum á hvítum grunni undir léttskýjuðum himni. Að mati eins viðmælanda blaðsins eru auglýsingar flokksins íhalds- samar og lausar við átök. Sjónræn skilaboð séu sterk en án baráttu, hugsunin sú að halda velli. Fórnarlömb tækninýjunga? Ólafur Ingi segir bera á tauga- veiklun meðal flokkanna vegna nýrra auglýsingamiðla og séu þeir að hluta til fórnarlömb tækninnar í kynningarstarfinu. Internetið hafi til dæmis vakið mikinn áhuga stjórnmálamanna, það hafi hins vegar enga beina þýðingu í kosn- ingabaráttu þótt fjölmiðlar séu upp- teknir af notkun þess. Flettiskiltum sé mikið beitt erlendis en notkun þeirra hér gefist vart jafn vel og þar því þau séu einkum hugsuð sem leið til að ná til illa upplýsts fólks sakir einfaldleika skilaboðanna. Kjósendur hér séu einfaldlega of vel upplýstir til þess að þau komi að notum sem skyldi. Komnir í bæinn? Framsóknarflokkurinn hefur skipt við fleiri en einn hönnuð við auglýsingagerð fyrir kosningarnar. Gísli B. Björnsson er einn þeirra. Segir hann að hvorki virðist skiln- ingur á því né vilji hjá forvígismönn- um flokksins að skapa auglýsingun- um heildarsvip. Merki flokksins er óbreytt, tilbrigði við kornax í tvenns konar grænum lit og sem dæmi um vígorð má nefna Fólk í fýrirrúmi og Framsókn ’95. Birst hafa heil- síðuauglýsingar, ýmist í grænu eða bláu, þar sem frambjóðendur eru kynntir með andlitsmyndum eða standa saman í hóp á Arnarhóli. Segist Gísli einn talsmanna þess að flokkurinn noti fleiri liti enda sé verið að reyna að breyta ímynd hans. Svo hafi jafnvel verið tekið til orða að framsóknarmenn væru komnir í bæinn. Gísli segir engan vafa Ieika á því að sterk tákn og fastur rammi utan um auglýsingar séu betur til þess fallin að koma skilaboðum áleiðis. Auglýsingar samkvæmar einni línu ýti undir hugsun um stefnufestu eða ákveðni. Þær gefi til kynna styrk en þjóni auk þess fagurfræði- legum hugmyndum. Framsóknarflokkurinn hefur einnig notað flettiskilti með mynd- um af formanni flokksins, ýmist einum eða með formanni þing- flokksins. Vígorðin eru Stöðvum skuldasöfnun heimilanna og Af stað til framtíðar með Framsóknar- flokknum og birtist formaðurinn í mörgum myndum; á selskinnsjakk- anum, í brúnum jakka eða á skyrt- unni. Segir Gísli mega skilja það sem svo að ekki eigi endilega að skoða formanninn í einu hlutverki, þótt ef til vill hefði verið heppilegra að samræma framsetninguna. Nefnir hann að notast hefði mátt meira við táknmyndirnar á fletti- skiltunum þar sem brugðið er upp mynd af götuvita bakvið frambjóð- endur, með skírskotun til þess hvað rautt ljós og grænt merkja í hugum fólks. Onnur kynslóð kvenna Auglýsingastofa P&Ó hefur hannað nýtt merki fyrir Kvennalist- ann sem leggur mesta áherslu á dagblaðaauglýsingar, bæklinga- og skjáauglýsingar að þessu sinni. Ólöf Árnadóttir segir að grunnhugmynd- in að útliti merkisins sé sú sama. Hafi þvi hins vegar verið breytt á þann veg að meiri hreyfing sé í útlínum konunnar og einnig leiki vindar um skúfinn í skotthúfunni. Merkið er í tveimur litum og hvílir konan á öðrum legg listabókstafs- ihS; sehi háfðiit ef I giiliihi llt. Ölöf segir áð mafkmiðið hafi vetið að geta metkihii hötihiáiegáh biæ. Nú sé öhtiiif kýnslóð kvenha I fytiffúml hjá saihtökiihuih og nýju hiefkl áúlað áð bfúa bii beggja áiik þesS áð gefá tii kýhhá ákveðííi thháhiót: segif höh gula litlhh háfá vetið vaiihh með tiniti tii þess að hann minni á vor og bjarta framtíð en einnig hafi prentkostnaður verið hafður til hliðsjónar. Nýja merkið var kynnt sex vikum fyrir kosning- ar og segir Ólöf það hafa verið nokkurs konar prófraun fyrir gras- rótina að samþykkja það en það hafi einungis tekið Vh tíma. Ólöf Þorvaldsdóttir hjá auglýs- ingastofunni Hér og nú hannaði merki Þjóðvaka en Hrannar Arnars- son er kosningastjóri samtakanna. Myndin er af alíslensku harðgeru blómi að bijótast til lífs á bláum grunni og segir Hrannar djúpa táknfræði á bakvið merkið. Sóleyin hafi til dæmis verið notuð sem lík- ing um landið. Einnig má nefna að dr. Sturla Friðriksson hefur stungið upp á holtasóley sem þjóðarblómi, hún sé harðger og nægjusöm planta sem vaxi áveðurs. Hrannar segir auglýsingar sam- takanna unnar af ýmsum aðilum en reynt sé að hafa heildarmynd á öllu kynningarefni. Sjónvarpsaug- lýsingar eru áberandi og einkum virðist gengið út frá þeirri hugmynd að samtökin séu kærkomin viðbót við aðra möguleika sem gefist hafi til þessa. Ýtt er undir það með víg- orðum þátttakenda, Minn timi er kominn, Okkar tími er kominn, Þjóðvaki, já takk! Sumir viðmælenda líkja starfi sínu við hlutverk hljómsveitarstjóra eða íþróttaþjálfara og leggja áherslu á mikilvægi þess að hafa ráð undir rifi hveiju taki vindar að blása úr annarri átt. Þrátt fyrir fastan ramma verði ákveðinn sveigjanleiki að vera fyrir hendi. Einn viðmælenda segist sperra eyr- un í fjölskylduboðum og gera skyndikannanir heima í eldhúsi. Ólafur Ingi Ólafsson hjá íslerisku auglýsingastofunni segir auðvelt að sjá hvar tilteknir flokkar eigi að auglýsa með því að styðjast við lífs- stíls- og íjölmiðlakannanir. Hann bendir þó á þann mun á pólitískri kynningarherferð og annarri aug- lýsingavinnu að erfitt sé að mæla áhrif auglýsinga I kosningabaráttu, einnig spili inn í hve margir hafi „vit" á pólitískum auglýsingum. Er hann reyndar þeirrar skoðunar að auglýsingar hafi ekki mjög mikið að segja í kosningaslagnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.