Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BRYN ENDUR- SKOÐUN VINNU- LÖGGJAFAR Fyrir um mánuði efndu flugfreyjur til þriggja daga verk- falls og varð þá veruleg röskun á áætlunarflugi Flug- leiða. Tókst þó að halda uppi flugi að nokkru leyti með því að yfirmenn hjá félaginu gengu í störf flugfreyja þá daga sem verkfallið stóð yfir. Flugfreyjur stöðvuðu hins vegar allt innanlandsflug Flugleiða í nær heilan dag með því að halda uppi verkfallsvörslu á Reykjavíkurflugvelli. Morgunblaðið hefur margoft lýst þeirri skoðun sinni að fá- mennir starfshópar á borð við flugfreyjur eigi ekki að geta lamað starfsemi stórra fyrirtækja og stofnana. Nokkra slíka starfshópa er að finna hjá Flugleiðum og hefur það á undanförn- um árum ítrekað leitt til truflana á flugi. Þegar þessir starfshópar leggja niður vinnu raska þeir ekki einungis starfsemi Flugleiða heldur getur vinnustöðvun þeirra stöðvað samgöngur til og frá landinu. Fáar þjóðir eru jafnháðar flugsamgöngum og íslendingar. Þegar millilandaflug leggst niður lokast landið. Það nær auðvit- að ekki nokkurri átt að fámennar stéttir í kjaradeilu geti hvað eftir annað skorið á tengsl heillar þjóðar við umheiminn. Slíkt á ekkert skylt við eðlilegan verkfallsrétt stéttarfélaga. Löngu er orðið tímabært að vinnulöggjöfin verði endurskoð- uð með þetta í huga og gerðar á henni nauðsynlegar breyting- ar. Það er því fagnaðarefni að í stefnuyfirlýsingu hinnar nýju ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar er því lýst yfir að sú verði raun- in. Er það stefna stjórnarinnar að vinnulöggjöfin verði endur- skoðuð „með það að markmiði að stuðla að stöðugleika, ábyrgð samningsaðila og auknum áhrifum einstakra félagsmanna í stéttarfélögum“. Vonandi verður kjaradeila þessi, og vísbendingin um það gífurlega vald, sem fámennur hópur virðist hafa öðlast í krafti stöðu sinnar, enn frekari hvatning til að flýta þessari endurskoð- ALÞINGIOG ALÞJÓÐASAMNINGAR FRESTURINN sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) gaf íslenzk- um stjórnvöldum til að uppfylla ákvæði samningsins um Evrópskt efnahagssvæði og afnema einkarétt ríkisins á inn- flutningi og heildsölu áfengis er útrunninn. ESA íhugar nú að draga Island fyrir dómstól EFTA. Frumvörp fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra um afnám einkaréttarins náðu ekki fram að ganga á seinasta þingi. Ástæð- an, sem Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, nefndi þá til í samtali við Morgunblaðið, var fyrirstaða meðal þingmanna. „Hún er af tvennum toga, annars vegar Alþýðubandalagið og Kvennalistinn, sem fara gegn málinu, og hins vegar einstakir bindindismenn, sem telja að þetta mál sé til þess fallið að leiða óhamingju yfir þjóðina,“ sagði fjármálaráðherra hér í blaðinu 23. febrúar sl. í Morgunblaðinu í gær kom fram, að vafamál væri hvort frumvörpin, sem nauðsynleg eru til að ísland geti staðið við EES-samninginn, yrðu lögð fram á vorþinginu, vegna ótta ríkis- stjórnarinnar við málþóf þingmanna og að tíu daga þing muni af þeim sökum ekki endast til að ræða þetta einfalda mál. Menn hljóta að spyija hvað þingmönnum gangi til, ætli þeir að tefja framgang málsins enn frekar. Alþingi gerði alþjóða- samning, sem það getur ekki leyft sér að bijóta, vilji það að réttindi íslands samkvæmt honum verði virt. Það liggur sömuleiðis fyrir hver dómur EFTA-dómstólsins verður, komi til þess að ESA vísi málinu þangað. Dómstóllinn hefur þegar úrskurðað einkarétt finnska ríkisins á áfengisinn- flutningi og -dreifingu ólöglegan. í þriðja lagi er sennilegt að falli dómur íslandi í óhag, skapi það innflytjendum, sem telja núverandi skipan mála hafa vald- ið sér óhagræði, rétt til skaðabótakröfu á hendur íslenzka rík- inu. Vilja alþingismenn stuðla að slíku? Loks má minna á það, sem fram kom í áðurnefndum dómi EFTA-dómstólsins, að ríkiseinkaleyfi á innflutningi er ekki nauðsynlegt til að vernda heilsu manna fyrir skaða af völdum áfengisneyzlu, heldur má ná því markmiði án þess að það feli í sér hömlur á vöruflutningum. Þetta sjónarmið hefur Morgun- blaðið margoft tekið undir. Og bindindismönnum á þingi má auðvitað benda á það, að umrædd lagabreyting felur ekki í sér neinar breytingar á smásölu eða verðlagningu áfengis. Ríkisstjórnin ætti ekki að hika við að leggja frumvörpin um afnám einkaréttar Áfengis- og tóbaksverzlunarinnar á innflutn- ingi og heildsölu áfengra drykkja fyrir þingið í vor. Alþingi er ekki stætt á að tefja málið. Vorverkin í Grasagarðinum og Ræktunarstöð Reykíavíkurborgar í Laugardal Morgunblaðið/Kristinn SNÆLENJA, sem ættuð er frá Chile, var gróðursett í skálanum í Grasagarðinum árið 1990. í náttúrulegum heimkynnum sínum getur hún orðið nokkurra tuga metra há og er hún þegar farin að smeygja sér út um glugga á þaki skálans. Margir koma á hverjum degi STARFSFÓLK Grasagarðsins í Laugardal hefur undanfarið verið að hreinsa garðinn eftir að hann kbm undan vetri, klippa tré og runna og undirbúa sumarkomuna. En vorverkin felast ekki síður í því að sá og koma til plöntum sem fara út í garðinn síðar. Garðurinn er í samstarfi við fjölda annarra grasagarða út um allan heim og skiptast þeir á fræi. Mikið starf er að safna fræi, hreinsa það og verka svo hægt sé að nota síðar. Þetta starf er unnið á haustin. Um áramót er svo tekinn saman listi yfir þær frætegundir sem til eru og listinn sendur til yfir 400 garða víðs vegar um heiminn. Byijað var að sá fræi, sem pant- að er annars staðar frá, fyrir nokkrum vikum og eru plönt- urnar þegar farnar að gægjast upp úr moldinni. Angan og fegurð í gróðurskálanum Gróðurskálinn í Grasagarðin- um skartar nú sínu fegursta. Þar er að finna fjölda erlendra plantna, sem margar hverjar eru ákaflega skrautlegar og fallegar, auk þess sem þar er lítil tjörn með gullfiskum. Það er sérstök tilfinning að koma inn í skálann, enda eru ýmsir sem koma I Grasagarðinn á hverjum degi, ganga sér til heilsubótar og ánægju og tylla sér gjarnan niður í skálanum í stutta stund til að hvíla sig. I næsta nágrenni við Grasa- garðinn er Ræktunarstöð Reykjavíkurborgar. Þar er nú verið að rækta upp sumarblóm sem síðar verða sett niður á%. grænum svæðum borgarinnar. Að sögn Kolbrúnar Finnsdóttur garðyrkjufræðings eru ræktað- ar um 200 þúsund plöntur á hverju vori og að því stefnt að planta þeim ölhim fyrir 17. júní. KOLBRÚN Finnsdóttir garðyrkjufræðingur í Ræktunarstöð Reykjavíkurborgar heldur á Möggubrá, sem hún segir að hafi verið prófuð í fyrrasumar og hafi reynst mjög vel. Hún seg- ir að hún verði mikið notuð á grænum svæðum borgarinnar í sumar. BEINT á móti innganginum í gróðurskálann í Grasagarðinn í Laugardal er stór rósarunni af gerðinni Paul Scarlet sem gleður augu þeirra sem inn koma. Runninn er iðinn við að blómstra og skartar stórum rauðum rósum frá því snemma á vorin og þar til í nóvember. BRÆÐURNIR Bjarki Már og Pálmi Már Þórarinssynir komu hjólandi úr Selásnum að heimsækja afa sinn, sem vinnur í Grasagarðinum. Þeir höfðu sérstakan áhuga á gullfiskunum í tjörninni. MUSTERISTRÉ, sem oft hefur verið kallað lif- andi steingervingur, var talið hafa dáið út fyr- ir 150 milljónum ára en fannst aftur árið 1690 og hefur siðan náð talsverðri útbreiðslu. INGUNN Óskarsdóttir (t.h.) og Jóhanna Þormar garðyrkjufræðingar setja niður fræ í potta. Sá starfi er fyrirferðarmikill og tímafrekur í Grasa- garðinum á vorin. FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 27 Fjármálaráðherra ánægður með viðtökur markaðarins við spariskírteinum í útboði Lánasýslu ríkisins í gær Gefur fyrirheit um vaxta- lækkun á verðbréfamarkaði Forráðamenn verðbréfafyrirtækj a telja hins- vegar ekki horfar á að vextir muni lækka í náinni framtíð heldur að þeir geti jafnvel farið eitthvað upp á við á næstunni Sala verðtryggðra spariskírteina í útboðum Lánasýslu ríkisins frá sept. 1993 5 ára spariskírteini seldust síðast í sept. ’94, þá með 5,00% ávöxtum. Seldust aftur í gær með 5,73% ávöxtum. 10 ára spariskírteini seldust síðast í júlí ’94, þá með 5,00% ávöxtum. Seldust aftur í gær með 5,81 % ávöxtum. S0NDJ FMAMJ J A S 0 N D J F M A ÁTTTAKA í útboði spari- skírteina hjá Lánasýslu ríkisins í gær fór fram úr björtustu vonum og voru samþykkt tilboð lægri að meðaltali en kauptilboð Seðlabankans í bréf í sama flokki á Verðbréfaþingi. Þannig bárust 49 gild tilboð að fjárhæð 949 milljónir í útboðinu en af þeim var tekið tilboðum að fjár- hæð 611 milljónum frá 22 aðilum. Meðalávöxtun samþykktra tilboða í verðtryggð spariskírteini til 5 ára var 5,73% og 5,81% í 10 ára bréf. Tilboðin í 5 ára spariskírteini voru á bilinu 5,69-5,75% og tilboðin í 10 ára skírteini voru á bilinu 5,80- 5,83%. Tvö tilboð bárust í Ecu-tengd spariskirteini en tilskilin lágmarksíj- árhæð náðist ekki. „Ég er mjög ánægður með það að frummarkaðurinn skuli taka við sér með þessum hætti en hann hefur legið niðri frá því í haust,“ segir Friðrik Sophusson, ljármálaráð- herra. „Ávöxtunarkrafan sem þarna er gerð er rétt innan við ávöxtunar- kröfu á Verðbréfaþingi sem gefur vonir til þess að þetta trufli ekki eftirmarkaðinn og er um leið vís- bending um það hvar vaxtajafnvæg- ið er á markaðnum. Þetta gefur fyrir- heit um það að vextir á verðbréfa- markaði geti jafnvel lækkað á næst- unni en það má ekki gleyma því að mörg bréf frá opinberum og hálf opinberum aðiium eru boðin með hærri ávöxtunarkröfu.” Ekki tilefni til hækkunar bankavaxta Friðrik viðurkenndi að þarna væri um nokkra hækkun frá 5%-markinu að ræða en í því sambandi yrði að taka tillit til þess að vextir hefðu verið að breytast í nágrannalöndum. „Það er ekki lengur hægt að búast við því að vaxtastig á íslandi sé langt frá vaxtastigi á öðrum mörkuðum eftir að íslenski markaðurinn opnað- ist gagnvart útlöndum." Varðandi vexti bankanna sagði Friðrik að útboðið gæfi ekki tilefni til hækkunar. „Það er enginn undir- liggjandi þrýstingur á vextina og rík- issjóður hefur heldur dælt peningum inn í hagkerfið með erlendum lánum en tekið peninga úr því. Ég minni á að þegar vaxtalækkunin átti sér stað haustið 1993 lækkuðu vextir bank- anna ekki jafnmikið og þess vegna þarf ekki að búast við að útboðið hafi áhrif á bankavexti. Ef einhveij- ar hugmyndir eru uppi um að hreyfa við þeim þá liggja þar einhveijar aðrar ástæður að baki.“ Varðandi framhald útboða á ríkis- verðbréfum sagði ijármálaráðherra að mikill áhugi væri fyrir því að gefa út óverðtryggð bréf til lengri tíma en áður. Eftir stjórnarskipti og kjarasamninga þegar stöðugleiki er framundan væru full rök fyrir því að bjóða óverðtryggð bréf til tveggja ára eða jafnvel lengri tíma. Sveitarfélög og aðrir aðilar hafa í auknum mæli sótt inn á innlenda verðbréfamarkaðinn og var fjár- málaráðherra spurður um viðhorf sitt gagnvart þessari auknu sam- keppni? „Það er alveg augljóst að ríkið hefur á undanförnum misserum fengið marga keppninauta sem sum- ir hveijir starfa á ábyrgð ríkisins að nokkru eða öllu leyti eða sveitarfé- laganna. Þetta voru aðilar sem áður annaðhvort tóku lán í bankakerfinu eða erlendis. Það er út af fyrir sig ekkert óeðlilegt að við slíkar aðstæð- ur sæki ríkið frekar á erlenda lánsíj- ármarkaði því þar er lánshæfni ríkis- ins betri en annarra. Á sama tíma hafa íslensk fyrirtæki og bankakerf- ið verið að greiða niður skuldir sínar erlendis. Þegar þessi breyting er skoðuð mega menn ekki missa sjón- ar á því sem skiptir öllu máli að dregið hefur úr skuldum þjóðarinnar erlendis sem sýnir að við erum á réttri leið.“ í samræmi við væntingar Guðmundur Hauksson, fram- kvæmdastjóri Kaupþings, segir að útboð spariskírteina ríkissjóðs í gær sé í samræmi við væntingar. „Það var mun meiri þátttaka í útboðinu en verið hefur um langt skeið. Ríkis- sjóður tók tilboðum sem voru innan þess ramma sem mátti iesa út úr verðlagningu Seðlabankans á kaup- og söiutilboðum og þess vegna gekk þetta mjög eftir þeim væntingum sem menn höfðu,“ segir hann. Guðmundur segir að þau rök sem Finnur Ingólfsson, viðskiptaráð- herra, setti fram á ársfundi Seðla- bankans á mánudag, því til stuðn- ings að vextir í þjóðfélaginu gætu lækkað í náinni framtíð, séu fullgild varðandi vaxtaþróun til lengri tíma enda séu þau háð því að ríkisstjórn- inni takist að ná tökum á fjárlagahal- lanum. „Fjárfestar munu hins vegar ekki horfa til þeirra hluta af neinni sann- færingu strax þannig að það má allt eins búast við því að vextir hreyfist eitthvað upp á við á næstunni,“ sagði Guðmundur. „Þeim hefur að hluta til verið haldið niðri með markvissum aðgerðum en eru nú komnir aðeins af stað. Það er hins vegar ekkert í augsýn sem bendir til þess að vextir eigi eftir að hækka mikið hér og ég er sannfærður um að stöðugleikinn í vaxtamálum muni haldast," sagði hann. Verri lausafjárstaða hefur áhrif til hækkunar Guðmundur sagði að ástæðan fyr- ir því að hann teldi að vextir kynnu að hækka örlítið hérlendis á næst- unni væri m.a. versnandi lausafjár- staða bankanna frá því í fyrra. „Þá höfðu bankar og sparisjóðir mun meira fé til að ijárfesta en í dag, lausafjárstaða þeirra hefur versnað. Eins hefur komið fram að aðrir aðil- ar en ríkissjóðir hafa af vaxandi þunga sótt inn á markaðinn til að afla sér fjár og það takmarkar auð- vitað möguleika ríkissjóðs á að sækja sér fé inn á þennan markað nema ■ Tuttugu og tveir aðilar keyptu spariskírteini fyrir 611 milljónir króna og ávöxtunarkrafa á 5 ára skírteinum var 5,73% og á 10 ára skírteinum 5,81%. ■ Ekki lengur hægt að búast vidað vaxtastig á íslandi sé langt frá vaxta- stigi á mörkuðum eriendis eftir að markaðurinn opn- aðist gagnvart út- löndum. ríkissjóður sé tilbúinn til að sætta sig við hærri vexti.“ Guðmundur sagði að nú þegar það væri komið fram að ríkissjóðir ætl- aði sér að draga úr erlendum lántök- um og hygðist leita eftir lántökum á innlendum markaði setti sú vitn- eskja ein og sér ákveðinn þrýsting á vexti hér þegar til skemmri tíma væri litið. Næði ríkisstjórnin hins vegar því takmarki sínu að eyða fjár- lagahallanum væri líklegt að vænt- ingar um vaxtalækkun gengju eftir og sagði hafið yfir vafa að ef sú niðurstaða sem fékkst í kjarasamn- ingum lægi ekki fyrir væru vextir hærri nú. I kjölfar kjarasamninganna hefðu vextir á óverðtryggðum skammtímabréfum lækkað og þann- ig hefði sýnt sig að markaðurinn bregðist rétt við aðstæðum. Seðlabanka skortir áhrif á langtímamarkað Guðmundur Hauksson sagði að hafa yrði í huga að hérlendis þyrfti að gera skýran greinarmun á vöxtum verðtryggðra og óverðtryggðra pappíra vegna verðtryggingar. Þótt markaðirnir væru skyldir væri í raun um tvo markaði að ræða. Erlendis, þar sem langtímavextir séu ekki verðtryggðir eins og hér, væri mun beinni tenging milli skammtíma og langtímavaxta og þar taki skamm- tímavextir breytingum með tilliti til þess hvernig menn telji að ríkis- stjómum takist til við stjóm efna- hagsmála til skamms tíma og þær breytingar hafi jafnframt mikil áhrif á langtímavexti. Hér séu langtíma- vextir aftur á móti verðtryggðir og tengist þar af leiðandi aðeins óbeint því sem gerist á skammtímamark- - aði. „Seðlabanki íslands þarf að hafa aðstöðu til að hafa áhrif á vaxta- myndun í báðum þessum geimm ef hann á að hafa þau áhrif á ljár- magnsmarkaðinn sem hann þyrfti að geta haft,“ sagði Guðmundur Hauksson. Fullhá tilboð í 5 ára spariskírteini Gunnar Helgi Hálfdanarson, for- stjóri Landsbréfa hf., segist telja að Seðlabankinn hafi farið fullhátt í til- boðum sínum í 5 ára spariskírteini. „Áhuginn virðist vera mestur á 5 ára skírteinum því heildartilboð í þau námu 689 milljónum. Þá virðast fjár- festar hafa áttað sig á því að Lána- sýslan taki tilboðum sem em nálægt kauptilboðum Seðlabankans á Verð- bréfaþingi. Ég sé hins vegar ekki að vextir húsbréfa og 10 ára spariskírteina geti lækkað mikið alveg á næstunni. Framundan er árstíðarbundin til- hneiging til vaxtahækkunar og því á ég alls ekki von á mikilli vaxta- lækkun, allra síst á lengstu verðbréf- unum.“ Aðspurður um yfírlýsingar Finns Ingólfssonar viðskiptaráðherra á ársfundi Seðlabankans að vextir í þjóðfélaginu gætu lækkað í náinni framtíð sagðist Gunnar Helgi því sammála að raunvextir geti iækkað þegar frá liði. Þetta væri þó háð því að ríkisstjórnin næði markmiðum sínum um jöfnuð í ríkisfjármálum og almenn tiltrú myndi ríkja á efna- hagsstefnunni. Skírskotanir ráðherr- ans til þess að óvissu um launa- og verðlagsþróun hafi verið eytt eigi hins vegar fyrst og fremst við um óverðtryggða vexti. Gunnar Helgi kvaðst telja að þýð- ingarmikil ástæða fyrir þeirri vaxta- hækkun sem orðið hefði undanfarið og ákvörðun Seðlabanka á föstudag staðfesti, mætti að stórum hlutá rekja til þess hve neikvæður fjár- magnsjöfnuður hefði verið á síðasta ári, eða sem nam 23 milljörðum króna. Að þriðjungi skýrðist það með kaupum íslendinga á erlendum verð- bréfum en að 2A hlutum væri skýr- ingin sú að innlendir aðilar hefðu verið að greiða niður erlend lán með lánsfé á innlendum markaði. Um- ræða um þá staðreynd hefði borið keim af því að verið væri að leita sökudólga. Gunnar Helgi kvaðst ekki líta á sveitarfélögin hefðu gerst sek um óábyrga fjármálastjórn þótt þau hefðu kosið að laga samsetningu sinnar ijármögnunar þegar tækifæri gafst til að afla lánsfjár á boðlegum kjörum á innlendum markaði. Svigrúm til að greiða niður A-flokka spariskírteina Hins vegar kvaðst Gunnar Helgi vilja benda á að einmitt þessi nei- kvæði fjármagnsjöfnuður gæfi stjórnvöldum tækifæri til að hafa áhrif á vexti með því að nota eitt- hvað af þvf svigrúmi sem skapaðist til að afla erlendra lána og greiða niður A-flokka spariskírteina sem beri 8-9% vexti en þar séu nú úti- standandi 19 milljarðar króna. „Meðan ríkissjóður hefur á mark- aðinum spariskírteini með 8-9% vöxtum er hann að gefa þau skilaboð að þeir hafi ekki trú á eigin vaxta- stefnu. Ég tel að að þarna ætti að vera svigrúm til að hafa mjög ákveð- in áhrif á vaxtastig og hreyfa vext- ina eitthvað niður.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.