Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 49
48 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraídur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMFÉLAGS- VANDIOG TRÚ AFREK mannsandans á öld vísinda og tækni hafa stund- um orðið til þess að maðurinn hefur gleymt því að hann er sjálfur hluti af sköpunarverkinu og sett sjálfan sig í hlutverk skaparans, fundizt Guð óþarfur. Þetta á reyndar ekki aðeins við í heimi raunvísindanna, heldur hefur maður- inn stundum reynt að móta mannlegt samfélag með vísinda- legum hætti; lengst gekk það í Sovétríkjunum, þar sem trúar- brögðum var kastað fyrir róða og sótt fram til fullkomnunar í nafni vísindalegs sósíalisma; þar átti að búa til fullkomið velmegunarsamfélag og nýjan mann. Allir vita hvernig sú tilraun endaði. Vestræn ríki völdu aðra leið; leið lýðræðis og einstaklingsfrelsis. Engu að síður hefur borið á því í auknum mæli í samfélagi okkar að krist- in trú hefur verið á undanhaldi og gildi hennar síður í háveg- um höfð en áður; meðal annars vegna trúar á vísindalegar og „samfélagslegar“ lausnir á flestum vanda. Nú er það rétt að forsenda ýmissa framfara á Vesturlönd- um var sá aðskilnaður trúarlífs og rökhugsunar, sem hefur átt sér stað að meira eða minna leyti. Árangur í raunvísind- um náðist þá fyrst þegar menn hættu að leita guðlegra skýr- inga á náttúrufyrirbærum og leituðust við að skilja gang- verk, alheimsins á þess eigin forsendum. Sama á við um samfélagsvísindi; forsenda ýmislegra framfara hefur verið sú að greina eigin lögmál samfélagsins og leita leiða til breyt- inga á því, í stað þess að trúa á að guðleg forsjón ætlaði mönnum stað í samfélagsstiganum. Samt líða vestræn samfélög, þar sem fijálst framtak hef- ur stuðlað að meiri velmegun en ella og tækifærin ættu að vera næg til að skapa betra mannlíf, fyrir glæpi, upplausn fjölskyldna og samfélagslega lausung. Ábyrgðartilfinning hefur verið á undanhaldi. Velferðarþjóðfélagið, sem í upp- hafi var að miklu leyti byggt á kristnum gildum, svo sem náungakærleik og mannúð, hefur að sumu leyti snúizt upp í andhverfu sína. Það hefur tekið frá mörgum einstaklingum ábyrgðina á eigin lífi. Það hefur jafnframt leyst margan manninn undan þeirri skyldu að hjálpa náunganum; sú skylda er lögð á ópersónulegt almannavald. Hætta er á að í stað kristins samhjálparsamfélags, þar sem menn bera annars vegar ábyrgð á eigin gerðum og koma hins vegar eins fram við aðra og þeir vildu að komið væri fram við þá, komi samfélag, þar sem gerðar eru kröfur um frelsi og réttindi á sem flestum sviðum en enginn hefur skyldur nema ríkisvaldið. í ópersónulegum samskiptum þiggjandans, þegnsins, og veitandans, ríkisins, verður jafn- vel þakklæti hjákátlegt hugtak. Og ef ábyrgðartilfinning er ekki fyrir hendi, er hætta á að athafnafrelsi snúist upp í frelsi manna til að gera á hlut annarra án þess að taka ábyrgð á gerðum sínum. Við megum ekki gleyma kristnum rótum samfélags okk- ar. Þau gildi, sem það hvílir á, eru kristin og ástæða margra þeirra vandamála, sem við glímum við í dag, er sú að þau hafa verið á undanhaldi. Undanfarin misseri hafa ýmsir stjórnmálaleiðtogar í Evrópu, jafnvel á vinstri vængnum, þar sem kristin lífsviðhorf hafa ekki alltaf verið í hávegum höfð, talað um þörfina á þeirri festu, sem kristin lífsgildi veita samfélaginu. Kristin lífsgildi eignast hins vegar ekki nýja fótfestu þótt stjórnmálamenn eða aðrir átti sig á mikilvægi þeirra. Krist- in viðhorf — um náungakærleik og samhjálp, mapnhelgi og mikilvægi hvers einstaklings, ábyrgð mannsins á verkum sínum frammi fyrir Guði og skyldur hans við náunga sinn — byggjast á trú á boðskap kristindómsins. Siðaboðskapur kristninnar verður ekki afritaður úr Biblíunni inn í samfélag- ið án þess að trú á hið lifandi Guðsorð sé til staðar. Fagnaðarerindi kristninnar talar aldrei skýrar til okkar en á páskum. Fyrirheit upprisunnar um sigur á dauðanum og eilíft líf er mikilvægasta uppspretta trúar á Krist. Þetta fyrirheit er jafnframt hvatning til ábyrgðar; við lifum áfram og verðum að standa skil á gerðum okkar í þessu jarðiífi frammi fyrir Guði. Þannig leggur kristindómurinn okkur í raun þríþætta ábyrgð á herðar, gagnvart sjálfum okkur, náunganum og Guði okkar. Páskahátíðin er gott tækifæri til að íhuga trúarboðskap kristninnar, við guðsþjónustugjörð í einhverri af kirkjum landsins eða með sjálfum sér, og hefja hversdagslífið að nýju eftir hátíðarnar með gott vegarnesti trúarinnar til að leggja sitt af mörkum til ábyrgs og mannúðlegs samfélags — kristins samfélags. Morgunblaðið óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra páska. HJÖRDÍS Kjartansdóttir á sjúkrahúsi í Gautaborg. Myndin var tek- in þegar hún talaði fyrst heim í síma eftir aðgerðina. sóknum vegna vöðvasjúkdóms- ins. Þegar niðurstöður úr þeim Iiggi fyrir fari Hjördís í æfingar og þjálfun til að styrkja sig. Magnea segir að Hjördis fái að fara í sænskan skóla einu sin í viku til að fá eitthvað að gera, eitthvað skemmtilegra en að fa á sjúkrahúsið í blóðprufur og rannsóknir. Hjördís Kjartansdóttir, 12 ára, fékk nýtt hjarta í janúar Fer í aðgerð fyrir vísindin HJÖRDÍS Kjartansdóttir, 12 ára hjartaþegi, segist hafa það fínt í Gautaborg þar sem hún verður ásamt foreldrum sínum, Magneu Guðmundsdóttur og Kjartani Ol- afssyni, fram í ágúst en hún fékk nýtt hjarta 19. janúar sl. Hjördís fer í blóðprufu annan hvern dag og í sýnatöku á fjög- urra vikna fresti. Hún fær ís- lenskan kennara til sín tvisvar í viku í klukkutíma í senn og byrj- ar í næstu viku að sækja sænskan skóla einu sinni í viku. Ferfyrir vísindin Hjördís segist hafa lítið þol vegna vöðvasjúkdóms sem hún er með en móðir hennar segir hana mun þrekmeiri en hún var áður, núna geti hún hjólað og gengið tímunum saman. Hún segir að Hjördís sé alveg rosa- lega dugleg. Núna á næstunni eigi t.d. að skera í lærið á henni vegna vöðvasjúkdómsins. ís- lenskur læknir, Már Túliníus, sé að rannsaka sjúkdóminn og hann hafi beðið hana um leyfi til þess. Magnea segir að Hjördís hafi enga vissu fyrir því að hún fái neinar viðbótarupplýsingar við þann uppskurð en fyrir vísindin ætli hún að fara í hann engu að síður. Magnea segir mikinn samgang milli Islendinganna, sem séu í Gautaborg vegna líffæra- ígræðslu. Fjölskyldan hafi t.d. daglega samband við Ásdísi Stef- ánsdóttur, sem fékk hjarta og lungu í september sl. Það sé mikill stuðningur að henni fyrir Hjördísi því alltaf þegar eitthvað komi upp á hjá Hjördísi þá sé hægt að spyrja Ásdísi hvort hún hafi haft þessi sömu einkenni og fá hjá henni góð ráð. í rannsóknum vegna vöðvasjúkdóms Magnea segir þau hjónin hafa nóg að gera að snúast í kringum Hjördísi. Enn sé verið að gera tilraunir með höfnunarlyf og þess vegna þurfi hún að fara svona oft í blóðprufur, eða þrisv- ar í viku. Það sé í rauninni meira mál heldur en að skipta um líf- færi. Þá sé hún einnig í rann- Qian Qichen, utanríkisráðherra Kína, á íslandi FORSETI íslands, Vigdis Finnbogadóttir, ásamt Qian (við hlið Vigdís- ar), eiginkonu utanríkisráðherrans, Zhou Hanqiong, og Jang Enzhu aðstoðarutanríkisráðherra á Bessastöðum. Morgunblaðið/RAX JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra heilsar kínverskum starfsbróður sínum, Qian Qichen, í Leifsstöð í gær. Qian og fylgd- arlið halda héðan til Bandaríkjanna á laugardag. Lýsir ánægiu með vaxandi samskipti FRÁ því að Kína og fsland tóku upp stjórnmálatengsl 1971 hafa samskipti ríkj- anna farið stöðugt vaxandi og sama er að segja um samstarf á sviði stjórnmála og efnahagsmála, einnig í vísindum og tækni, segir í yfirlýsingu sem Qian Qichen, utan- ríkisráðherra Kína og einn af vara- forsætisráðherrum landsins, sendi frá sér við komuna hingað til lands í gær. Ráðherrann segist hlakka til að skiptast á skoðunum við íslenska ráðamenn um samskipti landanna og alþjóðamál. SAS-vélinni með Qian, eiginkonu hans, Zhou Hanqiong, Jang Enzhu aðstoðarutanríkisráðherra og öðru fylgdarliði Qians seinkaði nokkuð vegna veðurs og lenti hún á Kefla- víkurflugvelli laust fyrir klukkan 15. Þar tóku á móti ráðherranum Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra og eiginkona hans, Bryndís Schram, auk fleiri fulltrúa íslenskra stjómvalda. Kínverski utanríkisráðherrann hitti Vigdísi Finnbogadóttur forseta að máli að Bessastöðum skömmu eftir komuna og mun ræða við Jón Baldvin Hannibalsson og Davíð Oddsson forsætisráðherra fyrir há- degi í dag. Síðdegis mun Qian m.a. skoða Nesjavelli en í kvöld bjóða Jón Baldvin Hannibalsson og eiginkona hans kínversku gestunum til kvöld- verðar í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Á föstudag mun Qian snæða mið- degisverð í boði Davíðs Oddssonar og eiginkonu hans, Ástríðar Thorar- ensen, á Þingvöllum. Síðar verður farið að Geysi og Gullfossi. Á laugardag mun Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri taka á móti gestunum í ráðhúsinu og bjóða til miðdegisverðar en kínversku gestirnir halda áleiðis til New York síðdegis. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir er fram- kvæmdastjóri íslandsdeildar Amn- esty International. Hún tjáði Morg- unblaðinu að samtökin hefðu sent ráðuneytum, þ. á m. utanríkisráðu- neytinu, fréttatilkynningu þar sem minnt er á víðtæk mannréttindabrot kínverskra stjórnvalda. íslandsdeild- in hefur sérstaklega reynt að vekja athygli á sex málum af þessu tagi. Meðal þeirra er mál tíbetskrar nunnu sem haldið er í fangelsi vegna trúar- skoðana sinna. Amnesty krefst úrbóta „Við skorum á alla sem hitta Qian að máli hér til að taka þessi mál upp við hann og láta það ekki duga heldur krefjast úrbóta,“ sagði Jóhanna. Er blaðamaður ræddi við utanrík- isráðherra kom fram að hann væri sjálfur félagi í Amnesty og hefði kynnt sér skýrslur samtakanna um mannréttindabrot í Kína. Hann var spurður hvort hann myndi taka þessi mál upp á fundinum í dag með Qian. „Mannréttindamál verða rædd á fundinum eins og önnur mál,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson. „Tek fúslega að mér þetta hlutverk“ UTANRÍKISRÁÐHERRA Kína og eiginkona hans munu snæða kvöld- verð á heimili Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra og eiginkonu hans á föstudag. Eiginkona utanríkisráðherra, Bryndís Schram, lýsti því yfir í fyrra eftir að nokkur umræða hafð orðið um dagpeningagreiðslur að hún myndi ekki gegna neinum skyldustörfum á vegum ráðuneytis ins það sem eftir lifði kjörtímabils- ins. Af þessu tilefni vildi Bryndís koma eftirfarandi á framfæri: „Kjörtímabilinu er lokið og ég hélt satt að segja að mínu hlutverki væri þar með lokið. En það var skírskotað til þess af hálfu ráðu- neytisins að herra Qian og eigin- kona hans, frú Zhou, voru ágætir gestgjafar okkar Jóns Baldvins þegar við heimsóttum Kína fyrir réttu ári. Ráðuneytið taldi að ég gæti þess vegna ekki skorast undai því að vera gestgjafi þeirra þegar þau væru að endurgjalda heimsókr okkar. Á þeirri forsendu tek ég fúslega að mér þetta hlutverk sem góð og gegn húsmóðir." FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 49 íslensk menningarhátíð í fjórum þýskum borgum Öll þýsk böm lesa sögurnar um Nonna HÉR Á LANDI voru staddir um síðustu helgi þeir dr. Winfried Gellner frá menningarmálaráði Kölnarborgar í Þýskalandi og Horst Adam frá menningarmálaráði þýsku borgarinnar Bielefeld til þess að undirbúa þátttöku íslenskra lista- manna í íslenskri menningarhátíð í Þýskalandi, sem fram mun fara í fjórum þýskum borgum í sumar, Bonn, Köln, Bielefeld og Krefeld. Það er landsstjórn þýska sam- bandsríkisins Nordrhein-Westfalen sem standa mun fyrir hátíðinni og sameiginleg ákvörðun menningar- málaráða borganna fjögurra liggur fyrír um að veija umtalsverðum fjármunum til slíkra hátíðahalda, sem hefjast munu í Bonn á þjóðhá- tíðardegi okkar Islendinga, þann 17. júní, og standa munu til 10. júlí. Þegar ég hitti þá Gellner og Adam að máli á sjálfan kosninga- daginn, lögðu þeir í upphafi máls síns áherslu á það hversu ánægjuleg samskipti þeir hefðu átt við nýskip- aðan sendiherra íslands í Þýska- landi, Ingimund Sigfússon, og sendiráðsritarann Guðna Bragason, sem hefðu aðstoðað þá eftir megni við allan undirbúning. Dr. Gellner lýsir fyrst aðdraganda þeirrar hátíðar sem hefjast mun í Þýskalandi eftir rúma tvo mánuði: „1990 vorum við með umfangs- mikla íslenska menningardagskrá í Köln, sem er í raun grunnur þess starfs sem við erum nú að hrinda úr vör. Persónuleg samskipti og sambönd mynduðust þá, sem við erum nú að færa út og rækta á báða bóga. Við það starf höfum við notið jafnt aðstoðar sendiráðs ykkar í Þýskalandi og utanríkisráðuneytis íslands hér á landi.“ Adam bætir við: „Við höfum einn- ig orðið þess áskynja, með kynnum okkar af íslensku listafóki og listvið- burðum, að mjög margt áhugavert á sér stað í íslensku menningarlífi og við viljum endurspegla það helsta sem hér er að gerast í heimaborgum okkar.“ Þjóðveijar eru forvitnir! - Burtséð frá aðdraganda há- tíðarinnar. Hvers vegna teljið þið að íslensk mennig sé mikilvæg til kynningar í Þýskalandi? Adam svarar og segir: „Ég myndi lýsa því á þann hátt, að Þjóðveijar eru foi-vitnir! Við viljum kynnnast menningu annarra Evrópulanda og ekki síst menningu afmarkaðra svæða eða lands eins og íslands, sem í huga margra okkar hefur mikla menningarlega sérstöðu. Þess vegna komum við hingað, svo við gætum metið það sjálfir hvað af því, sem þið hafið á boð- stólum, við eigum að flytja til heima- borga okkar.“ - Og hver eru fyrstu áhrifin? Adam svarar aftur og segir: „Fyrstu áhrifin, sem eru reyndar önnur, eru yfirþyrmandi. Fólkið, með landslagi sínu kemur því á framfæri sem það vill segja á kraftmikinn, jafnvel ótrúlega þróttmikinn hátt.“ Mikil skírskotun til Þjóðverja Dr. Gellner heldur áfram og seg- ir: „Auðvitað er það svo hjá okkur í Þýskalandi, að fyrsta þekking á íslandi er um liðna tíð, eins og hvar- vetna gerist. Mikið verður um að vera í íslensku menningarlífí í fjórum þýskum borgum í sumar. Agnes Bragadóttir hitti tvo menningarmálafrömuði frá Köln og Bielefeld að máli og fræddist um dagskrá menningarhátíðarinnar. Morgunblaðið/Sverrir ÞEIR hlakka báðir til íslensku menningarhátíðarinnar í fjórum þýskum borgum, sem hefst þann 17. júní nk. Horst Adam og dr. Winfried Gellner. Viljum endur- spegla það helsta sem hér er að gerast. En engu að síður eigið þið íslensk- ar bókmenntir, sem hafa mikla skír- skotun til Þjóðveija, þar nefni ég fyrstan Halldór Laxness. Það er auðvitað engin tilviljun hversu mik- ið af verkum Laxness hefur verið gefið út í Þýskalandi. Nú nýlega kom út mjög fallegt og vandað safn- rit með níu þýðingum á verkum Nóbelskáldsins sem mikið var lagt í. Auðvitað var sú metnaðarfulla útgáfa afar dýr, en samt sem áður er ákvörðun um hana tekin vegna þess að bókmenntaáhugi þýskra les- enda leyfir það. En þið eigið einnig barnabók- menntir sem öll þýsk börn lesa, þar meina ég sögurnar um Jón Sveins- ------- son (bækurnar um Nonna). Þær eru geysi- lega vinsæl lesning meðal barna og eru meira að segja gefnar út í vasabók- arbroti.“ Þeir félagarnir segja að ““■■”■“ við undirbúning menning- arhátíðarinnar í sumar, hafi verið tekin ákvörðun um að færa heldur út kvíarnar frá því sem var fyrir fimm árum og leggja einnig áherslu á að kynna það sem er að gerast í menningar- og listalífinu hér á landi í dag. Þannig vildu þeir stuðla að því að koma á framfæri við gesti hátíðarinnar- íslenskum kvikmynd- um og kvikmyndagerðarmönnum, nútímatónlist og tónlistarmönnum, skáldum og rithöfundum. Mest nærvera íslands Gellner hefur orðið: „Það er hreint ekki svo einfalt að útskýra með hvaða hætti Norðurlönd og menning þeirra höfða til Þjóðveija og vekja með þeim áhuga á að kynna heima fyrir hvað er á döfinni á lista- og menningarsviðinu. Því er þannig farið að minnsta landið, ísland, er hjá okkur á menningar- sviðinu með mesta nærveru og skír- skotun, ekki aðeins um þessar mundir, heldur hefur því verið þann- ig háttað í allmörg ár. Finnland fylgir fast í kjölfar Islands, en önn- ur Norðurlönd ná ekki jafnsterkum tökum á okkur, einhverra hluta vegna.“ - Hver verða helstu áhersluatrið- in á menningarhátíðinni hjá ykkur? Adam svarar: „Við viljum reyna að ná til sem flestra menningar- og listgreina og gefa máls- mjög stórar sýningar eða uppfærsl- ur. Við viljum reyna að bjóða til ókkar sem flestum listamönnum, sem sjálfir munu kynna list sína og ná þannig persónulegu sambandi við gesti hátíðarinnar.“ Perlan, leikhópur þroskaheftra - Getið þið nefnt mér nokkur dagskráratriði hátíðarinnar sem þegar hafa verið ákveðin? „Það má auðvitað líta á hápunkta hátíðar sem þessarar frá mismun- andi sjónarhóli. Persónulega vil ég skilgreina afar sérstæðan viðburð hátíðarinnar í sumar, sem einn há- punktanna," segir Gellner, „en það er sameiginlegt verkefni sem þroskaheftir á Islandi og í Þýska- landi munu vinna saman að með uppsetningu leikrits.“ Adam segir að í Bielefeld séu öflugustu samtök þroskaheftra í Þýskalandi, sem heiti Betel. „Þeirra höfuðmarkmið er að gera þroska- heftum kleift að lifa og starfa úti í samfélaginu, en ekki einangraðir frá því. Leiklist og leikræn tjáning er þýðingarmikill liður í þessu starfi hjá Betel^ og leikklúbbur þroska- heftra á íslandi, Perlan, hefur nú fengið boð um að koma með leiksýn- ingu til Bielefeld, ásamt því að taka þátt í 10 daga leikprógrammi, þar sem Betel verður gestgjafi þeirra. Við gerum okkur öll vonir um að þetta verði upphafið að öflugu sam- starfi á þessu sviði,“ segir Adam. Mikill fjöldi listamanna - En aftur að hápunktum há- tíðarinnar. Gellner heldur áfram: „Á bókmenntasviðinu verður margt áhugavert á döfinni hjá okkur. Síð- an um miðjan áttunda áratuginn hafa íslenskir nútímahöfundar verið þýddir yfir á þýsku í síauknum mæli. Síðustu fimm árin hafa tengslin við íslenska höfunda aukist til muna, í kjölfar þess að yfir- gripsmikið kynningarhefti var gefið út í Köln 1990, sem hét ísland. Þar voru kynnt verk, bæði í bundnu máli og óbundnu, eftir á milli 30 og 40 skáld og rithöfunda. Síðustu fimm árin, ekki síst vegna kynningarritsins, hafa svo einstakir höfundar verið þýddir á þýsku og verk þeirra gefin út. Einar Kárason mun koma á hátíð- ina og lesa úr skáldsögu sinni. Sömuleiðis Thor Vilhjálmsson. Ingi- björg Haraldsdóttir og Linda Vil- hjálmsdóttir verða gestir okkar og lesa úr ljóðum sínum. Ól- vörum þeirra tækifæri til Önnur IMorð- a^ur Haukur Símonarson þess að koma fram með urlönd ná ekkí ver(,ur væntanlega einnig verk sín og list. Við mun- um fá rithöfunda og skáld til þess að lesa úr verkum sínum, fá smærri tón- listarhópa til þess að ........... heimsækja okkur með tónlist sína, sýna íslenskar kvikmyndir og fá höfunda þeirra eða leikstjóra í heim- sókn, jafnvel kynna íslenska list- dansara. Við erum ekki að sækjast eftir því að fá heilu atvinnuleikhúsin í heimsókn, heldur smærri leikhópa. Sömuleiðis munum við ekki óska eftir því að fá Sinfóníuhljómsveit íslands eða íslensku óperuna í heim- sókn. Þótt umtalsverðum íjármun- um verði varið til hátíðarinnar af landsstjórn Nordrhein-Westfalen og borgunum fjórum, verðum við samt sem áður að sníða okkur stakk eft- ir vexti, og fjárveiting leyfir ekki jafnsterkum tökum á okkur. gestur okkar, en nú er verið að setja upp út- varpsleikrit eftir hann í Þýskalandi. Hann ásamt framleiðanda og leikstjóra mun ræða við gesti um verk sín. Einar Már Guðmundsson mun sækja okkur heim á nýjan leik og verður í fýlgd með íslensku kvik- myndagerðarfólki, þar sem hann er höfundur þýðingarmikils handsrits kvikmyndar sem verður á hátíðinni, þ.e. að Börnum náttúrunnar." Þeir Gellner og Adam segja und- ir lok samtals okkar, að ekki sé tímabært að upplýsa um dagskrá hátíðarinnar í smáatriðum, þar sem enn sé verið að ræða við íslenska listamenn, dansara, leikhópa og ýmislegt hnýsilegt, sem þeir muni greina frá síðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.