Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Aldraðir í enskukennslu í félagsstarfi aldraðra
Stundum
hlegið
tímunum
saman
„KONURNAR hérna eru léttar,
skemmtilegar og áhugasamar.
Hópurinn er samstilltur og stund-
um er hlegið nánast tímunum sam-
an,“ segir Peter Radovan Jan
Vosicky um leið og hann lítur yfir
hóp enskunemenda sinna í félags-
starfi aldraðra í Lönguhlíð 3. Pet-
er hefur ágætan samanburð þegar
hann hrósar nemendum sínum því
hann hefur stundað kennslu á
þriðja áratug. Hann er frá Tékk-
landi og hefur búið hér á landi í
tólf ár.
Peter segir að helst mætti finna
að hversu nemendurnir væru hóg-
værir. „Ég læt þær stundum skrifa
stuttar sögur. Yfirleitt er svo við-
kvæðið áður en þær byrja að lesa
sögumar upphátt fyrir hinar að
þær séu alis ekki nógu góðar. Síð-
an kemur á daginn að þær em
mjög góðar. Þær skrifa yfirleitt
alveg frábærar sögur,“ segir Pet-
er. Hann hefur farið yfir gmnd-
vallarmálfræði og stutta texta
með nemendum sínum. Kennslan
hófst fyrir um fimm ámm og nem-
endur em nú átta, allt konur.
Þær segja að karlar hafi reynd-
ar stundum rekið inn nefið en lík-
lega ekki litist nógu vel á þær.
„Þeir hanga frekar yfir sjálfum
sér og gera ekkert,“ segir Sólveig
Kolbeinsdóttir. Sólveig er rúm-
lega sjötug og hefur stundað ensk-
unám í Lönguhlið frá því í haust.
Hún segist frekar vilja stunda
hagnýtt nám eins og ensku en
fara í aðrar tómstundir og fylla
húsið af einhveiju sem enginn
vildi eiga. „Ég skil ekki nema
annað hvert orð. Síðan gríp ég
kannski eitt og eitt inn á milli.
Mér finnst ekki skaða að vita að-
eins meira, þ.e.a.s. ef eitthvað
verður eftir í kollinum á mér.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
SÓLVEIG Kolbeinsdóttir, Elísa Gísladóttir, Margrét Sigurðar-
dóttir, Svava Eggertsdóttir, Þómnn Kolfinna Ólafsdóttir, Ses-
selja Einarsdóttir, Sigríður Halldórsdóttir og Anna Steinunn
Sigurðardóttir hlýða á Peter Radovan Jan Vosicky.
SÓLVEIG og Margrét. Margrét segir að hópurinn stefni að
því, eins og stjórnmálamenn stefni að ýmsu fyrir kosningar,
að taka stúdentspróf í ensku um aldamótin.
Með sígaunablóð
„Ég held að sígaunablóð hljóti
að renna í æðum mér. Mér finnst
svo gaman að flakka út um allt,“
segir Margrét Sigurðardóttir, 75
ára, og segir alltof Iangt mál að
telja upp til hvaða landa hún hafi
farið. Hún segist hins vegar ekki
hafa lært ensku, nema eitt og eitt
orð á þvælingnum, fyrr en hún
hóf nám hjá Peter fyrir þremur
ámm. Henni sækist námið vel og
hún viðurkennir að hafa lesið allar
bækur Danielle Steel á ensku.
„Bækumar eru skemmtilegar og
mér finnst stíllinn aðgengilegur.
Einu sinni reyndi ég að lesa bók
eftir hana á íslensku og svo á
ensku og fannst miklu skemmti-
legra að lesa hana í seinna skipt-
ið,“ segir Margrét. Hún segist eiga
dóttur og uppeldisdóttur í Banda-
rikjunum og enskan hafi hjálpað
henni við að eiga samskipti við
yngsta barn dóttur sinnar. Sú sé
tvítug og hafi ekki lært íslensku.
Samtals á hún 13 börn.
Kennslustundir í ensku eru
tvisvar í viku, á mánudögum og
miðvikudögum, og eftir kennsluna
á miðvikudögum ræða nemendur
og kennari málin yfir kaffibolla.
Hópurinn hefur nokkrum sinnum
farið út að borða og stefnt var
að því að snæða úti um helgina.
Ekkert virtist þó geta orðið af því
á föstudag eða laugardag því allt-
af var einhver upptekinn. Konurn-
ar hafa í ýmsu að snúast og
tryggja varð að kennarinn sæi sér
fært að mæta. Hann tekur vel i
máialeitanir enda segist hann
njóta félagsskapar nemendanna.
Þeir geti líka ýmislegt kennt hon-
um, hafi séð og lært margt um
dagana.
Tilvísanakerfi og uppsögnum frestað
Óbreytt kerfi
„RÁÐHERRA hefur ákveðið að
fresta gildistöku reglugerðar um
tilvísanakerfi um óákveðinn tíma
og í framhaldi af því hafa sérfræð-
ingar ákveðið að fresta jafn lengi
gildistöku uppsagna á samningum
þeirra við Tryggingastofnun ríkis-
ins. Hvað sjúklinga varðar verður
því engin breyting um mánaða-
mótin,“ sagði Sigurður Björnsson,
formaður Sérfræðingafélags ís-
lenskra lækna, í samtali við Morg-
unblaðið í gær.
Sérfræðingar funduðu með
Ingibjörgu Pálmadóttur, heilbrigð-
isráðherra, í gær. „Eftir félags-
fund okkar á sunnudag höfðum
við umboð til að ganga frá málum
hvað sérfræðinga varðar á þennan
hátt, þ.e. að semja við Trygginga-
stofnun um hvernig standa skuli
að frestun uppsagna,“ sagði Sig-
urður.
Samningar hefjast
á næstu vikum
Sigurður sagði að sérfræðingar
hefðu fundið fyrir áhuga heilbrigð-
Á FUNDI sem Ólafur G. Einars-
son, oddviti sjálfstæðismanna í
Reykjaneskjördæmi, boðaði til í
fyrrakvöld með kjördæmisráði
Sjálfstæðisflokksins kom fram,
samkvæmt heimildum Morgun-
blaðisins, talsverð gagnrýni á þing-
menn kjördæmisins fyrir fram-
göngu þeirra í málinu, og þá m.a.
að láta ekki reyna á það með at-
kvæðagreiðslu í þingflokki Sjálf-
Margir buðu fótbrotna Rússanum Melnikov aðstoð sína
HÁTT á annan tug manns hafði
samband við bæklunardeild Land-
spítalans í gær til þess að bjóða
Alexander Melnikov, sjómanninum
sem fótbrotnaði um borð í rússnesk-
um togara 19. þessa mánaðar, fjár-
hagslega aðstoð eða uppihald um
nokkurra mánaða skeið.
Sagðist pilturinn þakklátur þessu
fóiki í samtali við Morgunblaðið í
gærkvöldi en að hans sögn hafði
honum ekki verið tjáð að slík aðstoð
hefði boðist. Að minnsta kosti tveir
buðu sjómanninum gistingu á heim-
ili sínu um tíma og einnig hefur
Rauði krossinn boðist til að greiða
uppihald piltsins hérlendis.
„Það hefur enginn sagt mér frá
þessum símtölum. Einn læknanna
spurði hins vegar hvaða vitleysu ég
hefði verið að fara með og sagði
að ég þyrfti að fara heim,“ sagði
Alexander. „Ég vil vitaskuld þakka
þessu fólki og er þakklátur fyrir
að það skuli vilja hjálpa mér.“
Aðspurður hvort hann vildi verða
eftir sagðist pilturinn óttast að það
væri of seint því þegar væri búið
að kaupa miða og ganga frá brott-
förinni og að hann yrði sóttur fyrir
hádegi í dag.
Halldór Jónsson Jr. yfirlæknir á
bæklunardeild Landspítalans, þar
sem Alexander hefur verið rúm-
liggjandi, segist hafa tjáð piltinum
að fólk hafi boðist til að skjóta
skjólshúsi yfír hann. Svo virðist hins
vegar vera að hann hafí ekki skilið
Heldur líklega
heimleiðis í dag
það sem hann var að
segja vegna lítillar
enskukunnáttu.
„Ég sagði jafnframt
að það kæmi honum
því miður ekki að not-
um. Ég er búinn að
afgreiða fótinn og í
rauninni er ekkert
frekar um hann að
segja. Hvort pilturinn
á að vera hérna áfram
eða ekki er meira hita-
mál og til þess er eng-
in læknisfræðileg
ástæða. Hann er með
ógilt vegabréf og ég
er eiginlega farinn að
dragast inn í pólitískt
mál.“
Ennfremur segir Halldór
kæmi fram sem benti
til sýkingar.
Halldór segir að
umboðsmaðurinn hafi
útvegað farmiða fyrir
hinn slasaða, séð til
þess að hann fengi ör-
ugga móttöku og gist-
ingu vegna millilend-
ingar i Kaupmanna-
höfn, talað við lækni á
sjúkrahúsi í Kalín-
ingrad og sent þangað
læknabréf frá spítalan-
Álexander Melnikov
m Halldór segir ekki
rétt að varasamt sé
fyrir sjómanninn að
fara heim sem stendur.
að
umboðsmaður togarans hafí spurt
strax í upphafi hvenær hann gæti
útskrifast og verið tjáð að það
gæti gerst í dag, ef sár á fætinum
litu vel út'Og enginn óeðlilegur hiti
Hann taki inn sýklalyf og búið sé
að reikna út hversu mikið hann
þurfi að taka inn hér eftir til að
afhenda honum og einnig muni
hann fá mánaðar
verkjalyfjaskammt þótt hann kenni
ekki mikið til lengur.
„Allir erlendir sjúklingar okkar
fá jafnfullkomna meðferð eins og
um Islending væri að ræða. Með-
ferð rússneska sjómannsins hefur
ekki verið flýtt á nokkurn hátt og
ef hann væri íslendingur væri búið
að útskrifa hann heim til sín fyrir
tveimur dögum,“ segir Halldór.
Björgunarbáturinn Hannes Þ.
Hafstein sótti piltinn um borð í
Oscher 21. apríl og segir Sigurður
Viggósson framkvæmdastjóri Is-
togs hf. sem leigir togarann að fyr-
irtækið hafí lagt út fyrir kostnaðin-
um. Síðan muni eigendur skipsins
ytra greiða sinn hlut af honum í
samræmi við alþjóðlega samninga
um kaupskip, en Oscher er leigður
gegnum fyrirtæki í Litháen og Kal-
íningrad.
„Skipið er leigt með áhöfn og
útgerðin hefur gert allar ráðstafan-
ir sem hægt er vegna slyssins í
samráði við skipstjórann. Annað
varðandi þetta mál er lítið hægt að
segja um. Við teljum að þetta sé
eðlileg aðferð. Maðurinn er frá
vinnu næstu tvo mánuði og eðlilegt
að hann fari heim.
Hann fer á okkar kostnað og er
talinn vel ferðafær af læknum, ann-
ars gæti hann verið hér miklu leng-
ur. Það hafa allar ráðstafanir verið
gerðar svo ferð hans geti gengið
sem greiðlegast. Fram hefur komið
að foreldrar hans séu læknar þann-
ig að það mun ekkert væsa um
hann heima hjá sér,“ segir hann.
Víkingalottó
Enginn íslend-
mgur með
fyrsta vinning
ENGINN íslendingur hlaut f
vinning í Víkingalottóinu í
Heildarvinningsupphæð
220.324.970 krónur og skipl
tvennt.
Fengu hinir heppnu, Norðn
og Dani, 108.180.000 krónur í
hlut hvor. Tveir voru með a
vinning, fimm tölur og bónui
og hlutu rúmar 727.000 krónur
lólf voru með fimm rétta, 1
rúmar 64.000 krónur og 625
fjorar tölur réttar, eða 1.950 ki
a mann. Heildarupphæð vinnir
Islandi va,r tæpar fjórar milljór
ekki er vitað hvernig þeir skijz
;
verður g&gn-
vart sjúkling'um
Gagnrýni kom fram
á þingmennina
stæðisflokksins hvort Ólafur hefði
nægilegan stuðning sem ráðherra-
efni flokksins.
Lýstu þingmennirnir því yfir að
það hefði ekki þjónað neinum til-
gangi að fara í atkvæðagreiðslu
sem fyrirfram hefði verið vitað að
myndi tapast.
Megn óánægja mun hafa komið
fram á fundinum með það að Ólaf-
ur hefði ekki haldið ráðherraemb-
ætti sínu, en flestir töldu leiðina
isráðherra á að semja við þá og
finna í sameiningu leiðir til ha-
græðingar innan heilbrigðiskerfis-
ins. Sérfræðingar væru fúsir til
slíkra viðræðna.
Aðspurður hve langan tíma
tæki að koma slíkum samningavið-
ræðum á sagði Sigurður, að þeir
ættu að geta hafíst innan tvegja
til þriggja vikna. „Samningar
Tryggingastofnunar og læknafé-
laganna voru komnir vel á veg í
desember. Þá flosnaði hins vegar
upp úr þeim þar sem ljóst var að
þáverandi heilbrigðisráðherra ætl-
aði að setja tilvísanakerfíð á, hvað
sem tautaði og raulaði.
Sigurður sagði að ýmislegt í
eldri samningum þarfnaðist endur-
skoðunar, vegna breytinga, til
dæmis í rannsóknartækni. „í þeim
samningsdrögum, sem lágu fyrir
í desember, voru ýmis ákvæði, sem
hefðu leitt til aukinnar hagræðing-
ar og sparnaðar fyrir ríkissjóð og
hljóp sá sparnaður á tugum millj-
óna.“
Sjálfstæðismenn í Reykjaneskjördæmi
1
til að svara þess vera þá að efla
starf Sjálfstæðisflokksins í kjör-
dæminu og ná aftur þeim áhrifum
sem tapast hefðu við þetta.
Árni M. Mathiesen alþingismað-
ur sagði í samtali við Morgunblað-
ið að hann vonaðist til þess að þau
eftirmál fengjust af þessu máli að
kjördæmið styrki sig í sessi til að
sýna enn frekar fram á réttmæti
þeirrar kröfu að ráðherra komi úr
kjördæminu. Þá sagðist hann von-
ast til að þetta yrði ekki til að
reisa neina múra milli manna innan
Sjálfstæðisflokksins.