Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Carré eftir kalda stríðið NÝ njósnasaga frá John le Carré sætir ailtaf tíðind- um. Hann hefur sent frá sér enn eina söguna sem hann kallar Leikinn okkar eða „Our Game“ og gerist eins og síðustu bækur hans í heimi án kalda stríðs- ins. Það er ekki þar með sagt að njósnarar hans eigi náðugri daga, aðeins að í gamla daga voru línurn- ar skýrari — ef þær voru þá ein- hvem tímann skýrar. Smiley og hans menn töldu sig þekkja óvininn og fyrir lesendur var tvískiptingin í austur og vestur auðskiljanleg. Nú er „austrið" eins og við þekktum það horfíð og nýtt komið í staðinn en það hefur enn aðdráttarafl í sög- um le Carré. Leikurinn okkar segir frá hinum fimmtuga Tim Cranmer, sem býr í vellystingum í Somerset eftir ára- tuga starf hjá bresku leyniþjón- ustunni. Hann var látinn fara; þótti ekki rétti maðurinn fyrir þá nýju heimsmynd sem hefur skapast eftir hrun kommúnismans. í grenndinni býr gamall skólafélagi hans til margra ára, Larry, sem einnig hefur verið sendur í frí og útveguð kenna- rastaða í Bath. Tim hafði ráðið Larry til leyniþjónustunnar og „rek- ið“ hann, eins og það er kallað, í 20 ár. Hann var gagnnjósnari sem KGB-foringjar í London voru full- vissir um að væri að vinna fyrir þá. Tveir atburðir gerast sem fá Tim til að leggjast enn í njósnarannsókn- ir; konan hans, hin unga og fallega Emma, fer að heiman um svipað leyti og vinur hans lætur sig hverfa. Tim er kallaður í yfirheyrslu á gamla kontórinn. Svo virðist sem Larry hafi stolið 37 milljónum punda frá rússnesku stjóminni. Veistu eitt- hvað um það, Tim? Um John le Carré er óþarfí að fjölyrða. Hann starfaði um stutt skeið innan bresku leyniþjónustunn- ar og hefur f þrjá áratugi verið með vinsælustu spennusagnahöfundum heimsins. Bækur hans tróna iðulega á toppi metsölulista um heiminn eða frá því Njósnarinn sem kom inn úr kuldanum bylti njósnasagnagerð í einu vetfangi, eins og gagnrýnandi bandaríska vikuritsins „Time“ kemst að orði í lofsamlegum bóka- dómi um nýju söguna. Síðan hefur hann skrifað íjölda bóka og hafa margar þeirra verið kvikmyndaðar með misjöfnum árangri en líklega þekkja flestir verk hans í gegnum Njósnasöguhöfundurinn John le Carré, sem áður nærðist á kalda stríðinu, hefur sent frá sér nýja bók sem heitir Leikurinn okkar, segir Arnaldur Indriðason, og gerist að hluta í nýju og breyttu Rússlandi þangað sem höfundurinn hélt fyrir tveimur árum að hitta m.a. gamla KGB-foringja. LEIKURINN okkar; ný saga le Carrés. hina ógleymanlegu sjónvarpsþætti um Smiley og hans fólk með Alec Guinness í aðalhlutverki. Leit Tims í nýju bókinni tengist Kákasuslýðveldunum sem nú eru orðin stríðssvæði en le Carré valdi þau sem sögusvið eftir forvitnilegt ferðalag er hann hélt í fyrir tveimur árum til Rússlands, m.a. í söguleit. Ferðasöguna rakti hann í nýlegu hefti The New York Times Book Review. Þegar tengiliður hans í Moskvu spurði hvaða fólk hann vildi hitta svaraði le Carré: Bófa. Mafíu- foringja og undirmenn þeirra. Gamla KGB menn. Nýríka fólkið. Lögreglumenn. Við þurfum lífvörð, bætti hann við, og tengiliðurinn sagðist mundu útvega honum einn slíkan. Le Carré sagði dýrara að ferðast í Moskvu en New York. Tvöfaldur viskí á hótelbamum kostaði mánað- arlaun læknis í borginni, nóttin kost- aði 36.000 krónur og ef þú vildir fara með eina af mellunum niðri í anddyri upp á herbergi með þér kostaði það 6.000 krónur aukalega. Það stóð á tilkynningu við lyftuna. Á Rauða torginu höfðu vestræn tískuhús komið sér upp aðstöðu í sögufrægri byggingu og röðin af Mercedes og Rolls-Royce-bifreiðum nýríkra Rússa stóð fyrir utan á meðan milljóneraeiginkonurnar versluðu og bílstjórarnir borguðu reikningana. „Mér fór að líða meira eins og kommúnista en sigurreifum vesturlandabúa," skrifar le Carré. Hann hitti bófa í einum af nætur- klúbbunum sem glæpaklíkur sóttu mikið. Grigori hét hann og var for- ingi einnar voðalegustu glæpasveit- ar Moskvuborgar. Orðrómur var uppi um að hann dræpi mikið, eins og le Carré orðaði það, þótt það gerði hann varla neitt sérstakan eins og ástandið er í landinu. Hann minnti njósnasöguhöfundinn á Koj- ak og talaði um að Rússland væri stjómlaust. „Allir éru spilltir frá toppnum og niður úr.“ Sjálfur hafði hann ekki brotið nein lög því engin lög væru í landinu og maður yrði að hirða allt sem maður kæmist yfir. Snáfaðu í burtu, sagði mafíós- inn þegar le Carré spurði hann hve- nær hann ætlaði að skila einhverju af því aftur til samfélagsins og byrja að byggja upp fyrir börnin í Iandinu og barnabörnin. Það, sem hafði kannski hvað mestu áhrif á John le Carré í Rúss- landi og þess gætir í nýju bókinni, voru kynni hans af lögregluforingj- anum Issa Kostoyev . Hann er mað- urinn sem handtók og yfirheyrði fjöldamorðingjann Andrei Chikatilo þann 20. nóvember árið 1990, sem seinna var tekinn af lífi fyrir 53 morð. Issa kemur frá múslimalýð- veldinu Ingúsetiu við landamæri Tsjetsjníu og fór fljótlega að ræða við rithöfundinn um baráttu fólksins í Ingush og áhyggjurnar sem hann hafði af unga fólkinu sem vildi efna TElk'NlMYNPASAMK'EPPNl AAEDAL PARNA (fædd 1983 eða síðar) í tilefni af 120 ára afxnæli sínu hefur Thorvaldsensfélagiö ákveöiö aö efna til teikiiimyndasanikeppni um gerð myndar á jólamerki félagsins árið 1995. Jólamerkin hafa komiö út síðan 1913 og hafa flestir af ástsælustu myndlistarmönnum þjóöarinnar átt myndir á jólamerkjum félagsins. Myndirnar skulu vera uxmar í stæröixmi A3 (29,7 x 42 sm). Þeim skal skilaö í verslun Peimans, myndlistardeild, Hallarmúla 2, 105 Reykjavík fyrir 1. júní 1995, ásamt nafni, heimilisfangi og símanúmeri. Fyrstu verölaun veröa kr. 25.000 í Gullbók frá Búnaðarbankanum. Þá fá höfundar 5 bestu myndaima úttekt á myndlistarvörum frá Pennanum að fjárhæð kr. 5.000 hver. Thorvaldsensfélagid Austurstræti 4 CHHLUH @ búnaðarbankinn -Traustur banki ANNAR heimur; rithöfundurinn John le Carré. til uppreisnar við Kákasuslanda- mærin frá Dagestan í austri til Abkasíu í vestri og reka Rússana yfír Terek-ána. Þetta var eins og fyrr sagði fyrir tveimur árum. Issa lýsti fyrir honum hvernig það væri að vera múslimi frá Ingushetia, hvemig minnihlutahópar múslima væru kúgaðir með sérstökum lögum Rússa og hvemig hann þyrfti að vera þrisvar sinnum betri lögreglu- maður en Rússi í sama starfí til að hljóta viðurkenningu hvað þá stöðu- hækkun. Le Carré hitti einnig að máli hvorn í sínu lagi tvo fyrrverandi yfírmenn KGB, Vadim Bakatin og Oleg Kalugin hershöfðingja. Gor- batsjev setti Bakatin í embætti árið 1991 en hann stóð aðeins við í nokkra mánuði. „Mínar tillögur vom ekki vinsælar," sagði hann rithöf- undinum sem rifjar það upp að Bakatin hefði látið bandaríska sendiherranum í té teikningar af hlerunarkerfi KGB í sendiherrabú- staðnum í Moskvu. Bakatin sagðist alltaf vera sósíalisti og sagði rithöf- undinum að þrátt fyrir að ýmislegt hefði farið úrskeiðis, rangir menn hefðu fengið röng völd og flokkurinn hafí tekið rangar ákvarðanir teldi hann Sovétið hafa látið margt gott af sér leiða. Hvert stefnir Rússland í dag? spyr hann áhyggjufullur. Hvar er hið mannúðlega bil á milli kapítalísku og sósíalísku öfganna? spurði hann sig. Þegar le Carré skrifaði sögu sína byggði hann yfírmann KGB í bók- inni nokkuð á Baktatin og lét hann hafa spurningar hans og efasemdir. Aðstoðarmaður hans í bókinni er miklu yngri maður frá Ingushetia, sem varð að vinna þrisvar sinnum ákafar en nokkur Rússi til að kom- ast í KGB. Hinn KGB-maðurinn, Kalugin, sagðist vera hinn mesti aðdáandi höfundarins. Hann var ekki þjakað- ur af efasemdum heldur atvinnu- maður sem komst til valda innan leyniþjónustunnar árið 1974 og var þá yngsti hershöfðingi hennar. Sex árum seinna var hann rekinn. Hann var einn af gæslumönnum Kims Philbys og var góður vinur hans. Nú starfar hann á viðskiptasviðinu og hefur m.a. farið í fyrirlestra- ferðalag um Bandaríkin. Hann ræddi opinskátt við le Carré um þátt sinn í morðinu á útlæga búlg- arska rithöfundinum Georgi Markov, sem starfaði fyrir BBC og var myrtur á götu í Lundúnum árið 1978 þegar ókunnur maður stakk hann með regnhlíf búinni eitur- oddi.„„Ég var yfir öllum aðgerðum af þessu tagi, sjáðu til,“ sagði hann le Carré. „Ekkert var hægt að fram- kvæma án þess það lenti fyrst inná borði hjá mér. Skilurðu. Markov hafði þegar verið dæmdur til dauða í heimalandi sínu að honum fjarver- andi en Búlgararnir voru hræðileg- ir. Komu engu í verk. Við urðum að gera allt fyrir þá; þjálfa mann- inn, gera regnhlífína, blanda eitrið. Sjáðu til, það eina sem við gerðum var að framfylgja dauðadómnum. Það var fullkomlega löglegt. Skil- urðu.“ Le Carré ætlaði sér alltaf að ferð- ast með Issa til Kákasuslýðveldanna því hann hafði valið þau sem eitt sögusvið bókarinnar; hann vildi segja eitthvað biturt um kúgun þjóð- arbrota og smáskærur sem stjórn- málamenn þurfa ekki að skipta sér af, eins og hann orðar það. En ferð- in var aldrei farin. Hann fékk að vita að austan að nærveru hans væri ekki óskað I bili. Ekki vissi hann hver eða hverjir óskuðu ekki eftir nærveru hans í landinu en yfir- völd sögðust ekki geta tryggt ör- yggi hans. Þegar hann skilaði fyrstu drögum að Leiknum okkar til útgefandans í september si. var hann spurður að því hvort þessir staðir eins og Grozny væru skáldskapur eða til í alvörunni. í nóvember kom svarið. „Þeir voru til en ekki miklu leng- ur,“ skrifar hann. „Ég fann ekki til sigurgleði, aðeins einskonar ógleði." VINNUEFTIRLIT RIKISINS Administration of occupational safety and health Bíldshöföa 16 - Pósthólf 12220 - 132 Reykjavík SPRENGINÁMSKEIÐ Fyrirhugað er að halda námskeið um notkun og meðferð sprengiefna dagana 24. til 28. apríl nk. Námskeiðið hefst kl. 9.00 á Bíldshöfða 16, Reykjavík, ef næg þátttaka fæst. Námskeiðsgjald er kr. 30.000. Skráning og nánari upplýsingar hjá Vinnueftirliti ríkisins í síma 567-2500, fax 5674086.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.