Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL1995 39 FRÉTTIR IMýtt í kvikmyndahúsunum Regnboginn sýnir mynd- ina Leiðin til Wellville REGNBOGINN sýnir gamanmynd- ina Leiðin til Wellville eða „The Road. To Wellville" sem er nýjasta mynd leikstjórans Alans Parkers. Myndin segir af hinum litríka Dr. John Harvey Kellogg, föður kornflaganna og hnetusmjörsins, sem lifði sitt fegursta um síðustu aldamót. Kellogg var lifandi goð- sögn á sínum tíma þegar hann byggði upp og rak á vegum Sjö- unda dags aðventista hið heims- fræga heilsuhæli „The San“ í smá- bænum Battle Creek í Michigan- fylki. Ákafamaðurinn og læknirinn Dr. Kellogg boðaði hreinlífi og heil- brigt lífemi með mikilli hreyfíngu, hollu mataræði, algjöru bindindi á kynlíf, vín og tóbak og þar sem grænmeti og korn komu í stað kjöts. „The San“ varð sannkallaður tískustaður og þar dvöldu allt að 1.000 manns í einu, oft fólk sem þjáðist (eða hélt það þjáðist) af offitu og síþreytu. Dvalargestir hreinlega drukku í sig boðskap Dr. Kelloggs en erfiðast áttu þeir með að fylgja hinu stranga kynlífsbind- indi sem boðað var á hælinu. Smá- bærinn Battle Creek dró dám af velgengni heilsuhælisins en mest bar þar á allskyns spákaupmönnum og bröskurum sem ætluðu að græða offjár á því að finna upp ný matvæli, einna helst morgun- verðarrétti. HOPKINS í hlutverki sínu sem Dr. Kellogg við eitt af þeim kostulegu æfingatækj- um sem hann fann upp. Mynd Parkers byggist á sam- nefndri skáldsögu eftir T.C. Boyle sem segir sögu nokkurra persóna er dvöldu á „The San“ eða ætluðu að slá í gegn í skugga hælisins. Enginn annar er Anthony Hopkins fer með hlutverk hins maníska Dr. Kelloggs sem var óþreytandi að vinna lífsköllun sinni brautargengi eftir öllum hugsanlegum leiðum. Hann hannaði kostuleg æfingatæki og kúra, naut þess að messa yfír gestum sínum, framkvæmdi skurð- aðgerðir og þróaði ný matvæli í tugatali svo eitthvað sé nefnt. Með önnur helstu hlutverk fara Bridget Fonda, Matthew Broderick, John Cusack og Dana Carvey. Eitt hundrað vinningar í vorleik Kringlunnar HAPPADRÁTTUR Kringlunnar er nýr vorleikur fyrir viðskipta- vini Kringlunnar. Vinningar í leiknum eru alls eitt hundrað og einn heppinn þátttakandi getur unnið 300.000 kr. verslunarferð í Kringluna. Leikurinn hefst 27. apríl og stend'ur til 5. maí. Þátttakendur í leiknum geta orðið allir þeir sem á tímabilinu versla fyrir 2.000 kr. eða meira á einum stað í Kringlunni. Kas- sakvittuninni fylgir þá einn Happadráttarmiði sem við- skiptavinurinn fyllir út með nafni sínu og heimilisfangi og setur í sérstaka Happadráttarkassa við aðalútganga Kringlunnar. Dag- lega verða dregnir út fjórir vinn- ingar auk tíu aukavinninga sem eru miðar á HM í handbolta. Nöfn vinningshafanna verða daglega kynnt á Bylgjunni kl. 14. Allir miðarnir fara svo í stóra pottinn þar sem stóri vinningur- inn 300.000 kr. vöruúttekt í Kringlunni verður dreginn út laugardaginn 6. maí kl. 14. Á meðal vinninga eru flugfar með Flugleiðum til Evrópu fyrir tvo, fatnaður, sportvörur, snyrtivör- ur, matarkörfur, skartgripir, reiðhjól, heilsuvörur, lingaphone, myndavél, gjafavörur og margir aðrir glæsilegir vinningar. Vinn- ingarnir eru samtals 100 að verðmæti yfír ein milljón króna. í Kringlunni eru opið mánu- daga til fímmtudaga frá kl. 10-18.30, föstudaga frá kl. 10-19 og laugardaga kl. 10-16. Hard Rock Café er opið alla daga til kl. 23.30. ■ VORFUNDUR Félags tal- kennara og talmeinafræðinga verður haldinn á Scandic - Hótel Loftleiðum fímmtudag- inn 27. apríl og hefst kl. 17. Yfírskrift fundarins verður Tölv- ur og tjáskipti. Fjallað verður um og sýndar tölvur og tölvufor- rit sem aðstoða til við tjáskipti m.a. íslenski talgervillinn. Þátt- takendum gefst kostur á að kynna sér notkun tækjanna. All- ir velkomnir. Aðlögunar- námskeið fyr- ir fatlaða SJÁLFSBJÖRG, landssamband fatlaðra, gengst dagana 20.-21. maí fyrir aðlögunamámskeiði sem ætlað er hreyfihömluðu fólki. Þetta er í fímmta sinn sem slíkt námskeið er haldið en þau eru sniðin eftir fínnskri fyrir- mynd og hafa gefíð mjög góða raun. Námskeið sem þessi eru hluti af félagslegri endurhæf- ingu. Markmiðið er að styðja hinn fatlaða og fjölskyldu hans við breyttar aðstæður. Námskeiðið er einkum miðað við fólk eldra en 16 ára sem hefur fatlast af einhveijum or- sökum. Dæmi um slíkt eru mæn- usköddun, vöðva- og miðtauga- kerfíssjúdómar, liðagigt, klofínn hryggur, helftarlömum, útlima- missir, MS-sjúkdómur og fleira. Auk hreyfíhamlaðra eru fjöl- skyldumeðlimir einnig velkomnir á námskeiðið. Námskeiðið er haldið á vegum Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12, Reykjavík. Nám- skeiðsgjald er 4.500 kr. og er fæði, námskeiðsgögn og gisting fyrir fólk utan af landi innifalið. Ferðakostnaður er greiddur fyrir fólk af landsbyggðinni. Tilkynna þarf þátttöku fyrir miðvikudaginn 10. maí til Lilju Þorgeirsdóttur hjá Sjálfsbjörg. ■ BIRGIR Eiríksson, skrúð- garðyrkjufræðingur, heldur fyr- irlestur um vorverkin í garðinum s.s. klippingu, grisjun, áburðarg- jöf fímmtudaginn 27. apríl kl. 20. Einnig veitir hann ráðgjöf með plöntuval o.fl. Fyrirlesturinn er haldinn í félagsmiðstöðinni Fjörgyn, Logafold 1 í Grafar- vogi. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfír. ■ GARNHÚSIÐ sem er til húsa að Suðurlandsbraut 52 (í bláu húsunum við Faxa- og Fáka- fen) efnir í tilefni af sumarkomu til tískusýningar á handpijónuð- um fatnaði fímmtudaginn 27. apríl kl. 20. Sýndur verður fatn- aður sem annars vegar er pijón- aður eftir uppskriftum þekktra tískuhönnuða og hinsvegar hannaður af viðskiptavinum verslunarinnar. Sýningin verður í Veitingahúsinu Mamma Rósa, Hamraborg 11 í Kópa- vogi. í tilefni kvöldsins verða léttar veitingar á tilboðsverði. SKEMMTAIMIR ■ UGAUKUR Á STÖNG Hljómsveitin Tin leikur föstudags- og laugardags- kvöld en meðlimir hljómsveitarinnar koma úr ýmsum áttum og hafa allir látið að sér kveða áður. Þeir eru Jóna De Groot, söngur, en hún kemur úr hljómsveitinni Black Out, Guðlaugur Falk, gítarleikari. Hann hefur komið víða við, var t.d. í Gildrunni um tíma, Stálfélaginu og stofnandi hljómsveitar- innar Exizt. Jón Guðjónsson, bassa- leikari úr Exizt, Allir á trommur en hann er í láni úr hljómsveitinni Kusk og síðast en ekki síst er það bakradda- söngkonan Binna. Hljómsveitin Tin leikur rokktónlist af bestu gerð og úr ýmsum áttum. UHAFURBJÖRNINN, GRINDAVÍK Hljóm- sveitin Sól Dðgg leikur á laugardagskvöld en hþómsveitin leikur flestar gerðir tónlistar. UCAFÉ ROYALE, HAFNARFIRÐI KK- Band kemur saman á ný og heldur tónleika laug- ardagsvöld. KK-Band hefur verið í hljóðveri undanfarið að taka upp nokkur ný lög sem kynnt verða á tónleikunum. KK-Band skipa þeir Kristján Kristjánsson, Þorleifur og Jakob. Á sunnudagskvöld skemmt- ir trúbadorinn Guð- mundur Rúnar. UTVEIR VINIR Á fimmtudagskvöld leikur hljómsveitin Kusk. Á föstudagskvöld verður reggae-dagur en þá leikur hljómsveitin Reggae on Ice. Tónlistarmaður dags- ins verður Bob Marley. Á laugardags- kvöld verður haldin Karaokekeppni ferðaskrifstofanna. Á sunnudags- kvöld leikur hljómsveitin In Bloom. Hljómsveitin er nýkomin frá L.A. þar sem tekið var upp vidaó með þeim félög- um og spilað á nokkrum tónleikum fyrir ameríska aðdáendur. Þeir sem sáu um upptökur og leikstjórn á myndband- inu voru sömu aðilar og taka upp flest vídeó Gun’s and Roses. Myndbandið verður fruinsýnt um kvöldið ásamt þvi að aðalleikari þess mætir til íslands frá Bandaríkjunum til að skoða land og þjóð og leika í einni íslenskri kvikmynd eða svo. UKRINGLUKRÁIN Blúshljómsveitin Tregasveitin leikur fimmtudagkvöld nokkur vel valin biúslög. USJALLINN AKUREYRI Hljóm- sveitin Karma leikur laugardagksvöld en hljómsveitin er skipuð sex manns og leikur fjölbreytta danstónlist. USKÁLAFELL MOSFELLSBÆ Á föstdagskvöld leikur KK-Band og er aðgangseyrir 1000 kr. Á laugardags- kvöld er einkasamkvæmi milli kl. 20-23 og eftir það leikur Mæðusöng- sveit Reykjavíkur. Á sunnudagskvöld er opið til kl. 3 og þá er karaoke til staðar. UPÁLL ÓSKAR OG MILUÓNA- MÆRINGARNIR leika á veitinga- staðnum Ömmu Lú föstudagskvöld en þá er haldið Effemm ball. Á laugar- dagskvöld leikur hljómsveitin í KEA Akureyri. USJALLINN ÍSAFIRÐIÁ föstudags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Galileó en hljómsveitin gaf nýlega út lagið Um þig og fór síðan aftur og tók upp annað lag sem væntanlegt er á safnplötu frá Japis í sumar. Þess má geta að tveir nýir ineðlimir hafa geng- ið til liðs við hljómsveitina en það eru þeir Jón Elvar Hafsteinsson, gítarleik- ari og Ólafur Krisfjánsson, bassaleik- ari. Aðrir hljómsveitarmeðlimir eru Sævar Sverrisson, Birgir Jónsson og Jósep Sigurðsson. UNÆTURGALINN Hljómsveitin SÍN leikur um helgina en hijómsveitina skipa þeir Guðlaugur Sigurðsson og Guðmundur Símonarson. Þeir félagar ætla að ná upp Vestmannaeyjarstemm- ingu á Næturgalanum. UAMMA LÚHljómsveitin Sixties leika á bítlahátíð í Ommu Lú sem haldin verður á laugardags- og sunnudags- kvöld. Hljómsveitin var að ljúka við gerð hljómplötu sem ber nafnið Bítil- æði og kemur út 20. maí. Hljómsveitina skipa Rúnar Örn Friðriksson, Þórar- inn Freysson, Guð- mundur Gunnlaugs- son og Andrés Gunn- laugsson. URÚNARPÓR leikur á föstudags- og laug- ardagskvöld á skemmtistaðnum Rámii í Keflavík. Athygli er vakin á því að aðgangur er ókeyp- is báða dagana. UBUBBI MORT- HENS heldur tónleika á fimmtudagskvöld á Hótel Eddu, Kirkju- bæjarklaustri, kl. 21, Sindrabæ, Höfn, föstudaginn 28. apríl kl. 23, Hótel Fram- tíð, Djúpavogi, laugardaginn 29. april ki. 23 og fjölskyldutónleikar verða í íþróttahúsinu, Djúpavogi, kl. 15. Á sunnudagskvöldinu leikur Bubbi á Hót- el Bláfelli, Breiðdalsvík, og hefjast tónleikamir kl. 15. UHÓTEL SAGA Á Mímisbar sjá Gylfi og Bubbi um fjörið föstudags- og laugardagskvöld. í Súlnasal laugar- dagskvöld er Ríósaga og á eftir skemmtidagskránni leikur hljómsveitin Saga Klass fyrir almennum dansi til kl. 3. Húsið opnar kl. 19 fyrir matar- gesti en kl. 23.30 fyrir þá sem vilja aðeins koma á dansleik. föstudags- og laugardagskvöld. 10 KRÓNUR Það er alveg rétt, að til eru ódýrari dýnur en DUX-dýnur. Munurinn frnnst líka á endingunni. Venjulegar dýnur endast í 5 - 8 ár. DUX-dýnur endast oft í 30 - 40 ár. Við hjá DUX leggjum nefnilega aðaláhersluna á gæði og endingu. Þegar dæmið er reiknað til enda kemtir því (ljós að DUX-dýnur eru ekki dýrari en aðrar dýnur. Miðað við 30 ára endingu, kostar DUX-nóttjn 10 krónur. Það er stundum dýru verði keypt \ að kaupa ódýrt. Á harðri dýnu liggur hryggsúlan í sveig E Á Dux-dýnu liggur hryggsúlan bein DUX GEGNUMGLERIÐ Faxafeni 7 (Epalhúsinu), Slmi: 689950 BA CKMAN *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.