Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERIIMU
FRÉTTIR: EVRÓPA
Hafnarey fer frá
Breiðdalsvík í Vogana
Hreppsnefnd Stöðvar-
hrepps hafnaði for-
kaupsrétti að Hafnarey
á sama tíma og íbúar
Breiðdalshrepps sam-
þykktu að reyna að
halda í skipið, að því er
fram kemur hjá Helga
Bjarnasyni sem í gær
var á Stöðvarfirði og
Breiðdalsvík.
ÍBÚAR á Breiðdalsvík ákváðu á
fundi í fyrrakvöld að reyna að
halda Hafnarey SU, skipi Gunn-
arstinds hf., í byggðarlaginu en á
vegum stjómar fyrirtækisins hafði
verið gerður samningur um sölu
skipsins í Vogana. Stóð hugur
heimamanna til þess að hrepps-
nefnd Breiðdalshrepps myndi þá
nýta forkaupsrétt að skipinu og
selja það nýju hlutafélagi hags-
munaaðila. I gærmorgun þegar
fulltrúar Breiðdælinga ætluðu að
fara af stað til að safna hlutafé
kom hins vegar í Ijós að á sama
tíma og Breiðdælingar funduðu
um að nýta forkaupsréttinn hafði
hreppsnefnd Stöðvarhrepps setið
á fundi og ákveðið að hafna for-
kaupsréttinum að skipinu og að
Breiðdalshreppur hefði alls ekki
neinn forkaupsrétt.
Samkvæmt lögum um stjórn
fiskveiða hefur hreppsnefnd í því
sveitarfélagi sem eigandi þess á
lögheimili í forkaupsrétt, ekki
sveitarfélagið þar sem skipið hefur
heimahöfn. Breiðdælingar hafa því
misst forkaupsréttinn að skipinu
við sameiningu frystihúsanna á
Breiðdalsvík og Stöðvarfirði í
Gunnarstind hf. en þá var fyrir-
tækið skráð á Stöðvarfirði.
„Leitum að öðru skipi“
Vegna áhuga áhafnar Hafna-
reyjar, þjónustuaðila og ýmissa
íbúa staðarins á að halda skipinu
í byggðarlaginu boðaði hrepps-
nefnd Breiðdalshrepps til fundar-
ins í fyrrakvöld. Agætlega var
mætt og að sögn Skúla Hannes-
sonar, formanns Verkalýðs- og
sjómannafélags Breiðdælinga, var
ákveðið að reyna að kaupa skipið
og kosnir fjórir menn í starfshóp
til að vinna að málinu.
Skúli sagði að áhöfn Hafnareyj-
ar væri búin að missa vinnuna og
menn sæu ekkert framundan í
staðinn. Verkalýðsfélagið væri til-
búið til að vera með í þessu átaki
ef samstaða næðist í sveitarfélag-
inu. Taldi hann að 30 milljónir
þyrfti til að kaupa skipið kvóta-
laust, en talið er að Valdimar hf.
í Vogum hafi gert 185 milljóna
kr. tilboð í það. Hins vegar myndi
það kosta að minnsta kosti 450
milljónir með kvótanum. Búlandst-
indur hf. á Djúpavogi mun kaupa
kvótann og taka yfir eignir Gunn-
arstinds hf. á Breiðdalsvík. Skúli
sagði fyrirhugað að óska eftir því
við Búlandstind að fá að veiða
kvótann þó skipið væri keypt
kvótalaust. „Við hefðum þá alla-
vega vinnu fyrir áhöfnina," sagði
Skúli.
Þegar bornar voru undir hann
fréttir um að hreppsnefnd
Stöðvarhrepps hefði forkaupsrétt-
inn og hefði þegar hafnað honum
sagði Skúli að það væri ekki enda-
lok málsins. „Við gefumst ekki
upp. Ef við fáum þetta skip ekki
þá þurfum við að snúa okkur að
því að leita að öðru.“
Til að liðka fyrir skiptunum
Björgvin Guðmundsson, oddviti
Stöðvarhrepps, sagði að málið
væri frágengið, hreppsnefndin
hefði hafnað forkaupsréttinum að
Hafnarey. Það hefði verið gert til
að liðka fyrir skiptum á fyrirtæk-
inu í tvennt. Þá hefði stjórn fyrir-
tækisins þrýst á afgreiðslu til þess
að fá peninga fyrir skipið til að
greiða kröfur sem hart væri geng-
ið eftir.
Fátt virðist nú geta komið í veg
fyrir að Valdimar hf. í Vogum
taki við Hafnarey. Fyrirtækið ger-
ir nú út Þuríði Halldórsdóttur sem
verður seld til Grindavíkur. Þor-
björn hf. mun bæta því við skipa-
stól sinn.
Skilyrði að Stöðfirðingar
nái völdum
Eins og fram hefur komið er
unnið að skiptingu fyrirtækisins í
tvennt með því að Búlandstindur
hf. á Djúpavogi kaupi Breiðdals-
hluta þess en Stöðfirðingar fái
yfírráð yfir þeim hluta þess sem
er í Stöðvarhreppi. Albert Geirs-
son, sveitarstjóri Stöðvarhrepps,
sagði í gær að unnið væri að skipt-
unum. Endurskoðendum hefði ver-
ið falið að útfæra tillögur og ætl-
unin væri að vinna málið hratt.
Síðan þyrfti að bera tillögurnar
undir eigendur og Búlandstind og
ef allir væru sáttir yrði skiptileiðin
farin. Annars væri framtíðin óráð-
in.
Albert hefur sagt að skilyrði
Stöðfirðinga fyrir skiptunum væri
að þeir næðu meirihluta valdi í
félaginu. Jafnframt er ljóst að það
er talið tæknilega erfitt vegna
ákvæða í hlutafélagalögum.
Áhöfnin telur lítið gert
til að halda skipinu
LIÐLEGA vika er Iiðin frá því
Hafnarey kom úr sinni síðustu
veiðiferð fyrir Breiðdælinga og
hefur síðan legið bundin við nýju
bryggjuna á Breiðdalsvík, „á með-
an verið er að þrátta um þetta í
landi,“ eins og einn úr áhöfninni
orðaði það og bætti við að skipið
hefði getað farið í heilan túr á
meðan.
Búið er að segja áhöfninni upp,
undirmennimir eru þegar hættir
en yfirmennirnir eru að undirbúa
skipið fyrir afhendingu til nýrra
yfirmanna þar sem þeir eru á
þriggja mánaða uppsagnarfresti.
„Hér verður ekkert lengur fyrir
mig að gera ef skipið fer. Ég held
raunar að þessi staður leggist nið-
ur við þetta og það inegi þurrka
hann út af landakortinu," sagði
Haukur Heiðar Hauksson báts-
maður á Breiðdalsvík í samtali við
Morgunblaðið. Taldi hann að ekki
yrði lengi unnið í frystihúsinu eft-
ir að skipið færi. Óraunhæft væri
að ætla að hægt yrði að fá hrá-
efni á viðráðanlegu verði eftir að
kvótinn væri farinn.
„Það er mjög sárt að missa
skipið. Það bitnar að vísu ekki
verst á okkur, við erum aðkomu-
menn, en við vorkennum fólkinu
hér. Sumir hafa haft á orði að
þeir geti alveg eins veðsett húsin
sín fyrir hlut í kaupum skipsins
því annars yrðu þau verðlaus,“
sögðu Hjálmar Sigurjónsson 2.
stýrimaður sem býr á Fáskrúðs-
firði og Gunnar Jónsson vélstjóri
frá Neskaupstað. Þeir sögðust
ekki geta farið með skipinu því
kaupandinn hefði sína eigin áhöfn
og heldur ekki gengið í sjómanns-
störf í sínum sveitarfélögum.
Hjálmar sagði að þeir myndu
þrauka og bjóst við að komast í
afleysingar og þurfa að flakka á
milli skipa.
Of seint í rassinn gripið
Sjómennirnir segja að mikil sam-
staða sé hjá áhöfninni um að reyna
að halda skipinu. Þetta væri gott
skip. Þeir mættu til dæmis allir á
fundinn þar sem málið var til um-
ræðu og sögðust myndu leggja sitt
af mörkum. Hins vegar óttuðust
þeir að of seint væri í rassinn grip-
ið. „Það er eins og aldrei hal. stað-
ið til að gefa mönnum kost á
þessu,“ sagði Gunnar. Haukur
sagðist telja að ekki hefði verið
reynt til þrautar að halda skipinu.
Hreppsnefndarmennimir væm
áhugalausir og fundurinn aðeins
haldinn til málamynda, til að sýn-
ast. Málið hefði verið frágengið.
Hreppsnefndarmennimir ættu að
segja af sér eftir þetta.
HOTEL
ELITE keppnin
á Hótel íslandi í kvöld
' Húsiö opnar kl. 19.30. ^
Deildar mein-
ingar um TAFTA
Genf, Brussel. Reuter.
PETER Sutherland,
fráfarandi fram-
kvæmdastjóri Alþjóða-
viðskiptastofnunarinn-
ar (WTO), sagði í gær
að ef ríki Norður-
Ameríku og Evrópa
mynduðu sameiginlega
viðskiptablokk (sem
sumir hafa viljað kalla
TAFTA) gæti það
stefnt hinu nýja
GATT-samkomulagi,
sem WTO er ætlað að
stjórna, í voða.
Sutherland sagði
það hins vegar mjög
æskilega þróun ef
Norður-Ameríka og Evrópusam-
bandið gerðu samkomulag sín á
milli um að draga úr viðskiptahindr-
unum, þannig að allur umheimurinn
fengi betri aðgang að mörkuðum
þeirra.
Hann sagðist þó efast að þessar
hugmyndir yrðu nokkurn tímann
að veruleika. „Þetta eru ekkert
annað en almennar hugmyndir. Ég
hef ekki heyrt neinn útfæra þær ...
Ég á ekki von á að þetta verði að
veruleika,“ sagði Sutherland.
Eftirmaður Suther-
lands í embætti, ítalinn
Renato Ruggiero,
sagði einnig í viðtali
við Financial Times á
miðvikudag að hann
hefði áhyggjur af því
að myndun svæðis-
bundinna fríverslunar-
svæða gæti ógnað
þeim viðskiptalega
samruna, sem ætti sér
stað á heimsvísu.
Viðskiptafulltrúar
ríkja þriðja heimsins
hafa einnig látið í ljós
áhyggjur" vegna um-
ræðunnar um fríversl-
unarsvæði Norður-Atlantshafsríkj-
anna.
Hætta á upplausn
Jeffrey Garten, aðstoðarvið-
skiptaráðherra Bandaríkjanna, sagði
I Brussel í gær að samskipti Banda-
ríkjanna og Evrópu væru í upplausn
og að grípa yrði til róttækra að-
gerða til að þau myndu ekki rofna.
„Það eru mörg sundrungaröfl að
störfum, sem við verðum að koma
böndum á,“ sagði Garten.
Peter Sutherland
Mánuður í samninga ESB og Marokkó
Sjómönnum verður
bætt tekjutapið
Rabat, Strassborg. Reuter.
EMMA Bonino, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn ESB,
segir að það muni taka um það bil mánuð að ná samkomulagi við Marokkó
um framlengingu á fískveiðisáttmála, sem 28.000 spænskir og portúgalskir
sjómenn og fiskverkamenn byggja afkomu sína á. Um mánaðamótin, er
fyrri samningur renni út, verði því um 700 skip og bátar ESB-ríkja að sigla
út úr fiskveiðilögsögu Marokkó. Sjómönnum verði bætt tekjutapið.
ESA send-
ir eftir-
litssveit
TÍU MANNA eftirlitssveit frá ESA,
Eftirlitsstofnun EFTA, kom til
landsins í gær og mun í dag eiga
viðtöl við embættismenn í fjármála-
ráðuneytinu um framkvæmd EES-
samningsins. Nefndin kemur til
landsins frá Noregi.
Kanna almenna
framkvæmd
Að sögn Magnúsar Péturssonar,
ráðuneytisstjóra í fjármálaráðu-
neytinu, er ferð eftirlitsmannanna
hingað ekki tilkomin vegna neins
sérstaks máls heldur eru þeir komn-
ir til að skoða almennt framkvæmd
EES-samningsins. Hann sagðist
gera ráð fyrir að mennirnir myndu
ræða við embættismenn í fleiri
ráðuneytum.
Fyrir hópnum fer Björn Frið-
finnsson, eftirlitsfulltrúi.
Á blaðamannafundi í Rabat, höf-
uðborg Marokkó, sagði Bonino að
jafnvel þótt samkomulag næðist í
grundvallaratriðum í vikunni, myndi
tæknileg útfærsla taka þrjár til fimm
vikur.
90% skipanna frá Spáni
Bonino, sem á mánudag átti fund
með Abdellatif Filali, forsætisráð-
herra Marokkó, sagði að samnings-
aðilar væru enn ekki sammála um
hversu langt bæri að ganga í niður-
skurði kvóta á Marokkómiðum. Ma-
rokkómenn vilja skera kvóta.ESB
niður um 30-65% eftir fisktegundum
og fækka skipum sambandsins, sem
fá veiðileyfi í lögsögu Marokkó, um
helming. Marokkómenn vilja líka
betra eftirlit með afla.
Núverandi samningur, sem gerður
var árið 1992, veitir 716 skipum frá
ESB veiðileyfi í lögsögu Marokkó.
Af þeim koma 90% frá Spáni.
Á fundi sjávarútvegsnefndar Evr-
ópuþingsins í Strassborg á þriðjudag
kom fram af hálfu Jose de Almeida
Serra, framkvæmdastjóra fiskveiði-
stjórnarskrifstofu ESB, að fram-
kvæmdastjómin myndi leggja mikið
á sig til að finna lausn á deilunni
við Marokkó, og væri för Bonino til
Rabat til vitnis um það.
• ÁTTA af níu þingmönnum
brezka íhaldsflokksins, sem sögðu
sig úr eða voru reknir úr þing-
flokknum fyrir andstöðu við Evr-
ópustefnu ríkisstjórnarinnar, hafa
samþykkt að ganga aftur í þing-
flokkinn. Þar með hefur ríkis-
stjórnin aftur meirihluta á þingi.
Verkamannaflokkurinn og mörg
blöð í Bretlandi túlka þetta sem
ósigur fyrir John Major forsætis-
ráðherra, sem neyðist nú til að
taka tillit til sjónarmiða uppreisn-
armannanna að nýju. Á blaða-
mannafundi sögðust sjömenning-
arnir áfram myndu beijast gegn
„martröð" Evrópusambandsins.
Eini ESB-andstæðingurinn, sem
ekki braut odd af oflæti sínu og
er áfram utan þingflokksins, er
sir Richard Body, en hann hefur
einnig fengið boð um að snúa aft-
ur heim til föðurhúsanna.
• FINNSK stjórnvöld eru sem
steini lostin eftir að í Ijós kom að
Finnland fær 23,4 milljörðum ís-
lenzkra króna meir í landbúnað-
arniðurgreiðslur frá ESB en búizt
hafði verið við. Að sögn blaðsins
Helsingin Sanomnt yfirsást reikni-
meisturum fjármálaráðuneytisins
„á dularfullan hátt“ að finnskir
bændur ættu rétt á þessu fé. Upp-
hæð landbúnaðarniðurgreiðslna
var eitt helzta deilumálið í kosn-
ingaharáttunni fyrir þjóðarat-
kvæðagreiðslu um aðild Finnlands
að ESB.