Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 19
Hvernig fólk
talar saman
-
MortW/lilT
ásamt Personal JVetware
^BOÐEIND-
Austurströnd 12. Sími 561-2061. Fax 561-2081
Nemendaleikhúsið í Lindarbæ sýnir nýtt íslenskt leikrit
ÞARNA er leikhús sem kemur
manni alltaf á óvart. í Lindarbæ
koma fimm ólíkar persónur saman.
Fjórar þeirra eru að hittast aftur
eftir langan tíma en ein er utanað-
komandi. Og þótt allt virðist slétt
og fellt á yfirborðinu þá leynist
þar undir harmleikur fjölskyldna.
„Ég er að velta fyrir mér hvernig
fólk kemst af í samskiptum sínum
við annað fólk,“ segir Þorvaldur
Þorsteinsson um leikritið Maríu-
sögur sem hann samdi fyrir Nem-
endaleikhús Leiklistarskólans og
frumsýnt verður í kvöld. „Því er
svo margháttað hvaða leiða fólk
leitar til að eiga við samskiptin í
daglega lífinu.“ Þorvaldur segir
að verkið sé íslensk nútímasaga í
hefðbundnum leikritunarstíl, „ég
ákvað að reyna ekki að skrifa
frumlegt leikrit, heldur vildi ég
nýta mér hefðbundna möguleika
leikhússins svo ég gæti náð utan
um efnið; til þess að ég gæti fjall-
að um það sem mér liggur á hjarta
og einbeitt mér að persónunum og
samskiptum þeirra. Þannig er
ramminn utan um verkið mjög
hefðbundinn; kvöldstund á venju-
legu íslensku heimili, endurfundir
fólks vegna dauða föður tveggja
systkina. í þessu tilviki er húsið
mjög áberandi og allt sem gerist
eða gerðist í því.“
-Þú segir að verkið fjalli um sam-
skipti fólks?
„Já, ég er að velta fyrir mér
hvernig fólk talar saman án þess
að takast á við raunveruleika eða
tilfinningar. Og fólk gerir það
bæði með því að tala í kringum
hlutina og með klisjum. Því vil
ég gjarnan vetja klisjuna; hún er
svo gott verkfæri til þess að kom-
ast af án þess að þurfa að takast
á við erfiðu hlutina. Allir geta
skýlt sér bak við klisjur í sam-
skiptum sínum við fólk. Og það
besta er að allir samþykkja það,
gangast inn á þann samræðumáta
að tala um hlutina án þess að
tala um þá. Þetta er eitthvað sem
allir þekkja.“
Gekk lengi með hugmyndina
að verkinu
„Mig hefur lengi langað til að
skrifa leikrit um þann raunveru-
leika sem ég upplifi í daglega líf-
inu; hvort sem er í heimahúsum,
fjölmiðlum eða skúmaskotum hug-
ans. Sumt af því sem þarna er
sagt er beinlínis það sem ég hef
heyrt einhvers staðar. Hvernig fólk
talar saman, um hvað það talar,
og hvernig einhver reynir að byija
í kvöld verður frumflutt
nýtt íslenskt leikrit,
Maríusögur, eftir Þor-
vald Þorsteinsson í
Nemendaleikhúsinu í
Lindarbæ. Þórný Jó-
hannsdóttir brá sér á
æfíngu og ræddi við
höfundinn.
að tala um eitthvað en hvernig
annar reynir að beina athyglinni
frá því.“
— En hvaðan sækirðu fyrir-
myndirnar að persónunum í verk-
inu?
„Þó það kunni að virðast skrýtið
að segja frá því þá var ég að tak-
ast á við sjálfan mig í þessu verki.
En það vissi ég reyndar ekki fyrr
en eftir á. Af þessum fimm persón-
um sem þarna eru samankomnar
eru fjórar sem ég sótti í sjálfan
mig og þá reynslu sem ég hef í
samskiptum við annað fólk. Og
þannig var ég að skoða ýmislegt í
sjálfum mér og kannski að reyna
að sættast við það. En hafi mér
tekist að skrifa um sjálfan mig þá
vona ég að ég sé jafnframt að skrifa
um aðra því ég er ekkert öðruvísi
en annað fólk.
Flestir eru samsettir úr mörgum
persónuleikum og margskonar eig-
inleikum. Og þegar talað er um
heilsteyptan persónuleika," segir
Þorvaldur, „þá held ég að hann sé
ekki til. Hann er goðsögn ein. Flest-
ir hafa svo mörg hlutverk í lífinu
og þau skipta manneskjunni upp í
margs konar persónuleika. Það
þekkir hver og einn hvernig hann
beygir sig undir fyrir fram ákveðin
hlutverk eftir því í hvaða hóp hann
er í þá stundina."
Þorvaldur segist hafa mikla sam-
úð með fólkinu í verkinu, „það
bregst við eins og þeirra aðstæður
og persónulegar forsendur fara
fram á. Mér finnst mjög skiljanlegt
hvernig fólkið bregst við i þessum
aðstæðum og það gerir það í þeim
tilgangi einum að komast af.“
Það býr mikill kraftur í
leikhúsinu
í vor eru aðeins fimm nemendur
sem útskrifast úr skólanum, þau
Halldóra Geirharðsdóttir, Sveinn
Rýmingarsala vegna flutnings
GÓÐUR AFSLÁTTUR -NÝJAR VÖRUR
N#HM5IÐ
Þórir Geirsson, Pálína Jónsdóttir,
Bergur Þór Ingólfsson og Kjartan
Guðjónsson.
Um uppsetningu sá Þór Tulinius.
leikstjóri og Stígur Steinþórsson
sá um leikmynd og búninga ásamt
Guðrúnu Auðunsdóttur. Þorvaldur
sejgist vera himinlifandi með upp-
setninguna. „Samanlagðir kraftar
leikhúsfólksins verða vitanlega allt-
af miklu skarpari og meiri en
ímyndunarafl eins höfundar og það
er göldrum líkast hvernig hægt er
að breyta þessu litla herbergi hér
í Lindarbæ.“
Maríusögur er þriðja leikrit Þor-
valdar fyrir svið. Áður samdi hann
Skilaboðaskjóðuna sem sýnd var í
Þjóðleikhúsinu á síðasta ári og í
tilefni dagsins sem P-leikhúsið setti
upp á óháðri Listahátið. Þar á und-
.an skrifaði hann vasaleikrit fyrir
TEKIÐ á æfingu á Maríusögum.
útvarp. Hann segir að sú reynsla
hafi komið sér mjög vel; „þar skoð-
aði ég talsmáta ákveðinna atvinnu-
stétta eða fólks sem er í ákveðinni
aðstöðu og talar á ákveðinn máta.
Þannig er talsmáti mjög upplýsandi
um hvaða stétt fólk tilheyrir og
jafvel hvemig það lítur út og klæð-
ir sig.“
Hann heldur áfram, „sjáðu til,“
segir hann, „hérna er ég með fimm
ólíkar persónur úr ólíkum stigum
þjóðfélagsins. Allt sem þær segja
og gera ber keim af því.“
Þorvaldur horfir yfir litla sviðið
í Lindarbæ sem búið er að umturna
á ótrúlegan hátt einu sinni enn og
segir, „veistu, það eru í raun for-
réttindi að fá að skrifa leikrit sem
unnið er jafnvel úr og hér í Lind-
arbæ.“ Hann er greinilega ánægð-
ur með uppsetningu verksins og
segir, „ef eitthvað er gagrýnivert
held ég að hægt sé að skrifa það
á minn reikning."
Höfundur er lausamaðurí
blaðamennsku.
LALGAVKGIJR 21-SlMl 25580
Aðeins
399
Blönduð búnt
Fresíubúnt
Rósabúnt