Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 45 FÓLK í FRÉTTUM ISILKERI SAGA í Grillinu - margrétta ævintýri fyrir ungt fólk á öllum aldri fimmtudaginn 27. apríl 1995 Nú er tækifærið komið að liægða sér í Grillið á Sögu og uppliía spennandi sælkerakvöld. Sigurður Hall verðurástaðnum og spjallar við gesti en hann ásamt Ragnari Wessman annast matseldina. f boði er fjögurra rétta máltíð ásamt fordrykk fyrir aðeins2.900 kdT. Komið og upplifið ævintýralegt kvöld í Grillinu! Fordrykkur Öðuskel með hrserðum eggjum ogkavíar Taert tómatseyði kryddað basilíkulaufiim Gufitsoðinn lax Mouginoise, fiamreiddur með steiktu söli og Sautemessósu eða Grillaðar nautalundir, fiamreiddar með villisveppum í rauðvínssafe, kartöflu- og spínatmauki og skalodauks confit Nougat ístum með hindberjasósu Pantanir í sírna 552 5033 -þín saga! EIN skærasta stjarna Holly- wood er fallin frá með Ginger Rogers. ROGERS var heiðursgestur í hátíðarkvöldverði í Kennedy Center í lok árs 1992. Ginger Rogers fallin frá LEIKKONAN Ginger Rogers, sem dansaði fram í sviðsljósið með Fred Astaire á gullárum Hollywood, lést á þriðjudaginn var. Hún var 83 ára að aldri. Rogers hafði verið í hjóla- stól frá því um miðjan níunda ára- tuginn þegar hún fékk hjartaslag. Nöfn Rogers og Astaire munu alltaf verða samtvinnuð í kvik- myndasögunni, en þau léku saman í tíu söngva- og gamanmyndum á fjórða og fimmta áratugnum. Hún var iðulega í glæsilegum kvöldkjól þar sem þau liðu um dansgólfíð, en hann í smókingfötum. Ginger Rogers náði engu að síður að byggja upp glæsilegan feril á eigin spýtur og sló Katharine Hep- burn við árið 1940 þegar hún fékk óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í myndinni Kitty Foyle. Hún lék í 73 kvikmyndum á ferl- inum, lifði hátt og gekk hún í gegn- um fimm skilnaði. Gene Kelly segir um hana: „Framlag hennar til dans- listarinnar í kvikmyndum mun von- andi aldrei gleymast." Mickey Ro- oney minnist hennar með orðunum: „Ég er viss um að Fred Astaire og Ginger Rogers eru að dansa „Just the Way You Look Tonight" ein- hvers staðar í himnaríki." Rogers vakti fyrst athygli þegar hún vann danskeppni í Charleston. Hún komst á blað í Hollywood með kvikmyndinni „Young Man of Man- hattan“ og eftir það fór frægðarsól hennar stöðugt hækkandi þar til hún var orðin hæstlaunaði skemmtikraft- ur í Hollywood árið 1945. Hún og Astaire, sem áttu stutt ástarsamband, gerðu myndirnar „Flying Down to Rio, „The Gay Di- vorcee", „Roberta" og „Top Hat“ sígildar með frábærum dansatriðum. Fólk flykktist á myndir þeirra til þess að lyfta sér upp úr volæði kreppunnar og síðari heimsstyrjald- arinnar. „Ég veit að við erum ekki síamstvíburar, en stundum fæ ég ekki betur séð,“ sagði Rogers eitt sinn. „Hvar sem ég kem er ég spurð: „Hvar er Fred?“.“ Hún var trúlofuð Howard Hughes í stuttan tíma árið 1932, en eftir það giftist hún og skildi við Jack Culpepper, Lew Ayr- es, Jack Briggs, Jacques Bergerac og framleiðandann William Mars- hall. Hún eignaðist aldrei börn. Sjábu hlutina í víbara samhengi! GINGER Rogers og Fred Astaire í kvikmyndinni „That’s Dancing". DICK Powell og Ginger Rogers í myndinni „20 Million Sweethearts“. Sinfóníuhliómsveit íslands Háskólabíói vio Hagatorg sími 562 2255 Tónleikar Háskólabíói fimmtudaginn 27. apríl, kl. 20.00 Hljómsueitarstjóri: Owain Arwel Hughes Einsöngvari: Ingibjörg Guðjónsdóttir Efnisskrá Vinsælar óperuaríur, forleikir og fleira Miðasala er alla virka daga á skrifstofutíma og við innganginn við upphaf tónfeika. Greiöslukortaþjónusta. Ókeypis lögfræðiaðstoð á hverju fimmtudagskvöldi milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 11012. ORATOR, félag laganema. HARTOPPAR Frá MANDEVILLE og nú einnig frá HERKULES Margir verðflokkar 12725 RAKARAST0FAN KLAPPARSTÍG Efönnun á vriónafíí/cum / fyrirlestri sem haldinn er á vegum Heimilisidnaðarskðlans í Norræna húsinu laugardaginn 29. apríl kl. 14.00 ætlar Védís Jónsdóttir að tala um prjónahönnun. Védís rekur hönnunarferlið í máli og myndum og kemur inn á hugmyndavinnu, undibúning verkefna, útfærslu og gerð frumgerðar. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. AUSTURLENSK TEPPI OG SKRAUTMUNIR BMÍBtú iSSSr 'm Hringbraut 121, sími 552 3690 Raðgreiðslur til 36 mán.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.