Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
HM í handbolta hefst eftir tíu daga
FRÉTTIR
Morgunblaðið/RAX
STJÓRNENDUR Tryggingastofnunar kynntu nýja tölvukerfið á blaðamannafundi í gær.
Tryggingastofnun
fær nýtt tölvukerfi
TRYGGINGASTOFNUN ríkisins
hefur tekið í notkun nýtt og öflugt
tölvukerfí. Kerfíð mun hafa umtals-
verðan spamað í för með sér, auk
þess sem öryggi í greiðslum eykst
verulega. Nýja kerfíð hefur sýnt
fram á að eitthvað hefur verið um
að greiðslur til bótaþega hafa verið
rangt reiknaðar.
Nýja tölvukerfíð, sem _______
fengið hefur nafnið
Tryggvi, heldur utan um
greiðslur til um 52.000
einstaklinga um land
allt. Samtals hljóða þess-
ar greiðslur upp á 1,7
milljarða króna í hveij-
um mánuði eða 20,4
milljarða á ári. Þetta er
nærri fimmtungur af
fjárlögum ríkisins.
Nýja kerfíð, sem er
hannað af Skýrsluvélum
ríkisins, kostar um 60
milljónir króna. Gert er
ráð fyrir að með tilkomu
þess sparist veralegar
fjárhæðir hvað snertir
viðhaid og endurbætur.
Gamla tölvukerfíð var
orðið 19 ára gamalt og
kostaði umtalsverða
ijármuni að halda því
við.
Eftirlitsþáttur nýja tölvukerfis-
ins er mun öflugri en í eldra kerfi.
Um er að ræða tvöfalt eftirlit til
að tryggja að viðskiptavinir fái
greiðslur sem þeim ber samkvæmt
lögum. Auk þess er kerfíð tengt
ýmsum öðrum opinberum upplýs-
ingakerfum sem stuðlar að betra
eftirliti. Sem dæmi má nefna teng-
Villur í gamla kerfinu
SIGÞÓR Örn Guðmunds-
son, tölvu-sérfræðingur
hjá Tryggingastofnun,
sagði að búið væri að keyra
bæði tölvukerfin samhliða
undanfarna mánuði. Hann
sagði ljóst að kerfin kæm-
ust ekki í öllum tilvikum
að sömu niðurstöðu um
bótagreiðslur. Búast mætti
við að einhverjar villur
væru í nýja kerfinu og eins
væru örugglega einhveijar
villur í gamla kerfinu.
Sigþór sagðist ekki bú-
ast við að mismunurinn
væri stórvægilegur í krón-
um talið. Hann sagðist von-
ast eftir að innan við 1.000
einstaklingar fengju aðrar
b'ætur í nýja kerfinu en í
því gamla. Hann sagðist
gera ráð fyrir að villurnar
væru bæði þess eðlis að
fólk hefði verið að fá of
háar bætur og of lágar
bætur.
Sigþór sagði að
Tryggva væri ætlað að
tryggja fljótvirkari og ná-
kvæmari útreikninga á
greiðslum viðskiptavina
Tryggingastofnunar.
Þetta ætti eftir að endur-
speglast í betri þjónustu
við viðskiptavini stofnun-
arinnar. Fólk sem fengi
t.d. ekki réttar bætur
fengi leiðréttingu strax i
vikulok, en hingað til hef-
ur það í flestum tilvikum
þurft að bíða.
ingu við bifreiðaskrá þar sem hægt
er að ganga úr skugga um bifreiða-
eign þess sem sækir um bílastyrk.
Þannig má gera ráð fyrir því að
nýja kerfíð geri misnotkun á al-
mannatryggingakerfinu erfíðari en
áður.
Með tilkomu Tryggva munu út-
sendir greiðsluseðlar taka nokkrum
_________ breytingum. Karl
Steinar Guðnason, for-
stjóri Tryggingastofn-
unar, sagðist gera ráð
fyrir að mjög margir
viðskiptavinir stofnun-
arinnar muni hafa
samband við hana til
að óska eftir skýring-
um og eins væri ekki
útilokað að með nýja
kerfinu slæddust inn
villur. Þess vegna
hefði starfsfólk verið
undirbúið sérstaklega
til að taka á móti fyrir-
spurnum og athuga-
semdum. Símakerfi
stofnunarinnar hefði
verið stækkað og boðið
yrði upp á sérstaka
þjónustulínu þar sem
fólk gæti óskað skýr-
inga á útreikningi
bótagreiðslna.
Stuðningur
vegur þyngst
Geir hefur starfað
á skrifstofu
Handknattleiks-
sambands íslands sfðan í
september sem leið og
segir með ólíkindum hvað
fæðing heimsmeistara-
keppninnar hafí verið erf-
ið. „Það má segja að
málin hafí ekki komist í
eðlilegt horf fyrr en í jan-
úar á þessu ári. Fram að
því vora miklir erfiðleikar
og það gekk á ýmsu.
Þessi sífelldu vandamál
gáfu neikvæða ímynd af
keppninni, mál sem ekki
tókst að leysa í fyrstu
eins og sjónvarpsmálin,
miðasöluna, hótelin og
ýmislegt annað. Ég, Þor-
bergur Aðalsteinsson,
landsliðsþjálfari, og Ein-
ar Þorvarðarson, aðstoð-
arþjálfari, og aðrir í kringum
þetta höfum einbeitt okkur að því
að öll umgjörð yrði sem best og
ég held að það hafí tekist."
-Þið blésuð nýju lífi í hópinn
með frábærum leik gegn Dönum
í fyrrakvöld og allt virðist á réttri
leið en þá fáið þið fréttir hingað
til Danmerkur um fyrirhugað
verkfall flugfreyja. Hvaða áhrif
hefur það á ykkur?
„Þetta er hlutur sem við ráðum
ekki við. Þetta er utanaðkomandi
þáttur sem skellur á okkur og
auðvitað vonum við að það verði
ekkert verkfall. Hins vegar er
ljóst að þetta hefur áhrif á stjórn-
ina og stjórnunina en ég held að
það hafí engin áhrif á liðið. Við
höldum okkar striki eins og við
höfum alltaf reynt að gera.
-Liðið hefur verið sveiflukennt
á mótinu í Danmörku en hvernig
er andrúmsloftið í hópnum eftir
frábæran leik gegn Dönum?
„Það er allt annað að sigra en
tapa og eins og allir höfðu á orði
inni í klefa eftir Danaleikinn þá
er margfalt skemmtilegra að
sigra. Menn áttuðu sig líka á að
það er ekki aðeins skemmtilegra
að vinna heldur verður þetta mun
skemmtilegra þegar allir leggja
sig fram. Menn áttuðu sig á því
að þeir gerðu það ekki gegn
Svíum og þó þetta sé einfaldur
hiutur verður að benda á hann.
Hins vegar verður að ganga
áfram og það gengur ekki að
verða að fá högg til að komast
af stað. í gegnum tíðina hefur
aga vantað í íslenskan handknatt-
leik og það er hlutur sem við
þurfum að laga.“
-Alþjóð hefur ekki verið á eitt
sátt um að halda heimsmeistara-
keppnina en íslenska handknatt-
leikshreyfingin hefur haldið sínu
striki. Hvaða máli skiptir keppn
fyrir íslendinga?
„Hún skiptir gífurlega miklu
máli. Út frá íþróttaleg- ______
um árangri skiptir
máli að vera á meðal
þeirra bestu þvi með
því er verið að tryggja
sæti á næstu Ólympíu- _____
leikum og í næstu
heimsmeistarakeppni. Þetta era
stærstu viðburðir sem handknatt-
leikshreyfíngin tekur þátt í og
það er mjög mikilvægt að taka
þátt í þeim. í öðru lagi skiptir
þetta miklu máli fyrir HSÍ, að
öll umgjörð takist og keppnin
komi vel út íjárhagslega.
I heild sinni hefur kejipnin
mikið auglýsingagildi fyrir Island
og því skiptir þetta ísland miklu
máli og í raun allar íþróttagreinar
á Islandi. Að auglýsa ísland sem
íþróttaland og því er mikilvægt
að allir sameinist og vinni að því
að þessi keppni takist sem best
í alla staði. Til að koma til móts
við áhorfendur er frítt á leikinn
Geir Sveinsson
►Geir Sveinsson er einn leik-
reyndasti landsliðsmaður
heims með 266 landsleiki.
Hann er fyrirliði íslenska
landsliðsins í handknattleik.
Geir er fæddur 27. janúar
1964, er kvæntur Guðrúnu
Helgu Arnarsdóttur, flug-
freyju og eiga þau soninn
Arnar Svein sem verður fjög-
urra ára í sumar. Geir hóf
landsliðsferilinn á Norður-
landamótinu 1986 með því að
sitja á bekknum gegn Dönum
en átti drjúgan þátt í sigri
gegn þeim í fyrrakvöld.
Við höldum
okkar
striki
gegn Austurríki í Laugardalshöll
á laugardag og ég vona að fólk
notfæri sér það. Eg vil sjá fullt
hús á öllum leikjum í HM og
áhorfendur geta gefíð tóninn á
laugardag því ég er sannfærður
um það að ef fólk fjölmennir og
fyllir húsið hveiju sinni þá verðum
við sterkari og þá myndast þessi
stemmning eins og var í úrslita-
keppni Vals og KA um íslands-
meistaratitilinn."
-Hvernig gengur fjölskyldulíf
leikmanna í svona undirbúningi?
„Það spá mjög fáir í það hvern-
ig þetta gengur fyrir sig. Hvað
mig varðar þá vinnur eiginkonan
hjá Flugleiðum. Hún átti að vera
í fríi í apríl og vinna í maí en við
eram settir inn á hótel í hálfan
mánuð í maí. Hún vinnur þannig
vinnu að hún þarf að fara á fætur
klukkan fímm á morgnana og við
óbreytt ástand hefði enginn verið
til að hugsa um drenginn okkar.
Því þurfti hún að byija á því að
skipta á frímánuðum og ef hún
hefði ekki fundið manneskju fyrir
sig hefði þetta verið vandamál
fyrir okkur. Svo er það nú svo að
konumar vilja taka þátt í þessu
með okkur og styrkja okkur eins
og hægt er og því tókum við hjón-
________ in þá ákvörðun að fara
með drenginn til afa
hans og ömmu í Þýska-
landi þar sem hann
verður í hálfan mánuð.
-........ Þegar ég kem heim
[á morgun] verður kon-
an í Bandaríkjunum og það fyrsta
sem ég geri verður að fara á
bamaheimilið og ná í strákinn og
svo spilum við landsleik um kvöld-
ið. Fólk áttar sig ekki á hvað býr
að baki, heldur jafnvel að hjá okk-
ur sé þetta bara mæting í leik
klukkan sjö og heim klukkan tíu
en þetta er miklu meira og það
eru margir lausir endar sem þarf
að leysa. Ég gæti þetta ekki ef
skilningur og fómfysi konunnar
væri ekki fyrir hendi. Hún er enda-
laust að hliðra til fyrir mig, hún
breytir sinni vinnuskrá fyrir mig
því ég get engu breytt og þess
ber að geta að Flugleiðir hafa
reynst okkur svakalega vel.“
Morgunblaðið/PPJ
STARFSMENN Flugmálastjórnar á Reykjavíkurflug-
velli hafa að undanförnu unnið við að rífa einn stærsta
herbraggann sem eftir er á flugvallarsvæðinu. Braggar
þessir voru reistir af breska flughernum á árum síðari
heimsstyijaldarinnar sem fatabirgðastöð en voru lengst
af notaðir fyrir vélaverkstæði Reylqavíkurflugvallar.
Morgunblaðið/Halldór
Herbraggar hverfa
STARFSMENN Flugmálasljórnar á Reykjavíkur-
flugvelli hafa að undanförnu unnið að því að rífa
gamla herbragga sem staðið hafa við vegamótin
þar sem gamli Flugvallarvegurinn liggur niður í
Nauthólsvík.
I bröggum þessum var vélaverkstæði Reykja-
víkurflugvallar til húsa í fjóra áratugi en vélaverk-
stæðið flutti fyrir nokkrum árum í nýbyggingu sem
er áfast slökkvistöð flugvallarins. Eftir það voru
húsin notuð í tengslum við byggingarframkvæmd-
ir nýju flugstjórnarmiðstöðvarinnar.
Braggarnir voru upphaflega reistir af breska
setuliðinu á árum síðari heimsstyijaldar en sam-
kvæmt yfirlitskortum breska flughersins voru
braggamir upphaflega notaðir sem fatabirgðastöð.
Herbröggum á Reykjavíkurflugvelli fer nú ört
fækkandi og ef fram fer sem horfir munu þeir ’
hverfa áður en langt um líður.