Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 62
62 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ COREGA annarra Corega töflur halda gerlum og gervitönnum í skejji tannsteini á um ókeypis fyrir Kúbani, en ferðamaður þarf að borga 25 bandaríkjadollara fyrir læknishjálp og skiptir ekki máli hvort hann þarf á henni að halda einu sinni eða oftar. Kvittun fyrir þessa 25 dollara greiðslu voru margstimplaðir pappírar. Læknamir minntu svo fólk á að geyma þá vel þvi þeim datt ekki annað í hug en aliir fengju endurgreiðslu þegar heim væri komið í þeim velferðarþjóðfélög- um sem túristamir byggju við. Eg leitaði einu sinni læknis mest af for- vitni og bað um áburð á moskítóbit sem ég hafði fengið á leggina. Læknastofan bar vitni um góða heil- brigðisþjónustu í landinu. Læknirinn sagðist taka blóðsýni mánaðarlega af öllu starfsfólki. I landinu væru eyðnisjúkir afar fáir, hjá þessari þjóð sem er yfir 11 milljónir manna fynd- ust aðeins á annað hundrað eyðnitil- felli. Nú hefði vændi aukist við aukn- ingu ferðamannastraumsins og hætta á því að innfæddir smituðust af útlendingum því yfirvofandi. Fyrsta daga okkar við ströndina skoðuðum við umhverfíð. Við gátum fengið lánuð hjól án endurgjalds, afar fornfáleg hjól, en þau gerðu sitt gagn. Nú kom í ljós að allt hótel- hverfíð var girt mannheldri girðingu og vöknuðu stráx grunsemdir okkar um að við væmm innilokuð í ein- hverju túristagettói. Rétt við hliðið sem við ætluðum út um og lá niður að hvítri ströndinni voru tveir ein- kennisklæddir verðir. Við sáum ekki betur en þeir væru með byssur í beltum sínum, en okkur létti þegar við sáum þá bera þessar sömu byss- ur upp að andlitinu og kom þá í ljós að þetta voru farsímatól. Þeir voru sem sagt ekki þarna við hliðið til að veija okkur útgöngu, heldur til að hleypa aðeins þeim Kúbönum inn sem þar unnu, aðrir fengu ekki að- gang nema þeir ættu erindi. Þarna sáum við líka leitað á fólki sem var að fara heim úr vinnu. Það varð að ganga úr skugga um að ekki væri smyglað áfengisflöskum eða öðru góssi sem ætlað var ferðafólkinu. Við ströndina sem tilheyrði hótelinu var aðstoðarfólk sem lánaði hótel- Ljúfir endurfundir. Ferðalangar finna gamla blæjubílinn sinn módel 1959. hvítan sandinn, njóta sólarinnar og synda í tærum sjónum. En okkur var ekki til setunnar boðið, hitabeltissólin getur orðið hvítingjanum hættuleg ef of geyst er farið svo við drifum okkur aftur uppá hjólin til að kanna nágrennið. Híbýli innfæddra voru ákaflega óhijáleg. í sumum fiski- þorpum höfðu íbúar þó lagfært húsa- kynni sín og sett upp smá veitinga- hús heima hjá sér. Þar voru aðallega á boðstólum risahumrar og nýveiddir 'sjaldgæfír fiskar auk innflutts áfeng- is svo sem gins og viskís. Víetnam-húsið hennar Celiu Hótelin sem buðu uppá „allt innifalið" sérhæfðu sig í rommkok- teilum blönduðum úr Havana Club-rommi, sem upphaflega hét Baccardy. Bruggfjölskyldan Baccardy flutti nafnið með sér úr landi eftir byltingu og er nú sá mjöður framleiddur í Kanada á nákvæmlega sama hátt og rommið á Kúbu sem fékk nafnið Havana Club. Á einum stað við ströndina stóð hús ólíkt öllum öðrum húsum. Það leit út eins og stór bátur með stýris- húsi og stóð á einskonar stöplum. Þó málning væri flögnuð af sáum við að það hafði einhvem tíma verið málað í glaðlegum litum. Við vöpp- uðum í kringum húsið, töldum það vera autt, og voguðum okkur þess vegna að kíkja inn um gluggana. Þetta var rúmgott hús en húsgagna- laust að mestu, dýna á gólfi í einu herbergi og stóll í öðru, borðskrifli í því þriðja með upphitunartæki og potti. Skyndilega er dyrum svipt upp og út á veröndina gengur maður í vinnugalla og býður okkur inn að skoða húsið. Við báðumst afsökunar á þessari forvitni, við hefðum ekki getað á okkur setið og gerst glugga- gægjar, þetta hús væri svo fallegt og skrítið og ólíkt öllum öðrum hús- um sem við hefðum séð. Hann sagði að það fyndist Kúbönum einnig og þetta væri kallað Víetnam-húsið vegna þess að fólk ímyndaði sér að þannig litu húsin í Víetnam út. Þetta var áður bústaður konu sem hét Celia Sanchez og var kölluð „konan á bak við Castro“. Hún var einn af upphafsmönnum byltingarinnar og barðist með Castro og öðrum skær- uliðum í Sierra Maestra-íjöllunum. Hún lést árið 1980 tæplega sextug og varð þjóðarsorg við lát hennar. Hún átti sæti í stjórn landsins og eins og Castro var hún alltaf í nánum tengslum við almenning og var dáð og elskuð af þjóðinni. Sagnfræðingar nútímans stæðu áreiðanlega ráða- lausir og skilningsvana ef þeir gætu ekki leitað í þau skrifuðu gögn sem Celia hélt til haga og safnaði saman um byltinguna á Kúbu frá upphafí, en hún hófst árið 1953 með árás á Moncada-herbúðirnar í Santiago de Cuba. Þar voru uppreisnarmenn murkaðir niður og þeir sem eftir lifðu, þar á meðal bræðurnir Fidel og Raul Cástro, settir í fangelsi og pyntaðir. Vegna almenningsálitsins íeysti Batista einræðisherra þá úr haldi. Var álitið að hann hefði ætlað sér að myrða þá á laun seinna og kenna byltingarfélögum um, en þeir bræður komu sér strax til Mexíkó og héldu áfram að skipuleggja bylt- inguna og þar hittu þeir argentínska lækninn Che Guevara, sem slóst í för með þeim. Þeir tóku aftur land á Kúbu, gerðu aðra misheppnaða bylt- ingartilraun og flýðu upp í Sierra Maestra-fjöllin þar sem kvenhetjan i gervitönnum leynast hvers kyns afkimar og glufur sem eru gróörarstía fyrir gerla (bakteríur). Tannsteinn hleöst upp og þegar fram líöa stundír myndast andremma. Best er aö eyöa gerlum (bakteríum) af gervitönnum meö Corega freyðitöflu. Um leiö losnar þú viö óhreiníndi, bletti og mislitun á tönnunum. Svona einfalt er þaö! Taktu út úr þér gervitennurnar og burstaöu þær meö Corega tannbursfa. Leggöu þær í glas meö volgu vatni og einni Corega freyöitöflu. löandi loftbólurnar smiúga alls staöar þar sem burstinn nær ekki til! Á meöan burstar þú góminn meö mjúkum tannbursta. Geröu þetta daglega. Þannig kemur þú í veg fyrir aö gerlar (bakteríur) nái aö þrífast og þú losnar viö tannsteininn og andardrátturinn verðurfrísklegur og þægilegur. Corega freyði- töflur •• frísklegur andardráffur og þú ert áhyggju- laus i návist annarra. KUBÖNSKU leikararnir Jorge Perugorias og Vladimir Cruz leika Diego og David í kvikmyndinni Jarðarber og súkkulaði eftir leik- stjórann Alea en hún var útnefnd til Óskarsverðlauna. Samkyn- hneigð hefur aldrei verið litin hýru auga á Kúbu en kvikmyndin er þáttur í að létta á þeim fordómum. gestum gleraugu og blöðkur og ann- an köfunarútbúnað. Þannig vopnað- ur var hægt að synda eða ganga í grunnum sjónum útað hinum frægu kóralrifum til að mara þar í kafí eða kafa niður og skoða litfagra fiska og fjölskrúðugan sjávargróður. Það var unaðslegt að leggjast í heitan Celia Sanchez barðist með þeim og skipulagði byltingarstarfsemina þar til fullnaðarsigri var náð og lýst yfir sjálfstæði Kúbu árið 1959. Þetta hugsjónafólk hafði mikið verk að vinna því þjóðin var sárafátæk. Geysileg spilling auðstéttanna iam- aði þjóðfélagið, almenningur var óupplýstur enda meiri hluti þjóðar- innar hvorki læs né skrifandi. Eitt brýnasta verkefnið var því að lækna þjóðina af ólæsi. Þeir læsu, jafnvel börn og unglingar, voru send út um sveitir til að kenna ungum sem öldn- um að lesa. Sex árum seinna hafði það tekist og þá fyrst kom Castro á sósíalisma eða árið 1965. Eftir þess- ar upplýsingar tjáði hinn málhressi íbúi í Víetnam-húsinu okkur aðliann væri verðlaunaður sykurekruverka- maður. Afkastamestu sláttumenn- imir hlytu alls konar verðlaun og upphefð. Hans verðlaun voru starfs- leyfí í húsi þjóðhetjunnar Celiu Sanc- hez hér við Atlantshafsströnd sem væri mikil upphefð. Nú birtist kona hans og ung dóttir og okkur var boðið að ganga um herbergin og njóta golunnar frá hafinu. Við leituð- um í töskum okkar að einhveiju til að gefa þessu góða fólki í þakklætis- skyni og fundum þá tvo blýanta sem merktir voru stílvopn málfrelsis og við höfðum keypt heima af Málfrels- issjóði til að styrkja þá sem ættu yfir höfði sér málsókn. Fjölskyldan þakkaði fyrir sig og sagði að þessi skriffæri kæmu sér afar vel því á þeim væri mikill skortur í landinu þessa stundina. í upplýsingum um hótelið okkar, Mayanabo, var gestum góðfúslega bent á að ef þeir vildu láta drykkju- peninga af hendi rakna væri bestur kostur að setja aurana í umslag og skilja eftir í móttökunni. Þar yrði þeim skipt milli starfsmanna, þannig að þeir ósýnilegu, sem ynnu á bak við í eldhúsi, inni á skrifstofu o.s.frv. nytu einnig þess sem gestir gæfu. Áfgangi yrði svo varið til barnaskól- anna til bóka- og námsgagnakaupa. í kúbanska sjónvarpinu sáum við frétt um að Fidel Castro sæti þessa stundina veislu Margrétar Þórhildar Danadrottningar ásamt hundrað þjóðhöfðingjum og þótti mikil frétt. En þó var sú frétt ennþá meiri að hann klæddist við þetta tækifæri svörtum jakkafötum með hvítt um hálsinn en þannig búinn hafði hann ekki sést í 40 ár. Það var greinilegt að nú þótti Fidel mikils við þurfa enda eru vandræði á Kúbu risavaxin og hann á allt undir að Evrópa auki viðskipti sín við landið. Eftir að hafa notið lystisemda þessa túristasæluríkis um skeið var verðskyn okkar gjörsamlega hrunið. Við opnuðum þó budduna og týndum til í umslag peninga sem gætu glatt og gagnast þessu lífsglaða og góða fólki sem við höfðum kynnst og umgengist á Santa Lucia-strönd. Við yfirgáfum eyjuna grænu og hlýju með trega, sáum hana hverfa við sjóndeildarhring út um glugga Mart- inair-flugvélarinnar sem flutti okkur til Amsterdam. Næsta kvöld vorum við komin heim, nyrst í tempraða beltið, húsið okkar beið upphitað og hlýtt, en gangurinn var fullur af kosningapésum, gluggapósti og öðr- um rukkunum sem kippti verðskyn- inu samstundis aftur í lag. En eins og ljós í myrkrinu lá þarna ofan á hrúgunni lítill pakki sem virtist hafa eitthvað skemmtilegra að geyma. Þetta var sending frá Ljóðaklúbbi Máls og menningar, nýútkomin Ijóða- bók Ingibjargar Haraldsdóttur, Höf- uð konunnar. Við rifum utan af henni umbúðir og opnuðum af tilviljun á bls. 24 og þar blasti við okkur þetta ljóð: Hvar er sú eyja græn og aftur græn með háa pálma og hvítan sand gula sól og heitan rakan blæ? Hún rís úr hafi græn og aftur græn við trumbuslátt með rauða mold rósailm og mjúkan hlýjan tón Hún angar ennþá græn og aftur græn í draumum mínum unaðseyja björt og dimm og rauð og himinblá. Við höfðum fundið þessa eyju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.