Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 52
 HEWLETT PACKARD Ihel hpA Islandi hf Höfdabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000 Frá möguleika tll veruleika MORGUNBLAÐIÐ, KRINCLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 669 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL<S>CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 86 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Slitnar upp úr viðræðum Islendinga og Norðmanna um Smugudeiluna Nokkur árangur en mik- ið ber á milli um kvóta Þarf að láta reyna á Svalbarðamálið fyrir dómstólum, segir Davíð Oddsson forsætisráðherra FUNDI Noregs, Rússlands og ís- lands um þorskveiðar íslenzkra skipa í Smugunni í Barentshafi var slitið síðdegis í gær án árangurs. Norðmenn og Rússar buðu íslend- ingum aflaheimildir á fundinum, en langt var á milli hugmynda ríkjanna í því efni og slitnaði upp úr viðræð- unum. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins buðu Rússar og Norðmenn mun minni kvóta en þeir höfðu fyrir skömmu gefið í skyn að gæti staðið til boða. Tölur í kringum 10.000 tonn af þorski munu hafa verið nefndar af þeirra hálfu. Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra segir að árangur hafí hins vegar náðst varðandi önnur atriði. Frekari viðræður voru ekki ákveðnar um Smuguna, en í dag hefst fundur um stjómun á síldar- stofninum á alþjóðlega hafsvæðinu, sem nefnt er Síldarsmugan. Að sögn Helga Ágústssonar, for- -manns íslenzku samninganefndar- innar í Ósló, var á viðræðufundinum rætt um kvótaskiptingu og þann grundvöll, sem samningur milli ríkj- anna gæti byggzt á. Hins vegar hefði mikið borið^ á milli ríkjanna um aflahlutdeild íslendinga í Bar- entshafi. Mikil vonbrigði Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði í samtali við Morg- unblaðið að þessi niðurstaða væri mikil vonbrigði. „Við vitum ekki hvenær hægt verður að halda þess- um samningaumleitunum áfram. Enn á ný hefur skapazt mikil óvissa í málinu og það er mjög slæmt. Ég hafði gert mér vonir um að málið þokaðist í rétta átt á þessum fund- um,“ sagði Halldór. Hann sagði þó að þrátt fyrir allt hefði málið skýrzt og ákveðin atriði, til dæmis varð- andi tilhögun og stjóm veiðanna, þokazt áfram. Utanríkisráðherra sagði að þótt samningafundur íslands, Rúss- lands, Noregs og Færeyja um sfld- veiðar væri enn á dagskrá, óttaðist hann að lyktir fundarins ígær hefðu áhrif á þær viðræður. Norðmenn höfðu geflð í skyn að árangur á Sjómenn slösuðust TVEIR sjómenn á bátum frá Ólafsvík slösuðust í gærmorg- un þegar bátamir vom að hefja veiðar og þurfti í báðum tilfellum að flytja hina slösuðu í land. Skipveiji á Erlingi KE slas- aðist á hendi með þeim afleið- ingum að hann missti framan af fingri og var farið með hann til Ólafsvíkur. Skipveiji á Fagrasvan SH slasaðist einnig á hendi en meiðsli hans voru ekki jafn alvarleg og var siglt með hann til Stykkis- hólms. Að sögn lögreglunnar í Ól- afsvík var bræla á miðunum þegar mennimir slösuðust. Smugufundinum gæti liðkað fyrir samkomulagi um sfldveiðamar. Svalbarðamálið fyrir dómstóla Davíð Oddsson forsætisráðherra tók undir það að niðurstaðan væri vonbrigði. „Þetta kemur okkur á óvart, miðað við þær væntingar, SAMNINGAR í kjaradeilu Flug- freyjufélags íslands og Flugleiða tókust upp úr miðnætti í nótt þegar samningafundur hafði staðið í 31 klukkustund eftir að báðir aðilar höfðu samþykkt innanhússtillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram til samþykktar eða synjunar í gær- kvöldi, en frestur til að samþykkja tillöguna var til miðnættis. Fjögurra daga boðuðu verkfalli flugfreyja í næstu viku hefur verið frestað, en atkvæði verða greidd um samning- inn á félagsfundi flugfreyja í dag, sem boðaður hafði verið vegna verkfallsins. Samningurinn felur í sér að allir taxtar flugfreyja hækka um 3.500 krónur frá undirritun samninga. í því efni er miðað við 3,3% hækkun launa og því jafnað út með krónu- sem menn höfðu ástæðu til að hafa,“ sagði Davíð. Aðspurður hvað gerðist næst af hálfu Islendinga sagði Davíð að við- ræðum hefði ekki verið slitið, en hins vegar hefði framhaldið heldur ekki verið ákveðið, þannig að eitt- hvað yrði að gerast til að koma viðræðum á rekspöl að nýju. Hann töluhækkun. Öll laun hækka síðan um 3% frá næstu áramótum, eins og almennt er kveðið á um í kjara- samningum. Hagræðing eykur lífeyrisrétt Að auki fela samningarnir í sér að hagræðingu vegna aukinna starfa flugfreyja er varið til þess að auka lífeyrisrétt þeirra. Greiðsl- umar jafngilda um 2,7% af föstum launum flugfreyja að meðaltali og leggjast inn á séreignareikning hvers og eins starfsmanns. Greiðsi- umar eru hins vegar mismunandi háar eftir aldri starfsmanna til þess að jafna réttindin. Þannig er greitt 1,7% af föstum launum flugfreyja með stystan starfsaldur og allt upp í 5,6% af launum þeirra sem lengst- sagðist ekki búast við að haft yrði pólitískt samband milli ríkisstjóma Islands og Noregs í því skyni. Skoða þyrfti hvaða árangur næðist í við- ræðunum um síldveiðar, sem hæf- ust í dag. „Það er ljóst að við þurf- um að láta á það reyna hver staða Norðmanna er í Svalbarðamálinu fyrir alþjóðlegum dómstólum," sagði Davíð jafnframt. Ingvard Havnen, talsmaður norska utanríkisráðuneytisins, vildi ekki tjá sig um lyktir fundarins í Ósló í samtali við Morgunblaðið. an hafa starfsaldurinn, en greiðsl- umar falla niður við 63 ára aldur. Erla Hatlemark, formaður Flug- freyjufélagsins, sagði eftir að samn- ingar höfðu verið undirritaðir að hún væri ekki ánægð með niður- stöðuna, en það hefði verið mat samninganefndarinnar að ekki hefði verið hægt að ná lengra án verkfalls og það hefðu þau viljað forðast. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands Islands, sagði að niðurstaðan væri ásættanleg fyrir Flugleiðir þar sem kjarasamningurinn fæli ekki í sér meiri launakostnaðarauka en aðrir kjarasamningar sem gerðir hefðu verið í vetur. Það sem til við- bótar kæmi væri ávöxtur hagræð- ingar vegna aukinna starfa-flug- Bíllausir dagar í Hveragerði Hveragerði. Morgunblaðið. IBUÁR í Hveragerði hvíla nú heimUisbQinn sem kostur er og fara flestra sinna ferða gang- andi. Á vegum verkefnis um heilsu- eflingu var ákveðið að í H- bæjunum svokölluðu yrði stuðl- að að samstöðu íbúanna um bíl- lausa daga í vor. Tilgangurinn er sá að hvetja tU aukinnar hreyfingar og þá um leið að bæta heUsu fólks. H-bæirnir eru Hveragerði, Höfn, Húsavík og Hafnarfjörður. Það eru Hver- gerðingarnir sem riða á vaðið. Bílastæði við vinnustaði eru hálftóm og það örlar jafnvel á því að þeir sem keyra þessa dagana séu litnir hornauga. freyja sem skipt væri á milli félags- ins og flugfreyja. Bókanir tapast Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, segir að verkfallsboðun Flugfreyjufélagsins hafí valdið tölu- verðum óróa á ferðamarkaði hér heima og erlendis og komið niður á bókunum. Þá hafi hún valdið óvissu um ferðir gesta á Heims- meistarakeppnina í handbolta og þar með framkvæmd mótsins. Sagði Einar að Flugleiðir myndu nú kosta kapps um að draga úr þeim skaða sem verkfallsboðun flugfreyja hefur valdið á ferðamarkaði ytra, en þeg- ar væri ljóst að töluvert af bókunum hefðu tapast vegna verkfallsboðun- arinnar. Samið í kjaradeilu flugfreyja í nótt eftir 31 klukkustundar samningafund Morgunblaðið/Þorkell SAMNINGAR voru undirritaðir eftir miðnætti í nótt eftir að innanhússtillaga ríkissáttasemjara hafði verið samþykkt. Frá vinstri: Erla Hatlemark, formaður Flugfreyjufélagsins, Þórir Einarsson, ríkissáttasemjari, og Björn Theodórsson, framkvæmdasljóri hjá Flugleiðum. Sáttatíllaga var samþykkt o g vinnustöðvim frestað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.