Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 35 I I I I I ( ( ( ( ( < < ( < MINNINGAR amma fór að búa ein tók hún sér ýmislegt fyrir hendur. Hún keypti og seldi ýmsa hluti svo sem hús- gögn og málverk. Hún átti gott safn af málverkum sem gaman var að skoða og iá við að eitthvað nýtt væri á veggjunum í hvert sinn sem við komum í heimsókn. Amma var ekki orðin mjög full- orðin þegar sjónin fór að bila. Hún fór í erfiða augnaðgerð 1967 og fékk einhvern bata og lét ekki sjón- depruna stöðva sig lengi vel. Loks kom þó að því að heilsan og minnið fóru að gefa sig og hún flutti til Bíbíar dóttur sinnar og síðar á Hrafnistu þar sem hún andaðist laugardaginn 15. apríl sl. Það var líka gott að heimsækja ömmu eftir að minnið fór að þila. Hún hlustaði mikið á fréttirnar í útvarpinu og reyndi að fylgjast með hvað var að gerast. Það var nota- legt að sitja og halda í höndina á henni og tala við hana, kannski riija upp gamla daga. Oft þurfti ekki nema örfá stikkorð til þess að hún myndi nóg til að hafa gam- an af að spjalla. ■ Elsku amma. Við viljum þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefíð okkur. Þú munt alltaf eiga stórt pláss í hjarta okkar. Hlíf og Sigrún Arndal. Amma mín, Oktavía Jóhannes- dóttir Arndal, eða Fía amma eins og ég var vön að kalla hana, er horfín yfir móðuna miklu. Fram í huga minn streyma minningar um sérstæða og skemmtilega konu, konu sem fór sínar eigin leiðir og var að mörgu leyti á undan sinni samtíð. Margar af bestu minningum bernsku minnar tengjast henni á einhvem hátt og það var ætíð mik- ið tilhlökkunarefni þegar von var á ömmu og afa austur að Irafossi í heimsókn. í sumarheimsóknunum var gjarnan farið að veiða í Soginu eða Þingvallavatni og oft á tíðum var amma með einhvern nýstárlegan veiðibúnað, nýja tegund af beitu eða annað það sem átti að auðvelda okkur að krækja í þann stóra. Sá stóri reyndist nú sjaldnast tilkippi- legur, oftast var veiðin fáeinar smábleikjur en það spillti ekki hið minnsta ánægjunni af veiðiferðinni. A jólum dvöldu þau oftast hjá okk- ur fyrir austan, afí og amma. Oft fannst mér biðin löng við stofu- gluggann á aðfangadag, biðin eftir bílljósum, rétta bílnum, Skódanum eina sanna. Ferðin frá Reykajvík og austur að írafossi tók jú sinn tíma þótt ekki væri leiðin ýkja löng. Afí var ekki mikið fyrir hraðakstur gefinn og alltaf var stoppað á Kambabrún og drukkið kaffi úr brúsa. Jólin byijuðu ekki fyrr en þau hjónin voru komin inn úr dyrun- um. Það var nefnilega svo skrítið með Fíu ömmu að hún hafði alltaf nægan tíma fyrir okkur krakkana, hvort sem var í leik eða starfí. Hún kom fram við okkur eins og jafn- ingja og gat verið barn með börn- um. Oft var vandséð hver hafði mesta ánægjuna af lestri, leik og ýmsum uppákomum, við krakkarnir eða amma. Amma var ágætlega gerð til munns og handa, vel að sér um náttúru íslands og hafði mikið yndi af því að ferðast. Ekki spillti fyrir í þessum ferðum ef hægt var að renna fyrir silung og safna ýmsum jurtum og grösum sér til heilsubót- ar. Að mínu viti var amma dæmi- gert borgarbam. Hún var fædd og uppalin á mölinni í Keflavík en flutti ung til Reykjavíkur og vildi ekki annars staðar búa. Amma kunni best við sig í miðri hringiðu mann- lífsins, því vildi hún helst búa í námunda við miðbæinn og á meðan hún hafði heilsu til brá hún sér daglega fótgangandi niður á Laugaveg. Amma hafði alla tíð áhuga á yfirskilvitlegum hlutum, ekki síst þeim sem á einhvem hátt tengdust sögu landsins, þjóðtrú og náttúru. Þær voru og ófáar sögurnar sem amma sagði mér um álfa og huldu- fólk, nykra og urðarketti, skottur, móra og önnur furðufyrirbæri. Ekki veit ég hversu vel hún trúði þessum sögnum, sjálf eyddi ég löngum tíma í að leita að hófförum nykursins á bökkum Sogsins og hefði ekki orðið vitund hissa ef nykurinn sjálfur hefði öslað þar á land í húminu eitt- hvert kvöldið. Annað áhugamál ömmu var kaupskapur ýmiss konar. Á sínum yngri ámm vann hún við verslunar- störf en helgaði sig heimilisstörfum og barnauppeldi eftir að hún giftist afa. Þegar börnin tóku að stálpast setti amma á fót saumastofuna Nálina sem hún rak í félagi við aðra konu í mörg ár. Reksturinn gekk vel þó ekki væri hann stór í sniðum, enda amma hugvitssöm með afbrigðum og tókst oft að gera mikið úr litlu. Síðar rak amma sælgætis- og kaffísölu á Vesturgöt- unni ásamt Hlíf Matthíasdóttur og fórst þeim stöllum það vel úr hendi. Allar götur síðan var hún viðloð- andi viðskipti af einhverju tagi þó í smærri stíl væri. Síðari hluta ævinnar stundaði af áhuga kaup og sölu á málverkum og hafði hún mikla ánægju af þeim viðskiptum öllum. Ekki auðgaðist nú amma á þessu brasi en hún var samt alltaf aflögufær og gaukaði gjarnan ein- hveiju að þeim sem hún hélt að á þyrftu að halda. Fía amma var alla tíð létt á fæti og létt í lund. Hún var skjót til verka og skjót til svars, orðheppin og oft meinfyndin. Amma kveið aldrei morgundeginum. Hún var sjálfstæð kona, hafði trú á sjálfri sér og efaðist aldrei um getu sína til að leysa vandamál og gera hið besta úr hlutunum. Ég kveð ömmu með þakklæti. Oktavía Jóhannesdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða töivu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Móðir okkar, KLARA ÓLAFSDÓTTIR, Rauðalæk 27, Reykjavík, áður Franskamel, Neskaupstað, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 28. apríl kl. 13.30 Jón ísfeld Karlsson, Eileen E. Karlsson, Steinunn ísfeld Karlsdóttir, Árni Ferdinandsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HAUKUR VIGFÚSSON, Hrafnistu, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju á morg- un, föstudaginn 28. apríl, kl. 13.30. Steinunn Jóhannsdóttir, Kristinn Hauksson, Helga Friðriksdóttir, Sigurlaug Hauksdóttir, Sigurjón Kristófersson, Vigfús Hauksson, Helga Valdimarsdóttir, Anna Aradóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Alúðarþakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, ÞURÍÐAR SKEGGJADÓTTUR, Geitagerði ■ Fljótsdal. Guttormur V. Þormar, börn, tengdabörn og barnabörn. Hjartanlegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við and- lát og útför föður míns, tengdaföðar, bróður og afa, GUÐJÓNS KRISTÓFERSSONAR frá Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir eru færðar læknum og starfsfólki á Vífilsstaðaspítala. Helga Rósa Guðjónsdóttir, Reynir Kárason Guðlaugur Kristófersson, Freyja Kristófersdóttir, Guðrún Kristófersdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur vinarhug og veittu styrk við fráfall eiginkonu minnar, móð- ur, tengdamóður, ömmu og langömmu, BERGÞÓRU JÓELSDÓTTUR, fædd 29. október 1913 - dáin 25. mars 1995, og heiðruðu minningu hennar á ein- hvern hátt. Guð blessi ykkur. Arngrímur Ingimundarson, Ingileif Arngrimsdóttir, Sigmar Ægir Björgvinsson, Jóhanna Arngrfmsdóttir, Snorri B. Ingason, Sigriður Arngrímsdóttir, Grettir Jóhannesson, Gislunn Arngrímsdóttir, Gunnlaugur S. Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, JÓNÍNU GUÐJÓNSDÓTTUR frá Sandfelli, Vestmannaeyjum. Ingveldur Þórðardóttir, Rútur Snorrason, Hallgrimur Þórðarson, Guðbjörg Einarsdóttir, Ellý Þórðardóttir, Hreinn Svavarsson, Kristín Þórðardóttir, Einar Norðfjörð, barnabörn og barnabarnabörn. t Alúðarþakkir til ykkar allra, sem með virðingu, hlýjum kveðjum og nærveru sýnduð okkur við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GÍSLÍNU KRISTÍNAR STEFÁNSDÓTTUR Miðgörðum, Grenivík. Sérstakar þakkir til starfsfólks og heim- ilisfólks hjúkrunarheimilisins Sels á Akureyri. Gisli Friðrik Jóhannsson, Borghildur Ásta ísaksdóttir, Margrét Sigrfður Jóhannsdóttir, Oddgeir ísaksson, Stefán Jóhannsson, Þórey Aðalsteinsdóttir, Nanna Kristín Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við and- lát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR E.E. INDRIÐADÓTTUR frá Eyjarhólum. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Ljósheima, Selfossi. Anna M. Þorláksdóttir, Páll Auðunsson, Rósa Haraldsdóttir, Indriði H. Þorláksson, Rakel Jónsdóttir, Guðrún S. Þorláksdóttir, Ingólfur H. Þoriáksson, Guðrún Ingólfsdóttir, Nanna Þorláksdóttir, Sæmundur Örn Sigurjónsson, Þórarinn Þorláksson, Kristín Guðnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ELÍSABETAR JÓNSDÓTTUR, Heiðarbæ 9, Reykjavík. Hinrik Jón Þórisson, Kristfn Þórisdóttir, Vincent Newman, Sólveig Sveinsdóttir, Benedikt Þ. Ólafsson, Valdemar Sveinsson, Ingunn Björnsdóttir, Ingi Geir Sveinsson, Særún Ragnarsdóttir, Berglind Sveinsdóttir, Haukur Sveinsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.