Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 41 Sögufölsun Frá Ólafi Hannessyni: SAGT er, að sigurvegarar skrái mannkynssöguna. Það kom eftir- minnilega í ljós á dögum Stalíns, þar sem heilu blaðsíðumar voru teknar og umskrifaðar í þágu flokksins. Þetta hefur Steinunn Sigurðardóttir eflaust haft í huga, þegar hún samdi textann við myndina um Vigdísi for- seta sem sýnd var í Sjónvarpinu á annan í páskum. 1. sögnfölsun Steinunn segir í myndinni, að kosningabaráttan þegar Vigdís var kosin forseti í fyrsta sinn árið 1980 hafi verið óvægin og sérstaklega í garð Vigdísar. Þetta er ekki'rétt. Mótframbjóð- endur Vigdísar voru allir sannir heið- ursmenn, sem gerðu ekkert á hluta Vigdísar og létu hana njóta sín til fulis. Allir .stjórnmálaflokkar, sem þá vora starfandi, 'iýstu yfir fullu hlut- leysi í forsetakosningunum og stóðu við það nema Alþýðubandalagið, sem lét birta skrípamyndir, aulafyndni og óhróður í Þjóðviljanum um alla fram- bjóðenduma nema Vigdísi og sérstak- lega var þeim uppsigað við Albert. 2. sögufölsun Steinunn segir að þeir sem voru hlynntir hemum eftir kalda stríðið hafi verið andvígir Vigdísi, en síðan hafi andstaða þeirra fjarað út. Þetta er ósatt að mörgu leyti. Þeir sem kusu Vigdísi gerðu það vegna mann- kosta hennar og glæsileika. Þeir sem Steinunn kallar „hlynnta hemum“ vora forystumenn þjóðarinnar sem voru hlynntir sjálfstæði þjóðarinnar og björgðuðu henni á ögurstund und- an jámhæl kommúnismans. Eftir stofnun Atlantshafsbanda- lagsins 4. apríl 1949 fór ekki fer- metri lands undir yfirráð kommanna og þeir sem réðust á Alþingi 30. mars 1949 til að koma í veg fyrir stofnun NATO og kölluðu þá Islend- inga sem vora á annarri skoðun landráðamenn, bandaríkjaleppa, hvítliða o.fl. verða nú að sæta því að þeir vora sjálfir landráðamenn i þágu austræns ofbeldis og sagan hefur þegar dæmt þá ómerka. 3. sögufölsun Steinunn segir að stofnun Kvenna- listans hafi verið eðlilegt framhald af sigri Vigdísar og sigur R-listans í Reykjavík hafí verið óhugsandi án kosningasigurs Vigdísar. Með þess- ari sögufölsun bítur Steinunn höfuð- ið af skömminni. Það er ekki nóg að þurfa að sitja uppi með R-listann í fjögur ár heldur er þetta allt Vig- dísi forseta að þakka eða kenna. Nú vakna ýmsar spurningar. Hafí Steinunn misnotað sér trúnað og góðvild forsetans er hún í vondum málum. Mér er spurn: Hefur Sjón- varpið engan prófarkalesara á sínum snæram? Maður efast reyndar um það eftir síðasta áramótaskaup. ÓLAFUR H. HANNESSON, prentari, Snælandi 4. Beocom BEOCOM 9500 Beocom frá Bang & Olufsen. Úrvals hönnun og gæði. Beocom vegur aðeins um 225 gr og hentar því einstaklega vel í vasa og veski. Síminn er einfaldur í notkun og með 10 númera endurvalsminni. Hleðsluspennir fyrir rafhlöður og íslenskar leiðbeiningar fylgja. 69.980-&) 73.663 POSTUR OG SIMI Söiudei o i'-rru'e 27, simi 550 66S0 Sö:udeiic Kringiunni, simi 550 56S0 Sökideíid Kirkjustræti, sími 550 6670 2Q é póst- oq s’.mstöðvum um tand aiít ‘Afborgunarverð ' Apple-umboðið hf. Skiphohi 21, Reykjavík Sírni: 562 4800 Fax: 562 48$ Kynningar á Ashlar Yellum daglega frá 15 -17, laugardag 1Ö -14 \ M Kynningar á MiniCad daglega frá 16-18, laugardag 12 -14 Kíktu inn - vi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.