Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995
morgunblaðið
FRÉTTIR
Fundi úthafsveiðiráðstefnunnar lauk í New York í gær
Samningsdrögin talin
viðunandi fyrir Island
FUNDI úthafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna í New York lauk í gær. í fyrrakvöld lagði
formaður ráðstefnunnar, Satya N. Nandan,
fram endurskoðuð drög _að væntanlegum út-
hafsveiðisáttmála. Helgi Ágústsson, sendiherra
og formaður íslenzku sendinefndarinnar á ráð-
stefnunni, segir að drögin séu viðunandi fyrir
ísland.
ESB olli fjaðrafoki
Fulltrúar Evrópusambandsins ollu nokkru
fjaðrafoki á ráðstefnunni fyrr í vikunni er þeir
lögðu fram flölda breytingartillagna við fyrir-
liggjandi texta formannsins. Meðal annars lagð-
ist ESB gegn tillögu íslendinga um rétt ríkja,
sem væru sérstaklega háð fiskveiðum, en henni
hafði verið bætt við 16. grein samningsdrag-
anna um nýja þátttakendur í svæðissamstarfi
í fískveiðistofnunum á borð við NAFO og NE-
AFC.
Helgi sagði að í tillögum ESB hefði verið fjöldi
breytingartillagna, sem sambandið hefði aldrei
komið fram með áður. Málflutningur fulltrúa
þess hefði borið talsverðan keim af hagsmuna-
gæzlu fyrir úthafsveiðiríki.
ísland tók ekki til máls gegn málflutningi
ESB, en fuiltrúar Kanada, Indónesíu og Perú
gagnrýndu afstöðu sambandsins harðlega.
„Mönnum þótti tillöguflutningur ESB miðast að
því að stigin væru skref tvö eða þijú ár aftur
í tímann," sagði Helgi.
Hann sagði að hins vegar litu menn á ráðstefn-
unni svo á að málflutningur Evrópusambandsins
væri herbragð, sem miðaði að því að skapa því
sterkari samningsstöðu.
Mál komin til betri vegar á ný
„Málin eru talin vera komin til betri vegar
aftur,“ sagði Helgi. Hann sagði að þannig væru
tillögur íslendinga áfram í texta formannsins
og enn hefðu menn ekki séð að þar hefðu verið
teknar inn mikilvægar breytingartillögur, sem
beindust gegn hagsmunum íslands.
Aðspurður um líkumar á því að samkomulag
tækist á síðasta fundi ráðstefnunnar, sem verður
haldinn í júlí og ágúst, sagði Helgi að fulltrúar
aðildarríkjanna færu nú hver til síns heima og
tækju afstöðu til fyrirliggjandi texta Nandans.
„Menn munu hugsa málin og ákveða hvemig
þeir ætla að þoka málum áfram, því að vanda-
málin em náttúmlega fyrir hendi og eitthvað
verður að gera í þeim,“ sagði hann.
Helgi sagði að það vekti vonir með mönnum
um árangur á sumarfundinum að Nandan for-
maður hefði lýst því yfír að hann væri tilbúinn
að beita þeim reglum, sem fundarsköp leyfðu,
þ.e. að láta greiða atkvæði um tillögumar. „Þá
kemur auðvitað til þess að ríki verða að taka
ábyrga afstöðu, hvort þau eiga að vera með eða
á móti,“ sagði Helgi Agústsson.
Gasstöð reist
í Straumsvík
SKEUUNGUR, Olíufélagið og ÍSAL opna nýja þúsund rúmmetra gasstöð
í Straumsvík í byrjun júní nk. Þar verður birgðastöð og áfyllingarhús,
sem leysa af hólmi gasstöðvar Skeljungs í Skeijafirði, Olíufélagsins í
Holtagörðum og ISALSs í Straumsvík og áfyllingarstöðvar olíufélaganna.
Þórir Haraldsson, framkvæmda-
stjóri rekstrarsviðs Skeljungs, seg-
ir stöðina vera fjárfestingu upp á
á annað hundrað milljónir sem
skiptist jafnt á milli eignaraðilanna
þriggja. Hún stendur á 16 þúsund
fermetra lóð á uppfyllingu fyrir
neðan kerskála ÍSALs. Geymslu-
geta stöðvarinnar er um 450 tonn
af própangasi en ársnotkun er
1.200 til 1.300 tonn og mest yfír
sumarið. Gasið er flutt hingað frá
Danmörku og koma skip með gas
þrisvar til fjórum sinnum á ári.
Ein helsta ástæða þess að stöðin
er reist í Straumsvík er sú að þá
sparast flutningskostnaður en
ÍSAL er stærsti gasnotandi á land-
inu með um þriðjung allrar notkun-
ar. Gasið verðurtekið beint úr stöð-
inni til ÍSALs um leiðslu.
Að sögn Þóris er gasnotkun
mest yfir sumarmánuðina þegar
fólk er að ferðast og grilla mikið.
í áfyllingarstöðinni verður fyllt á
litlu hylkin, gulu og bláu kútana,
sem fólk þekkir, og þaðan verður
þeim dreift á sölustaði.
Þórir segir að allt mannvirkið
sé í samræmi við bestu gæðastaðla
sem til eru í dag. Lóðin er 16.000
fermetrar vegna strangra krafna
um öryggissvæði í kringum gas-
tankana sjálfa, sem verða heygðir.
Til viðbótar við tankana og áfyll-
ingarstöð verður hús með starfs-
mannaaðstöðu og skrifstofu og
viðhaldsaðstöðu. Hafíst var handa
við undirbúning fyrir um tveimur
árum og smíði á tönkum og endan-
legur undirbúningur útboðs hófst
fyrir einu ári.
Andlát
Morgunblaðið/Ingibjörg
PÉTUR J. THORSTEINSSON
FYRRV. SENDIHERRA LÁTINN
PÉTUR J. Thorsteinsson fyrrverandi
sendiherra er látinn á 78. aldursári.
Pétur var fæddur í Reykjavík,
sonur Katrínar Pétursdóttur Thor-
steinsson og Eggerts Briem. Pétur
starfaði í utanríkisþjónustu íslend-
inga frá 1944 til 1987.
Pétur varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1937 cig við-
skiptafræðingur frá Háskóla íslands
1941. Þremur árum síðar lauk hann
lögfræðinámi. Héraðsdómslög-
mannsréttindi fékk hann 1950.
Pétur var sendiráðsritari við
sendiráðið í Moskvu 1944 til 1947
og vann síðan við ýmis störf í utan-
ríkisráðuneytinu frá 1947 til 1953,
þar af yfirmaður viðskiptadeildar
1950 til 1953. Hann var sendiherra
í Sovétríkjunum 1953 til 1961, jafn-
framt sendiherra í Ungveijalandi og
Rúmeníu 1956 til 1961. Hann var
sendiherra í Þýska sambandslýð-
veldinu, jafnframt í Sviss, Grikklandi
og Júgóslavíu 1961 til 1962. Hann
var sendiherra í Frakklandi, jafn-
framt í Júgóslavíu, Belgíu, Lúx-
emborg, hjá Efnahags-
bandalagi Evrópu og
fastafulltrúi hjá NATO,
OECD og UNESCO
1962 til 1965. Hann var
sendiherra í Banda-
ríkjunum, jafnframt í
Kanada, Mexíkó, Bras-
ilíu, Argentínu og á
Kúbu, 1965 til 1969.
Pétur var ráðuneytis-
stjóri utanríkisráðu-
neytisins, jafnframt rit-
ari utanríkismálanefnd-
ar Alþingis, 1969 til
1976. Hann var sér-
stakur ráðunautur í ut-
anríkisráðuneytinu
1976 til 1987, jafn-
framt heimabúsettur sendiherra í
Kína, Japan og íran 1976 til 1987,
í Indlandi og Pakistan 1976 til 1984,
lýðveldinu Kóreu og alþýðulýðveld-
inu Kóreu 1982 til 1987, Astralíu
1984 til 1987 og Indónesíu 1985 til
1987.
Pétur var formaður orðunefndar
frá 1970 til 1980 og sat
í mörgum nefndum til
samninga við erlend
ríki, oftast sem formað-
ur. Hann bauð sig fram
í forsetakosningum
1980.
Pétur þýddi leikritið
Mávinn eftir Anton
Tsjekhov og samdi
sjálfur Manual for Ho-
norary Consuls of Ice-
land, sem kom út 1979,
Meðferð utanríkismála
1987 og og Utanríkis-
mál og saga utanríkis-
þjónustunnar, sem kom
út í þremur bindum
1992. Hann hlaut Stór-
riddarakross hinnar íslensku fálka-
orðu með stjömu og háar orður frá
Belgíu, Danmörku, Finnlandi,
Frakklandi, Japan, lýðveldinu
Kóreu, Noregi og Svíþjóð.
Eftirlifandi eiginkona er Oddný
Thorsteinsson og eignuðust þau þijá
syni.
Pétur J.
Thorsteinsson.
Skíðagöngu-
veður
VETUR konungnr hefur sýnt
á sér ýmsar hliðar í undan-
haldinu síðustu daga. Skíða-
göngumenn hafa heldur ekki
látið segja sér tvisvar að iðka
göngu þegar veður hefur gef-
ist til. Þeir vita sem er að
ekki líður á löngu þar til þeir
verða að leggja skíðin á hill-
una og stunda aðrar íþróttir.
Einar Sveinbjörnsson,
veðurfræðingur, sagði að
hægari suðvestanátt yrði í
dag en í gær. Lítilsháttar élja-
gangur yrði á suðvestan og
vestanverðu landinu en ann-
ars staðar úrkomuh'tið. Hiti
yrði um eða rétt yfír frost-
marki. Spað er fremur hægri
norðvestlægri átt og minni-
háttar éljum vestanlands og
á Vestfjörðum á morgun.
Úrkomulaust og bjart verði
víða annars staðar. Hiti 2 til
6 stig að deginum til og víða
næturfrost.
Albanir
leita að-
stoðar
Atlanta
ALBANIR hafa kannað mögu-
leika á því að Arngrímur Jó-
hannsson eigandi Atlanta hf.
aðstoði við að koma á laggirnar
almennum flugrekstri í Alb-
aníu, og hefur einn viðræðu-
fundur um málið þegar átt sér
stað. Að sögn Arngríms er al-
gengt að honum berist fyrir-
spumir hvaðanæva að á borð
við þessa.
Amgrímur sagði í samtali
við Morgunblaðið að í Albaníu
væri nánast enginn flugrekstur
af neinu tagi og allar aðstæður
til slíks rekstrar mjög frum-
stæðar. Sagði hann vilja hjá
Albaníumönnum að koma upp
alhliða flugrekstri, bæði hvað
varðar farþegaflug og vöru-
flutningaflug. Sagði hann að
annar viðræðufundur um málið
hefði verið boðaður 18. apríl.
Læknirinn
baðst af-
sökunar
SIGHVATUR Björgvinsson
heilbrigðisráðherra lagði fram
formlega kæru á hendur sér-
fræðilækni til landlæknis vegna
ummæla sem hann lét falla i
síma við starfsmann ráðuneyt-
isins.
Kæran barst landlæknis-
embættinu í þessari viku og
segir Ólafur Ólafsson að lækn-
irinn hafí beðist afsökunar og
málið verið látið niður falla-
9,5 milljarða
lán Landsvirkjunar
Stækkun ál-
vers undirbúin
HALLDÓR Jónatansson, fyr'
stjóri Landsvirkjunar, undirnt-
aði á þriðjudag í London láns-
samning upp á 150 milljómr
dollara sem svarar til um 9,5
milljarða kr. og er sá stsersu
sem íslenskur aðili hefur gert a
evrópskum bankamarkaði.
Láninu verður varið til að
greiða upp eldri og óhagstseðan
lán fyrirtækisins svo og til að
fjármagna framkvæmdir sem
Landsvirkjun kann að þurfa að
ráðast í. Hafa verið teikn á lofti
um að leggja þurfí í fjárfesting-
ar í raforkukerfinu vegna
stækkunar álversins í Straums-
vík.
■ Landsvirkjun/b3
Upplýsinga-
söfnun fyrir
stjórnar-
myndunar-
viðræður
UNNIÐ var að því í gær í ráðu-
neytum að safna saman upplýs'
ingum um þau mál og mála-
flokka sem ræða á sérstaklega
í viðræðum stjórnarflokkanna
um áframhaldandi stjórnar-
samstarf.
Búist er við að ef af samn-
ingum um áframhaldandi sam-
starf flokkanna verður mun'
stjómarsáttmálinn í upphao
verða einfaldur og sumanð
notað til að útfæra nánar
stefnumálin.