Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 96
Afl þegar þörf krefur!
f3GlHEWLETT
IlZIpackard
-------------UMBOÐIÐ
HP Á ÍSLANOI HF
Höfðabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000
Frá mögulcika til veruleika
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 669 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
FIMMTUDAGUR 13. APRÍL1995
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Morgunblaðið/RAX
Utanríkisráðherra
- Kína á Bessastöðum
UTANRÍKISRÁÐHERRA Kína,
Qian Qichen, eiginkona hans,
Zhou Hanqiong, og fylgdarlið
heimsóttu Vigdísi Finnbogadótt-
ur, forseta Islands, í gær. Var
myndin tekin er þau ræddu sam-
an á Bessastöðum; fyrir miðju
er túlkur. Kínversku gestirnir
komu hingað til lands um þrjú-
leytið í gær með vél SAS-flugfé-
lagsins og mun Qian ræða við
þá Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra og Davíð
Oddsson forsætisráðherra í dag.
Gestimir halda héðan á laugar-
dag til Bandaríkjanna.
■ Vaxandi samskipti/48
Fjögur erlend flugfélög með beint áætlunarflug til íslands í sumar
Vikulegt sætafram-
boð um 1.000 sæti
EMERALD European Airways,
EEA, sem stofnað var sl. haust og
er í eigu íslenskra og breskra aðila,
er eitt fjögurra erlendra flugfélaga
sem verða með beint áætlunarflug
til íslands í sumar. Auk EEA er
um að ræða SAS og Lufthansa sem
hafa flogið hingað undanfarin sum-
ur, auk þýska flugfélagsins LTD
sem hefur ekki verið með beint
áætlunarflug hingað áður. Að
meðaltali verður vikulegt sæta-
framboð þessara flugfélaga á bilinu
900 til 1.000.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins mun áætlunarflug EEA
frá Belfast til Keflavíkur hefjast
um miðjan júní nk. Flogið verður
þrisvar í viku með BAC 111-vélum
sem taka 104 í sæti. Þá er í athug-
un að fljúga frá Edinborg í Skot-
landi til Keflavíkur, en ekki hefur
verið tekin endanleg ákvörðum þar
að lútandi.
Flogið frá Belfast,
Kaupmannahöfn
og Diisseldorf
Líkt og undanfarin ár flýgur SAS
tvisvar í viku frá Kaupmannahöfn
til Keflavíkur í sumar. Yfir háanna-
tímann, frá júníbyijun til seinni
hluta ágúst, verður þó flogið þrisv-
ar í viku að þessu sinni. SAS notar
MD-80, 110 eða 130 sæta eftir eft-
irspum.
Þýska flugfélagið Lufthansa mun
hefja vikulegt áætlunarflug til
Keflavíkur frá Frankfurt í lok maí.
Líkt og undanfarin ár verður flogið
með Boeing 737-300-vélum sem
taka um 120 í sæti. Loks mun þýska
flugfélagið LTU fljúga hingað viku-
lega frá Dusseldorf með 209 sæta
Boeing 575-200-vélum.
Aukin eftirspurn
Komum erlendra ferðamanna til
íslands hefur fjölgað vemlega síð-
ustu ár. Tæplega 180 þúsund ferða-
menn komu til landsins á síðasta
ári og er það 14% aukning frá árinu
áður og 25 aukning frá 1992. Um
helmingur þeirra ferðamanna sem
komu til íslands í fyrra komu yfír
háannatímann.
Á aðalferðamannatímanum í
fyrra var afkastageta Flugleiða
fullnýtt og á tímabili annaði félagið
ekki eftirspurn. Flugleiðir hafa í
hyggju að bæta við flugvélaflotann
á næsta ári, en Einar Sigurðsson,
upplýsingafulltrúi Flugleiða, segir
að í sumar sé ætlunin að fjölga
ferðum og auka þannig sætafram-
boð til þess að mæta aukinni eftir-
spum.
■ Fljúgandi/B8
Islensk
menning-
arhátíð í
Þýskalandi
ÍSLENSK menningarhátíð verður
haldin í fjórum þýskum borgum í
sumar, Bonn, Köln, Bielefeld og
Krefeld. Landsstjórn þýska sam-
bandsríkisins Nordrhein-Westfalen
stendur fyrir hátíðinni og ákváðu
menningarmálaráð borganna fjög-
urra að veija umtalsverðum fjár-
munum til hátíðahalda, sem hefjast
í Bonn á þjóðhátíðardegi íslendinga,
17. júní og standa til 10. júlí.
Dr. Winfried Gellner, frá menn-
ingarmálaráði Kölnar, og Horst
Adam, frá menningarmálaráði Biele-
feld, segja að ekkert Norðurland-
anna sé jafnvel kynnt á menningar-
sviðinu í Þýskalandi og ísland.
■ Öll þýsk börn/49
Útgerð frystitogarans Kolbeinseyjar ÞH á Húsavík
Fimm daga samningi
við SH var sagt upp
SAMNINGI íshafs, sem rekur
frystitogarann Kolbeinsey, við
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna um
sölu afurða, var sagt upp í gær.
Samningurinn tók gildi fyrir tæpri
viku, 7. apríl. Einar Njálsson, bæj-
arstjóri á Húsavík og stjómarform-
Jfrar Fiskiðjusamlags Húsavíkur og
dótturfyrirtækisins íshafs, sagði í
samtali við Morgunblaðið að ástæða
uppsagnarinnar væri sú, að ákvæði
samningsins um gildistíma hefðu
verið óljós, en hann hefði aldrei átt
að gilda nema í 6 mánuði.
Húsavíkurbær á tæp 55% hluta-
.•ir í Fiskiðjusamlaginu og Húsa-
víkurbær og Fiskiðjusamlagið
sameiginlega tæp 66% hlutafjár í
íshafi hf. Ishaf hafði áður afurða-
sölusamning við fyrirtækið íspóla,
en fyrir tæpri viku var samið um
að SH sæi um sölu afurða frysti-
togarans Kolbeinseyjar. Þessum
samningi hefur nú verið sagt upp.
„Samningurinn átti aldrei að gilda
nema í sex mánuði,“ sagði Einar
Njálsson. „Orðalag hans var óskýrt
og honum hefur þegar verið sagt
upp.“ Aðspurður um hvort gengið
yrði til nýrra samninga við SH
sagði Einar, að ekki hefði verið
tekin ákvörðun um við hveija yrði
rætt um afurðasölu, en ýmsir
kæmu þar til greina.
Á aukaaðalfundi Fiskiðjusam-
lagsins, sem haldinn var fyrir
nokkru, var samþykkt að auka
hlutafé félagsins um rúmlega
helming, eða um 200 milljónir.
Einar sagði að stjóm félagsins
hefði þegar boðið út 100 milljón
króna hlutafjáraukningu. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
hafa verið hugmyndir um að ÍS
keypti hlut, en Einar kvaðst ekki
vilja ræða það á þessari stundu
hvort rætt hefði verið við ÍS. Frest-
ur núverandi hluthafa til að nýta
sér forkaupsrétt rynni ekki út fyrr
en 19. maí og fyrr væri ekkert um
málið að segja.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Mikil
upplifun
Diddú og Kristján eða Sigrún
Hjálmtýsdóttir og Kristján Jó-
hannsson voru klöppuð upp
hvað eftir annað á Akureyri í
á tónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitar Norðurlands í gær-
kveldi, þar sem þau voru í aðal-
hlutverkum, undir stjórn Guð-
mundar Óla Gunnarssonar. Þau
voru óspart hyllt af áhorfend-
um í troðfullu íþróttahúsi KA í
lok tónleikann og launuðu
þakklátum áheyrendum með
þremur aukalögum.
MORGUNBLAÐIÐ kemur næst
út miðvikudaginn 19. apríl.
Krístinn
og Guðjón
saman
á La Scala
KRISTINN Sigmundsson barítón-
söngvari og Guðjón Óskarsson
bassasöngvari munu syngja burðar-
hlutverk í nýrri uppfærslu á Rínar-
gullinu, fyrsta hluta Niflungahrings
Wagners, á La Scala í Mílanó í júní
1996. Stjómandi verður Riccardo
Muti. Þetta verður frumraun þeirra
félaga á fjölum þessa nafntogaða
óperuhúss en Kristján Jóhannsson
hefur sungið þar og Sigurður Dem-
etz á árum áður.
„Það er mjög gott að fá tæki-
færi til að syngja á La Scala, enda
virt óperuhús," segir Guðjón. „Við
Kristinn verðum þama saman í
hlutverkum jötnanna Fasolts og
Fáfnis. Þeir eru alltaf saman á svið-
inu en í lokin slettist upp á vinskap-
inn og ég drep hann.“
Guðjón starfar við Óslóaróper-
una, en er í tveggja ára leyfi til að
sinna öðrum verkefnum. í maí verð-
ur söngvarinn í Brassel og í júlí
mun hann syngja á sumarhátíð í
Glyndebourne á Englandi.
Mörg járn í eldinum
Upphaflega stóð til að Kristinn
tæki þátt í uppfærslu á Töfraflaut-
unni á La Scala um næstu jól. Þá
verður hann hins vegar að syngja
í La Bohéme í París og í staðinn
var honum boðið að taka þátt í
uppfærslunni á Rínargullinu. Geng-
ið var frá samningum þar um fyrir
nokkru.
Kristinn hefur ekki síður mörg
jám í eldinum en Guðjón. Síðasta
kastið hefur hann sungið hlutverk
Mústafa í uppfærslu á ítölsku stúlk-
unni í Alsír eftir Rossini en sýning-
um lauk í Berlín í gærkvöldi. í dag
heldur hann síðan til Genf þar sem
við taka stífar æfingar fyrir sýning-
ar á Skosku púritönunum eftir Bell-
ini sem hefjast í byijun maí.