Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Margverðlaunaður spænskur gítaristi Gulur stelur senunni SPÆNSKI gítarleikarinn Manuel Babiloni mun halda gítartónleika í Askirkju þriðjudaginn 18. apríl og hefjast þeir kl. 20.30. A tónleikunum mun hann ein- göngu spila spænska tónlist en fyrir túlkun sína á henni hefur hann unnið til ýmissa verðlauna. Hann mun spila verk eftir F. Sor, F. Tarrega, J. Turina, V. Asincio, I. Aibeniz og D. Fortea. Manuel Babiloni fæddist i Ca- stellón de la Plana á Spáni. Hann byrjaði ungur að stunda tónlist- arnám hjá föður sínum Manuel Babiloni Alicart. Seinna stundaði hann nám í Conservatorio Su- HANS Christiansen myndlistar- maður opnar myndlistarsýningu í Safnaðarheimili Hveragerðis á morgun, föstudaginn langa, kl. 14. perior de Musica í Valencia og einnig hjá Jose Luis Conzalez í Alcoy á Spáni. Arið 1983 vann hann fyrstu verðlaun í alþjóð- legri gítarkeppni í Benicasim sem haldin er til minningar um Fransisco Tarrega. Árið 1986 vann hann einnig til fyrstu verð- launa í gítarkeppni sem haldin var í Santiago de Compostela þar sem viðfangsefnið var spænsk tónlist. Auk þess að halda tónleika í heimalandi sínu hefur Manuel haldið tónleika víða í Evrópu og Suður-Ameríku. Allsstaðar hefur hann fengið einróma lof áheyr- Á sýningunni verða vatnslita- og pastelmyndir ásamt teikning- um. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14 til 20 og lýkur henni að kvöldi annars páskadags. MANUEL Babiloni enda fyrir leik sinn. Manuel Babiioni er starfandi gítarkennari í Conservatorio Profesional de Musica í Castellón. Tileinkuð Esjunni ANNA JÓA opnar málverkasýn- ingu í Gallerí Greip á laugardaginn, þar sem málverkin eru tileinkuð Esjunni. Þetta er önnur einkasýning Önnu, en fyrsta einkasýning hennar var í Gallerí Sólon íslandus sl. haust. Anna stundar framhaldsnám í París. Hún útskrifaðist frá Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1993. Anna segir að kveikjan að sýn- ingunni nú sé Esjumynd sem hún hafi málað haustið 1993. Síðan þá hafi orðið til fleiri Esjumyndir, þar sem gæti nýrra áhrifa. Sýningin opnar kl. 16 á laugar- dag og hún verður opin bæði á páskadag og annan í páskum frá kl. 14 til 18. Sýningunni lýkur 30. apríl. KVIKMYNPIR Rcgnboginn TÝNDIR í ÓBYGGÐUM „FAR FROM HOME: AD- VENTURESOFYELLOW DOG“ ★ ★ Leiksljóri og handritshöfundur: Phillip Borsos. Aðalhlutverk: Mimi Rogers, Bruce Davison, Jesse Bradford, Tom Bower. 20th Century Fox. 1994. BARNA- og íjölskyldumyndin Týndir í óbyggðum er hin þokkaleg- asta skemmtun um ungan dreng sem týnist í óbyggðum með hundinum sín- um og bjargar sér sem best hann getur. Hún er óvenjulega raunsæ mið- að við Hollywoodframleiðslu og laus við væmni og er flokki ofar flestum nýlegum gæludýramyndum að vestan. Reyndar væri of mikið að segja að hún bryti einhverjar nýjar leiðir í þeirri tegund mynda sem hún tilheyrir. Hún heldur sig örugglega við Lassíformúl- una en gefur aldrei upp hvaðan hund- urinn, sem fær nafnið Gulur af aug- ljósum ástæðum, kemur inn í líf drengsins, hann bara birtist einn dag- inn. Hvort sem það er af yfirsjón eður ei myndast ákveðin dulúð í kringum hann, sem eykur á spennuna. Þegar sagan er komin af stað fyr- ir alvöru taka við þessi atriði sem búast má við. Þarna er óveður mikið sem gerir drenginn og hundinn strandaglópa í óbyggðum. Þeir veiða sér til matar, verða fyrir árás úlfa, þola vosbúð og hungur, þurfa að bjarga sér yfir ár og vötn og annar þeirra hrapar niður hátt gljúfur svo eitthvað sé nefnt. Leikstjórinn og handritshöfundurinn, Phillip Borsos, kemst ágætlega frá þeséum atriðum (sérstaklega er gaman að því þegar drengurinn er að finna sér fæði úr skordýraríkinu) og tekst að mynda raunverulega spennu í ævintýrinu. Leikurinn er þokkalegur. Eins og oft í þessum myndum stelur gæludýr- ið senunni og það gerist einnig hér en Mimi Rogers og Bruce Davison veita hundinum harða samkeppni í hlutverki foreldra drengsins og ekki síst strákurinn, Jesse Bradford, sem er ágætis tilbreyting frá ljóskollinum Macaulay Culkin. Hér er sumsé á ferðinni prýðileg íjölskylduskemmtun og hæfilega spennandi fyrir börnin. Arnaldur Indriðason Páskasýning Myndlistar- félags Arnessýslu opnuð á skírdag Selfossi - Páskasýning myndlistar- félags Árnessýslu verður opnuð á skírdag klukkan 14.00 I safnahús- inu við Tryggvagötu á Selfossi dag- ana 13.-23. apríl og verður opin milli 14 og 18 alla dagana. Um árlega sýningu er að ræða þar sem hver þátttakandi á 4-5 myndir á sýningunni. Kunnugir telja að glöggt megi sjá framfarir hjá því fólki sem hef- ur verið duglegt við að mála og fara á námskeið á vegum félagsins til að öðlast sjálfstraust og þekk- ingu. Myndlistarfélagið hefur laðað fram marga góða listamenn sem halda eigin sýningar. Að þessu sinni munu 20 félagar sýna verk sín á páskasýningunni í ár sem er sú fjórtánda í röðinni. Öll verkin á sýningunni eru til sölu Morgunblaðið/Þorkell HANS Chrístiansen á vinnustofu sinni. Vatnslita- og pastelmyndir ISLENDINGASOGURNAR Menningararfur á frummálinu-forníslensku. Fermingargjöf / Stúdentsgjöf. Kjöreign, sem þau njóta alla ævi. 42 bindi á sérstöku tilboðsverði • íslendingasögur ....... 13 bindi • Biskupasögur, .................. Sturlunga og nafnaskrá ... 7 bindi • Eddur 4 bindi • Fornaldarsögur ..........'...... norðurlanda .............. 4 bindi • Riddarasögur ............. 6 bindi » Karlamagnússaga .......... 3 bindi • Þiðrekssaga af Bern ...... 2 bindi • Konungasögur ............. 3 bindi íslendingasögur og önnur forn rit eru menningargrunnur sem þjóðmenning okkar hvílir á - og við höfum hlotið í arf. Jón Böövarsson f. v. skólameistari Arfurinn er í senn kjölfesta og veganesti í því veraldarvolki sem framundan er. Hjá æsku landsim eru þessar bækur á réttri hillu. Þórarinn Ekfjárn rithöfundur Kynnið ykkui greiðslumöguleikana BÓKALAGERINN skjaldborgarhúsinu Ármúta 23, Reykjavík sími 588-2400 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.