Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 85
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 85
BRÉF TIL BLAÐSINS
Hvers vegna eru banka-
stjórar Landsbankans
ekki kallaðir til ábyrgðar?
Frá Einari Vilhjálmssyni:
I VIÐTALI við Sverri Hermannsson
í Morgunblaðinu 10.5. 1994, er jafn-
framt vitnað í erindi hans á fundi
hjá SH skömmu áður, þar sem hann
sagði meðal annars að offjárfesting,
óráðsía og
gegndarlaus
eyðsla væri orsök
kreppunnar á ís-
landi. Hann sagði
einnig að kunn-
ingsskapur, fyrir-
greiðsla og at-
kvæðakaup
stjórnmála-
manna hefði
miklu um íjár-
festingarákvarðanir ráðið. Aðspurð-
ur segir Sverrir: „Ég hef aldrei hald-
ið því fram að ég væri saklaus í
þessum efnum. Ég á ekki von á því
að axarsköftin þyki neitt betri þótt
ég hafi lagt hönd að smíði þeirra."
Ef rétt er að spilling stjórnmála-
manna og bankastjóra sé orsök
efnahagskreppu undanfarinna ára,
hvers vegna er ekki tekið á málinu?
Er ekki verið að lýsa hér glæpsam-
legu athæfi? Er valdþurrð þegar
taka þarf á pólitískri spillingu? í
Morgunblaðsgrein 2. apríl 1995
segir prófessor Ólafur Björnsson á
þessa leið: Þeir sem opinberum fyr-
irtækjum stjórna eru ekki kosnir
af almenningi til starfans, heldur
skipaðir af leiðtogum þeirra stjóm-
málaflokka sem með völdin fara.
Það er því eðlilegt að þeir sérhags-
munir, sem þessir forstjórar opin-
berra fyrirtækja bera einkum fyrir
bijósti, séu hagsmunir flokksins
sem þeir eiga að þakka að þeir
gegna sínu trúnaðarstarfi. í þessu
felst ekki, að því sé haldið fram að
íslenzku stjórnmálaflokkarnir séu
allir sem einn einskonar mafíur sem
einblína á sérhagsmuni flokksins
og forystu hans. Þetta breytir þó
engu um það að þeir sem skipaðir
eru pólitískt til þess að taka ákvarð-
anir um lánveitingar og úthlutun
efnahagslegra gæða, eru háðir
þrýstingi frá þeim, sem settu þá á
stallinn. Hér er um að ræða mikil-
vægan þátt skýringa á hinum stór-
felldu afskriftum ríkisbankanna á
útlánum sínum. Og enn segir Ólaf-
ur: „Vitanlega er pólitísk spilling
vandamál hér á landi, þó að ég
hafí ekki notað það orð um þjónkun
við pólitíska sérhagsmuni sem hér
hefur verið rædd.“ I sama blaði hinn
7. september 1993 segir hann:
„Vegna þess hve íslenzki markaður-
inn er lítill og einangraður er mikil
hætta á því, að tilraunir til þess að
koma hér á fijálsum markaði, endi
í fákeppni og jafnvel einokun. Það
er því óraunhæft að tala um slíkan
markað, nema löggjafarvaldið setji
viðskiptareglur, sem geri slíka skip-
an mála virka.“
Kvótakerfið stefnir fiskveiðum
lansdsmanna inná braut fákeppni í
einkarekstri og er því víti til varnað-
ar. Samkvæmt orðum Sverris má
skoða Landsbankann sem dæmi um
spillingu í opinberum rekstri og
ætti að fara með mál hans sam-
kvæmt því. Sverrir telur lausn spill-
ingarinnar vera að einkavæða bank-
ann. Væri það nokkur lausn? Hvers
vegna má ekki uppræta spillinguna
innan stofnunarinnar og snúa á veg
heiðarleikans? Fjármálaráðherra er
lausmjólkaðri á almannafé til
greiðslu óreiðuskulda Landsbank-
ans en til velferðarmálanna. Banka-
málaráðherra virðist ekki hafa
treyst sér í hreinsunaraðgerðir inn-
an bankakerfísins. Hann hefði átt
að taka hinn röggsama heilbrigðis-
ráðherra sér til fyrirmyndar, sem
lætur kné fylgja kviði í glímunni
við sjúka, aldna og öryrkja.
EINAR VILHJÁLMSSON,
Smáraflöt 10, Garðabæ.
í
I
I
t
íi
I
COMPACl
Compaq Presario CDS 520
66 Mhz 486SX2 - 4/420.
Innbyggður 14" SVGA skjár
CD-ROM - 16 bita hljóðkort.
Fax / mótald. Innbyggðir
hágæða hátalarar. MS
Works, MS Encarta,
INCA2, leikir o.fl.
3 ÁRA ÁBYRGÐ
149.900 kr.
179.900 kr. með HP
DeskJet 320 prentara
Mumffimna
*
Compaq Presario 460
66 Mhz486SX2-4/270
Innbyggður 14" SVGA skjár
MS Works
3 ÁRA ÁJBYRGÐ
99.900 kr.
129.900 kr. m. HP DeskJet 320 prentara
Póatverdlun
SÍMI587-7100
KRIPALUJ□GA
HvrjaJii suniariO vcl, gcfOu |icr tínia
Væntanleg námskeið
Byrjendanámskeið mánudaginn 24. apríl kl. 20.00.
Leiðbeinandi. Ingibjörg G. Guðmundsdóttir
Byrjendanámskeið þriðjudaginn 2. maí kl. 16.30.
Leiðbeinandi. Áslaug Höskuldsdóttir.
„Heildrænn lífsstíll“ þriðjudaginn 2. maí kl. 20.00.
Leiðbeinandi. Nanna Mjöll Atladóttir.
JÚGA5TÖÐIN HEIIV15LJD5
Ármúla 15, sími 5B8 91B1 — einnig símsvari.
Stúdentar í Osló með tölvuheimilisfang
Frá Guðnýju Katrínu Einarsdóttur:
MORGUNBLAÐINU hefur borist
orðsending frá stúdentum í Ósló,
sem er svohljóðandi:
„FISN er félag stúdenta í Ósló.
Um leið og við bjóðum íslendinga
velkomna til Noregs, viljum við
minna á heimilisfangið hjá FISN
Gudrunarstofa, Sogn Studentby,
Sognsveien 85, uppgangur 51,(hjá
búðinni. Erum á efstu hæð), 0858
Oslo.
Fastir liðir í starfsemi félagsins
eru blaðakvöld á mánudagskvöld-
um, með nýlegum Morgunblöðum
og nýsteiktum vöfflum, sauma-
klúbbur, kór, auk ýmissa annarra
skemmtana.
Félagið hefur einnig LÍN-full-
trúa á sínum snærum og fulltrúa
í SIDS, sem er félag íslendinga á
Norðurlöndum. Sendið okkur línu
og við sendum þér upplýsingar um
hæl. Einnig er hægt að hafa sam-
band við félagið med því að nota
email, netfangið er: gudny-
eifi.uio.no
Fyrir hönd stúdenta í Ósló,
GUÐNÝ KATRÍN EINARSDÓTTIR
gudnyeifi.uio.no
Opið alla
" skana
Já!Vá!Já!
Kramhúsið er rétti
staðurinn..
/r
mig
Leli
og
Músikleikfimi:V^óxS
“J t/>
• CP
Salsa
Flaitt®
ro o3
X c
ö c
Vornámskeiðin
hefjast 18. apríl.
HÚ5I&
Sími: 551 5103
HaóPa