Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 81

Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 81
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 81 ROKKARINN í dag — og hefur engu gleymt. the rising sun og þá ekki síður, hversu afspyrnuduglegir þeir voru að jórtra tyggigúmmí, Gunnar og Rúnar. Og hversu svakalega síð- hærð hljómsveitin var! Enn betur man ég eftir Hljómum á unglinga- dansleik í Allanum nokkrum miss- erum síðar. Þá hrærir Pétur nokk- ur Östlund í settinu, rokkið kyn- þrungnara og kröftugra, með auk- inni færni í spilamennskunni og öryggi í sviðsframkomu. Öll sján- leg feimni rokin af Rúnari, en hann orðinn töffari frá hvirfli til ilja. Homo erectus! Tekið rösklega undir með Rollingum, Kinks og Spencer Davis group. Umbarúmb- amba! Kanski voru Hljómar aldrei betri. Gengu eiginhandaráritanir kaupum og sölum. Uppreisnarárið ’68 fór svo Rún- ar hamförum! Þegar Hljómar komu norður til að spila á fertugs- afmæli KA voru þeir allt í senn, frægir virtir og vinsælir í kjölfar fyrstu stóru plötunnar, sem hljóm- sveit af þessu tagi hafði gefið út á íslandi. Brugðu fyrir sig Bítlum, Beach boys, Hendrix og léttsýrðu blómarokki, eins og að drekka vatn. Að ógleymdri soulmúsíkinni. Orðnir áskaplega yfirvegaðir og fágaðir í röddum til að mynda. Þá var það í lok dansleiksins, að Rúnar er allt í einu kominn upp á hátalara einn mikinn eftir heljar- innar sving um senuna, sveiflar hljóðnemanum ótt og títt í kring- um sig, eins og Lone Ranger, en hvetur akureyrska til dáða, á með- an hann fer á hálfgerðu jaka- hlaupi milli hátalaranna! Hef ég hvorki fyrr né síðar séð annað eins og fylgdist þó gjörla með honum í Húsafelli á þeirri átjánþúsund- höfða verslunarmannahelgi og horfði á hann ijúfa þakið með Trúbroti á sama stað ’69. Andakt- ugur. Það stóðst ekkert fyrir drengnum! Samur við sig Síðan hefur einn og annar dropi til sjávar runnið, en Rúnar í raun og sann verið samur við sig í ár- anna rás. Hann hefur að vísu þurft að flytja allskonar lög í tímans hafi, fyrir sjómenn, sjúklinga og aðra landkrabba, en oftar en ekki komist frá því með glans. Einlæg- ur og sæmilega sáttur við sinn innra mann. Rétt eins og John Fogery, þó sá komi sjaldnar fram. Er enginn uppi á Fróni, sem hefur slíkan aragrúa laga á hraðbergi sem Guðmundur Rúnar Júlíusson. Hann lætur heldur ekki deigan síga með framhaldið. Nægir þar að nefna GCD-plöturnar og plötuna, sem hann gerði með fornvini sínum Larry Otis 1992, sbr. þessa sjálfslýsingu úr Hungruð augu: Ég er geislavirkur trúbador og syng um ástarbál. Fíla gamla mánann og fæ sólina á fiug, fíra í gömlum glæðum og efli ástarhug. „There might be some dramas inside your pajamas ton- ite“ söng Steve Marriott sjötíuog- heitt. Það er nebbni- lega það. Keflavík- urröstin. Eða með orðum Rúnars: „Rokk&ról/ svaka sól/ dansinn stiginn er!“ Blátt áfram veginn!““ Svo mörg voru þau orð skáldsins. Það er ljóst að Rúnar Júlíusson hefur skilað tals- vert meiri dagsverki, til þróunar íslenskrar dægurlagasögu, en flestir aðrir. Lögin sem hann hefur gert vinsæl skipta tugum, hljóm- plöturnar, sem hann hefur leikið inn á, skipta hundruðum, skemmt- anirnar, sem hann hefur spilað á fyrir landsmenn, skipta þúsund- um. Og enn er Rúnar að, orðinn fimmtugur og líklega aldrei verið betri. Söngvasveinninn, sem ferð- ast um byggðir landsins. Kyndil- beri, með kyndilinn hátt á lofti. Kyndil þann, sem í logar arfur dægurlagamenningarinnar og þeim kyndli mun hann skila, skíð- logandi til næstu kynslóðar. Hafi hann þökk fyrir. Apríl 1995 Það er Ijóst aó Rúnar Júlíusson heffur skilaó talsvert meiri dagsverki, til þróunar islenskrar dægurlagasögu, en fflestir aórir. Lögin sem hann heffur gert vinsœl skipta tugum, hljómplöturnar, sem hann heff ur leikió inn ú, skipta hundruóum, skemmtanirnar, sem hann heffur spilaó ú ffyrir landsmenn, skipta þúsundum. Og enn er Rúnar að, orðinn ffimmtugur og líklega aldrei verið betri. Minnísblað lesenda Slysadeild Slysadeild og sjúkravakt Borg- arspítalans eru opnar allan sólar- hringinn og sinna slysa- og neyð- artilfellum. Sími slysadeildar er 696641. Læknisþjónusta Helgarvakt lækna er frá kl. 17 á miðvikudegi fyrir páska til kl. 8 á þriðjudagsmorgni eftir páska. Símanúmer vaktarinnar er 91 21230. Veittar eru upplýsingar um læknavakt og lyfjabúðir í sím- svara Læknafélags Reykjavíkur 18888 Tannlæknavakt Neyðarvakt er milli kl. 10 og 12 eftirfarandi daga: á skírdag hjá Vilhjálmi Vilhjálmssyni, Hraunbergi 4, Reykjavík, sími 5870100; á föstudaginn langa hjá Ágústi Gunnarssyni, Reykja- víkurvegi 66, Háfnarfirði, sími 5654722; laugardaginn 15. apríl hjá Árna Jónssyni, Háteigsvegi 1, Reykjavík, sími 5626035; páskadag hjá Geir Atla Zoéga, Háteigsvegi 1, Reykjavík, sími 5517022, og annan í páskum hjá Birni Þórhallssyni, Háteigsvegi 1, Reykjavík, sími 5626106. Allar upplýsingar um neyðar- vaktina og hvar bakvaktir eru hverju sinni ef um neyðartilfelli er að ræða eru lesnar inn á sím- svara 681041. Slökkvilið Slökkviliðið í Reykjavík hefur síma 11100, slökkviliðið í Hafnarfirði hefur síma 51100 og slökkviliðið á Akureyri hefur síma 22222. Lögregla Lögreglan í Reykjavík hefur símann 699010 og 699000, en neyðarsími hennar er 11166 og upplýsingasími 699020. Hjá lög- reglunni í Kópavogi er sími 41200, í Hafnarfirði sími 51166 og á Ákureyri er síminn 23222. Sjúkrabifreiðar í Reykjavík og Kópavogi er hægt að leita aðstoðar sjúkrabifreiða í síma 11100, í Hafnarfirði 51100 og á Akureyri 22222. Lyfjavarsla Á skírdag verður opið allan sólarhringinn í Apóteki Austur- bæjar. Á föstudaginn langa, laugardag fyrir páska, páskadag og annan í páskum verður Ing- ólfsapótek opið allan sólarhring- inn. Auk þess verður Hraun- bergsapótek opið laugardaginn fyrir páska til kl. 22. Bilanir í Reykjavík skal tilkynna hita- veitu- og vatnsveitubilanir í síma 27311, sem er neyðarsími gatna- málastjóra. Rafmagnsbilanir í Reykjavík er unnt að tilkynna í síma 686230, og unnt er að til- kynna símabilanir í 05. Guðsþjónustur Tilkynningar um guðsþjón- ustur eru á bls. 63. Skrá yfir fermingarbörn er á bls. 65-66. Bensínstöðvar Bensínstöðvar verða lokaðar á föstudaginn langa og páskadag. Á skírdag og annan páskadag eru þær bensínstöðvar sem alla- jafna eru opnar til kl. 23.30 opn- ar frá kl. 8-16, en þær sem alla- jafna eru opnar til kl. 20 eru opnar frá kl. 10-15. Minnt er á sjálfsala bensínstöðvanna. Verslanir og söluturnar Leyfilegt er að hafa verslanir opnar frá kl. 9-16 laugardaginn fyrir páska en að öðru leyti verða þær lokaðar um páskana. Söluturnar mega vera opnir á skírdag, laugardaginn fyrir páska og annan í páskum til kl. 23.3!!, en verða að venju lokaðir föstudaginn langa og páskadag. Almenningsvagnar bs. Á skírdag og annan páskadag er ekið eins og á sunnudögum. Laugardaginn fyrir páska hefst akstur á venjulegum tíma og er þá ekið eftir laugardagstíma- töflu. Föstudaginn langa og páskadag er ekið á öllum leiðum samkvæmt tímaáætlun sunnu- daga. Akstur hefst þó ekki fyrr en um kl. 14. Fyrsta ferð leíðar 170 er kl. 13.50 frá skiptistöð við Þverholt og leiðar 140 kl. 14.16 frá Hafnarfirði. Nætur- vagn verður ekki í ferðum um páskahelgina. Strætisvagnar Reykjavíkur Á skírdag og annan í páskum er ekið eins og á sunnudögum. Föstudaginn langa og páskadag hefst akstur um kl. 13 og er ekið samkvæmt sunnudagstíma- töflu. Næturakstur fellur niður. Laugardaginn fyrir páska hefst akstur á venjulegum tíma og er ekið eftir laugardagstímatöflu. Næturakstur fellur niður. Heijólfur og Akraborg Á skírdag fer Herjólfur frá Vestmannaeyjum kl. 8.15 og frá Þorlákshöfn kl. 12.30, en á föstu- daginn langa er engin ferð. Laug- ardaginn fyrir páska er farið frá Vestmannaeyjum kl. 8.15 og frá Þorlákshöfn kl. 12.30. Á páska- dag er engin ferð, en á annan páskadag er farið frá Vest- mannaeyjum kl. 14 og frá Þor- lákshöfn kl. 18. Akraborgin fer fjórar ferðir á skírdag og laugardaginn fyrir páska. Farið er frá Akranesi kl. 8, 11, 14 og 17 og frá Reykjavík kl. 9.30, 12.30, 15.30 og 18.30. Engar ferðir verða farnar á föstu- daginn langa og páskadag, en á annan páskadag eru farnar fimm ferðir. Þá er farið frá Akranesi kl. 8, 11, 14, 18 og 20 og frá Reykjavík kl. 9.30, 12.30, 15.30 18.30 og 21.30. Langferðabifreiðar Eins og undanfarin ár eru páskar ætíð miklir annatímar hjá sérleyfishöfum enda fólk mikið á ferðinni. Fjölmargar aukaferðir eru því settar upp og þá aðallega á lengri leiðum. Állar nánari upp- lýsingar um akstur sérleyfisbif- reiða um páskana' veitir BSÍ í síma 9122300. Vegaeftirlit Símsvari Vegaeftirlits Vega- gerðar ríkisins veitir upplýsingar um færð á helstu vegum í síma 91 631500 og í græna númerinu 996316. Allar helstu leiðir verða mokaðar alla páskadagana nema á föstudaginn langa og vakt verð- ur hjá Vegaeftirlitinu sömu daga. Tilkynningaþjónusta fyrir ferðamenn Ferðamenn geta hringt í síma 686068 allan sólarhringinn og látið vita um ferða- og tímaáætl- un sína þannig að hægt sé að gera ráðstafanir komi þeir ekki fram á réttum tíma. Eru ferða- menn hvattir til að notfæra sér þessa þjónustu hvort heldur sem um er að ræða stuttar eða langar ferðir. Þjónusta þessi er rekin af Landsbjörg, landssambandi björgunarsveita, í samvinnu við vaktfyrirtækið Securitas, ferða- fólki að kostnaðarlausu. Opnunartími íþróttamannvirkja Á skírdag og annan í páskum eru sundstaðir í Reykjavík opnir frá kl. 8-17.30, en Árbæjarlaug er opin til kl. 20.30. Sundstaðir eru lokaðir á föstudaginn langa og páskadag. Laugardaginn fyrir páska er opið frá kl. 7.30-17.30, en Árbæjarlaug er opin til kl. 20.30. Skíðasvæðin í BláQöllum, Skálafelli og Hengli eru opin frá kl. 10-18 alla dagana. Símsvari er 5801111. Skautasvellið í Laugardal er opið kl. 10-18 alla dagana nema hvað lokað er föstudaginn langa. Símsvari er 5685533. Athuga skal að á skautasvell inu og skíðasvæðunum fer opnun eftir veðri og er fólki bent á að hringja í viðkomandi símsvara áður en lagt er af stað. Höfundur er framkvæmdastjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.