Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ J- ERLENT Hvaða mann hefur Timothy McVeigh, sem sakaður er um hryðjuverkið í Oklahoma, að geyma? Einfari sem þjáist af ofsóknaræði Oklahoma. The Daily Telegraph. Timothy McVeigh átján ára gamall. BRÆÐURNIR Terry og James Nichols. MANNINUM sem ákærður hefur verið fyrir aðild að mannskæðasta hermdarverki í sögu Bandaríkj- anna, Timothy McVeigh, hefur ver- ið' lýst sem einfara sem ofsókn- aræði, ofstæki og byssuást virðast hafa náð tökum, á. McVeigh er 27 ára og uppalinn í Buffalo nærri kanadísku landa- mærunum. Foreldrar hans skildu er hann var tíu ára og ólst hann upp hjá föður sínum. Þeim sem þekktu McVeigh í barnæsku ber ekki saman, sumir segja hann hafa verið opinn og uppáfinningasaman dreng en þeir eru þó fleiri sem lýsa honum sem þöglum einfara eftir skilnað foreldranna. Svo þögull var hann að bekkjarfélagar hans upp- nefndu hann „Herra ræðinn". „Hann var þögull. Margir hinna þöglu hafa að endingu framið skelfileg afbrot. Maður veit aldrei hvers konar fólk situr í skólastof- unni,“ segir enskukennari McVeigh. Vildi komast í sérsveitir Eftir að skólagöngunni lauk gerð- ist Timothy McVeigh öryggisvörður á flugvellinum í Buffalo. Segja yfír- menn hans hann hafa verið upp- stökkan og oft hafa reiðst sam- starfsmönnum sínum. McVeigh hætti öryggisgæslunni til að ganga í herinn. Hefur varnarmálaráðuneyt- ið neitað að veita aðgang að skýrsl- um hersins um hann. Þó er vitað að hann hækkaði í tign og var orð- inn liðþjálfi árið 1992. Fyrrum félag- ar hans í hemum segja hann hafa þráð að komast í sérsveitir hersins og eytt öllum frítíma sínum til að þjálfa sig og undirbúa. Hann slasað- ist í inntökuprófi og var hafnað. Átti McVeigh afar erfitt með að kyngja því og var lengi bitur. McVeigh barðist í Persaflóastríð- inu og hlaut nokkur heiðursmerki. Segja félagar hans hann hafa verið góðan hermann en hann var skytta í skriðdreka. Er McVeigh gegndi herþjónustu í Fort Riley í Kansas hóf hann að umgangast sveitir manna sem æfðu vopnaburð, svo sem Varalið Kans- as. Ofsóknaræði náði tökum á hon- um, hann fullyrti m.a. að herinn hefði látið koma fyrir tölvukubb í rasskinnum hans til að hægt væri að fylgjast með ferðum hans. Svaf ævinlega með byssu McVeigh kynntist Terry Nichols, sem er þrítugur, í hernum en Nic- hols er nú ásamt bróður sínum í haldi lögreglunnar, þar sem þeir em sagðir hugsanleg vitni. Menn sem kynntust Nichols og McVeigh segja þá hafa alið á djúpstæðu hatri í garð alríkisins og að þeir hafi talið að skattheimta samræmdist ekki stjómarskránni. „McVeigh var sá hættulegri. Hann elskaði byss- urnar sínar. Hann svaf ævinlega með byssu sér við hlið. Hann er bilaður, öfgamaður og þjáist af of- sóknaræði," segir Carl Brocker, sem kynntist báðum mönnunum. Eftir að þeir höfðu látið af her- mennsku störfðu þeir um hríð hjá bróður Nichols, James, sem á bú- garð í Decker í Michigan. Á síðasta ári bjó McVeigh í Ariz- ona. Eigandi hjólhýsasvæðis sem McVeigh bjó á ásamt þungaðri unnustu sinni, segist ekki hafa séð hann handleika skotvopn. Hann vís- aði parinu hins vegar á brott eftir fimm mánaða dvöl vegna kvartana nágranna um að tónlist væri spiiuð of hátt og vegna hunds sem þau áttu. Þá svaraði McVeigh því til að hann væri nýkominn úr hernum og að hann hefði fengið nóg af reglu- gerðum. Þegar McVeigh og Nichols dvöldu í Michigan, sprengdu þeir gjarnan sprengjur sér til gamans að sögn nágranna. f janúar sl. sást til þeirra á fundum hjá Varaliði Michigan, sem afneitar þeim, segir þá ýmist ekki hafa verið í samtök- unum eða að þeir hafi verið reknir úr þeim. Táknræn dagsetning Dagsetning tilræðisins virðist engin tilviljun. Er McVeigh leigði bílinn sem sprakk fyrir framan stjórnsýsluhúsið, gaf hann upp rangan fæðingardag, 19. apríl, sama dag og sprengingin varð. 19 apríl sl. voru tvö ár liðin frá því að bandaríska alríkislögreglan lét til skarar skríða gegn sértrúar- söfnuðinum í Waco en þá kviknuðu eldar í húsum safnaðarins sem-kost- uðu 86 manns lífið. Ekkja manns úr söfnuðinum, sem býr við rústim- ar í Waco, segist þegar hafa áttað sig hveijir hefðu verið á ferð er hún heyrði af sprengingunni. Stöðugur straumur hægriöfgamanna hafi verið til Waco frá atburðunum þar. „Þeir koma hingað til að sjá hvað stjórnvöld gerðu. Stjórnarskrár- sinnar, þeir sem mótmæla skatt- heimtu, trúaðir... Þeir eru allir reið- ir og örvæntingarfullir vegna þess hvernig stjórnvöld fara með þá,“ sagði konan, Amo Roden. Komið hefur í Ijós að McVeigh kom til Waco til að fylgjast með umsátrinu fyrir tveimur árum. Þá má að síðustu geta þess að 19. apríl er hvítum þjóðemissinnum einkar kær en þá minnast þeir orr- ustunnar um Lexington í frels- isstríðinu gegn Bretum á átjándu öld. ------------;------,-------------- Reuter HJÓNIN Edye og Tony Smith báru tvo syni sina til grafar í Oklahomaborg í gær. Chase var þriggja ára og Colton tveggja en þeir voru meðal barnanna, sem fórust þegar sprengjan sprakk við stjórnsýsluhúsið. Hryðjuverkið í Oklahomaborg Annar hínna grnnuðu hugsanlega látinn Verið að kanna hvort hann hafi farist í sprengingunni Oklahomaborg. Reuter. BANDARISKA alríkislögreglan, FBI, er nú að kanna hvort annar mannanna tveggja, sem grunaðir em um að bera ábyrgð á hryðjuverkinu í Oklahomaborg, hafi látist í sprengingunni. Fundist hafa lík 93 manna í rústum stjórnsýsluhússins og að minnsta kosti 135 er enn sakn- að. Talið er, að sprengjan, sem notuð var, hafí verið tvö tonn á þyngd. Lögreglan virðist telja nokkra ástæðu til að ætia, að annar mannanna hafí farist í sprengingunni en aðstæður á staðnum eru erfiðar. Sprengingin olli gífurlegum skaða á stóru svæði og þótt mikið hafi fundist af líkamsleifum er ógjömingur að bera kennsl á þær. Myndbönd könnuð Aðeins einn maður hefur verið ákærður vegna hryðju- verksins, Timothy McVeigh, en verið er enn að kanna myndbönd úr upptökuvél utan á banka í grenndinni. Skemmdist hún í sprengingunni en vonast er til, að á myndböndunum megi sjá bílinn, sem flutti sprengjuna, og mennina. Lögreglan hefur birt nýja teikningu af manninum, sem leitað er að, en talið er útilokað vegna mikilla frétta af málinu, að hann þori að vera úti á meðal fólks ef hann er þá enn á lífi. McVeigh og bræðurnir James og Terry Nichols hafa verið ákærðir í Michigan fyrir ólöglegar tilraunir með sprengiefni en í þeim ákærum er ekki minnst á hryðju- verkið í Oklahomaborg. Að sögn CAW-sjónvarpsstöðv- arinnar neitar McVeigh að ræða við yfirvöld og heldur því fram, að hann sé pólitískur fangi. Segir hann aðeins til nafns, stöðu sinnar í hernum og herskráningamúm- ers en þær upplýsingar einar ber stríðsföngum að gefa. Nokkrir fjölmiðlar í Bandaríkjunum sögðu í gær, að fundist hefðu leifar ammóníumnítrats, sem notað er í áburði, í fötum McVeighs og í bíinum hans. Talið er, að sprengjan, sem sprakk við stjómsýsluhúsið hafi verið gerð úr áburði og olíu. Ánægja með Clinton Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, og leiðtogar beggja flokka á þingi komu saman í gær til að ræða um leiðir til að beijast gegn hugsanlegum hryðjuverkamönnum innanlands. Hefur Clinton farið fram á auknar íjárveit- ingar til þessara mála og hann ætlar að fara þess á leit, að FBI fái auknar heimildir til hlerana og annars eftirlits. Bandaríkjamenn eru almennt ánægðir með það hvem- ig Clinton hefur haldið þessu máli. Skoðanakönnun USA Today, CNN og Gallup sýnir, að 84% eru ánægð með frammistöðu hans í því og 52% telja hann standa sig vel yfírleitt. Argentínuher biður þjóðina afsökunar „Mistökin“ ekki endurtekin Buenos Aires. Reuter. ARGENTÍNSKI herinn hefur í tvo áratugi vísað á bug allri gagnrýni vegna mannrána og morða í „skítuga stríðinu“ svonefnda á áttunda ára- tugnum er þúsundir vinstrisinna voru myrtar og herinn tók völdin. Tveir liðsforingjar hafa að undanförnu staðfest að herinn hafi staðið fyrir glæpaverkum. Á þriðjudag flutti yfir- maður hersins, Martin Balza hers- höfðingi, sjónvarpsávarp þar sem hann bað þjóðina afsökunar á „mis- tökum" fortíðarinnar og hét því að þau yrðu ekki endurtekin. Hershöfðingjarnir sem stjórnuðu landinu frá 1976 til 1983 voru dæmd- ir í fangelsi 1985 en voru seinna náðaðir. Herinn hefur fram til þessa ávallt varið lögbrot sín á áttunda áratugnum, sagt að nauðsynlegt hafi verið að beita „dirfsku" gegn borgarskæruliðum sem hafi ætlað sér aó ræna völdum. Balza sagði herinn taka á sig sinn hluta ábyrgðarinnar á því sem gerðist. „Við megum ekki lengur afneita þeim hryilingi sem við upplifðum," sagði hann. „Tilgangur- inn helgar aldrei meðalið." 10.000 myrtir Um 10.000 óbreyttir borgarar hurfu í átökunum, talið er að þeir hafi flestir verið myrtir. í liðnum mánuði skýrði Adolfo Scilingo, fyrr- verandi liðsforingi í flotanum, frá því er flogið var með fangna stjómar- andstæðinga á haf út. Fólkinu hafði oft verið gefið deyfilyf en flestir voru lifandi er þeim var fleygt útbyrðis og látnir deyja drottni sínum. Scil- ingo sagðist oft eiga erfítt með svefn vegna þessar minninga en hann var í áhöfn einnar vélarinnar. Yfirstjórn hersins svaraði með því að ákæra Scilingo fyrir bílþjófnað og skjalafals. Fyrrverandi liðþjálfi í landhernum, Victor Ibanez, staðfesti síðar frá- sagnir Scilingos og virðist sem æðstu menn hersins hafi þá ákveðið að ekki yrði vikist undan því að gang- ast við sekt. Samt sem áður er talið að yfirlýsing Balza muni valda mikl- um innbyrðis deilum þar á bæ. Ættingjar hinna horfnu hafa árum saman krafist þess að herinn birti lista með nöfnum fórnarlambanna en Balza segir slíkan lista ekki finnast hafi hann þá nokkurn tíma verið til. Hershöfðinginn hvatti jafn- framt þá liðsmenn hersins, sem ef til vill gætu veitt upplýsingar um málið, til að gera það og yrði fyllsta trúnaðar gætt gagnvart þeim. Carlos Menem forseti, sem á sín- um tíma var pyntaður á stjómarárum hersins, vill að menn hætti að róta I fortíðinni og í fyrstu sagði hann Scilingo vera svikahrapp. Menem býður sig fram til endurkjörs 14. maí og viðurkenna ráðgjafar hans að þessi ummæli hafi verið mistök. —:—♦ ♦ ♦--------- Svíþjóð Persson af- tekur frek- ari sparnað Kaupmannahöfn. Morgunblaöið. GORAN Persson fjármálaráðherra Svía sagði á þriðjudag að ekki yrði gripið til frekari spamaðarráðstaf- ana en þegar hafa verið kynntar, en viðbótarfjárlögin voru lögð fyrir þingið í gær. Eins og áður hafði verið kynnt fela þau í sér skerðingu ýmissa fé- lagslegra bóta, en einnig lækkun virðisaukaskatts á mat, sem að mestu étur upp bótaskerðinguna. Hópar atvinnuiausra Svía söfnuðust saman við þinghúsið til að mótmæla skerðingu atvinnuleysisbóta úr 80% í 75% af kaupi. Á blaðamannafundi sagði Göran Persson að nú hefði stjórnin náð tök- um á ríkisbúskapnum og á næsta ári yrði tekið fyrir skuldasöfnunina. Frekari sparnaðarráðstafanir yrðu óþarfar á þessu ári. I I » í » i I i r i i t i i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.