Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Rúnar Þór NÝR dráttarbátur sem verið hefur í smíðum hjá Slippstöðinni- Odda og er í eigu Akureyrarhafnar var sjósettur í fyrrakvöld. Fjárhagsstaða 30 stærstu sveitarfélaga Líklegt að skuldir lækki um 325 millj. á árinu VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveit- arfélaga, segir að mörg sveitarfélög hafí gripið til aðgerða á undanföm- um mánuðum til að draga úr skulda- söfnun og koma á betri skipan fjár- mála. Sveitarstjómarmenn geri sér almennt fulla grein fyrir þeim vanda sem við sé að glíma og víðast hvar sé tekið á því við afgreiðslu íjár- hagsáætlana fyrir yfirstandandi ár. Vilhjálmur bendir á að könnun á fjárhagsáætlunum 30 stærstu sveit- arfélaganna fyrir árið 1995, leiði í ljós að skuldir þeirra eigi að geta lækkað um 325 milljónir króna á þessu ári. Hann segir einnig að sveitar- stjómarmenn telji hæpið að ganga lengra á þeirri braut að hækka út- svör og fasteignaskatta og því megi ætla að ónýttir tekjustofnar sveitar- félaganna á þessu ári nemi um 2,9 milljörðum króna. Gagnrýnir framsetningu í stefnuyfirlýsingu ríkissljórnar Vilhjálmur gagnrýnir aftur á móti hvemig þetta mál ber að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjómarinnar og segir að ætla megi að sá háttur sem hafður er á framsetningu þessa máls sé gerður í þeim tilgangi að draga athyglina frá þeim vanda sem alvarlegur hallarekstur ríkissjóðs hefur haft í för með sér nokkur undanfarin ár. „Ég hins vegar hlýt að trúa því að þessi yfírlýsing þýði í raun að ríkissljómin hafi skilning á þeim vanda sem blasir við hjá nokkrum sveitarfélögum á landinu en það mun að sjálfsögðu skýrast í þeim viðræð- um sem em væntanlega framund- an,“ segir Vilhjálmur. Drukknaði við köfun í Kleifar- vatni LEIFUR Einar Leópoldsson. 29 ÁRA gamall maður, Leifur Einar Leópoldsson, drukknaði í JGeifarvatni í fyrrakvöld. Hann var við köfun við Lamba- tanga, sunn- antil við vatnið, íklæddur þurrbúningi en án súr- efnistækja. Hann kafaði undir íssp- öngina sem liggur yfir vatninu í 10-12 metra fjarlægð frá landi. Leifur kafaði í fyrstu í nokkr- ar sekúndur undir ísinn. Þegar hann kom ekki upp eftir aðra ferðina fóm tveir félagar hans sem fylgdust með af bakkanum að leita hans. Þeir fundu hann í vatninu og drógu á land en lífgunartilraun- ir þeirra reyndust árangurs- lausar og var maðurinn úr- skurðaður látinn þegar læknir kom á vettvang með sjúkrabíl. Leifur Einar Leópoldsson var fæddur 20. júlí 1965. Hann var til heimilis á Grettisgötu 27 í Reykjavík, var ókvæntur og bamlaus, en lætur eftir sig full- orðna foreldra og systkini. Skemmri stöðvun Kröfhivirkjunar Vatnsborð lægra en í venjulegu árferði STARFSEMI Kröfluvirkjunar verð- ur stöðvuð í þrjá mánuði í sumar, en undanfarin ár hefur starfsemi þar legið niðri í fjóra mánuði. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, sagði í samtali við Morgunblaðið að um varúðarráðstöfun væri að ræða, til að létta álagi af uppistöðulónum við aðrar virkjanir, svo tryggt verði að bau nái að fyllast í sumar. í fyrra lá starfsemi í Kröfluvirkj- un niðri frá því í lok maí og fram í lok september, en nú dregst lokun um einn mánuð. „Lokunartíminn hefur farið eftir leysingum og veð- urfari, svo hann hefur verið breyti- legur, en þó oftast um fjórir mánuð- ir,“ sagði Þorsteinn. „Það er einnig ágætt að hvíla jarðhitavirkjanir eins og Kröflu um tíma, auk þess sem sinna þarf meira viðhaldi þar en í vatnsaflsvirlqun. Hins vegar er vatnsborð, til dæmis í Þórisvatni, sem er stærsta uppistöðulónið, lægra en venjulega. Þess vegna er álaginu létt af virkj- unum, sem svo er ástatt um, með því að reka Kröfluvirkjun einum mánuði lengur, til að tryggja að aðstæður verði góðar í haust. Það er ástæðulaust, þegar við höfum umframgetu, að láta lækka meira í lónunum, þótt því fari fjarri að við séum á síðustu dropunum." Kröfluvirkjun er keyrð á fullri afkastagetu sem er 30 megawött, en upphaflega var ráðgert að af- kastagetan yrði helmingi meiri. Af því varð þó ekki þar sem aldrei var sett upp nema önnur vélasamstæð- an í virkjuninni. Aðrar virkjanir eru margfalt stærri, til dæmis eru Búr- fellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkj- un 210 megawött hvor og Blöndu- virkjun 150 megawött. Atök IS og SH um kaup á hlutafé í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur Bæjarstjóra falið að afia frekari upplýsinga hjá SH MEIRIHLUTI bæjarráðs Húsavíkur ákvað í gærkvöldi að fela Einari Njálssyni, bæjar- stjóra, að afla frekari upplýsinga um það með hvaða hætti Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna geti hugsað sér að koma að væntanlegri hluta- fjáraukningu í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur, en SH hefur lýst áhuga á að taka þátt í hlutafjár- aukningunni og/eða kaupa 55% hlut Húsavík- urbæjar í fyrirtækinu. Sigurjón Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, fulltrúi minnihlutans í bæjar- ráði, vildi hins vegar ganga beint til sammnga- viðræðna við SH. í bókun meirihluta bæjarráðs, þeirra Stefáns Haraldssonar, Framsóknarflokki, og Kristjáns Ásgeirssonar, fulltrúa Alþýðubandalagsins og óháðra, kemur fram að þeir fagni þeim áhuga SH sem fram komi í bréfi fyrirtækisins. Sam- þykktu þeir að tilkynna SH að viðræður væru þegar í gangi við annan aðila um hlutafjárkaup í Fiskiðjusamlaginu, en íslenskar sjávarafurðir, sem Fiskiðjusamlagið er nú í viðskiptum við, hafa lýst sig reiðubúnar til að kaupa 75 millj- óna króna hlut í væntanlegri 100 milljóna króna hlutafjáraukningu. Fulltrúi Alþýðuflokksins, Jón Ásberg Salóm- onsson, sem er áheyrnarfulltrúi í bæjarráði, var á þeirri skoðun að ganga ætti til samninga við SH. Ekki lokað á viðræður Einar Njálsson sagði í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi að áður hefði komið fram tillaga um að hefja viðræður við fleiri söluað- ila sjávarafurða um viðskipti og hugsanlega hlutafjáraukningu í Fiskiðjusamlaginu, og þá hafi meirihluti bæjarráðs verið sammála um að leiða til lykta þær viðræður sem í gangi eru við ÍS áður en gengið yrði til viðræðna við aðra. „Þetta var staðfest í bæjarstjórn á sfnum tíma og hefur út af fyrir sig ekki verið breytt, en í þessu er ekki lokað á það að viðræður geti átt sér stað. Það er einungis verið að þréifa fyrr sér og afla frekari upplýsinga áður en menn taka önnur skref í málinu,“ sagði Einar. Hann sagði að í bréfí ÍS þar sem áhuga var lýst á þátttöku í hlutafjáraukningunni væri ýmislegt fleira, sem ekki hefði verið gert opin- bert, og væri það einnig til umræðu. Viðræðu- nefnd sem stjórn Fiskiðjusamlagsins sam- þykkti í fyrradag að setja á laggirnar myndi fara ofan í alla þætti málsins við ÍS. Sagði Einar að fulltrúar ÍS væru væntanlegir á næst- unni til Húsavíkur til viðræðna. Akureyrarhöfn Nýr dráttar- bátur sjó- settur NÝR dráttarbátur í eigu Akur- eyrarhafnar verður prófaður í dag, en báturinn var tekinn út úr skipasmíðaskemmu SIipp- stöðvarinnar-Odda og sjósettur í fyrrakvöld. Báturinn hefur verið í smíðum hjá stöðinni í vetur. Byrjað var á verkinu 25. janúar síðastliðinn og er því nú nánast lokið, en að sögn Brynjólfs Tryggvasonar yfirverksljóra Slippstöðvarinn- ar-Odda verða gerðar á honum ýmsar prófanir næstu daga. Efnið í bátinn var keypt frá Hollandi og kom í pörtum til landsins, en báturinn var settur saman í stöðinni og þar var einn- ig gengið frá innréttingum og vélar og tæki sett um borð. Öflugur bátur Dráttarbáturinn er 17 metra langur og hefur allt að þrisvar sinnum meiri togkraft en sá bát- ur sem Akureyrarhöfn hefur nú yfir að ráða. Þörf var orðin fyrir öflugri bát m.a. með tilkomu flot- kvíar sem tekin verður í notkun í sumar og sífellt fleiri og stæiTÍ skemmtiferðaskipa. Dráttarbáturinn verður form- lega afhentur Akureyrarhöfn næstkomandi laugardag við Torfunefsbryggju og verður honum við það tækifæri gefið nafn. Bænda- samtökin Samið verði við Sigrirg'eir STJÓRN Bændasamtaka ís- lands samþykkti á fundi í gær að ganga til samninga við Sig- urgeir Þorgeirs- son, sem var að- stoðar- maður Halldórs Blöndal í landbún- aðarráð- herratíð hans, en Sigurgeir var einn átta umsækjenda um stöðu framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Skilyrði fyrir umsókn um ■ framkvæmdastjórastöðuna var að viðkomandi væri með kandídatspróf í búvísindum, og að sögn Ara Teitssonar, formanns Bændasamtak- anna, uppfylltu sjö umsækj- endanna það skilyrði og var rætt við þá alla í fyrradag. Sigurgeir Þorgeirsson er 42 ára og er hann með dokt- orspróf í búvísindum frá Edinborgarháskóla. Hann var sérfræðingur í sauðfjár- rækt hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins frá 1976 til 1991 og sauðfjárræktar- ráðunautur hjá Búnaðarfé- lagi íslands frá 1985 til 1991. Hann var aðstoðar- maður landbúnaðarráðherra frá 1991 til 1995. Eiginkona Sigurgeirs er Málfríður Þórarinsdóttir kennari. Sigurgeir Þorgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.