Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR HLUTI af blásarasveit SÍ á æfingn I Hallgrímskirkju. Geisladiskar Sin- fóníuhlj ómsveitar- innar fá góða dóma Textalaus í New York KVIKMYNPIR Háskólabíó NAKINN í NEW YORK „NAKED IN NEW YORK “ ★ Vl Leikstjóri: Daniel Argrant. Aðal- hlutverk: Eric Stoltz, Mary- Louise Parker, Jill Clayburgh, Tony Curtis, Timothy Dalton og Kathleen Turner. Pandora. 1995. RÓMANTÍSKA gamanmyndin Nakinn í New York er fyrsta mynd leikstjórans Daniels Argrant, sem Martin Scorsese virðist hafa tekið upp á arma sína. Hún virkar ekki illa sem byjendaverk með sjálf- sævisögulegu yfirbragði og það er hellingur af kunnum leikurum sem koma fram í minni hlutverkum, líkfóga í gegnum Scorsese, en myndin virðist á endanum ekki hafa mikið til málanna að leggja og flest í henni höfum við séð í öðrum bandarískum rómantískum gamanmyndum af ungu fólki, sem er að stíga fyrstu skrefin í sam- býli. Það virðist engin skortur á þessum myndum og allar reyna þær að vera frumlegar á sinn hátt og höfða sérstaklega til unga fólks- ins en eru flestar of góðar með sig til að hitta í mark. Nakinn í New York er ein af þeim. í henni leikur Eric Stoltz leik- ritaskáld. Hann er að reyna að koma fyrsta leikritinu sínu á fram- færi. Kærastans hans er Mary Louis Parker og hún er að reyna að koma sér á framfæri sem list- rænn ljósmyndari. Eitthvað stang- ast það á í lífi þeirra; galleríeigand- inn Timothy Dalton gæti verið að véla stúlkuna frá Stoltz og ieikkon- an Kathleen Turner gerir allt til að fá aðalhlutverkið í leikriti stráksins. Tony Curtis er framleið- andinn og Jill Clayburgh er móðir stráksins. Sagan er rakin á Ijúfum nótum af Stoltz þegar hún er yfirstaðin og hann telur sig fara þroskaðri út í lífið. Sumt er fyndið á mjög mein- leysislegan hátt og annað missir marks en húmorinn minnir laus- lega á Woody Allen og ekki í fyrsta skipti og snýst nokkuð í kringum listalífið í New York. Dramatíkin í samabandi Ijósmyndarans og leik- ritaskáldsins verður aldrei mjög sterk því í raun er ómögulegt að átta sig á hvar vandamál leikrita- skáldsins liggja. Er hann hræddur við hjónaband eða óttast hann að verða aldrei gott leikritaskáld? Mun hann nokkru sinni komast yfir það að faðir hans yfirgaf fjöl- skylduna þegar hann var unga- barn? Skiptir það einhverju máli? Leikstjórinn hressir upp á frásögn- ina með draumsýnum skáldsins en varla telst það frumlegt og myndin vaknar aldrei almennilega til lífs- ins. Nakinn í New York er sýnd án íslenska textans sem á að vera á öllum bíómyndum á almennum sýningum og er sá frágangur væg- ast sagt bagalegur frá kvikmynda- húsi, sem kennir sig við Háskólann. Arnaldur Indriðason GEISLADISKAR Sinfóníu- hljómsveitar íslands halda áfram að vekja eftirtekt og aðdáun í erlendum blöðum og tímaritum. í marshefti tímarits ins Grammaphone er tekinn til umfjöllunar diskur SÍ með tón- list eftir Hugo Alfvén undir stjórn Petri Sakari, sá sami og áður hefur fengið hina bestu dóma. Þar segir gagnrýnand- inn túlkun Sakaris á Midsom- Sænsk gæöavara á góðu veröi -8' 7.600 kr. -15' 10.750 kr. -25’ 14.250 kr. boltamáður’nn Laugavegi 23 - Sími:15599 mer Vigil vera þá bestu er hann hafi heyrt síðan Konunglega Fílharmóníuhljómsveitin í Stokkhólmi hljóðritaði verkið 1939, túlkunin sé lifandi og þjóni tilgangi tónskáldsins til hins ýtrasta, einnig telur hann Uppsala-rapsodi vera ferskari og meira sannfærandi en nokkra aðra hljóðritun sem gerð hefur verið á verkinu. Gagnrýnandinn gerir saman- burð á hljóðritunum sem hinn þekkti hljómsveitarstjóri Nemi Jarvi hefur gert á verkum Alf- vén og disk SÍ og er hann ekki í nokkrum vafa um hver hafi vinninginn, það er Sinfóníu- hljómsveit íslands undir stjórn Petri Sakari. í aprílhefti sama blaðs ber sami gagnrýnandi saman nýja hljóðritun Finnsku útvarps- hljómsveitarinnar undir stjórn Jukka Pekka Saraste á tónlist finnska tónskáldsins Madetoja. Gagnrýnandinn telur hljóðrit- unina mjög góða, en framar standi þó hljóðritun Sinfóníu- hljómsveitar íslands og Petri Sakari á sömu verkum. Hann ráðleggur fólki að velja frekar disk SI eigi það eigi kost á báð- um. Þess má ennfremur geta að nýlega kom út geisladiskur frá Chandos með leik Blásarakvint- etts Reykjavíkur, en hann skipa hljóðfæraleikarar úr Sinfóníu- hljómsveitinni, þeir Bernharð- ur Wilkinson, Daði Kolbeinsson, Einar Jóhannesson, Hafsteinn Guðmundsson og Josep Ogni- bene. f The Grammaphone good CDguide 1995 e r mælt sterk- lega með diskinum. Mannalæti í labbakútum KVIKMYNPIR Bíóborgin.BíöhöIIin LITLU GRALLARARNIR („LITTLE RASCALS") + + '/i Leikstjóri Penelope Spheeris. Handrit Paul Gruay, Stephen Meyers, Penelope Spheeris . Kvikmyndatökustjóri Richard Bowen. Tónlist William Ross. Bandarísk. Universal 1994. LEIKSTJÓRINN, Peneleope Spheeris, hefur víða komið við á ferlinum. Vakti fyrst athygli með Hnignun vestrænnar menningar /., og II. („The Decline of Western Civilization /., II“), heimildar- myndum um pönkið og þunga- rokksenuna í heimaborg sinni, Los Angeles. Reyndar svo mikla að önnur var sýnd á okkar eigin Kvik- myndahátíð, gestum flestum til mikillar upplyftingar. Síðar lá leið hennar á slóðir æringjanna í Ver- öld Waynes, vinsældir þeirrar myndir opnuðu hurðir hjá Fox, sem réðu Spheeris til að leikstýra kvik- myndagerð sjónvarpsþáttanna Be- verly Hillbillies, sem jók reyndar ekki á hróður þessarar kjarnorku- konu. Nú er röðin komin að annarri kvikmyndagerð sögufrægs efnis því Litlu grallararnir er byggð á persónum og hugmyndum Our Gang, stuttmyndanna góðu um mannborulega labbakúta, er nutu feykivinsælda í kvikmyndahúsum frá öndverðum þriðja áratugnum fram á þann fimmta. Margir, sögu- frægir leikarar stigu þar fyrstu skrefin, eins og Jackie Cooper og Oliver Hardy. Þeir eru ekki holdi klæddir hér, það eru aftur ámóti aðrar, frægar barnastjörnur þessa tíma og aðalpersónur myndarinn- ar, svosem Carl „Alfalfa" Switzer, Darla Hood, Buckwheat Thomas og ekki má gleyma „Pete“, hundin- um ómissandi. Söguþráðurinn er einfaldur, fis- léttur og sniðinn að þörfum aldurs- hóps aðalleikaranna. Þeir eru fimm, sex ára og því hefði frekar átt að talsetja myndina en texta. Litlu grallararnir virka ekkert of vel á skopskyn fullorðinna framan af, en bráðhress krakkahópurinn vinnur mann á sitt band, hægt og bítandi. Spheeris er greinilega margt til lista lagt, hefur ekkert síður gott lag á óreyndum grisling- unum og gröllurunum Mike Myers og Dana Carvey í Veröld Waynes, eða bárujárnsrokks-goðsögnum á borð við Joe Perry, Steven Tyler, Gene Simmons og Ózzy Osbourne! Ótrúlegt en satt. Forvitnileg kona Spheeris. Krakkarnir, undir ör- uggri leiðsögn Spheeris, fara langt með að bræða í manni hjartað í kúnstugum uppákomum þar sem þau skopskæla gjarnan veröld hinna fullorðnu. Frægir og rosknir „gestaleikarar“ bæta hinsvegar lít- ið skemmtunina. „Gengið okkar“ gengur Iíflega aftur og engin goðgá að mæla með henni fyrir smáfólkið. Foreldrunum er heldur engin vorttunn þó að þeir verði að koma með til að túlka. Sæbjörn Valdimarsson Fyrir ölf ökutæki 6)^ I ATHUGUNhf SKOÐUNARST OFA Klettagörðum 11 • 104 Reykjavík Sími 588 6660 • Fax 588 6663
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.