Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 23 CXI IXT ' STUTT Síldveiði- deila við Eystrasalt ENN ein fisHveiðideilan hefur nú skotið upp kollinum er snurða hljóp á þráðinn í samn- ingaviðræðum Eistlendinga og Litháa. Ríkin deila um veiðar í Eystrasalti, en eist- neska strandgæslan segist hvað eftir annað hafa tekið litháíska togara að ólöglegum síldveiðum í Riga-flóa, sem yfirvöld í Tallinn telja heyra til Eistlands. Litháar hafa hins vegar hótað að kæra töku togaranna til Alþjóðadóm- stólsins í Haag. Biblía rit- skoðuð PRANSKUR dómstóll hefur fyrirskipað útgefanda að fjar- lægja and-gyðingleg ummæli úr nýlegri biblíuútgáfu. Um er að ræða tvær setningar sem þykja vera endurómur gamalla fordóma kaþólikka gagnvart gyðingum. í annarri setningynni eru gyðinglegir siðir á borð við umskurð sagð- ir „þjóðfræði". Hin hljóðar svo: „Um aldir hefur fólk tal- að um þjóð gyðinga sem þá sem drápu Guð. Það var að vissu leyti satt, þar sem þessi þjóð var ófær um að yfirvinna ofstæki sitt.“ Rússar gefa út skjöl um Hitler RÚSSNESKT útgáfufyrir- tæki mun í næsta mánuði gefa út léyniskýrslur um líf, dauða og afdrif líkamsleifa Adolfs Hitlers á geisladiski. Að sögn útgefenda sannar efnið að Hitler framdi sjálfs- morð árið 1945 og að sovésk yfirvöld brenndu lík hans og losuðu sig við öskuna 25 árum síðar. Skjölin eru úr safni KGB. Vaxtahækk- un í Svíþjóð SÆNSKI seðlabankinn til- kynnti í gær um vaxtahækk- un, einum degi eftir að banka- stjórinn Urban Backström sagði ríkisstjórninni að nauð- synlegt væri að draga úr út- gjöldum ríkisins. Frá og með 19. apríl hækka útlánsvextir í 9% úr 8,5% og innlánsvextir úr 6,5% í 7,5%. Fiskur bjargar ekki hjartanu BANDARÍSK rannsókn hefur leitt í ljós að mikil fiskneysla dregur ekki í öllum tilfellum úr hættunni á hjartasjúkdóm- um. Rannsókn sem læknar í Boston gerðu á 45.000 körl- um leiddi í ljós að tíðni hjarta- sjúkdóma á meðal þeirra sem borða físk einu sinni eða tvisv- ar í viku, var hin sama og hjá þeim sem borða físk fimm til sex sinnum í viku. Niðurstöð- urnar voru kynntar í New England Journal of Medicine. Reuter Þingmenn reknir út FJÖLDI hermanna braust inn í þinghúsið í Mínsk í Hvíta- Rússlandi í gær og rak út þing- menn sem þar höfðu verið í hungurverkfalli til þess að lýsa vanþóknun sinni á Alexander Lúkashenko forseta, sem sæk- ist eftir auknum völdum. For- setinn hefur hótað að leysa þingið upp samþykki það ekki að efna til þjóðaratkvæðis um ný stjórnlög. Myndin var tekin f þingsalnum áður en hungur- verkfallsmönnum var stökkt þaðan. Rússar beittu óþarfa hörku í Samashkí Genf. Keuter. ALÞJÓÐA Rauði krossinn (ICRC) hélt því fram í gær, að rússneskar hersveitir hefðu banað að minnsta kosti 250 manns, aðallega óbreytt- um borgurum, er þær tóku tsjetsj- ensku borgina Samashkí um síðustu helgi. Jean-Marc Bornet, yfirmaður ICRC í Evrópu, sakaði Rússa um að hafa beitt óeðlilega miklum her- styrk við töku borgarinnar. Stjórnin í Moskvu hefur haldið því fram að Kigali. Reuter. VOPNAÐIR menn myrtu 31 flótta- mann frá Rúanda í árás á flótta- mannabúðir í Zaíre í fyrrinótt. Árás- in er hin fyrsta sem gerð er á slíkar búðir frá þvi að alda fjöldamorða hófst fyrir réttu ári í Rúanda. Talsmaður flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Chris Bowers, sagði að árásarmennirnir hefðu komið að Birava-búðunum, sem standa við Kivu-vatn, á bátum á fimmtudagskvöld. Hefðu þeir gengið um búðirnar, þar sem um 9.000 manns dveljast, skotið á flóttafólk og varpað handsprengjum að því. 29 létu lífið og 54 særðust, þar af 12 alvarlega. Tveir þeirra létu lífið skömmu' síðar. Á meðal hinna látnu voru konur og börn. Bowers hafði eftir vitnum að árás- armennimir hefðu verið í herklæðum Bonn. Reuter. GÚNTHER Guillaume, austur- þýski njósnarinn sem batt enda á pólitískan feril Willy Brandts kansl- ara Þýskalands, lést á mánudag. Hann hafði verið hjartveikur um árabil og lést af völdum hjartaslags. Guillaume lést á heimili sínu í Eggersdorf skammt frá Berlín. Hann var náinn samverkamaður Samashkí hafi verið vigi tsjetsj- enskra uppreisnarmanna. „Árásin var óskipuleg og enginn greinarmunur var gerður á hernað- arlegum skotmörkum og bústöðum óbreyttra borgara. Hér var um gróft tilræði við öll mannúðarsjónarmið að ræða og smánarlegt brot á mannréttindum," sagði Bornet. Hann sagði að erfitt væri að meta nákvæmlega hvert mannfall hefði verið í bænum er hann féll í og komið frá Rúanda. Talsmenn stjórnvalda í Rúanda sagði að stjórn- arflokkur tútsa bæri ekki ábyrgð á árásinni. Flóttamennirnir í búðunum eru hútúar sem flýðu Rúanda í fyrra. Leitað að hútúum Á fimmtudagskvöld var ráðist á fólk á eyju á Kivu-vatni. Að sögn hjálparstarfsmanna kröfðust árásar- mennirnir þess að fá upplýsingar um hvar hútúar, sem báru ábyrgð á fjöldamorðunum í Rúanda á síðasta ári, væri að finna. Var þeim bent á Birava-búðirnar. Flóttamannahjálp SÞ hefur for- dæmt árásina í fyrrinótt og hyggst. rannsaka hverjir beri ábyrgð á henni. Hvetja SÞ ennfremur til þess að öryggisgæsla verði hert i búðun- um. Brandts, þáverandi kanslara, er hann var fyrir tilviljun afhjúpaður sem njósnari árið 1974. Hann var dæmdur árið 1975 í 13 ára fangelsi fyrir landráð en látinn laus 1981 er vesturveldin og austantjaldsríkin skiptust á njósn- urum. Fluttist hann til Austur-Berl- ínar og bjó þar í góðu yfirlæti. hendur Rússum síðastliðinn laugar- dag. Lík kynnu að hafa dulist full- trúum ICRC er þeir fóru um borg- ina á mánudag og þriðjudag. Samashkí er í 35 kilómetra fjar- lægð frá Grosní, höfuðstað Tsjetsjníju, og þar búa að jafnaði 8.000 manns. Meirihluti þeirra hafði flúið ófriðinn undanfarið og sagði Jean-Marc Bomet, að þegar Rússar sóttu inn í borgina hefðu aðeins 3.000 manns verið eftir. Mitterrand vill hætta sem fyrst París. Reuter. FRÁNSKA dagblaðið Le Figaro skýrði frá því í gær að Frangois Mitterrand Frakklandsforseti vilji láta af embætti fyrr en venja er í kjölfar forseta- kosninga. Síðari umferð kosning- anna verður 7. maí og segir blaðið Mitterrand vilja hverfa úr embætti 10. maí en kjör- tímabili hans lýkur 20. maí. Mitterrand er með krabbamein í blöðruhálskirtli og voru fyrr í vetur uppi vangaveltur um hvort hann gæti setið út kjörtímabilið. Talsmenn hans hafa sagt frétt blaðsins byggða á getgátum. Það sé í höndum stjórn- lagaráðsins að lýsa formlega yfir úrslitum kosninganna eftir að það hafi gengið úr skugga um að þau séu rétt. Samkvæmt stjórnarskránni hefur stjórnlagaráðið allt að tíu daga til að kanna kærur og önnur vafa- atriði en í undanförnum kosningum hefur ráðið tekið sér þrjá til sex daga til þess. Síðustu embættisverk Mitterr- ands eru hátíðahöld í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá lokum heimsstytj- aldarinnar síðari í Evrópu. Mun hann fara til London 7. maí og aftur til Parísar þar sem verða hátíðahöld sama dag. Þá flýgur hann til Berlín- ar 8. maí og til Moskvu þann 9. Hútúar myrtir í búðum í Zaíre Guillaume látinn msssbml.. FEllihýsin mest seldu á íslandi. Emm fluttir úr Lágmúlanum. Sendum bœklinaa um allt land \ EVROHF Suðurlandsbraut 20, simi 588-7171. Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut, Kopavogi, simi 567-1800 Löggild bflasala Verið velkomin. Við vinnum fyrir þig. Opið í dag kl. 10-19, laugardag kl. 10-17, 2. páskadag kl. 13-18. Toyota Corolla GLI Llftback '93, hvítur, sjólfsk., ek. 35 þ. km., spoiler, rafm. i rúð- um O.fl. V. 1.290 þús. MMC Colt EXE '91, hvitur, 5 g., ek. 58 þ. km., samlitir stuðarar o.fl. V. 760 þús. Sk. ód. V.W Golf GT '93, 3je dyra, rauður, 5 g., ek. 28 þ. km., sóllúga, spoiler o.fl. V. 1.300 þús. Suzuki Vltara JLXi 4ra dyra '92, 5 g., ek. 62 þ. km. V. 1.650 þús. Sjaldgœfur bfll: Audi 1,8 Coupé '91, grés- ans., 5 g., ek. 80 þ, km., sóllúga, rafm. í rúöum, álfelgur, geislaspilarl o.fl. V. 1.480 þús. Sk. ód. Ford Bronco 2.9 XLT '88, rauður/grár, 5 g., ek. 112 þ. km., fallegur jeppi. V. 1.090 þús. Daihatsu Feroza EL II '94, blár, 5 g., ek. aöeins 11 þ. km., tveir dekkjagangar. V. 1.490 þús. MMC L-300 Mlnibus 4x4 '91, 5 g., ek. 71 þ. km. V. 1.600 þús. Sk. ód. Toyota Corolla Liftback XL '88, 5 g., ek. 108 þ. km. Gott eintak. V. 540 þús. V.W Golf CL '91, blár, 3ja dyra, sjálfsk.. ek. 35 þ. km„ 1600 vél. V. 750 þús. Toyota Landcrulser stuttur bensln '88, 5 g„ ek. 108 þ. km„ 31“ dekk, álfelgur o.fl. V. 1.150 þús. Toyota Corolla XL '88, 3ja dyra, blár, 4 g„ ek. 70 þ. km. V. 490 þús. Peugeot 205 XR '90, 5 g„ ek. aðeins 34 þ. km. V. 480 þús. Nýr bfll: Dodge Dakota Sport V-6 4x4, '95, sjálfsk., álfelgur.rafm. í rúðum o.fl. V. 2,5 millj. Nlssan Sunny 4x4 Statlon '91, 5 g„ ek. 47 þ. km„ rafm. (rúðum o.fl. V. 1.050 þús. Toyota Corolla Liftback '92, hvítur, 5 g„ ek. 41 þ. km. V. 980 þús. Tilboðsv. á fjölda bifreiða Sýnishorn: MMC Lancer GLX '89, 5 g„ ek. 95 þ. km„ rafm. í rúðum o.fl. V. 670 þús. Til- boðsverð 590 þús. M. Benz 230 E '81, sjálfsk., gott eintak. V. 390 þús. Tilboösverö 260 þús. Ford Escort 1,3 LX '83, 5 g„ ek. 120 þ. km. V. 145 þús. Tilboðsverð 95 þús. Toyota Ex Cap '87, 8 cyl„ 38“ dekk, læst drif o.fl., verklegur jeppi. V. 1.080 þús. Tilboðsverð 890 þús. Vantar góða bfla á skrá og á staðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.