Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ 6 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 FRETTIR Þjóðhagsstofnun hefur gert ráð fyrir 35.000 tonna afla úr Smugunni í ár Novaja :L ’ Zemlja Bjarnarey ^ / Jan Mayen (NOREGUR) \ ISLAND FÆREYJAR BKETIjANI) 2,7% liagvöxt í stað 3% 20.000 tonn gætu þýtt ÞJÓÐARTEKJUR gætu dregizt saman um hálfan annan milljarð og vöxtur landsframleiðslu orðið 0,3% minni en ella, verði afli íslenzkra skipa í Barentshafi takmarkaður við 20.000 tonn á þessu ári. Er þá miðað við spá Þjóðhagsstofnunar, sem gerir ráð fyrir að aflinn í Bar- entshafi verði um 35.000 tonn á árinu, eða álíka og á seinasta ári. Landhelglsgæslan Fylgst með veiðum á Reykjanes- hrygg VARÐSKIP Landhelgisgæslunnar fór í fyrrinótt á úthafskarfamiðin á Reykjaneshrygg, en kvartanir höfðu borist frá íslenskum skipum sem þar eru við veiðar um að erlend skip hefðu verið við veiðar innan íslensku lögsög- unnar. Þegar varðskipið kom á vettvang í gærmorgun sá það 21 skip við veið- ar við landhelgislínuna en ekkert þeirra var fyrir innan. Flugvél Landhelgisgæslunnar fór í eftirlitsflug yfír veiðisvæðið í gær og varð hún vör 13 skipa við lögsögu- mörkin. Þar af voru 10 skip frá Rúss- landi, eitt frá Póllandi, eitt frá Noregi og eitt frá Þýskalandi. Varðskipið verður á þessum slóðum á næstunni og fylgist með veiði skipanna. Aflinn um 39.000 tonn Á síðasta ári veiddu togarar skráðir á íslandi 35.044 tonn í Barentshafinu, samkvæmt upp- lýsingum frá Fiskistofu. Auk þess veiddu sex hentifánatogarar í eigu Íslendinga 4.115 tonn. Sam- anlagt eru þetta 39.159 tonn af þorski, og miðast tölurnar við afla, sem landað er á íslandi og erlendis. Norska strandgæzlan hefur reyndar áætlað mun hærri aflatöl- ur á íslenzka flotann í Barents- hafi, allt að 60.000 tonn. Innifal- inn í þeim tölum er afli, sem norsk stjórnvöld telja að íslenzku skipin hafi hent. Gert ráð fyrir 35.000 tonnum á þessu ári í riti sínu um þjóðarbúskapinn 1994 og horfurnar árið 1995 mið- ar Þjóðhagsstofnun við að ís- lenzkir togarar, bæði undir ís- lenzkum fána og hentiflöggum, hafi veitt samtals um 37.000 tonn í Barentshafinu. Áætla má að útflutningsverðmæti þessa afla hafi verið um 4,3 milljarðar Andlát ODDUR SIGURÐSSON króna. Ætla má að þessar veiðar hafi skilað um 4,65% af verð- mæti útflutningsframleiðslunnar. í spá sinni um efnahagshorfur á þessu ári gerir Þjóðhagsstofnun ráð fyrir að afli úr Barentshafi verði um 35.000 tonn. Að sögn Ásgeirs Daníelssonar, hagfræð- ings hjá Þjóðhagsstofnun, myndi skerðing á þeim afla um 15.000 tonn hafa í för með sér að þjóðar- tekjur Iækkuðu um 1,5 milljarða. 0,3% skerðing landsframleiðslu Þessi samdráttur í afla hefði jafnframt í för með sér, að sögn Ásgeirs, um 0,3% samdrátt lands- framleiðslu, miðað við spá stofn- unarinnar. Hagvöxtur, sem stofn- unin hefur áætlað að verði 3% á árinu, gæti því orðið 2,7%, ef Smuguafli íslendinga takmarkast við 20.000.tonn. Efnahagslögsaga ríkja í NA-Atlantshafi Lri\ L;--. Hnsr-taA Svæði það sem Sval barðasamkomulagið frá 1920 nær til nm— TtUSS- LAND é0t Tvö skip komin í síldarsmuguna og tvö á leiðinni Útlitið ekki of gott varðandi veiðar ODDUR Sigurðsson forstjóri og stjórnar- formaður Plastos hf. lést á Landspítalanum sl. þriðjudag á 81. ald- ursári. Oddur fæddist 1. ágúst 1914 í Reykjavík, sonur hjónanna Sigurð- ar Oddssonar skip- stjóra og Herdísar Jónsdóttur. Hann stundaði nám í Verslunarskólanum og gerðist verslunar- fulltrúi hjá Elding Trading Company hf. í Reykjavík 1941 en 1958 varð hann fram- kvæmdastjóri Plast- prents hf. og síðar einn- ig Etnu hf. Oddur var meðstofn- andi fyrirtækjanna Kjöts og grænmetis 1947, Plastprents hf. 1958_ og Etnu hf. 1960. Árið 1974 stofnaði hann Plastos hf. og var stjórn- arformaður og forstjóri fyrirtækisins til dauða- dags. Eftirlifandi eiginkona Odds er Guðfínna Björnsdóttir og eignuð- ust þau tvo syni. ÚTLITIÐ varðandi veiðar í síldar- smugunni næstu daga þykir ekki gott þar sem síldin sem fundist hefur er nokkuð dreifð og heldur sig á miklu dýpi og kemur aðeins upp undir yfirborðið í stuttan tíma um lágnættið. Nótaskipin Júpíter og Guðrún Þorkelsdóttir voru komin í síldar- smuguna í fyrrinótt og síðdegis í gær höfðu þau ekkert kastað. Kap og Sunnubergið vóru einnig á Ieiðinni í síldarsmuguna í gær. í fréttum norska sjónvarpsins í gærkvöldi var greint frá því að fimm norsk skip væru við síldveið- ar í síldarsmugunni og hefðu þau Síldin er á 300 til 400 metra dýpi samtals veitt 1.000 til 1.200 tonn. Stendur djúpt Að sögn Hjálmars Vilhjálms- sonar, fiskifræðings um borð í hafrannsóknaskipinu Bjarna Sæ- mundssyni, sem var í miðri síldar- smugunni sunnanverðri í gær, hefur fundist síld í torfum á víð og dreif á nokkuð stóru stykki. Hún stendur hins vegar djúpt og heldur sig á 300-400 metra dýpi vegna þess hve lítil áta er í yfir- borðslögum sjávarins á þessum slóðum. Sagði Hjálmar þetta vera allt annað háttalag en síldin hefði sýnt fyrripart sumars í fyrra, en þá var hún meira og minna uppi undir yfirborðinu allan tímann og vel veiðanleg. Menn væru því hugsanlega of snemma á ferðinni núna en lítið væri hægt að segja um það þar sem svona veiðar hefðu lítið verið reyndar áður. Bjarni Sæmundsson verður 1-2 daga til viðbótar í síldarsmug- unni, en heldur þá áleiðis heim þar sem skipið á að vera komið til hafnar í Reykjavík 2. maí. Umboðsmaður segir ráðuneyti ekki hafa átt að hafna beiðni um aðgang að gögnum Upplýsingaskylda um umhverfismál í lögum UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur að iðnaðarráðuneytið hafi ekki haft forsendur til að hafna beiðni konu um að sjá umsögn Orku- stofnunar um starfsleyfi virkjunar. Konan byggði kröfu sína á lög- um nr. 21 frá 1993, um upplýs- ingamiðlun og aðgang að upplýs- ingum um umhverfísmál, en iðnað- arráðuneytið taldi lögin ekki eiga við í þessu tilfelli. Umboðsmaður segir svo vera og mælist til þess að konan fái óheftan aðgang að umsögninni. Málavextir voru þc'r, að konan á sumarbústað við vatn, en yfír- borð þess hefur hækkað verulega vegna virkjunarstarfsemi síðustu áratugi og eru nokkrir bústaðir taldir í hættu vegna ágangs vatns- ins. Vegna landbrotsins var óskað eftir að iðnaðarráðuneytið endur- skoðaði leyfi virkjunarinnar til að hafa stíflu í ósi vatnsins og nota það sem miðlunarlón. Iðnaðar- ráðuneytið leitaði umsagnar Orku- stofnunar og fór konan fram á að sjá umsögnina. Því hafnaði ráðu- neytið. Aðgangur að hluta Rök ráðuneytisins fyrir höfnun- inni voru m.a. þau> í umræddum lögum frá 1993 væri fjallað um aðgang að upplýsingum, en ekki að skýrslum eða gögnum. Ráðu- neytið leit svo á, að aðgangur að gögnum miðaðist við þann hiuta þeirra, sem hefði að geyma upplýs- ingar um umhverfismál og sendi konunni útdrátt úr umsögn orku- málastjóra. Umboðsmaður bað iðnaðar- ráðuneytið að skýra afstöðu sína til kvörtunar konunnar og ítrekaði ráðuneytið fyrri svör og sagði að almenningur ætti rétt á upplýsing- um um þá þætti mála sem sneru að umhverfismálum og jafnvel að skýrslum að öllum leyti, ef þær hefðu verið samdar til að greina umhverfisáhrifin sérstaklega. Á hinn bóginn yrði að líta til þess, að hér á landi hefðu ekki verið sett almenn lög um rótt al- mennning til aðgangs að upplýs- ingum hjá stjórnvöldum og réttur borgaranna til slíkra upplýsinga yrði því að byggjast á sértækri réttarheimild. Tilgangur laga að tryggja aðgang í áliti sínu rifjaði umboðsmaður upp forsögu lagasetningarinnar árið 1993, en í tilskipun, sem er að finna í viðauka við EES-samn- inginn, segir að nauðsynlegt sé að tryggja hverjum einstaklingi eða lögaðila í gjörvöllu bandalag- inu fijálsan aðgang að tiltækum upplýsingum um umhverfismál, hvort heldur á rituðu máli, í mynd- um, hljóðupptöku eða tölvutæku formi, sem opinber yfirvöld hafi yfir að ráða um ástand umhverfis- mála, þær framkvæmdir eða ráð- stafanir sem hafi eða líklegt sé að hafi skaðvænleg áhrif á um- hverfíð og þær sem ætlað sé að vernda það. Umboðsmaður benti einnig á, að þegar frumvarp til umræddra laga var lagt fram hafi verið tíund- að í því að með upplýsingum um umhverfismál væri átt við upplýs- ingar í sama formi og kveðið er á um í tilskipuninni. Þeirri upptaln- ingu hafi hins vegar verið sleppt með breytingartillögu umhverfis- nefndar, enda hafi það fylgt sög- unni í nefndaráliti að illmögulegt væri að telja upp form upplýsinga á tæmandi hátt með tilliti til tæknivæðingar nútímans. Veiti aðgang að umsögn Orkustofnunar Umboðsmaður telur, að þar sem umsögn Orkustofnunar hafi snert það álitaefni, hvort leyfi virkjunar til að hækka yfirborð vatns hafi skaðleg áhrif á land, sem liggur að vatninu, verði að telja að um- sögnin teljist til upplýsinga um umhverfismál. Ekki hafi verið ástæða til að takmarka aðgang og afhenda útdrátt og mælist umboðsmaður því til að iðnaðar- ráðuneytið veiti aðgang að um- sögn Orkustofnunar. I I t; » 1 L I í I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.