Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 31 ‘
bekknum okkar, lítillát og hógvær
og gætti ávallt réttlætis í fram-
göngu sinni. Hetjuleg þrautaganga
hennar hefur þroskað okkur.
Við kveðjum hana með þakklæti
og virðingu og ætlum alltaf að halda
minninguna um hana í heiðri.
Við vottum föður hennar, móður
og fósturmóður, systkinum hennar
og vandamönnum öllum okkar
dýpstu samúð. Megi góður guð
styrkja þau í sorginni.
Bekkjarsystkin.
Fréttin sem ég var farinn að ótt-
ast að mundi berast til mín kom
miðvikudaginn 19. apríl. Hún Inga
var dáin. Við sem þekktum hana
vissum undir lokin að sá sjúkdómur
sem hún barðist við hafði náð undir-
tökunum en við vonuðum samt allt-
af að lengra liði þar til hún yrði
kölluð til nýrra heimkynna.
Við sem eftir sitjum getum ekki
skilið hvemig hægt er að kalla
burtu manneskju sem hefur ekki
einu sinni náð blóma lífsins. Hvar
er réttlætið í þessu lífi? Hvers vegna
hún Inga okkar?
Mér auðnaðist sú gæfa að kynn-
ast Ingu fyrir fáum mánuðum. Við
áttum saman dásamlegar stundir,
en nú verða stundirnar okkar saman
ekki fleiri. Ég mun minnast hennar
með hlýju og söknuði og efast ekki
um að henni hefur verið vel tekið
í þeim heimkynnum er bíða okkar
allra að lokum.
Megi allar góðar vættir styðja
þá er eiga um sárt að binda á þess-
um erfiðu tímum.
Magnús. .
Viðkvæmt eins og hörpuhljóð
huldunnar í klettaborg
hvíslar dagsins dulda sorg
um draum sem hvergi festir rætur.
Himinn er hreinn og blár
hrynja samt um gluggann tár
því alltaf er einhver sem grætur.
(Jakobína Sigurðardóttir)
Inga Birna var nemandi við Fjöl-
brautaskóla Vesturlands, Akranesi,
frá haústinu 1993. Hún byrjaði
námið af bjartsýni og dugnaði og
vissi hvert hún stefndi. Skömmu
eftir áramótin 1993-1994 uppgötv-
aðist sjúkdómurinn sem leiddi hana
til dauða á svo skömmum tíma sem
raun ber vitni. Inga Bima hélt sam-
bandi við skólann allan þann tíma
sem hún var veik og var skráður
nemandi þar til nú fyrir skömmu.
Hún var ákveðin í að hefja nám af
fullum krafti þegar hún hefði náð
bata, og sýndi mikinn baráttuvilja
og hugrekki í veikindum sínum.
Hún trúði því statt og stöðugt að
hún hefði betur og hélt reisn sinni
þrátt fýrir erfíða sjúkdómsmeðferð.
Við sendum foreldrum, systkin-
um, öðmm ættingjum og vinum
innilegar samúðarkveðjur.
Starfsfólk Fjölbrautaskóla
Vesturlands, Akranesi.
Við vitum nú vina, að vorið þú tæpast sérð
þú veiktist æ meira, ég veit að bráðum þú ferð
tíminn hann flýgur, tekur þig eitthvert annað
ei tílganginn skiljum, enginn getur hann sannað
sautján ár, elsku Inga, svo ósköp dapurt
svo óskiljanlegt, svo hræðilega napurt
að þú skulir þjást og kveljast, það er engin hemja
við þráum heitt að mættum nú Guð við semja,
- en kertin brenna og bara hann því stjómar
og bömum sem öðmm á altari dauðans fómar.
Ef einhver hringdi og innti þig eftir liðan
hún alltaf var. „alveg ágæt“, þó stutt væri síðan
að morfín fékkst í magra kroppinn þinn þjáða
af mætti þú hughreystir vinina,
sorgmædda, hijáða
svo var þessi dagur - sem værir þú að hress-
ast
við vonuðum öll að nú mundi þetta blessast
en þá kom nóttin svo nistandi köld og grátin
og núna í dag ertu litla vina látin
við biðjum þvi Guð, gættu Ingu okkar
gefðu að aftur vaxi þykkir lokkar
gefð’enni kærleik, kraft ó Guð að nýju
kossa frá okkur og alla þína hlýju.
Samúðarkveðjur til foreldra,
fósturmóður, systkina og annarra
ástvina.
Unnur Sólrún og fjölskylda.
MINNINGAR
AGUSTA GUÐBJORG
GUÐMUNDSDÓTTIR
+ Ágústa Guðbjörg
Guðmundsdóttir
var fædd 23. ágúst
1908 að Tröð við
Súgandafjörð. Hún
lést í Borgarspíta-
lanum 17. april sl.
Foreldrar hennar
voru Margrét Jó-
hanna Guðmunds-
dóttir og Guðmund-
ur Gísli Guðmunds-
son. Systkini Ágústu
voru Guðbjartur,
Margrét, Hjalti, Val-
borg og Guðrún.
Hjalti og Guðbjartur
létust fyrr á öldinni,
langt fyrir aldur fram. Eigin-
maður Ágústu var Gunnar Þórð-
arson frá Sveinseyri við Dýra-
fjörð, sem lést 1. október 1986.
Þau eignuðust þijú börn: Selmu
Margréti, gifta Sigvalda Magn-
úsi Ragnarssyni, Birki Þór, gift-
an Róshildi Stefánsdóttur og
Guðmund Guðbjart, giftan Önnu
Guðrúnu Thorlacius.
Ágústa verður jarðsungin frá
Áskirkju í dag, 27. apríl, og hefst
athöfnin kl. 10.30.
OKKUR langar í örfáum orðum að
minnast ömmu Ágústu en margar
ljúfar myndir eru eftir í minning-
unni. Það var alltaf gott að koma í
heimsókn til ömmu á Hringbrautina.
Hún var alltaf glöð og kát, enda létt
í lund og var fljót að koma okkur í
gott skap. Oft bakaði hún fyrir okk-
ur pönnukökur, sem voru sérstaklega
Ijúffengar.
Þegar hugur leitar til baka, minn-
umst við beijaferðanna, sem afí og
amma fóru með okkur í og tíðra ferða
í heita lækinn í Nauthólsvík. Oft
enduðu þessar ferðir okkar í ísbúð-
inni. Amma var tónelsk kona og upp
úr áttræðu dreif hún sig í gítarskóla
Ólafs Gauks, en þrátt fyrir að vera
orðin sjóndöpur fór hún gjaman með
strætó í gítarskólann. Þetta er lýs-
andi dæmi um kraftinn í ömmu.
Amma var trúuð kona og hafði
ákveðna skoðanir á hin-
um ýmsu málum.
Sjálfselska og eigin-
gimi var eitthvað, sem
við þekktum ekki í fari
hennar. Amma var
mjög gjafmild og nutu
við barnabömum góðs
af því. Minningar okkar
um ömmu Ágústu og
Gunnar afa munu
fýlgja okkur í gegnum
lífið.
Vertu Guð faðir faðir minn
í frelsarans Jesú nafni
hönd þín leiði mig út og inn
svo allri synd ég hafni.
Elsku amma, við þökkum þér fyr-
ir allt og biðjum Guð að taka þér
opnum örmum. Við kveðjum þig með
söknuði.
Ingunn Ágústa, Hildur Björk,
Selma Edda, Gunnar og
Stefán Hjálmar.
Það eru nú bráðum liðin 10 ár
síðan ég flutti í húsið nr. 101 við
Hringbrautina og var svo heppin að
kynnast Ágústu Guðmundsdóttur
sem bjó á hæðinni fyrir ofan mig.
Hún tók mér strax opnum örmum
og bauð mig velkomna á sinn fallega
hátt. Næstu árin áttu samskipti okk-
ar eftir að vera mikil og góð, gagn-
kvæm greiðasemi og samhugur á
milli okkar. Þegar svo dóttir mín og
fjölskylda hennar fluttu líka í húsið
nutu þau einnig góðs af elskusemi
Ágústu. Litli dóttursonur minn, Odd-
ur, varð strax hrifinn af henni og
hún, þó hálfníræð væri orðin, tók að
sér að gæta hans klukkutfma og
klukkutíma þegar mamma og pabbi
þurftu að skreppa frá og amman á
neðri hæðinni var að vinna. Oddur
sóttist ákaft eftir að komast inn til
Ágústu því þar beið hans allskonar
dót, bæði raunveruleg leikföng og
svo ýmsir hlutir eins og ónýt útvarps-
tæki og önnur „takkatæki" sem
spennandi var að leika sér að. Marg-
ar góðar og gagnlegar gjafír fékk
Oddur litli frá vinkonu sinni Ágústu,
EINAR GUÐBERG
JÓNSSON
+ Einar Guðberg
Jónsson bifvéla-
virki var fæddur 14.
október 1914 í Skóg-
um í Mjóafirði. Hann
lést á Landspítalan-
um 18. apríl sl. For-
eldrar Einars voru
hjónin Guðrún Ein-
arsdóttir frá Hofi í
Garði, f. 5.11. 1878,
d. 16.5. 1948, og Jón
Árnason frá Mjóa-
firði, f. 20.8. 1863,
d. 7.12. 1944, bóndi,
og organisti í Skóg-
um. Systkini Einars voru: Ár-
mannía, f. 29.1. 1900, lést 1963,
Eðvald, f. 19.5. 1904, lést 1964,
Anna, f. 9.1. 1906, lést 1923, og
Árni, f. 13.5. 1913, búsettur í
ReyKjavik. Einar kvæntist eftir-
lifandi konu sinni Guðlaugu Ein-
arsdóttur frá Seyðisfirði, f.
28.10.1921, hinn 23. nóvember
1942. Einar og Guðlaug eignuð-
ust fjóra syni: Agnar Smári,
skipstjóri og úrgerðarmaður í
ELSKULEGUR tengdafaðir minn,
Einar G. Jónsson, er allur. Mig Iang-
ar til að minnast hans með fáum
orðum.
Það er ótrúlegt að liðin eru 26 ár
síðan leiðir okkar lágu fyrst saman,
þegar ég kom fyrst inn á heimili
ykkar Laugu í Úthlíðinni. Aldrei mun
ég gleyma þeirri hlýju sem mætti
mér strax í upphafi. Samband okkar
einkenndist af hlýju og trausti strax
frá fyrstu kynnum.
Fyrir aldarfjórðungi varst þú enn
á fullu í bílaviðgerðunum og virtist
óþreytandi við vinnu alla daga og
kvöld. Ekki var heldur slegið slöku
við ef eitthvað þurfti að lagfæra
Reykjavík, f. 5.1.
1942. Maki Guðrún
Halldórsdóttir og
eiga þau tvo syni;
Guðjón Ármann,
framk væmdastj óri
Selljamamesi, f.
22.6. 1946. Maki
Elin Guðmundsdótt-
ir og eiga þau eina
dóttur. Guðjón Ár-
mann á tvö börn frá
fyrra hjónabandi;
Jón Ingi, skólastjóri
í Reykjavík, f. 20.8.
1948. Maki Olga
Bjömsdóttir og eiga þau fjögur
börn; Einar Dagur, bakari, bú-
settur í Sviss, f. 22.5.1950. Hann
á fjögur börn. Einar og Guðlaug
hófu búskap í Reykjavík um
1940, fluttu síðan til Keflavíkur
og aftur til Reykjavíkur 1947
þar sem þau hafa búið síðan.
Útför Einars fer fram frá Nes-
kirkju í dag, 27. apríl, og hefst
athöfnin kl. 13.30.
heimafyrir og virtist vera nokkurn
veginn sama hvað þurfti að Iaga,
alltaf voru til ráð við því hvemig
skyldi gera það. En allt hefur sinn
tíma, heilsan bilaði og leyfði ekki
erfiðsvinnu eins og bílaviðgerðir
voru, verst af öllu fór þó heyrnarleys-
ið með þig sem háði þér verulega í
samskiptum við aðra síðustu áratug-
ina. En oft áttir þú eftir að að segja
mér frá ýmsum uppákomum í sam-
bandi við vinnuna á árum áður þegar
erfitt reyndist að fá varahluti og eina
leiðin var oft að búa þá til og redda
þannig málunum eins og þú sagðir.
Margir nutu þá góðs af verklagni
þinni og útsjónarsemi. Þá lifðir þú
m.a. fína gönguskó og í þá fer ungi
maðurinn aldrei án þess að nefna
nafnið hennar Ágústu um leið.
Það verður ekki það sama að búa
hér í húsinu nú þegar Ágústa er
ekki lengur til staðar. Við söknum
hennar öll sárt, ég, dóttir mín og
fjölskylda hennar. Nú þýðir ekki
lengur fyrir Odd litla að staulast upp
stigann, banka á dymar hjá Ágústu
og kalla á hana.
Ágústa var einhver sú besta og
vandaðasta manneskja sem ég hef
fyrir hitt á minni ævi, falleg, hlý og
einlæg og dóttir mín telur það sanna
guðsgjöf að hafa fengið að kynnast
henni og mun alltaf vera þakklát
fyrir það.
Börnum, tengdabömum og öðmm
vandamönnum Ágústu sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Borghildur Thors.
Ég kynntist Ágústu fyrir mörgum
ámm. Dóttir hennar bankaði hjá
mér, þá lítil telpa, og bað að fá að
passa son minn. Þá vissi ég fyrst
hver Ágústa var. Ég ætlaði fyrst að
láta gæta hans í nokkra tíma á dag.
En svo vildi til að Ágústa ætlaði að
fara á síld svo ég bauð dótturinni
að vera hjá okkur. Síðan hefur Selma
verið ein af fjölskyldunni. Ágústa
giftist Gunnari Þórðarsyni renni-
smiði. Hann lést fyrir nokkmm ámm.
Þetta vom glæsileg hjón og harðdug-
leg. Þau unnu sig upp af litlum efn-
um og bjuggu bömunum sínum
Selmu, Birki og Guðmundi, fallegt
heimili sem gott var að koma á.
Selma og Ágústa vom mjög nánar
og man ég er litla dóttir mín sagði
„mamma, þegar ég verð stór þá skul-
um við vera miklar vinkonur eins og
Selma og Ágústa". Þessi orð segja
allt. Ágústa var svo mikil fjölskyldu-
kona, alltaf að hugsa um bömin, síð-
an maka þeirra og bama- og barna-
bömin. Hún var svo gjafmild, alltaf
að gleðja aðra. Því fengu ég og fjöl-
skylda mín að kynnast. Það hefði
vantað mikið ef Ágústa hefði ekki
mætt í afmælin hjá bömunum. Hún
missti mikið þegar Gunnar lést. Þau
höfðu gert allt saman, farið í ferða-
lög, til bamanna í heimsóknir til út-
landa og allt í einu var hann horf-
inn. Hún var lítið fyrir að biðja aðra,
vildi vera sjálfstæð og fór að fara í
strætisvagni. Allt gekk vel í fyrstu,
þá verður hún fyrir því óláni að fara
að missa sjón. Ekki var verið að
gefast upp. Eitt sinn kom hún til
mín, ég vildi láta keyra hana heim
er hún færi, en við það var ekki
komandi. Við gengum niður Lauga-
veg í yndislegu veðri, þar var hún
komin á gamlar slóðir. Hún var í ljós-
um rykfrakka með græna alpahúfu,
hún var svo ungleg. Þegar við kom-
um niður á Lækjartorg, las ég núm-
erið á vagninum því hún sá ekki svo
langt frá sér. „Mér er borgið ef ég
kemst inn í réttan vagn.“ Síðan hvarf
hún inn í vagninn en ég stóð eftir
og hugsaði, því þurfti þetta að koma
fyrir hana. En ég fékk víst ekkert
svar. Seinna fór hún að fara til
Blindrafélagsins. Þangað væri gott
að koma, þar eignaðist hún marga
vini. Þar var spilað, sungið (Ágústa
hafði mikið yndi af tónlist) og farið
í ferðalög. Ætlaði hún að fara í ferð
með þeim bráðlega. Eins átti hún
góða nágrannakonu í húsinu hjá sér,
sem hún var þakklát fyrir að eiga.
Þær höfðu búið þar saman í mörg
ár. Ágústa bjó í sinni eigin íbúð.
Vildi ekki láta hafa mikið fyrir sér,
en fann hvað að henni snéri og var
mjög þakklát fyrir það minnsta sem
gert var fyrir hana. Hún hafði
ákveðnar skoðanir á hlutunum og lét
þær í ljós en_ var dul á sínar eigin
tilfínningar. Ágústa hélt fullri reisn
til hinstu stundar. Fylgdist með öllu,
ekki síst stjómmálum. Hún var orðin
86 ára en minnið var ekki farið að
gefa sig. Hún fór að kjósa, síðan var
hún keyrð á spítalann. Þegar við
komum í heimsókn, á spítalann, frétti
ég að hún væri að láta setja nýja
glugga og ný gler, þvílíkur dugnað-
ur, þama lá hún umkringd fjölskyld-
unni, alveg eins og hún vildi hafa
það. Við kvöddum en eftir rúma viku
var hún öll. Samúðarkveðrjur til Birk-
is og fjölskyldu. Guðmundar og §öl-
skyldu og sérstakar samúðarkveðjur
til bama og bamabama, sem henni
þótti svo vænt um. Elsku Selma og
Valdi, okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Þið gerðuð mikið fyrir hana,
alltaf að fara eitthvað með hana til
að stytta henni stundimar, því þið
vissuð að hún var mikil félagsvera.
Enginn gæti átt betri dóttur en
Selmu. Nú kveðjum við Ágústu og
þökkum henni samfylgdina. Blessuð
sé minning Ágústu Guðmundsdóttur.
Brynja Helga Kristjánsdóttir.
þig oft inn í liðna atburði þegar þú
sagðir sögur af sjónum frá þeim tíma
að þú stundaðir sjómennsku sem
ungur maður. Oft talaðir þú um
æskustöðvarnar heima í Mjóafírði og
á Seyðisfírði. Þá var sagt frá lífínu
heima í Skógum þar sem búskapur
var stundaður við erfiðar aðstæður,
síðan fluttir þú með foreldrum þínum
til Seyðisfjarðar upp úr 1930 þar sem
þú kynntist síðan Guðlaugu og þið
hófuð síðan búskap hér syðra, fyrst
í Keflavík og síðan í Reykjavík frá
árinu 1947. Gaman var að fylgjast
með því hve samrýnd þið hjónin vor-
uð, í seinni tíð gat hvorugt af hinu
séð. Allt þitt líf snerist um það að
gera henni lífíð sem best. Ekkert
vandamál var hjá þér að hugsa um
heimilið þegar hún þurfti að dvelja
á sjúkrahúsum. Það kom greinilegast
fram þegar hún fyrir nokkrum árum
veiktist af válegum sjúkdómi og þú
sást þá um heimilið þótt þú værir
sjúklingur sjálfur.
Því miður var oft langt á milli
okkar þar sem við Jón bjuggum úti
á landi. Þið komuð þá í heimsóknir
meðan heilsan leyfði og þá var margt
skrafað og hlegið. Fyrir rúmu ári
fluttum við svo suður og í nágrenni
við ykkur. Heimsóknimar urðu nú
fleiri og bömin okkar fengu betra
tækifæri til að kynnast ykkur. Þú
kunnir vel að meta það þegar nafni
þinn kom til að versla fyrir ykkur
og varð á eftir að þiggja veitingar.
Þá voru margar sögur rifjaðar upp
frá liðnum tíma.
Elsku Einar minn, þegar ég kom
til þín rétt fyrir hádegi 18. apríl datt
mér ekki í hug að þetta yrði í síð-
asta sinn sem við spjölluðum saman.
Þú hafðir veikst og verið fluttur á
sjúkrahús þann 15. apríl, en nú
varstu nokkuð hress og ég hélt að
þú værir að jafna þig. Við vomm
orðin vön því að þó þú veiktist alvar-
lega náðir þú þér alltaf aftur, harkan
og þrjóskan hélt þér oft uppi og þú
gafst aldrei upp. En nú var tíminn
kominn og rúmum tveimur tímum
eftir að ég fór varst.þú allur. Dauð-
inn er alltaf áfall fyrir þá sem eftir
lifa, en ég veit að þú varðst hvíldinni
feginn. Ég vil þakka þér samfylgdina
með þessum sálmi.
Lækkar lifdaga sól.
Löng er orðin mín ferð.
Fauk í faranda skjól.
Feginn hvíldinni verð.
Guð minn, gefðu þinn frið.
Gleddu og blessaðu þá,
sem lögðu mér lið.
Ljósið kveiktu mér hjá.
(Herdis Andrésdóttir)
Þfn tengdadóttir,
Olga Bjömsdóttir.
„Tilvera okkar er undarlegt ferða-
lag“, þetta eru orð að sönnu. Elsku
afi minn hefur lokið sínu ferðalagi
með okkur hér, og vonandi, afí minn,
líður þér betur þar sem þú ert núna.
Ekki átti ég von á að þessi spítala-
vist endaði á þennan veg, hin skiptin
þrælaðistu heim þó ekki værir við
hestaheilsu.
Ég hugsa að ég gleymi því aldrei
þegar þið amma voruð í heimsókn
hjá okkur á Eskifirði, en þá var ég
nýbúin að taka bílprófíð og varð fyr-
ir því klaufalega óhappi að bakka
pínulítið utan í bíl nágrannans svo
að aðeins sá á bflnum hans. Ekki
urðu nú allir jafn ánægðir með afrek-
ið, en þér þótti nú verst að vera
ekki aðeins hraustari, þá hefði nú
verið hægt að redda þessari smá-
beyglu. Það stóð nú ekki á því að
hjálpa til, eins og þið amma gerðuð
heldur betur þegar við þurftum að
fara með Hrafnhildi Olgu til London
í hjartaaðgerð og eigið þið bestu
þakkir fyrir.
Þegar ég kveð þig afí minn langar
mig að þakka þér fyrir allt sem þú
gerðir fyrir okkur og öll árin sem
við fengum að hafa þig með okkur.
Megi guð styrkja þig, amma.
Birna Kristín Jónsdóttir.