Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ
22 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995
ERLEIMT
MEGRUNARPLÁSTURINN
ELUPATCH
Nú með E vítamíni fyrir húðina
Fœst í apótekum
ELUPATCH
megrar ogfegrar
Afhjúpa áform bandaríska kommúnistaflokksins
Skipulögðu njósna-
hring með Rússagulli
Boston. Morgunblaðið.
ÞRÍR sagnfræðingar, tveir banda-
rískir og einn rússneskur, greindu
frá því á mánudag að bandaríski
kommúnistaflokkúrinn hefði ofið
njósnanet, sem Sovétríkin fjármögn-
uðu í Bandaríkjunum.
Njósnirnar voru skipulagðar fyrir
síðari heimsstyrjöld og í bókinni
„Leyniheimur bandarísks kommún-
isma“ eftir Harver Klehr, John Earl
Haynes og Fridrikh Igorevich Firsov
kemur fram að þær hafí náð inn í
nokkrar bandarískar ríkis- og
njósnastofnanir og kjarnorkuáætlun
Bandarikjamanna.
Kommúnistaflokkur Bandaríkj-
anna hefur hingað til verið talinn
áhrifaiítil hreyfing, en rannsóknir
þremenninganna á sovéskum skjöl-
London. Rcuter.
BRESKIR málafærslumenn verða
sem fyrr að setja upp gráa hárkollu,
gerða úr hrosshári, í réttarsalnum.
Þetta er úrskurður Mackay lávarðar
sem er yfirmaður málefna stéttar-
innar en meirihluti liðsmanna hennar
mun vera hlynntur því að hárkollurn-
ar verði kvaddar.
Kollurnar eru í átjándu aldar stíl
en þá báru yfirstéttarmenn í Vestur-
Evrópu ávallt hárkollur á almanna-
um gefa annað til kynna.
Þar kemur meðal annars fram að
bandaríski blaðamaðurinn John Re-
ed, sem skrifaði bókina „Tíu dagar,
sem skóku heiminn" um rússnesku
byltinguna og var leikinn af Warren
Beatty í bíómyndinni „Reds“, hafi
fengið eina og hálfa milljón Banda-
ríkjadollara í gulli, silfri og skart-
gripum frá Moskvu til að stofna
kommúnískan stjórnmálaflokk í
Bandaríkjunum.
Einnig segir að bandaríski iðnjöf-
urinn Armand Hammer hafi stundað
peningaþvætti á laun fyrir sovésk
stjórnvöld, og látið bandaríska
kommúnistaflokkinn hafa féð, á
þriðja áratugnum.
Þá er sagt að ýmsir bandarískir
færi. í könnun, sem gerð var meðal
málafærslumanna kom í ljós að þeir
vísuðu á bug þeirri röksemd að hár-
kollurnar ykju virðuleika í réttarsöl-
um.
Forseti stéttarfélags málafærslu-
manna, Charles Elly, var lítt hrifinn
af úrskurði lávarðarins, sagði að
með þessu væri verið að halda við
úreltum fordómum í staðinn fyrir
að útrýma þeim.
blaðamenn hafi haft leynileg sam-
skipti við kommúnistaflokkinn, þar
á meðal Edmund Stevens, sem fékk
Pulitzer-verðlaunin og var í Moskvu
á fimmta áratugnum á vegum dag-
blaðsins Christian Science Monitor.
Skjölin eru sögð renna stoðum
undir vitnisburð Whittakers Cham-
bers, sem í árdaga kalda stríðsins
bar því vitni að í Washington hefði
verið neðanjarðarkerfi kommúnista.
Þar er hins vegar ekkert, sem bend-
ir til þess að Alger Hiss, sem Cham-
bers vændi um njósnir, hafi verið
njósnari. Hiss var sakaður um að
hafa afhent sovéskum útsendara
skjöl og var dæmdur fyrir njósnir,
en hélt alltaf fram sakleysi sínu.
Skjölin sýna að bandarískir
kommúnistar hafi komið á njósna-
hring undir forystu Earls Browders
frá miðjum fjórða áratugnum fram
á miðjan fimmta áratuginn og hafi
hann verið undir beinni umsjón leyni-
þjónustunnar NKVD, forvera KGB.
Höfundarnir taka skýrt fram að
þessar upplýsingar réttlæti á engan
hátt ofsóknir Josephs McCarthys
gegn meintum kommúnistum á sín-
um tíma.
Sagnfræðingarnir rannsökuðu
150 milljónir leyndarskjala um sögu
Sovétríkjanna frá byltingu til ársins
1944. Gögn um kalda stríðið segja
þeir enn læst í hirslum rússneska
hersins og leyniþjónustunnar.
Áfram með hárkollur
E I3M3MaJ3i3Mai3J3M3ÍÉ!J03ia3M3Ma213íai3MSMai3íSISM3li!J3Ja3í3MSISMaMaiai3Jai3I5IUa3I3J
i 1 1 i 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 i I Til hluthafa í Hlutabréfasjóðnnm hf Á aðalfundi félagsins sem haldinn var 23. mars sl. var samþykkt að greiða hluthöfum 8% arð vegna ársins 1994. Arðgreiðslan hefur verið póstlögð. Neðangreint yfirlit sýnir markaðsvirði eigna félagsins þann 22. mars 1995. Hlutabréf 60% 367.012.568 Innlend skuldabréf 35% 215.833.129 Skuldabréf í USD 2% 13.497.809 Skuldabréf í GBP 1% 5.400.035 Handbært fé - skuldir 7% 42.331.719 Frá er dregin arður til útgreiðslu vegna ársins 1994 (5%) (28.479.735) Hrein eign samtals 100% 615.595.525 Hlutafé, nafnverð nettó 355.796.685 Innra virði ) ,7302 Sundurliðun hlutabréfaeignar Hlutabréfaeign Gengi Nafnverð Markaðsverð Eimskip 4,35 22.419.029 97.522.776 26,57% Faxamarkaður 2,37 1.925.000 4.562.250 1,24% Flugleiðir 1,70 41.240.526 70.108.894 19,10% Grandi 2,15 23.882.010 51.346.322 13,99% Hampiðjan 2,19 13.410.766 29.369.578 8,00% Haraldur Böðvarsson 1,85 4.300.000 7.955.000 2,17% - íslandsbanki 1,30 11.120.365 14.456.475 3,94% Olís 2,70 4.459.000 12.039.300 3,28% Sjóvá/Almennar tryggingar 6,51 1.758.889 11.450.367 3,12% Skeljungur 3,85 8.194.044 31.547.069 8,60% Sæplast 2,63 2.292.087 6.028.189 1,64% Tollvörugeymslan 1,15 50.677 58.279 0,02% Útgerðarfélag Akureyringa 2,95 3.968.033 11.705.697 3,19% Þormóður rammi 2,40 7.859.322 18.862.373 5,14% Hlutabréfaeign samtals 367.012.568 100% HLUTABRÉFASJÓÐURINN HF Skólavörðustíg 12. Sími 552 16 77 É i 1 í 1 i i i I 1 g g | i i H 1 i i 1
0 jaiaMataM3MaMaMaMaj5MSMaMajsMaj2MajaMaMSMSMiJSMaMajiMaM3MaMaMSM3M
Reuter
Með Stalín á kviðnnm
RÚSSNESKI listamaðurinn
Grígoríj Fjodorov leggnr loka-
hönd á förðunarverk. Er það
mynd af einræðisherranum Jósef
Stalín sem hann málar á líkama
sýningarstúlku. Hefur hann þann
starfa að mála myndir á dansara
í næturklúbbum Moskvuborgar.
L