Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 25 EinarMár og Thor á ensku SKÁLDSÖGURNAR Englar al- heimsins og Grámosinn glóir eft- ir verðlaunahöfundana Einar Má Guðmundsson og Thor Vil- hjálmsson hafa verið þýddar á ensku og koma út í Englandi á þessu ári. Grámosinn glóir, sem kemur í bókaverslanir ytra seinni hlutann í maí, hefur hlotið nafn- ið Justice Undone en verk Ein- ars, sem gefíð verður út í októ- ber, kallast einfaldlega Angels of the Universe. Útgáfuforlagið Mare’s Nest Publishing annast útgáfuna en bækurnar eru í rit- röðinni Shad Thames Books. Bernard Scudder hefur þýtt bæði verkin en hann hefur alið manninn á íslandi aliar götur síðan 1977 og starfað alfarið við þýðingar í fimm ár. Fyrstu bækurnar í ritröðinni voru gefnar út í október á liðnu ári en þá hafði forlagið the Grey- hound Press útgáfuna með hönd- um. Það voru Eftirmáli regn- dropanna eftir Einar Má, sem í þýðingu Seudders nefnist Epi- logue of the Raindrops, og Brus- hstrokes of Blue, úrval þýddra ljóða eftir átta íslensk skáld. Brot af þvi besta Brushstrokes of Blue er fyrsta úrval íslenskra nútímaljóða sem kemur út í Englandi. Átta skáld eiga ljóð í bókinni en þau eru Einar Már Guðmundsson, Elísa- bet Jökulsdóttir, Sigfús Bjartm- arsson, Linda Vilhjálmsdóttir, Gyrðir Elíasson, Sjón, Kristín Ómarsdóttir og Bragi Ólafsson. Páll Valsson valdi ljóðin og á bókarkápu eru þau kölluð brot af því besta í íslenskri ljóðlist síðustu fimmtán árin. David McDuff, Sigurður A. Magnússon og Bemard Scudder hafa þýtt ljóðin. Styttist í Stakkaskipti NÚ ERU æfingar langt á veg komnar á Stakkaskiptum, nýju íslensku leikriti sem frumsýnt verður á Stóra sviði Þjóðleik- hússins í byrjun maí. Höfundur Stakkaskipta er Guðmundur Steinsson. Stakkaskipti fjallar um sömu fjölskyldu og sagt var frá í öðru leikriti Guðmundar, Stundar- friði, sem sýnt var í Þjóðleikhús- inu og víðar fyrir fimmtán árum. „Hvað hefur orðið um þessa fjöl- skyldu, hvernig hefur henni reitt af? Gráglettin og hárbeitt lýsing á nútímafólki á tímum samdrátt- ar og breyttra lífsgilda," segir í kynningu. Leikarar eru að mestu þeir sömu og í Stundarfriði, einnig leikstjóri og hönnuðir. Stakkaskipti verða frumsýnd föstudaginn 5. amí. Páskabarokk LAUGARDAGINN 15. apríl næstkomandi kl. 16 verða haldn- ir páskatónleikar í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni. Flutt verður tónlist eftir J.S. Bach, og Hándel. Þeir sem koma fram eru Marta Guðrún Halldórsdóttir, sópransöngkona, Martial Narde- au og Guðrún Birgisdóttir með barokkflautur, Ömólfur Krist- jánsson með barokkselló og Christine Lecoin semballeikari, sem kemur frá Marseille til að leika á þessum tónleikum. Tón- listin er einkum trúarlegs eðlis, sálmar eftir Bach úr sálmabók Schemellis, aríur úr passíum hans og aríur eftir Hándel. Þá verður flutt sembalsvíta í e-moll og sónata fyrir tvær flautur og fylgirödd í D-dúr eftir Bach. Verði aðgöngumiða verður að vanda stillt í hóf og verða þeir seldir við innganginn. Aðgangur er ókeypis fyrir börn og ellilífeyrisþega. Norræna menningarhátíðin Undir Pólstjörnunni á Spáni í sumar í BYRJUN apríl í Madríd er allt orðið grænt sem á að verða það. Útvarpsmaður vitnar í Svefn- gönguljóð García Lorca um ástina á grænkunni, þrána eftir græna litnum. Dagurinn er heitur, borgin stór en friðsæl. Rithöfundar undir vaxandi mána Birta og kvöl í Madríd Undir Pólstjörnunni heitir nor- ræn menningarhátíð sem nú stend- ur yfir á Spáni. Þegar við, nokkrir norrænir rithöfundar og þýðendur, hittumst að kvöldi dags er máninn oddhvöss sigð, vaxandi. Við eigum að kynna norrænar bókmenntir í tilefni hátíðarinnar og einnig vegna þess að út eru komin þijú safnrit norrænna bókmennta: Poesía Nórdica (Norræn ljóð) og Cien anos de cuentos Nórdicos (Norrænar smásögur í hundrað ár) hjá forlag- inu Ediciones de la Torre í Madríd og 101 poemas nórdicos (101 nor- rænt ljóð) á vegum Þýðendahúss Tarazonaborgar. Við Guðbergur Bergsson erum komnir inn úr ís- lenska kuldanum. Ljós norðursins Myndlist setur ekki síst svip á norrænu menningarhátíðina. Þessa dagana í Madríd gefst kostur á að kynnast birtu norðursins á sýning- unni Ljós norðursins í Safni Soffíu drottningar þar sem Þórarinn B. Þorláksson og Ásgrímur Jónsson eru fulltrúar Islands. Kristján Guð- mundsson, Ragna Róbertsdóttir og Finnbogi Pétursson eiga verk á sýningunni Stund norðursins í menningarmiðstöðinni Conde Duque. I Stofnun Carlos de Amber- es er sýning á verkum eftir Magn- ús Kjartansson. Þar hélt Arnaldur Arnarson gítarleikari tónleika 4. apríl svo að fátt eitt sé nefnt af öðrum listviðburðum. Viðamikil kynning norrænna bókmennta Það er með nokkru stolti sem forráðamenn Ediciones de la Torre hampa nýjum norrænum safnritum í spænskum þýðingum, enda um veglegar og viðamiklar bækur að ræða. Norræna ljóðasafnið er 1054 blaðsíður með 1.300 ljóðum eftir 135 norræn skáld og Norrænar smásögur 389 bls. og birtir sýnis- horn eftir 47 höfunda. íslenskir höfundar í Norrænum ljóðum eru 18 og ljóðin 259. Skáld- in eru Snorri Hjartarson, Ólafur Jóhann Sigurðsson, Jóhannes úr Kötlum, Steinn Steinarr, Jón úr Vör, Stefán Hörður Grímsson, Ein- ar Bragi, Hannes Sigfússon, Sigfús Daðason, Þorsteinn frá Hamri, Vil- borg Dagbjartsdóttir, Matthías Jo- hannessen, Hannes Pétursson, Nína Björk Árnadóttir, Jóhann Hjálmarsson, Þuríður Guðmunds- dóttir, Steinunn Sigurðardóttir og Gyrðir Elíasson. Aðalritstjóri og þýðandi er Francisco J. Úriz. ís- lensku ljóðin eru aftur á móti öll þýdd af José Antonio Fernández Romero. Eysteinn Þorvaldsson valdi íslensku ljóðin og ritar ís- lenska formálann. í smásagnasafninu eru átta ís- lenskar sögur eftir jafnmarga höf- unda. Þeir eru Halldór Laxness (Li(ja), Hannes Pétursson (Maður í tjaldi), Jakobína Sigurðardóttir (Stella), Svava Jakobsdóttir (Kona, naut og bam), Indriði G. Þorsteins- son (Eftir strið), Guðbergur Bergs- son (Maðurinn er myndavél), Nína Björk Ámadóttir (Síðan hef ég verið hérna hjá ykkur) og Steinunn Sigurðardóttir (Raddir úr hrauni). Sá sem valdi íslensku sögurnar, þýddi þær og ritar formála fyrir þeim er Enrique Bernárdez prófess- or við Complutense-háskólann í Madríd. Inngangur er eftir skáldið Luis García Montero sem er frá Granada og meðal kunnari skálda Spánar. Francisco J. Úriz bjó lengi í Sví- þjóð og þýddi þá á sænsku verk Norræna menningarhátíðin Undir Pólstjöm- unni hófst nýlega á Spáni og stendur fram á sumar. Jóhann Hjálmarsson var meðal rithöfunda sem kynntu verk sín og lásu upp í Madríd og Barcelona. Hann segir m. a. frá ferðum í orðum og píslum í listum. LA ESTRELLA POtAR UNDIR Pólstjörnu. Morgunblaðið/Þorkell PÍSLARSAGA Magnúsar Kjartanssonar. Mynd í sýning- arskrá. C.IV.N.AN0* c.yiVNVos NOIV«"'OS ÞRJÚ safnrit norrænna bókmennta eru nýkomin út á Spáni. Qölda spænskra skálda og skálda frá Rómönsku-Ameríku í samvinnu við skáldið Artur Lundkvist. Úriz rekur Þýðendahús í Tarazona („ekki Tarragona heldur Taraz- ona“, segir hann við mig og leggur áherslu á orð sín). 101 norrænt ljóð sem Francisco J. Úriz ritstýrir og gefur út á nafni Casa del Traduct- or Tarazona er 103 blaðsíður. Úriz þýðir í samráði við konu sína Mar- ina Torres, Kirsti Baggethun vg Pentti Saaritsa ljóð danskra, norskra, sænskra og finnskra höf- unda, en íslensku ljóðin eru þýdd af José Antonio Fernández Romero og valin af honum og Eysteini Þor- valdssyni. íslensku ljóðin eru ellefu eftir tíu skáld sem eru Steinn Stein- arr, Jón úr Vör, Vilborg Dagbjarts- dóttir, Einar Bragi, Hannes Péturs- son, Baldur Óskarsson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Matthías Johannes- sen, Þuríður Guðmundsdóttir og Jóhann Hjálmarsson. Eins konar inngangur að bókinni er ljóð eftir Artur Lundkvist. Það stendur sér og túlkar þau viðhorf skáldsins að Norðurlönd séu ekki eins og allur fjöldinn ímyndi sér. Þrekvirki þýðanda ■ José Antonio Fernández Romero er prófessor við Háskólann í Vigo í Galisíu. Á- yngri árum var hann við nám í Háskóla Mands og lauk þaðan prófií íslenskuog íslenskum bókmenntum. 'Síðast kom hann hingað á Halldórsstefnu fyrir nokkrum'árum. Hann talar íslensku með miklum ágætum. Það- var gaman að hitta hann í Madríd þar sem hann og kona hans fylgdust með norrænum bókmenntakynn- ingum. Eina breytingin á honum er að hárið er ekki lengur jafn svart og fasið mun hægara en áður. Hann sagðist hafa verið þijú ár að þýða íslensku ljóðin og lét mjög vel af samstarfi við Eystein Þorvalds- son. Fernández Romero kvaðst ánægður með að ísland fengi jafn mikið rúm í Norrænum ljóðum og aðrar norrænar þjóðir eða um 170 síður. í samtali við José Antonio Fern- ández Romero kemur í ljós að hann vill ekki gera mikið úr starfi sínu sem þýðandi, en þýðingar íslensku ljóðanna eru réttilega nefndar þrekvirki í Morgunblaðinu 8. apríl sl. Ég sé ekki betur en þessar þýð- ingar séu afburðagóðar og sama sinnis voru þeir Spánvejar sem ég ræddi við í Madríd um þýðingar Fernández Romeros. „Ég þýddi lítið í upphafi," sagði Fernández Romero, „fyrst Laxness, en var ekki orðinn nógu þroskaður til þess. Svo þýddi ég Þjóðsagna- kver Skúla Gíslasonar á spænsku, en það var síðan þýtt á galisísku eftir þýðingu minni og gefið út í Galisíu." Hann minntist á þýðingar Helga Hálfdanarsonar á spænskum ljóð- um sem hann aðstoðaði við. „Sum- ar þýðinganna taka frumtextanum fram,“ sagði Fernández Romero og lýsti aðdáun sinni á þýðingum Helga. Suðrið og norðrið Á umræðufundi um muninn á því að skrifa í suðri og norðri með þátttöku spænskra og norrænna höfunda, sagði Guðbergur Bergs- son, um leið og hann benti á að ísland er ekki írland eins og sumir Spánverjar halda (Islandia — Ir- landa), að rithöfundar ferðuðust í orðum og orðum annarra. Áður lásum við bækur til að ferðast, sveitabókmenntir hurfu um leið og heimurinn varð alþjóðlegur. Það er ekki til nein einangrun sem slík lengur, fullyrti Guðbergur; aftur á móti áhugaleysi á Norðurlöndum á bókmenntum annarra norrænna þjóða. Sama er að segja um Spán, áhugaleysisins gætir þar líka í formi bils á milli kastilískra og katalónskra bókmennta (Madríd — Barcelona) svo að ekki sé talað um Baskaland og Galisíu til dæmis. Málað píslarvætti í Pradosafninu sem ekki er unnt að sniðganga í Madríd má sjá meistaraverk spænskrar málara- listar og líka annarra þjóða. Franc- isco de Goya sem uppi var á átj- ándu öld og fram á nítjándu getur í sumum verka sinna minnt á upp- haf nútímalistar, meira að segja afstraktlistar vegna einfaldra og hreinna forma. Það er erfitt að gera upp á milli verka Goya, en ádeila hans á mannlega grimmd og græðgi er yfirþyrmandi í sumum verka hans. I Prado má horfast í augu við skelfingu og þjáningu mynda af aftökum og úr stríði (m. a. 3. maí 1808) og það hvernig hann dregur upp eymd. Hér er líka Satúrnus að leggja sér ungan dreng til munns. Sá sami við sömu iðju er málaður af Peter Paul Rubens, en hyldýpi milli myndanna. Tjáning Goya ákafari og full af viðbjóði. Mynd eftir Rubens af píslarvætt- inum Andrési hangir í Stofnun Carlos Amberes í Madríd, endur- gerðri kirkju. Þar er sýning Magn- úsar Kjartanssonar í rúmgóðum og nýtískulegum salarkynnum, píslar- söguverkin sem sýnd voru á Kjarv- alsstöðum í janúar 1994. Verk Magnúsar. sýna nýja hlið á mál- aranum og eru afar samstæð f speglun þjáningar hins krossfesta og annarra sem tengjast dauða- stríði hans. Sýningin hefur vakið athygli á Spáni umfram þaí'.sem venjulegt er um norræná myndlist að sögn Kristihs R. Ólafssonar í Madríd. Eins og fram hefur komið í blað- inu stjómaði Norræna ráðherra- nefndin undir forystu Ólafs G. Ein- arssonar menntamálaráðherra undirbúningsvinnu fyrir hátíðina og formaður norrænu fram- kvæmdanefndarinnar var Þorgeir Ólafsson deildarsérfræðingur í menntamálaráðuneytinu. Af rithöfundum á ferðalagi segir nánar í annarri grein.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.