Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 61
SÍÐASTA myndin sem var tekin af þeim byltingarfélögum, Che
Guevara og Fidel Castro. Che er í dulbúningi á leið til
Bólivíu árið 1966.
LÍKI Che Guevara var aldrei skilað en bólivíski herinn lét birta
þessa mynd af líki hans til staðfestingar eftir að hafa myrt
byltingarmanninn árið 1967.
Amsterdam, tók glaður myndimar
af okkur og „Skrýtlunni“ okkar, eins
og bíllinn var kallaður á Akureyri
árið sem við unnum þar við leikhús-
ið. En Frans hafði nú uppgötvað
merkilegri bíl á fombílasafninu og
vildi láta okkur taka mynd af sér og
þeirri glæsikerru. Þetta var gljáandi
svört límósína og fyrrverandi eigandi
hennar var móðir Fidels Castro. Fid-
el er af auðugu fólki kominn og í
þessari límósínu hafði honum verið
ekið um stræti auðmannahverfanna
sem bami. Þegar við komum svo
heim á fimm stjömu hóteiið okkar
um kvöldið, gátum við ekki annað
en hlegið. Fyrir utan hótelið voru
nokkrir útlendingar að stíga uppí það
sem Kúbanir kalla límósinu í dag.
Það var langur „glæsi“vagn sem er
lengdur skódabíll, það er að segja
tveir skódar settir saman svo úr verð-
ur ein „límósína"!
Kúbanir em ekki skyldugir að
tryggja bíla sína. Flestir bílar eru
reyndar í eigu ríkisfyrirtækja en
trygging bíla í einkaeign er ekki lög-
boðin. Allir sem valda bílskaða eða
slysi verða þó að bæta tjónið og það
er gert á einfaldan hátt. Tjónvaldur
vinnur fyrir skaðanum. Hann er sett-
ur í vinnubúðir en losnar við að vera
settur í venjulegt fangelsi með
glæpamönnum. í vinnubúðunum er
hann látinn mála vegaskilti og spjöld.
Sumir eru í vegavinnu. Umferðaró-
höpp og slys hljóta að vera afar fát-
íð ef dæma má eftir ástandi sumra
vega og brotnum og beygluðum veg-
skiltum.
Kúbanskt „Disneyland“
Á leiðinni aftur inn í borgina kom-
um við að þjóðgarði sem hafði að
geyma líkneski af risaeðlum og öðr-
um dýrum fomaldar, ásamt styttum
af frummanninum. Við settumst í
skuggann við fætur eins loðfíls,
ummál lapparinnar sem við hölluðum
okkur upp að var um þrír metrar.
Þessi þjóðgarður var opnaður árið
1968 og ætlaður bömum og ungling-
um, eins konar kennslugarður, en
nú er hann aðdráttarafl fyrir útlenda
ferðamenn. Eftir hellaskoðanir og
heimsóknir á bóndabæi, gönguferðir
um tóbaksekrur og skoðunarferðir í
sykurverksmiðjur kveðjum við nú
Mister Wonderful og ferðafélaga
okkar og höldum af stað í síðasta
áfanga þessa ferðalags.
Við ætlum að eyða síðustu dögun-
um við sjóinn. Ferðaskrifstofan ístra-
vel á íslandi hafði fundið fyrir okkur
frekar ódýran dvalarstað við kóralrif-
in Atlantshafsmegin. Við höfðum
greitt fyrir dvölina áður en við lögð-
um af stað í ferðalagið og bjugg-
umst ekki við miklu, allur matur
átti að vera innifalinn og auk þess
hótelið en verðið var álíka upphæð
og fór í matarinnkaup fyrir okkur
tvö hér heima á íslandi. Forstjóri
ferðaskrifstofunnar hafði selt okkur
ferðapakka sem hét „all inclusive"
það er að segja allt innifalið. Þegar
á staðinn var komið blasti við okkur
raðhúsaþyrping byggð í kringum
flennistóra sundlaug. Þarna var veit-
ingahús þar sem hægt var að snæða
bæði úti og inni og nokkrir barir við
sundlaug og aðrir innanhúss. Á
svæðinu var leiksvið, lítil íþrótta-
svæði en skammt frá ágætis tenni-
svöllur. Við fengum ljómandi her-
bergi með einkaverönd og annarri
sameiginlegri verönd við útidyr sem
sneru útí blómagarð. f herberginu
var sjónvarp þar sem hægt var að
fylgjast með bandarískum og évr-
ópskum stöðvum auk tveggja kúban-
skra rása. Á öðrum degi var okkur
orðið ljóst að við vorum komin í para-
dís ferðamannanna, því þama þurfti
maður ekki að bera á sér pen-
ingabuddu, allt var innifalið. Barir
voru opnir frá 9 á morgnana til 11
á kvöldin, fjórar máltíðir, margrétt-
aðar voru yfir daginn. Þama var
boðið uppá spönskutíma daglega,
kennd var rúmba og aðrir dansar,
teygjuæfingar og morgunleikfimi
gátu gestir einnig iðkað undir leið-
sögn þjálfara. Á kvöldin komu svo
leikflokkar og skemmtikraftar til að
hafa ofanaf fyrir gestunum og eftir
ellefu voru strandsamkvæmi undir
morgun, en þá þurftu gestir að borga
veitingar og annað á strandbamum
eða hafa með sér eigin vistir. Við
ferðalangar urðum hálf feimin í allri
þessari ókeypis ofgnótt, auðvitað
vorum við búin að borga alla dvölina
heima i íslenskum krónum en við
þessum lúxus höfðum við ekki búist.
Margréttaður veislumatur var dag
\
hvem og hann var hægt að snæða
án mikils samviskubits, starfsfólk
hóteleiningarinnar fékk þennan
sama mat innifalinn í kaupi sínu og
skyldum við nú hve eftirsóknarvert
var að vinna í ferðamannageiranum.
Á þessum stað vora um 400 gestir
frá Evrópubandalagslöndunum,
aðallega Þýskalandi, Austurríki,
Hollandi og Frakklandi, en einnig
Ijjöldi gesta frá Kanada. Þessum
gestum þjónuðu 150 starfsmenn,
sumir bjuggu á hótelinu en aðrir í
grenndinni.
Þama vora tveir læknar sem
sinntu heilbrigðisþjónustu. Hún er
Ert þú að tapa réttindum?
Eftirtaldir lífeyrissjóðir hafa sent sjóðfélögum yfirlit um iðgjaldagreiðslur á árinu 1994:
Almennur lífeyrissjóður. iðnaðarmanna
Lífeyrissjóður Bolungarvíkur
Lífeyrissjóður framreiðslumanna
Lífeyrissjóður Hlífar og Framtíðarinnar
Lífeyrissjóður Norðurlands
Lífeyrissjóður sjómanna
Lífeyrissjóður. starfsfólks í veitingahúsum
Lífeyrissjóður. verkafólks í Grindavík
Lífeyrissjóður verksmiðjufólks
Lífeyrissjóður Vestfirðinga
Lífeyrissjóður Vesturlands
Lífeyrissjóður Austurlands
Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar
Lífeyrissjóðurinn Hlíf
Lífeyrissjóður matreiðslumanna
Lífeyrissjóður rafiðnaðarmanna
Lífeyrissjóður Sóknar
Lífeyrissjóður Suðurnesja
Lífeyrissjóður. verkalýðsfélaga á Suðurlandi
Lífeyrissjóður verkstjóra
Lífeyrissjóður Vestmanneyinga
Fáir þú ekki yfirlit,
en dregið hefur verið af launum þínum í einn eða fleiri af
ofangreindum lífeyrissjóðum, eða ef launaseðlum ber ekki
saman við yfirlitið, skalt þú hafa samband við viðkomandi
lífeyrissjóð hið allra fyrsta og eigi síðar en 1. maí nk.
Við vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð er hætta á
að dýrmæt réttindi tapist. Þar á meðal má nefna:
ELLILÍFEYRI MAKALÍFEYRI BARNALÍFEYRI ÖRORKULÍFEYRI
Gættu réttar þíns
I lögum um ábyrgðarsjóð launa segir meðal annars:
Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðasjóðs launa vegna
gjaldþrota, skulu launþegar innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits ganga úr
skugga um skil vinnuveitenda til viðkomandi lífeyrissjóðs. Séu vanskil á
iðgjöldum skal launþegi innan sömu tímamarka leggja lífeyrissjóði til afrit
launaseðla fyrir það tímabil, sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá
launþega, er viðkomandi lífeyrissjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á
grundvelli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi
lífeyrissjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna.