Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kona dæmd í 15 mánaða fangelsi Stal o g sveik fé af öldruðum HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi á mánudag 35 ára konu til 15 mánaða fangelsisvistar fyrir tékkafals og fyrir að hafa svikið fé út úr öldruðu fólki. Hún fékk t.d. aldraðan mann til að afhenda sér tæpar 400 þúsund krónur, en í dóminum kom fram að hann hafi ekki gert sér grein fyrir verð- gildi þess fjár sem hann afhenti. Að auki stal hún silfurborðbúnaði að andvirði rúmar 130 þúsund krónur af heimili mannsins. Auk þess að hafa fé af fólki með sviksamlegum hætti var kon- an dæmd fyrir þjófnaði, þar sem hún stal peningum úr fórum aldr- aðs fólks. Við yfírheyrslur hjá lög- reglu gaf konan oftast þau svör að peningunum hefði hún eytt í áfengi og fíkniefni. Konan stund- aði að knýja dyra hjá öldruðu fólki og biðja það um að lána sér fé, þar sem hún þyrfti að greiða fyrir sendibíl, en ætti jafnframt von á peningasendingu á hverri stundu. Eftir að hafa séð hvar fólkið geymdi féð stal hún meiri pening- um úr fórum þess. í einu tilvika ruddist konan inn í íbúð aldraðrar konu og krafðist peninga af henni. Hún hafði tékk- hefti og 800 krónur á brott með sér, eftir að hafa leitað víða um íbúðina. í sama máli voru tveir menn ákærðir fyrir skjalafals, en konan kom þar einnig við sögu sem fram- seljandi falsaðra tékka. I dóminum, sem Allan V. Magn- ússon héraðsdómari kvað upp, kemur fram að konan hefur frá 1979 gengist 11 sinnum undir sátt fyrir brot á umferðarlögum, lögum um ávana- og fíkniefni, fjársvik og ölvunarakstur. Páskakisa Morgunblaoio/l' anney lngólfsdóttir MÁLSHÁTTUR og sælgæti er það sem flestir búast við að fá úr páskaegginu sínu, en Auður Eir Birgisdóttir, 3ja ára þegar myndin var tekin, var að leika sér við kettlinginn sinn og er engu líkara en hann hafi komið úr páskaegginu. Islenskt fyrirtæki í verkefni í S-Afríku Samvinna við suður-afríska verktaka í Port Elizabeth ÍSLENSKT fyrirtæki, Heimskaut hf. hefur í samvinnu við suður- afrískt verktakafyrirtæki fest kaup á húseign og landi í miðborg Port Elizabeth á suðausturströnd Suður-Afríku. Friðgeir Olgeirsson, einn fjögurra eigenda Heim- skauta, segir að miklir möguleikar séu fyrir hendi fyrir íslenska verk- i;aka í landinu. Samningurinn er á milli Heim- skauta hf. og samstarfsaðila þeirra, Afristar Consort., annars vegar og borgaryfírvalda í Port Elizabeth hins vegar. Landareign- in er í miðborginni en á henni er að fínna sögufræga byggingu, gríðarstórt pósthús, sem ætlunin er að breyta í fjögurra stjömu hótel með 112 herbergjum, spila- víti og öðru því sem þurfa þykir. Áætlað er að þetta verkefni kosti um 1.200 milljónir króna. Mörg verkefni í boði „Hér eru miklir möguleikar fyr- ir íslensk verktakafyrirtæki og mörg verkefni í boði,“ sagði Frið- geir Olgeirsson I samtali við Morg- unblaðið í gær en hann var þá staddur í Port Elizabeth. Alvarleg- ur skortur væri á hvers kyns tækniþekkingu á sviði byggingar- iðnaðar í röðum blökkumanna í Suður-Afríku og þar gætu íslend- ingar komið til hjálpar. Afristar er í eigu blökkumanna en hafín er samkeppni verktaka- fyrirtækja hvítra og svartra í Suð- ur-Afríku. Tortryggni mun víða gæta og er það af þessum sökum sem samstarf við svo litla þjóð sem íslendinga þykir fýsilegur kostur. Hagnaði af verkefninu verður skipt samkvæmt sérstökum samn- ingsákvæðum en 5% múnu renna í sérstakan þróunarsjóð og tíu pró- sent til viðbótar munu ganga til líknarmála ýmissa. Klassík FM hefur útvarp í dag ÚTVARPSSTÖÐIN Klassík FM hefur útsendingar í dag kl. 14 á FM 106,8. Randver Þorláksson leikari hefur verið ráðinn dag- skrárstjóri stöðvarinnar og ríð- ur sjálfur á vaðið í dag með þátt tengdan fréttum af tónlist- ar- og menningarmálum í dag. Af öðrum dagskrárliðum má nefna þátt Hinriks Ólafssonar leikara sem verður á dagskrá frá 4-7 virka daga og þátt Val- gerðar Matthíasdóttur á laugar- dag, sem samtengdur er Aðal- stöðinni. Aflvakinn hf. rekur Klassík FM, líkt og Aðalstöðina og X-ið, og verður um sérhæfða dagskrá að ræða eins og á þeim tveimur. Tónlist á hörðum diski Randver segir að dagskrá stöðvarinnar sé enn í mótun en einkum verður reynt að koma til móts við þenkjandi hlustend- ur og áhugafólk um sígilda tón- list að hans sögn. Að næturlagi verður útvarpað með aðstoð tölvubúnaðar en sú nýbreytni fylgir útvarpi Klassíkur FM, að hluti tónlistar sem leikin er, er geymd i stafrænu formi á hörð- um diski. Diskurinn geymir á annað hundrað klukkustundir af tónlist sem þýðir að hægt er að koma í veg fyrir sífelldar endurtekningar í dagskránni. í bígerð er að útvarpa frétt- um frá „BBC World Service“ klukkan 7,8 og 9 á morgnana og einnig kemur til greina að senda út leikrit eða beinar út- sendingar af öðrum tónlistar- og menningarviðburðum. Dag- skrá Klassíkur FM verður sam- tengd Aðalstöðinni að hluta yfir páskana í kynningarskyni og segir Randver að hún verði með hátíðlegu móti. Ný hafnfirsk sjónvarpsstöð Ný sjónvarpsstöð, Sjónvarp Hafnarfjörður, hóf útsendingar í gær klukkan 18.30. Það er fyrirtækið Hafnfirsk fjölmiðlun sem stendur að útsendingunum og segir Halldór Árni Sveinsson sj ónvarpsstj óri að í fyrstu verði einungis sent út á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Á dagskrá verða fréttir úr bæj- arlífinu og mannlífspistlar. Undirbúningur hefur staðið lengi að sögn Halldórs en með honum standa að rekstrinum Sæmundur Stefánsson fram- kvæmdastjóri og Erlingur Kristensson auglýsingastjóri. Útsendingarnar nást einvörð- ungu í Hafnarfirði til að byrja með og er sent út á Rás 58. Segir Halldór að íbúar sem að- gang hafa að kapalkerfi nái útsendingunum án fyrirhafnar. Fangar fá páskaegg STÓRHÁTÍÐIR fara ekki framhjá fangelsum landsins. Einar J. Gísla- son og Hafliði Kristinsson í Fíladelf- íu fóru í vikunni með páskaegg til fanganna á Litla-Hrauni og voru þá búnir að dreifa páskaeggjum í fang- elsi í Reykjavík og Kópavogi. Þetta er 15. árið sem fangar fá páska- kveðju af þessu tagi. „Þetta byijaði 1981,“ sagði Einar. „Ég hitti Sig- urð Marinósson, forstjóra Mónu og gamlan Eyjamann, niðri í Hafnarstræti daginn fyrir skírdag. Móðurbróðir hans og vinur minn, Haf- steinn Þorsteinsson, lá banaleguna og ég hafði heimsótt hann reglulega á sjúkrahúsið. Sigurður tjáði mér þakklæti sitt og spurði hvort hann gæti ekki gert eitthvað fyrir mig. Jú, gefðu mér hundrað páskaegg! En ég ætla ekki að borða eitt einasta, heldur gefa þau í fangeisin." Að sögn Einars brást Sigurður umsvifalaust við þessari beiðni og allar götur síðan hefur það ekki brugðist um páska að Einar hefur mátt sækja páskaegg handa föng- unum til Sigurðar í Mónu. Einar segir að á þessum 15 árum hafí föngum fjölgað og nú dreifði hann 135 páskaeggjum. „Mér fínnst þeir líka sífellt verða yngri sem gista fangelsin. Þau eru orðin mörg páska- eggin á þessum 15 árum. Fanga- verðir hafa sagt við mig að þessi kveðja sé ómetanleg fyrir andrúms- loftið í fangelsinu um hátíðarnar. Fangarnir eru þakklátir og það hef- ur komið fyrir að þeir hafi skrifað og beðið um páskaegg fyrir börnin sín.“ Auk þess að fara með páskaegg hefur Einar um langt árabil fært Morgunblaðið/Sigurður Jónsson föngum bækur í jólagjöf. Hann seg- ir að margir einstaklingar og stjórn- endur fyrirtækja hafi styrkt þetta starf. En hvað knýr hann til þess að gleðja fanga með þessum hætti? „Eg hef orð Jesú Krists fyrir mér í því að þetta eigum við að gera,“ segir Einar. „Jesús sagði: ,í fangelsi var ég og þér komuð til mín... Sann- lega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.’“ EINAR J. Gíslason og Hafliði Kristins- son færðu föngum á Litla Hrauni og fangelsum á höfuðborgarsvæðinu páskaegg í vikunni. Hús ÍS rís FYRSTA skóflustungan að nýbyggingu íslenskra sjávarafurða að Sigtúni 42 var tekin í gær. Húsið verður um 2.500 fermetrar að stærð á tveimur hæðum. Arkitektar að byggingunni eru Arki- tektar sf. og verkfræðiþjónusta er í höndum Verkfræðistofu Sig- urðar Thoroddsen. Samið hefur verið við verktakafyrirtækið Armannsfell hf. um byggingu hússins og á fyrsti áfangi byggingar- innar að vera tilbúinn til notkunar I lok september.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.