Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 27
LISTIR
Orðin hafa öðlast
nýja merkingu
,ÞETTA á erindi við alla sem vilja
ipplifa píslarsögu Jesú Krists á þess-
im tíma,“ segir Jón Stefánsson
itjórnandi Kórs Langholtskirkju sem
ietja mun Jóhannesarpassíuna eftir
ohann Sebastian Bach á svið um
>áskana. Kórinn ræðst ekki á garð-
nn þar sem hann er lægstur en fáum
iögum fer af sviðsetningu á verkinu
iem er byggt á Jóhannesarguðspjall-
nu. „Mig grunar að þetta sé jafnvel
íeimssögulegur viðburður. Við höf-
ím ekki fundið neinar upplýsingar
ím sambærilegar uppfærslur," verð-
ír Jóni að orði.
Jón segir að allir sem að sýning-
mni standa hafi unnið þrekvirki.
rlulda Kristín Magnúsdóttir hefur
íaft búninga og sviðsmynd á sinni
cönnu og lýkur Jón lofsorði á fram-
ag hennar. „Það er makalaust hvað
Juldu hefur tekist að búa til góða
iviðsmynd úr engu.“ Mikið mæðir
únnig á Áma Baldvinssyni sem ger-
r lýsingu og segir Jón að honum
íafi tekist afar- vel upp.
„Kórinn hefur einnig lagt mikið á
sig og það er furðuleg tilfinning að
íafa hann nótnalausan fyrir framan
sig. Það hef ég ekki upplifað áður.
heildina er þetta búið að vera al-
reg rosalega spennandi enda getur
niklu meira komið fyrir í svona
ippfærslu en á venjulegum tónleik-
am. Þetta hefur verið mikil reynsla
ýrir alla en kórinn er að upplifa
þessa sögu mun sterkar en áður.
Orðin hafa öðlast nýja merkingu."
Gerði ekki ráð fyrir að starfa
í guðshúsi
Kórinn fékk breska dansarann og
danshöfundinn David Greenall til liðs
við sig og annast hann sviðsetningu
verksins auk þess að semja tvo
dansa. Hann hefur ekki í annan tíma
sviðsett verk í kirkju en kveðst síður
en svo sjá eftir því að hafa slegið
til. Það hafi verið ákaflega gaman
að starfa með því geðþekka fólki sem
myndi Kór Langholtskirkju.
Frá því að Greenall kom til lands-
ins árið 1992 hefur hann starfað
með íslenska dansflokknum, kennt
í Listdansskóla íslands og stjórnað
Listdansflokki æskunnar sem hann
stofnaði. Hann er ekki sérlega trúað-
ur maður — þótt hann virði hin
kristnu gildi — og gerði því ekki ráð
fyrir að starfa í guðshúsi á íslandi.
Reyndar mnnu á hann tvær grímur
þegar móðir hans, sem er ófresk,
gerði honum grein fyrir því um síð-
ustu jól að hann myndi innan tíðar
ganga inn í stóra kirkju sem ætti
eftir að skipta hann miklu máli.
Skömmu síðar hafði Jón Stefánsson
samband.
Greenall kveðst hafa sett heiðar-
leikann og einfaldleikann í öndvegi
við sviðsetningu Jóhannesarpass-
íunnar. „Verkið segir fallega sögu
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
SIGURÐUR Skagfjörð Steingrimsson í hlutverki Jesú Krists í
Jóhannesarpassiunni eftir J.S. Bach sem kór Langholtskirkju
setur á svið í kvöld og næstu daga.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
HLUTI kórs Langholtskirkju sem læra þurfti Jóhannesarpass-
íuna utan að fyrir sýningarnar.
sem mér var falið að færa í leikræn-
an búning. Tónlistin skiptir hins veg-
ar mestu máli og því vildi ég ekki
taka neitt frá henni. Ég held að
Jóhannesarpassían eigi erindi við
alla burtséð frá því hvort þeir fara
reglulega í kirkju."
Líður vel í hlutverki Krists
Sigurður Skagfjörð Steingríms-
son, sem fer með hlutverk Jesú
Krists í uppfærslunni í Langholts-
kirkju, segir að það fylgi því viss
tilfinning að bregða sér í hlutverk
frelsaraiis - ekki síst um páska.
„Mér líður vel í hlutverkinu. Það var
búið að hrella mig með því að það
yrði farið illa með mig enda verður
Kristur að þola ýmsar pyntingar í
verkinu. Þetta hefur hins vegar allt
verið gert á táknrænan hátt,“ segir
Sigurður og brosir.
„Tónlist Bachs nær tökum á
manni þegar maður fer að kafa
dýpra í hana,“ segir söngvarinn sem
hefur eðli málsins samkvæmt kynnt
sér tónlistina gaumgæfilega eftir að
hann var beðinn um að taka hlut-
verkið að sér. Hann segir ennfremur
að hlutverk Jesú sé nokkuð snúið.
„Þetta er gífurlega spennandi en ég
hef ekki tekið þátt í neinu sem er
sambærilegt við þessa uppfærslu
enda er Jóhannesarpassían yfirleitt
ekki sett á svið. Æíingar hafa geng-
ið mjög vel enda drífur Jón þetta
áfram. Það hefur verið mjög gaman
að vinna með þessu fólki; það eru
allir samstiga í að gera sitt besta."
Jóhannesarpassían verður frum-
flutt í Langholtskirkju klukkan 21 í
kvöld, skírdag. Hinar sýningamar
tvær verða á föstudaginn langa og
laugardaginn fyrir páska. Báðar
heijast klukkan 21.
Leikhús upp-
rísu o g lífs
Engin upplifun er kristnum mönnum magnaðri en píslar-
saga og upprisa Jesú Krists. Jóhannes Jónasson segir
enga sögu í þeirra vitund dramatískari.
HELGISIÐIR flestra trúarbragða em
að verulegu leyti leikræn túlkun á
samskiptum manna við guðdóminn.
Söfnuðinum eru gerð ljós helstu trúaratriði
)g oft em sviðsett, beint eða óbeint, atvik
ár helgum sögnum. Reyndar er upphaf leik-
lússins að fínna í trúarathöfnum.
í kaþólsku helgihaldi fólst dramatísk fram-
setning trúarinnar í guðsþjónustunni, en í
útherskri trúariðkun komu fram aðrar og
persónulegri áherslur. Reyndar vora á endur-
reisnartímanum orðnir til tveir ólíkir menn-
ngarheimar, óháð trúarstefnum, þar sem
riðhorfin vora önnur norðan Alpa en sunnan.
rráarleg list þessa tíma á Ítalíu er óravegu
frá raunsærri túlkun Diirers, Cranachs eða
Breugels á sama efni. í þeirra myndum era
Kristur og postulamir eins og fólkið á næsta
torgi, ungir, gamlir, fríðir, ljótir, smáir eða
stórir eftir atvikum. Matthías Gránewald
sýnir okkur sár og undir Krists og píslar-
ratta á þann veg sem ítalskir málarar hefðu
talið ósmekklegt. í þýskættaðri mótmælenda-
trá var pína og dauði frelsarans ekki hinn
upphafni leyndardómur, heldur áþreifanlegur
atburður til að skoða og meta, lifandi bókstaf-
ur sáttmálans við Guð.
Frá upphafi var það predikunin sem var
þungamiðja hinnar lúthersku guðsþjónustu,
en fljótlega fékk safnaðarsöngurinn jafnháan
sess. Sálmarnir vora kjörnir sem hliðstæða
við prédikunina, samantekt á tráarsetning-
unni í kvæði og söng. Þegar fram liðu stund-
ir og lútherski söfnuðurinn varð að virðu-
legri stofnun, varð kirkjutónlistin viðameiri
og glæstari.
Mikil listaverk
Við íslendingar þekkjum viðhorf hins lút-
herska rétttránaðar best af Passíusálmum
Hallgríms Péturssonar, og það er satt sagna
að þeir era okkur góður inngangur að pass-
íum Bachs. Þessi miklu listaverk era sprottin
af sama meiði. Úr Passíusálmunum þekkjum
við vel sömu framsetningu og er að fínna í
passíuverkum Tómasarkantorsins, frásögn
einstakra atriða píslarsögunnar, guðfræði-
lega útskýringu hvers og eins, og loksins
nánari útlagningu handa hinum tráuðu.
Flutningur píslarsögunnar í dymbilviku
hafði tíðkast í kirkjum frá því á miðöldum.
Þá var frásaga Matteusarguðspjalls tónuð á
pálmasunnudag, Markúsarguðspjallið þriðju-
dag í dymbilviku, en Lúkasarguðspjall á mið-
vikudag. Skírdagsþjónustan snerist um heil-
aga kvöldmáltíð og altarissakramentið, en
síðan var píslarsaga Jóhannesarguðspjalls
flutt á föstudaginn langa.
Guðsþjónustan færðist að veralegu leyti á
móðurmálið með siðaskiptum og þá opnast
leiðir til að flytja söfnuðinum píslarsöguna á
virkari hátt. Heinrich Schiitz steig einna
fyrstu skrefín í þessa átt. Yngri menn gengu
lengra, hver af öðram, og þannig verður til
það sem hefur verið nefnt óratoríupassía.
Slíkar passíur voru fluttar víða á þeim tíma
er Bach kom að verki sem Tómasarkantor í
Leipzig vorið 1723.
Passía í óratoríustíl var víst fyrst flutt í
Leipzig árið 1721, tveimur áram áður en
Bach réðst þangað. Sú var eftir Johann Ku-
hnau. Þessi nýbreytni virðist mönnum hafa
líkað vel og nýja kantomum því ætlað að
halda áfram á sömu braut. Bach samdi því
fyrst Jóhannesarpassíu og var hún líklega
frumflutt í dymbilviku 1724. Hann studdist
við passiutexta efir Brockes, sem saminn var
og prentaður nokkram áram fyrr og Hándel,
meðal annarra manna, hafði notað. Eitthvað
fór þessi nýi stíll fyrir brjóstið á íhaldssömum
sálum. Það er líklega framflutningur Jóhann-
esarpassíunnar sem sá frómi maður Christian
Gerber er að lýsa í skrifum sínum um guðs-
þjónustuhald í Saxlandi um þetta leyti:
„Fyrir meir en hálfri öld síðan var það
venjan að ekki var leikið á orgelið á pálma-
sunnudegi og enginn hljóðfærasláttur hafður
frá þeim degi og út dymbilvikuna. Píslarsag-
an hafði verið flutt á einfaldan og hátíðlegan
veg með tóni, en smám saman var tekið að
syngja hana með hinum fjölbreyttasta hljóð-
færaslætti, og var stundum felld inn í útsetn-
ing á píslarsálmi, þar sem söfnuðurinn söng
með, en síðan tóku hljóðfærin til á ný. Það
gerðist í borg nokkurri að þessi passíutónlist
var flutt í fyrsta sinn, með tólf fiðlum, mörg-
um óbóum, fagottum og öðram hljóðfærum,
og urðu margir hissa og vissu ekki hvemig
þeir áttu að taka þessu. í bekk einnar fyrir-
fjölskyldunnar sátu margir klerkar og aðals-
konur, sem sungu fyrsta sálminn eftir sálma-
bókinni af mikilli innlifun. En þegar þessi
leikhúsmúsík byijaði undraðust þau mjög og
sögðu: „Hvað er þama að gerast?“ Oldrað
ekkja af aðalsættum sagði: „Drottinn hjálpi
okkur, börnin góð. Þetta er rétt eins og
maður væri kominn á óperuhús." En allir
vora harðóánægðir og kvörtuðu með réttu
undan þessu. — Það er að vísu rétt að til er
fólk sem hefur gaman af slíku fánýti, einkum
þeir sem era örir að geðslagi og hneigðir til
veraldlegra lystisemda. Slíkir veija viðamikla
kirkjutónlist sem fremst þeir mega og telja
aðra nöldursama og durgslega fyrir vikið,
rétt eins og þeir einir ættu visku Salómons
og aðrir hefðu engan skilning.
Ekki hafa allir verið á sömu skoðun, því
Bach samdi og flutti passíur við öll guðspjöll-
in, endurskoðaði þær ítrekað og mun hafa
umritað Mattheusarpassíuna í einfaldaða
gerð að auki, þannig að hann lét eftir sig
fimm passíur, en aðeins tvær þeirra hafa
varðveist.
Jóhannesarpassían er dramatískari
Jóhannesarpassían er dramatískari í eðli
sínu en Mattheusarpassían. Bæði er hinn leik-
ræni þáttur guðspjallsins samfelldari, orða-
skiptin leikrænni og frásögnin af viðbrögðum
mannfjöldans líflegri. Að auki tekur guð-
spjallið til mun skemmri atburðarásar en hjá
Mattheusi, hefst með handtökunni í grasgarð-
inum og segir einfalda sögu. Eini útúrdúrinn
er sá er varðar afneitun Péturs. Það era því
færri og knappari atriðin þar sem stansað
er við til útleggingar og íhugunar, og þau
verða fremur eins og áhersla á þá staði frá-
sagnarinnar sem mestu varða. Þungamiðja
verksins er samskipti Pílatusar og mannQöld-
ans frá því að gyðingar velja Barrabas frem-
ur en Jesúm og þar til krossfestingin fer fram.
Þessi hluti passíunnar myndar samfellu með
endurtekningu kóra og sálma.
Það era tveir viðburðir guðspjallanna sem
hafa frá fornu fari verið sviðsettir beint eða
óbeint í helgisiðum kirkjunnar, fæðing og
dauði frelsarans. Það eitt hafa menn ekki
látið sér nægja. Um páskaleyti fara víða
fram, einkum í kaþólskum löndum, athafnir
eða atburðir þar sem menn leggja á sig
sumar píslir Krists, bera kross þyrnum-
krýndir og láta jafnvel krossfesta sig. í Jerú-
salem liðast mannfjöldinn á langafijádag
um Via Dolorosa og stansar við hina fjórtán
staði á píslargöngu Krists. Þennan dag er
ímynd þeirrar sömu göngu farin í guðshúsum
vítt um veröld, þar sem staðir píslargöngunn-
ar era sýndir á myndum á veggjum. Þessa
göngu mega þeir líta sem fara í Kristskirkju
í Landakoti.
Píslarsagan víða sviðsett
Píslarsagan hefur auk þess oft og víða
verið sviðsett í beinum leikbúningi. Margir
kannast við píslarleikina miklu í Oberammer-
gau, en þeir era langt í frá einstakir. Þáttur
kvikmyndanna í þessu er vel kunnur og þarf
varla að rifja hann upp.
Það má heita ótrálegt að litlum sögum fer
af sviðsetningu á passíum Bachs. Vera má
að sumum þyki þær meiri helgidómur en svo
að slík meðferð sé þeim samboðin. Eins kann
mörgum að þykja áð frásögn guðspjalla-
mannsins geri að verkum að sviðsetningu sé
ofaukið. Þessar röksemdir era þó léttvægar.
Sviðsetningar á passíunum era þó ekki
með öllu einsdæmi. Fyrir hálfum öðram ára-
tug var Mattheusarpassían sviðsett vestur í
Boston í Bandaríkjunum, og vakti sú sviðsetn-
ing mikla athygli. Til dæmis fékk hún ítar-
lega og myndskreytta umfjöllun í Time. Jon-
athan Miller, óperaleikstjórinn frægi (sá sem
stjómaði Mafíuuppfærslunni á Rigoletto),
setti svo Mattheusarpassíuna á svið í London
í febrúar í fyrra. Sá flutningur var sýndur í
bresku sjónvarpi um páskana en hljóðritun
og myndband af atburðinum munu komin út
á vegum Virgin-fyrirtækisins. Fyrir fáum
áram var svo settur upp ballet við Mattheus-
arpassíuna í Bochum í Þýskalandi. Færri
sögum fer af sviðsetningu á Jóhannesarpass-
íunni, þótt hún sé leikrænni í eðli sínu. Fregn-
ir hafa þó borist af einföldum uppfærslum í
kirkjum, bæði í Finnlandi og í New York,
og eins hefur spurst að hún hafi verið sett
á svið á La Scala. Margir mega svo muna
þýsku sjónvarpsmyndina sem gerð var við
hljóðritun Karls Richter á verkinu og sýnd
var á Stöð 2 í fyrra.
Talsverð dirfska
Kór Langholtskirkju hefur þrisvar áður
staðið að flutningi Jóhannesarpassíunnar. Jón
Stefánsson, stjómandi kórsins, kveðst frá
fyrstu tíð hafa komið auga á dramatískt eðli
verksins og fyllst löngun að setja það á svið,
þótt ekki hafi orðið úr því fyrr en nú.
Engin upplifun er kristnum mönnum
magnaðri en píslarsaga og upprisa Jesú
Krists. Engin saga er í þeirra vitund drama-
tískari. Það má því telja talsverða dirfsku
að reyna sviðsetningu af þessu tagi, en jafn-
framt ætti túlkun atburðanna að verða sterk-
ari, ef vel tekst til. Þessi sérstæða leiksýning
í Langholtskirkju er því listviðburður meiri
en í meðallagi.
Höfundur er lögreglumaður í Reykjavík.