Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 53 ! ara við skólann gefur kost á. Ef við lítum á þróun Háskóia íslands þá urðu þau mistök þar að rannsókna- stofnunum atvinnuveganna, At- vinnudeild Háskóla íslands, var ýtt þar út. Við erum hins vegar að leit- ast við að brúa þetta bil hér, sam- kvæmt nútímahugsunarhætti í vís- indapólitík, þannig að fyrirtæki, rannsóknastofnanir og háskólar myndi þríhyrning í rannsóknasam- starfi og rannsóknaverkefnin byggist upp í samvinnu þessara aðila. Stefnan sett á Sólborg Vaxandi háskóli með umfangsmik- il rannsóknatengsl þarf mikið svig- rúm. Eins og málum er háttað nú fer starf skólans fram á a.m.k. 5 stöðum á Akureyri, hér í gamla Iðnskólanum þar sem eru heiibrigðisdeildin og kennaradeildin svo og bókasafn og skrifstofur stjórnar skólans, í Glerár- götu 36 eru sjávarútvegsdeild, rekstr- ardeild og rannsóknastofnanir at- vinnuveganna, Rannsóknastofnun Háskólans er í Glerárgötu 34, í Odd- fellowhúsinu erum við með fyrirlest- rasal á leigu og á Fjórðungssjúkra- húsinu er verkleg kennsla í hjúkrun. Á þessu sést að við erum afar dreifð um bæinn og af þessu er mikið óhag- ræði og ástæðulaust í ekki stærra samfélagi, ekki síst ef rannsóknasam- félagið á að geta þjappað sér saman. Af þessum sökum hefur verið eitt af mínum fyrstu verkum að undirbúa flutning Háskólans yfir á Sólborgar- svæðið, sem nú hefur verið afhent Háskólanum til afnota. Þar er fyrir húsnæði sem mjög vel getur rúmað þjónustuhlutverk Háskólans, fyrir kennara, yfirstjórn skólans, félags- starfsemi nemenda, skrifstofur deilda, bókasafn til bráðabirgða, mötuneyti og fleira. Til eru áætlanir um að á næstu árum rísi þarna kennslu- og rannsóknahúsnæði, basði fyrir rannsóknastarf Háskólans, rannsóknastofnanir atvinnuveganna og jafnvel fyrirtæki sem við erum í samstarfí við, og síðan háskólabóka- safn. Akureyrarbær hefur þegar af- hent Háskólanum 10 hektara lóð við Sólborg, þannig að ekkert ætti að hamla vexti skólans, og við getum séð fyrir okkur að fljótlega á 21. öldinni verði þar að minnsta kosti 1.000-1.500 manna háskóli. Sólborgarsvæðið er landfræðileg- ur miðpunktur Akureyrar og er mjög glæsilegt svæði fyrir Háskólann, rís hátt og verður áberandi einkennis- svæði fyrir bæinn í framtíðinni. Stúd- entagarðarnir eru úti í íbúðabyggð- inni sjálfri og það er eðlilegt að svo sé, en nauðsynlegt að tryggja að garðarnir verði í framtíðinni í viðráð- anlegri gönguleið frá skólanum. Opið svæði - engir múrar Sólborgarsvæðið hefur verið skipulagt sem útivistarsvæði og ég tel að það fari afar vel saman að þar verði háskóla- og útivistarsvæði. Það yrði til göfgunar fyrir skokkara og skíðamenn og ekki síður akademíuna ef á háskólasvæðinu væri skipulögð almenn útivistaraðstaða. Það er löngu liðin tíð að eigi að vera mið- aldamúrar í kringum háskóla. Ég stefni að því að hluti starfs Háskólans á Akureyri flytji inn á Sólborg strax í haust, bygging á kennsluhúsnæði hefjist 1996 og unnt verði að flytja inn í það 1997 og 1998. I kjölfar þess hefjist bygging rannsóknahúss og bókasafns. Þeim framkvæmdum verði lokið á fyrstu árum 21. aldarinnar. Ef þetta verður vel áfangaskipt ætti það ekki að verða ofviða fjárveitingavaldinu. Hér erum við ekki að byggja til nútíðar heldur til framtíðar fyrir þær kyn- slóðir sem erfa ísland. Kennsla, rannsóknir, þjónusta Stundum er deilt um það hvenær skóli getur talist fullvaxta háskóli. Háskólinn á Akureyri er auðvitað nokkuð langt frá því að vera full- vaxta rannsóknaháskóli að banda- rískri fyrirmynd, ef það er haft til viðmiðunar. Það er varasamt að flækja sig í skilgreiningum af þessu tagi. En Háskólinn hér hefur alla burði til að sinna sínu hlutverki vel á sviði kennslu, rannsókna og þjón- ustu við sitt nánasta umhverfi. Hann er ennþá að vaxa, en hann styrkist með hverju árinu sem líður og ég sé ekkert sem bendir til að þeirri þróun verði snúið við. Hugleiðingar að loknu verkfalli og afloknum kosningum KOSNINGUM til Alþingis er nú lokið og hefjast nú stjórnar- myndunarviðræður. Nýr kjararsamningur kennara hefur verið lagður fram. Verkfalli var aflýst þann 22. mars og flestir skólar hófu störf að nýju þann 23. mars. Frá því að verkfall hófst og þar til þvi var af- lýst heyrðust margs konar „raddir" í samfélaginu, „raddir" sem töldu sig vita gott meira um kennslu- starf og kennara en þeir sjálfir. Þessr „raddir“ vissu oft á tíðum nákvæmlega hvernig vinnutíma- skipting kennara var, hvað þeir kenndu, hvenær þeir væru í „fríi“ o.s./rv. Ég velti því oft fyrir mér á þess- um tíma og síðar hvort þetta fólk hafi ekki verið í skóla eða átt börn í skóla, þar sem kennarar mættu til kennslu með tilbúin verkefni, fóru yfir verkefni, sinntu málum einstakra nemenda, töluðu við for- eldra, skipulögðu bekkjarstarfið o.fl og o.fl.? Það má vel vera að það sé ókost- ur við starf kennarans að hluti starfsins er ósýnilegur. En því er þannig farið með fleiri starfsstétt- ir, s.s. fréttamenn þeirra starf er ekki eingöngu það að sitja í út- sendingu og þylja fréttirnar, þeirra þarf að afla og þær þarf að und- irbúa og það getur tekið langan tíma. Fleiri stéttir væri hægt að nefna þar sem hluti starfsins er lítt sýnilegur þannig að það er óþarfi að mínu mati að fjasast út í kennarastéttina vegna þessa. Það hefur verið sagt að það séu engir peningar til en auðvitað vita allir að það er til nóg af peningum í þessu landi. Þjóðartekjur á mann eru með því hæsta sem gerist í heiminum, svo einhvers staðar liggja peningarnir, þeim er bara ekki réttlátlega skipt á milli manna. Hér á landi, jafnt hjá rík- inu sem öðrum, viðgangast allra- handa duldar launahækkanir sem ekki koma fram í kauptaxta manna, s.s. ýmiskonar yfirborgan- ir, óunnin yfirvinna, bílastyrkir, dagpeningar, fatapeningar o.fl. Kauptaxtar segja því ekki alltaf alla söguna um raunverulegar ráð- stöfunartekjur fólks. En þessa hluti má líklega ekki tala um opin- berlega. Allavega er það ekki gert. Ríkisstjórnin gaf á sínum tíma út fyrirmæli um sparnað og sam- drátt í rekstri sjúkrahúsanna. Draga átti úr hjartaaðgerðum á ákveðnum hópum, senda fólk frek- ar erlendis, eins og í því felist ein- hver spamaður. Það kostar að senda fólk til annarra landa í að- gerðir og það kostar líka ef fólk þarf að dvelja erlendis vikum eða jafnvel mánuðum saman, fyrir utan hversu mikil röskun slíkt er fyrir fjölskyldur og veldur ómæld- um óþægindum, óöryggi og óþarfa kostnaði. Það á að loka deildum yfir sumarmánuðina o.fl. Fólk hættir ekki að verða veikt ákveðna mánuði á ári af því að það þarf að loka deildum á sjúkra- húsum sökum lítils rekstrarfj ármagns. Hvaða sparnaður felst í þessu? Nokkrum dögum fyrir kosningar gerð- ust merkilegir atburð- ir. Allt í einu var til fjármagn sem m.a. sjúkrahúsin fengu, sem út af fyrir sig er gott mál, en af hvetju skyldi þetta fjármagn hafa verið tekið af fyrir nokkrum vikum í tengslum við sparnað og sam- drátt? Er hugsanlegt að hér sé um einhvers konar „kosningafjár- magn“ að ræða? Fleiri slík tilvik komu upp á síðustu viku fyrir kosningar. Ákaflega einkennilegt svo ekki sé meira sagt. Við höfum hingað til viljað státa okkur af góðu velferðarkerfi, en ég held að við ættum að fara að draga í land með það og hætta þessum blekkingarleik. Það mætti eflaust hagræða í heilbrigðiskerf- inu sem og annars staðar í þessu landi en það verður að gera í sam- ráði við þá sem þar vinna en ekki að koma með fyrirskipanir að ofan eins og alltof oft gerist hér. Við verðum að huga að því hverjar eru þarfir þjóðarinnar og hvað það er sem nýtist best þegnum þessa lands þegar horft er fram á veg- inn, hvaða viðmið við höfum í rekstrinum, þ.e. þjóðfélaginu. Verkefnum þjóðfélagsins verður að raða í forgangsröð. Það er ekki hægt að vinna eftir hentistefnu þeirra sem með völdin fara. Tökum eitt dæmi. Glerskálinn við Iðnó sem kostaði 12 milljónir í bygg- ingu verður nú rifinn og það verk kostar 4 milljónir, til þessa verða notaðir peningar okkar sem búum hér í Reykjavík. Þarna er verið að leika sér með almannafé. Hvað á slíkt að þýða? Það þætti illa rek- ið heimili sem færi svona með peningana. Það hefur löngum verið talið að aukin menntun sé forsenda fjárhagslegra_ og félagslegra framfara, að íslendingar séu mikil menntaþjóð, menntamálin eigi að hafa forgang, það verði að auka gæði menntunar, kennarar verði að fá hærri laun, þeir hafi dregist svo langt aftur úr, o.s.frv. Allt eru þetta fögur orð en verða orðin tóm ef framkvæmdin fylgir ekki í kjöl- farið. Þetta viðurkenna allir stjórn- málamenn, allavega í kosninga- slagnum. Það er þörf á skipulags- breytingum í skólakerfinu sam- hliða breytingum í þjóðfélaginu. Ef ekkert verður gert í þessum málum getum við átt það á hættu að standa frammi fyrir því að fólk hættir að stunda kennslu og ungt fólk hættir að leggja leið sína í kennaranám. Það er ákaflega hart að vera búinn að leggja á sig nokk- urra ára nám, sem farið var í af Björk Jónsdóttir Skólavöröustíg 10 simi 611300 Til íermincfccrgjccfcc Ný lína á handsmíðuðum silfur- og gull- skartgripum Gott verð Ég skora á þá, sem koma til með að sitja í næstu ríkisstjórn, segir Björk Jónsdóttir, að láta menntamál hafa forgang. áhuga, með því sem þar fylgir þ.e. námslánum og tekjulausum árum meðan á námi stóð, og bera síðan ekkert úr býtum þegar upp er staðið, ekki einu sinni fulla stöðu við kennslu, kannski 50 -70% starf. Hver stendur í því? Við komumst ansi langt á hug- sjónum og áhuga en við lifum ekki á þeim. Málið er einfalt, auka verður hlutfall þjóðartekna til menntamála, borga kennurum hærri laun og hlúa betur að mennt- un þeirra sem erfa eiga landið. Það hefur ekki þótt vænlegur kost- ur að bera sig saman við Tyrk- land, Grikkland og Pólland fram til þessa en við erum á sama báti og þeir hvað framlög til mennta- mála varðar. Norðurlandaþjóðirn- ar sem okkur standa næst setja mun meira í menntamál en við gerum. Getum við talist velferðar- þjóðfélag? En hvar á að fá peninga til þessa, spyija ef til vill einhveijir. Ég er viss um að þeir eru til. Það er kom- inn tími til að skattleggja fjár- magnstekjur og stóreignamenn í þessu landi, koma í veg fyrir skatt- svik og óráðsíu i fjármálum ríkis- ins, óráðsíu með skattpeningana okkar. Ef tekið væri á þessum málum og verkefnum raðað í for- gagnsröð þá kæmi að mínu mati fljótt í Ijós að peningarnir eru til. Jón Baldvin sagði m.a. á fundi með BSRB um skattamál rétt fyrir kosningar að „skattakerfið þyrfti að vera einfalt til þess m.a. að koma í veg fyrir skattsvik“. Hvers vegna í ósköpunum gerði síðasta ríkisstjóm ekkert í þessu máli? GUULSMIÐJAN PYRIT - G15 \ \ URVAL \ SILFURKROSSA TIL FERMINGAGJAFA \ SKÓLAVÖRÐUSTÍG 15 SÍMI 55 1 1 505 Stjórnmálamenn em oft á tíðum uppfullir af fögrum fyrirheitum en síðan ber minna á framkvæmd- inni. Á fundi með kennurum í Drangey 23. mars sagði Sigríður Anna Þórðardóttir að „árangur þjóðar byggðist á menntun henn- ar“, ég get verið sammála því, en ítreka að til að svo megi vera verð- ur að veita meiri peningum til menntamála og gera raunhæfar úrbætur á því sviði annars held ég að árangur okkar sem þjóðar verði ansi bágborinn Hugleiðum hvað það er sem við viljum bjóða börnum þessa lands upp á hvað menntun varðar. Hvers virði er menntun manninum? Hvaða gildi hefur góð menntun fyrir þjóðfélagið í heild? . Frambjóðendur allra flokka orð án raunverulegrar framkvæmdar eru innihaldslaus. Ég skora á þá sem koma til með að sitja í næstu ríkisstjórn að láta menntamál hafa forgang og sýna í verki að vilji . er til að byggja upp raunhæft ' menntakerfi. Gerið menntun og uppbyggingu skólakerfisins að ykkar máli og munið að velferð þjóðar byggist á menntun þegn- anna. Menntun kostar peninga og þeir peningar koma til með að skila sér margfalt til þjóðfélagsins. Höfuudur er aðstoðarskólastjóri Safamýrarskóla. TJALD\/AGI\IAR Hlnlr vlnsælu rQMANCffEZ vagnar. Erum fluttir úr Lágmúlanum. Sendum bæklinqa um allt land IEVROHF Suðurlandsbraut 20, simi 588-7171. Aðeitts pað Besta nœst þér 62-62-62 JOGA GEGN KVIÐA Þann 25. apríl nk. verður þetta vinsæla námskeið haldið í Hafnarfirði. Námskeiðið er sniðið að þörfum þeirra, sem eiga við kvíða og fælni áð stríða. Kenndar verða á nærgætinn hátt leiðir Kripalujóga til að stfga út úr takmörkunum ótta og óöryggis til aukins frelsis og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Leiðbeinandi Ásmundur Gunnlaugsson jógakennari. Upplýsingar og skráning hjá Yoga Studio, C\& A Bæjarhrauni 22, Hafnarfirði, sfmar 651441 og 21033. -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.