Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Námskeið í út- skurði á Jökuldal Vaðbrekku, Jökuldal - Nám- skeið í útskurði var haldið á veg- um endurmenntunardeildar Bændaskólanna á Hólum og Hvanneyri í umsjá Búnaðarsam- bands Austurlands, og stóð í þrjá daga. Námskeið á vegum endur- menntunardeildar skólanna hafa verið haldin hér á Austurlandi frá því 1992 aðallega á Skriðu- klaustri en einnig að Syðri-Vík í Vopnafirði, Múlaskóla í Djúpa- vogshreppi og nú síðast í Klaust- urseli. Kennari á útskurðarnámskeið- inu var Ólafur Eggertsson bóndi á Berunesi, hann hefur að jafnaði átta nemendur á hveiju námskeiði og var þetta tíunda námskeiðið er hann kennir á í vetur. Ólafur byrjaði að skera út í tré 1992 og lærði útskurð í endur- menntunardeild Kennaraháskól- ans en Ólafur er kennari að mennt. Ólafur byijaði síðan að kenna útskurð árið 1994 en hann hafði verið kennari við Grunnskól- ann að Hamraborg í Berufirði fram undir þann tíma auk þess að reka blandaðan búskap ásamt ferðaþjónustu að Berunesi. Vegna skipulagsbreytinga var skólinn að Hamraborg lagður niður. Námskeiðin sem Ólafur hefur kennt á í vetur hafa verið á vegum Fræðsluskrifstofu Austurlands, kvenfélaganna, og líka hefur hann verið með námskeið á eigin vegum, auk námskeiða á vegum endurmenntunardeildar Bænda- skólanna. „Námskeiðin henta bæði byij- endum og lengra komnum. Áhersla er lögð á beitingu verk- færa og meðferð, enfaldan mynd- skurð og stafagerð ásamt ofurlít- illi efnisfræði, og þátttakendum leiðbeint um verkfæraeign og vinnuaðstöðu sagði Ólafur. Þátttakendur á námskeiðinu voru flestir af Jökuldal og Héraði en einn þátttakandi var úr Fljótsdal. Ágústa Ósk Jónsdóttir bóndi á Eiríksstöðum, einn þátttakenda á námskeiðinu, skar út þijá hluti eins og flestir þátttakendur aðrir á námskeiðinu. Hún sagðist aldrei hafa skorið út í tré áður og reynd- ar ekki einu sinni hafa séð áhöld- in sem notuð eru áður. Sagðist Ágústa hafa náð betri tökum á útskurðinum en hún átti von á, og geta eftir þetta námskeið skor- ið út einfalda hluti án hjálpar ef hún fengi sér viðeigandi verkfæri. „Ég hafði mjög gaman af þessu námskeiði og var mjög ánægð með aðstöðuna í Klausturseli sem og líka kennsluna hjá Ólafi,“ sagði Ágústa að lokum. FRIÐSEMD Thorarensen, íþróttamaður Rangárvallasýslu 1994, Friðsemd valin íþróttamaður Rang- árvallasýslu Hvolsvelli - Friðsemd Thorarensen var valin íþróttamaður ársins 1994 í Rangárvallasýslu. Þetta er í þriðja skiptið sem hún hlýtur þennan heið- ur en Friðsemd, sem er aðeins 14 ára gömul, hefur náð glæsilegum árangri í fijálsum íþróttum og á m.a. íslandsmet í sínum aldurs- flokki. Það er Kiwanisklúbburinn Dímon sem stendur fyrir vali á íþrótta- manni ársins og heiðrar hann að auki keppendur í hverri íþrótta- grein. Þá velur klúbburinn það íþróttafélag sem talið er sinna sínu fólki best en að þessu sinni var það íþróttafélagið Garpur í Holta- og Landsveit sem varð fyrir valinu. LAIMDIÐ Ólafur Eggertsson FRÁ námskeiðinu í útskurði. Ágústa Ósk Jónsdóttir Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Skafmiðaleikur með íspinnum frá Kjörís Níu þúsund vinningar í boði Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði Hús flutt inn frá Skotlandi Fáskrúðsfirði - Hús Loðnuvinnsl- unnar hf. á Fáskrúðsfírði kom í vik- unni með skipi frá Skotlandi þar sem það var smíðað hjá Butler verksmiðj- unum. Vinna við að reisa húsið hefst eftir páska. Tæki í verksmiðjuna, sem keypt voru í Bandaríkjunum, eru komin til Fáskrúðsfjarðar og vinna við upp- setningu þeirra hefst fljótlega. Tækin eru 8 og 20 ára gömul. Upphafléga var keypt verksmiðja sem hafði 700 tonna afkastagetu á sólarhring og kostaði 1,1 milljón dollara, eða um 70 milljónir ís- lenskra króna. Síðar var bætt við tækjum úr annarri verksmiðju og við það hækkaði verðið í 2 milljónir dollara og afkastagetan í 1.000 tonn. Kaupin á tækjunum voru háð sam- þykki Landsbanka íslands og Fisk- veiðisjóðs. Morgunblaðið/Hallgrimur Magnússon ÞRÍR togarar í Grundarfjarðarhöfn, Klakkur, Drangur og Oce- an Hunter, sem skráður er í Seattle í Bandaríkjunum, en áhöfn- in er frá Færeyjum. Fimm togarar landa í Grundarfirði Grundarfirði - Fimm togarar landa nú afla sínum í Grundar- firði. Þrír þeirra, Runólfur, Klakkur og Drangur, eiga heimahöfn sína í Grundarfirði, en auk þeirra munu tveir erlend- ir togarar koma með úthafskarfa að landi. Mikil vinna hefur verið við fiskvinnslu í Grundarfirði undan- farið, og fyrirsjáanlegt er að vinnan aukist á næstunni. í tveimur fiskvinnslustöðvum, Sæ- fangi hf. og Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar hf., hefur verið komið upp aðstöðu til að vinna úthafskarfa. Munu tveir erlendir togarar sjá um öflun hráefnis, auk heimatogaranna þriggja, sem stunda hefðbundnar veiðar. Selfossi - KJÖRÍS í Hver- agerði kynnir þessa dag- ana nýjan leik sem tengist framleiðslu íspinna. í hverjum pakka af íspinn- um sem boðinn er til sölu er skafmiði ásamt þeim átta íspinnum sem í pakk- anum eru. Vinningar eru yfir 9.000, í vor verður m.a. í boði fjölskylduferð og fimm heimsborgarferðir koma í pakkana seinni part sumars. Þá eru í boði fjallahjól og Legó-öskjur og þeir sem ekki fá vinn- ing geta sent skafmiðann inn til Bylgjunnar þar sem dregið verður úr innsend- um miðum þrisvar yfir árið. Leikurinn er sam- starf Kjöríss við Legó og Reykjalund. Hjá Kjörís hf. í Hvera- gerði vinna að staðaldri 30 manns við ísgerð og 10 bætast við yfir sumar- ið. Morgunblaðið/Sig. Jðns. Skafið af ísmiðanum frá Kjörís. Það er Laufey Sif Lárusdóttir sem hér kannar einn skafmiðann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.