Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Barnið mitt er stúlka FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 25 ÞJÓÐIN fylgdist með því í kosningabar- áttunni er Sjálfstæðis- flokkurinn eignaðist barn. Kvöld eftir kvöld var í auglýsingatímum sjónvarps sýnd barns- fæðing og faðirinn las undir og dásamaði eig- inleika bamsins. í lok- in sagði hann svo: Barnið mitt er stúlka. Auglýsingin var vel unnin og snart fólk. Ég fékk líka kveðju í póstinum fijá sjálf- stæðum konum þar sem ég var spurð að því hvort ég væri met- Lára V. Júlíusdóttir. in sem 100% starfskraftur eða bara 70% starfskraftur. í kveðjunni stendur að áherslur Sjálfstæðis- flokksins á frelsi og sjálfstæði ein- Hvað verður um stúlku- barnið í Sjálfstæðis- flokknum? spyr Lára V. Júlíusdóttir, og bætir við: Hvar eru efndir á loforðum Sjálf- stæðisflokksins? staklingsins sé eina leiðin til að skila árangri í baráttunni fyrir jafnri stöðu kynjanna. Frá því að ég man eftir mér hef- ur mér sárnað það misrétti sem konur hafa mátt búa við í þjóðfélag- inu. Ég hef skipað mér í flokk meðal annars með vísan til þess hvar vænta mætti mestra breytinga í jafnréttisátt. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur hingað til ekki lagt neina áherslu á þessi mál, svo þessi nýja áhersla á málaflokkinn kom mér skemmtilega á óvart. Mörg okkar hugsuðum að nú myndi Sjálfstæðis- flokkurinn loksins taka á jafnréttis- málunum af myndarskap. Stóri flokkurinn sem hefur öll þessi völd til að breyta hlutunum. Kannski væri breytinga að vænta og við sæjum sömu hluti gerast hér eins og í löndunum í kringum okkur þar sme konur hafa náð jöfnuði á þingi og í ríkisstjórnum. I kosningabar- áttunni var þegar ljóst að Sjálfstæð- isflokkurinn ætlaði sér ekki að ijölga neitt verulega konum í sínum þingflokki, þar sem þær náðu ekki ofarlega í prófkjörunum í haust, en það væri aldrei að vita þegar kæmi að skipun ríkisstjómar. Þar væri þó von. Kosningarnar skil- uðu flokknum ná- kvæmlega jafnmörg- um konum á þing og þeir áður höfðu haft. Þijár þessara kvenna höfðu setið áður á þingi, allar hafa þær staðið sig vel, búa yfir víðtækri reynsluy eru vel menntaðar og ötul- ar baráttukonur. Þegar kom að skipun í ríkis- stjóm var ekki pláss fyrir eina einustu þess- ara kvenna. Og til að kóróna allt saman var karl gerður að þingfor- seta, en því starfi hafði kona gegnt áður. „Staðan er þröng,“ sagði forsætisráðherra. Hann sagði líka að aldrei hefðu verið fleiri konur en ein í ríkisstjórn á íslandi. Á honum var að skilja að engin ástæða væri til að breyta þeirri staðreynd. Ég spyr, er það sú framtíð sem hann sér fyrir sér í landinu? (Hin þrönga staða leiddi til þess að fjórir af fimm ráðherrum Sjálfstæðisflokks eru lögfræðingar, fæddir á sömu fimm ámnum, 1943- 1948, aldir upp eða búsettir í Hlíð- unum, og gott ef ekki allir fyrrver- andi sendisveinar í Sunnubúðinni.) Hvað verður um stúlkubarnið í Sjálfstæðisflokknum? Eigum við, konur þessa lands, helmingur þjóð- arinnar, að bíða eftir því að barnið komist á kosningaaldur áður en fer að rofa til í jafnréttismálunum á toppnum? Eigum við endalaust að láta telja okkur trú um að staðan sé þröng? Það er þessi sama þrönga staða sem gerir okkur að 70% starfskröftum, varavinnuafli, ann- ars flokks borgurum. Þessu lofaði Sjálfstæðisflokkurinn að breyta í kosningabaráttunni. Hvar em efnd- irnar? Höfundur er fráfarandi formaður Jafnréttisráðs og fyrrverandi formaður Kvenréttindaféiags Islands. V F&.: \4 þú gerast stuðningsforeldri götubarns á Indlandi? Fyiir aðeins 1450 krónur á mánuði getur þú gefið nauðstöddu götubami fæði, klæði, menntun, læknishjálp og heiniili. Fréttir Ef þú smellir á fréttir færðu allar innlendar fréttir sem birtast í Morgunblaðinu í dag. Prófaðu! Venknteswi! ram m a Tadiparti 8 ára rriunaöarlaus tndversk stúlka. eitt af styrktarbörnum ABC hjálparstarfs. IIJ ALPARSTARF Siglúni 3 • 105 Rvk • Sími 561 6117 http://www.strengur.is HAPPA drattur KRINGLUNNAR Yorieikur lyrir r iúskiptavini Kringlunnar 27. april - 5. maí 1995 Ef þú verslar fyrir 2.000 krónur eða meira á einuni stað í Kringlunni, þá fylgir einn llappadráttarmiði. Þú fyllir miðann út og setur í Happadráttarkassa scm cru við aðalútganga Kringlunnar. 100 góðir vinningar frá fyririækjum Kringlunnar Aðalvinningurinn er: 3ÖCb þúsund króna verslunarferð í kringluna Stærsti vinningurinn er verslunarferð í Kringluna þar sem rinningshafinn verslar í glæsilegum verslunum og þjónustu- fyrirtækjum Kringlunnar fyrir samtals 300 þúsund krónur. GOIT UTVARP Bylgjan sér uni kynningu og útdrátt daglega kl. 14. Daglega er dregið um Qóra góða vinninga og tíu aukavinninga og nöfn hinna hcppnu lesin upp á Kylgjunni. Síðasta daginn fara allir miðarnir í stóra pottinn. Aðalvinningurinn. 300 þúsund króna vöruúttekt, verður drcginn út laugardaginn 6. maí kl. 14.00. r lleildarvcrðmætl yinninga er yfir 1 milljón kr. Komdu í Kringluna og kynntu þcr nánar leikrcglumar KRINGMN -heppilegur staður- Afgreiðslutími Kringlunnar Mánudaga - (immtudaga 10-18:30 föstudaga 10-19 laugardaga 10-16 HÓTEL ALEXANDRA AUGLÝSINGASTOFA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.