Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ 4- AKUREYRI Grýtubakkahreppur vill hafnasam- lag með Akureyri SVEITARSTJÓRN Grýtubakka- hrepps hefur óskað eftir viðræðum við fulltrúa í hafnarstjórn Akur- eyrarhafnar um stofnun hafnar- Áttatil- boð í gatnagerð ÁTTA tilboð bárust í gatnagerð og frárennslislagnir við orlofs- hús við Kjarnaskóg á Akureyri. Samið hefur verið um smíði húsanna og er stefnt að því að fyrstu gestimir geti dvalið í þeim síðsumars. Kostnaðaráætlun ráðgjafa gerði ráð fyrir að verkið kosti um 10,5 milljónir króna. Lægsta tilboðið var frá Akur- verki á Akureyri sem bauðst til að vinna verkið fyrir rúmar 5,6 milljónir króna eða 53,5% af áætluðum kostnaði. Aðrir sem buðu í verkið voru Guðmundur Gunnarsson, Akureyri, Pípu- lagnaverktakar, Blönduósi, Möl og sandur, Akureyri, Jarðverk, Dalvík, Ari B. Hilmarsson, Þverá, Malarharpan, Björgum í Amarneshreppi, og Vélaleiga H.B., Akureyri. Lyftur opnar alla páska- dagana SKÍÐASVÆÐIÐ í Böggvis- staðaflalli við Dalvík verður opið alla páskadagana. Lyfturnar verða opnar frá kl. 10.00 til 17.00. Fullorðnum stendur til boða að kaupa 3ja til 5 daga lyftukort, á 1.200 til 2.000 krónur. Verð fyrir böm er helmingi lægra. Þá verða ferðir með snjótroð- ara á Böggvisstaðafjall og Böggvisstaðadal páskadagana. Þrautabraut verður opin fyrir börn, firmakeppni í samhliða- svigi verður í dag, skírdag, rat- leikur fyrir skíðafólk og fót- gangandi verður á páskadag og risasvig fyrir 15 ára og eldri verður á annan páskadag. Gesta- vinnustofa GILFÉLAGIÐ á Akureyri býður gestum og gangandi að skoða hina nýju gestavinnustofu fé- lagsins í dag, fímmtudaginn 13. apríl, frá kl. 14.00 til 18.00. Gestavinnustofan er ætluð myndlistarmönnum, sem geta fengið hana lánaða í einn til þtjá mánuði meðan þeir vinna að list sinni. Gengið er inn í vinnustofuna um Deigluna. samlags Akureyrar og Grenivíkur. Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri Grýtubakkahrepps sagðist telja að slíkt hafnasamlag gæti orðið báðum aðilum til góðs, en ekki þó síst Grýtubakkahreppi. Eftir að Utgerð- arfélag Akureyrar hóf að reka frystihús Kaldbaks á Grenivík á liðnu ári hefur mest öllum fiski sem þar fer til vinnslu verið landað á Akureyri og hann keyrður til Greni- víkur. Tekjutap „Við höfum því tapað umtals- verðum tekjum vegna þessa og megum ekki við því. Að okkar mati yrði þægilegra að hafa hafn- irnar undir sama hatti, þá þarf ekk- ert að vera að rífast um hvar eigi að landa aflanum," sagði Guðný. Viðræður hafa ekki farið fram um hugsanlega stofnun slíks hafna- samlags, en Guðný sagði að menn myndu hittast og ræða málin eftir páska. Morgunblaðið/Rúnar Þór Skinnaiðnaður hf. styrkir íþrótta- og menning-arstarf SKINNAIÐNAÐUR hf. afhenti í gær styrki að upphæð hálf milljón króna til styrktar starfsemi á sviði íþrótta- og menningarmála. Afráðið var að veita fimm aðil- um þessa styrki í stað þess að verja litlum upphæðum til marg- víslegrar starfsemi. AIIs bárust 19 umsókir um styrkina. Þeir sem hlutu styrki Skinnaiðn- aðar að þessu sinni voru Sundfé- lagið Óðinn, sem fékk 100 þúsund krónur til að sjá um aldursflokka- mót Sundsambands íslands á Ak- ureyri í lok júní næstkomandi, Vemharð Þorleifsson júdómaður fékk 170 þúsund, krónur til undir- búnings fyrir Ólympíuleikana í Atlanta á næsta ári, íþróttafélagið Eik fékk 100 þúsund krónur vegna þátttöku í íslandsmóti íþróttafé- lags fatlaðra, Myndlistarskólinn á Akureyri fékk styrk að upphæð 100 þúsund krónur til að koma á samstarfsverkefni norræna barna á „Upplýsingahraðbrautinni“ og þá hlaut Jens Kristinn Gíslason félagi í Nökkva, félagi siglinga- manna á Akureyri, styrk að upp- hæð 30 þúsund krónur til þátttöku í siglingakeppninni „Tall ship’s race.“ Morgunblaðið/Rúnar f>ór Milt regn eftir harðan vetur ÚRKOM AN á Akureyri síðustu mánuði hefur verið í formi snjó- komu, en í gærdag brá svo óveiyulega við að það rigndi heil ósköp um tíma. Börnin voru ekki sein á sér að skella sér í gallann og út að sulla í pollunum. Ólafsfjarðarvatn Dorgveiði- dagur fjölskyld- unnar Ólafsfjörður. Morgunblaðið. DORGVEIÐIDAGUR fjölskyld- unnar verður haldinn á Ólafs- fjarðarvatni á laugardaginn fyrir páska, 15. apríl frá kl. 10.00 til 15.00. Þetta er liður í hátíðarhöldum vegna 50 ára afmælis Ólafsfjarðar- bæjar sem haldið verður upp á með margvíslegum hætti í ár. Dorgveiðidagurinn er hugsaður sem skemmtun fyrir alla fjölskyld- una og verða veitt verðlaun fyrir besta árangur í öllum flokkum. Engin þátttökugjöld verða. Olafsfjarðarvatn er eitt gjöful- asta fiskivatn á landinu, þar veið- ist lax, bleikja og jafnvel þorskur, koli og síld. í bígerð er að halda stóra dorgveiðikeppni á vatninu í maímánuði. Von og vísa LISTVINAFÉLAG Akureyrar- kirkju efnir til tónleika í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju næstkom- andi laugardag, 8. apríl kl. 17.00 en þeir bera yfirskriftina Von og vísa. Þar koma fram Anna Pálína Árnadóttir og Gunnar Gunnarsson og flytja efni af geislaplötu sinni, Von og vísa sem hefur að geyma þekkta sálma í nýjum og óvenjuleg- um útsetningum. Anna Pálína er þekkt fyrir flutn- ing sinn á vísnatónlist, en Gunnar Gunnarsson er organisti og djass- píanisti. Messur um páskana AKUREYRARPRESTAKALL: Fermingarguðsþjónustur í dag, skírdag kl. 10.30 og 13.30. Fyrir- bænaguðsþjónusta og almenn altarisganga kl. 20.30. Hátíðar- guðsþjónusta kl. 11.00 föstudag- inn langa. Messa á Dvalarheimilinu Hlíð kl. 16.00. Kór aldraðra syng- ur, organisti Sigríður Schiöth. Alt- arisganga kl. 19.30 sama dag vegna ferminga á skírdag. Hátíð- arguðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 8 árdegis á páskadag, á FSA kl. 10.30., í Akureyrarkirkju kl. 14.00. þar sem Barnakór Akur- eyrarkirkju syngur og á hjúkrunar- deild aldraðra Seli kl. 14.00. Hátíð- arguðsþjónusta verður í Minja- safnskirkjunni kl. 17.00 annan páskadag og í Miðgarðakirkju í Grímsey kl. 14.00. GLERÁRKIRKJA: Fermingar- messur í dag, skírdag kl. 10.30 og 14.00. Guðsþjónusta föstudag- inn langa kl. 14.00. Hátíðarmessa kl. 8 árdegis á páskadag, léttur morgunverður í safnaðarsal eftir messu. Helgistund á skaflinum við Skíðastaði í Hlíðarfjalli kl. 13.00 á páskadag. Fermingarmessa kl. 14.00 annan páskadag. HJÁLPRÆÐISHERINN: Gol- gatasamkoma föstudaginn langa kl. 20.00. Upprisufögnuður páska- dag kl. 8.00. Almenn samkoma kl. 20.00 sama dag. Deildarstjóra- hjónin Anne og Daníel Óskarsson stjórna og tala á samkomunum. Allir velkomnir. HVÍTASUNNUKIRKJAN: , Brauðsbrotning, ræðumaður Ás- grímur Stefánsson í dag, skírdag kl. 20.30. Samkoma, ræðumaður Rúnar Guðnason, föstudaginn langa kl. 15.30. Samkoma í umsjá ungs fólks laugardaginn 15. apríl kl. 20.30. Hátíðarsamkoma, ræðu- maður Jóhann Pálsson, páskadag kl. 15.30. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Eyrarlandsvegi 26. Messa skírdag kl. 18.00, föstudaginn langa kl. 15.00, láugardaginn 15. apríl kl. 23.00 og páskadag kl. 11.00. I I t I » \ 8 NÝIR ALI-SUN UÓSABEKKIR GEISLAGOTU 12 - SÍMI 25856 Ó'TeppnnosiD TRYGGVABRAUT 22 - SIMI 25055 ax / CL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.