Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Nýr greiðsluseðill frá Tryggingastofnun Greiðsluseðlar frá Tryggingastofnun ríkisins taka nokkrum breytingum nú um mánaðamótin. Á nýju seðlunum eru sundurliðaðar upplýsingar um greiðslur frá stofnuninni. Viðtakendum er bent á að kynna sér leiðbeiningar, sem þeim fylgja. Nýtt og öflugt tölvukerfi, sem Tryggingastofnun hefur tekið í notkun, hefur gert okkur kleift að veita viðskiptavinum nákvæmari upplýsingar á nýjum greiðsluseðlum. Þegar svo viðamikið kerfi er gangsett, má alltaf búast við einhverjum frávikum í útreikningi. Viðskiptavinir Tryggingastofnunar eru því hvattir til að skoða greiðsluseðilinn vandlega og ganga úr skugga um að greiðslur séu réttar. Komið hefur verið á sérstökum þjónustusíma fyrir viðskiptavini vegna nýja tölvukerfisins. Starfsmenn Tryggingastofnunar leggja áherslu á að leysa fljótt og örugglega öll vandamál, sem upp kunna að koma. Vinsamlega hafið samband ef þið hafið athugasemdir eða óskið eftir frekari upplýsingum. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Þjónustusími 560-4-560 I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Skór fundust FALLEGIR kvenskór, lítt gengnir, fundust sl. laug- ardag á Einimel í Reykja- vík. Uppl. eftir vinnu gefur Laufey í síma 24977. Stórt sjal tapaðist RAUÐKÖFLÓTT mjög stórt sjal tapaðist aðfara- 'nótt skírdags, sennilega á Hverfisgötu eða í leigubíl. Skilvís fmnandi vinsam- lega hafi samband í síma 644608. fallegur og íjörugur, hefur verið í óskilum síðan á mið- vikudag fyrir páska. Hann er ómerktur með öllu og eigandinn getur vitjað hans í Kattholti í síma 672909. Kettlinga vantar heimili ÁTTA vikna, kassavanir og mannelskir kettlingar þurfa að eignast góð heim- ili. Þeir eru svartir og hvít- ir og upplýsingar eru gefn- ar í síma 37151. Vorið er komið BORGARBÚI skrifar: „Allir eru fegnir vor- komunni enda flestir orðnir þreyttir á ófærð og snjó- komu. En vorinu fylgir vandi fyrir borgarbúa. Göt- urnar eru þaktar sandi og möl, sem borið hefur verið á í hálkunni í vetur. Verst- ar eru gangstéttir, því úr klakanum losnar alls kyns drasl, plastpokar, sælgæt- isbréf o.fl. Það segir sig sjálft að mikið starf er að hreinsa allar þessar götur og gang- stéttir og vinna bæjar- starfsmenn þetta eftir getu og hafa véltækni sér til hjálpar. En nú er þörf á að borg- arbúar taki sjálfir þátt i hreinsuninni og hver sópi fyrir sínu húsi. Ég gat ekki annað en dáðst að því er nágranni minn fór nýlega með sóp og fötu og hreins- aði lóðina og gangstéttina fyrir framan húsið sitt. Hann lét sand og möl í smáhaug við götubrúnina og sagði mér að borgar- starfsmenn sópuðu þessu upp í vél sína. Hvernig væri að aðrir tækju hann til fyrirmynd- ar. Geri nú hver hreint fyr- ir sínum dyrum. Það er okkur öllum til sóma, og við gleðjumst enn meira yfir vorkomunni í hreinu og þokkalegu umhverfi." Tapað/fundið Hjól tapaðist BLÁTT Trek-karlmannshjól hvarf við Valhúsaskóla sl. þriðjudagsmorgun. Silfurlitað límband er á handföngum. Geti einhver gefið upplýsingar um hjólið vinsamlega hafi hann samband í síma 691324 eða í síma 683836. Gæludýr Ronja og Birta ERU átta vikna kassavanir kettlingar og þeim sárvant- ar að komast á góð heim- ili. Eru kattavinir beðnir að hringja í síma 627510. Köttur í óskilum KOLSVARTUR hálfstálp- aður kettlingur, sem er Páfagaukur í óskilum UM HÁDEGI á laugardag var hvítur páfagaukur fyrir utan stofuglugga í Rjúpu- felli og var tekinn inn og að honum hlúð og er hann þar í góðu yfirlæti en sakn- ar eiganda síns. Eigandinn vinsamlega hringi í síma 74893 eftir kl. 18. Farsi SKÁK Umsjön Margcir Pctursson HELGI Áss Grétarsson, heimsmeistari unglinga 20 ára og yngri, tefldi blindskák við Gary § Kasparov, PCA heims- meistara, þegar hann ? var hér á ferð um dag- inn. Skákin var svo 5 sýnd í ríkissjónvarpinu 5 á annan páskadag og lauk með því að Helgi * Áss féll á^tíma í betri stöðu. Hann æfði sig vel: fyrir blindskákina, tefldi m.a. ijöltefli við ' nokkra efnilega ungl- inga í skákskóla Islands. Þessi staða kom upp í blind- skákaíjölteflinu. Helgi Áss (2.450) hafði hvítt og átti leik, en Janus Ragnarsson (1.515) var með svart. Sjá stöðumynd 35. Bxg5! — hxg5 36. Hxg5 - Rf7 37. Hxg7+! - Kxg7 38. Dg6+ - Kf8 39. Hh7 - Dc8 40. Dg7+ — Ke8 41. Dxf7+ og svart- ur gafst upp því mátið blas- ir við. Víkveiji skrifar... NOKKUÐ bar á því fyrir kosn- ingar að ráðherrar boðuðu fjölmiðla á sinn fund til þess að tilkynna um nýjungar, s.s. fækkun símsvæða ellegar til að taka skóflu- stungur að nýjum byggingum. Þetta gerist fyrir allar kosningar og er Jíklega séríslenzkt fyrir- brigði. Ómögulegt er að vita hvort þetta er vænleg aðferð til akvæða- veiða en altént náðu allir ráðherrar síðustu ríkisstjórnar endurkjöri á þing, þótt sumir héldu ekki ráðher- rastólunum. Mesta athygli Víkveija vakti frétt í Morgunblaðinu nokkru fyrir kosningar um að Sighvatur Björg- vinsson þáverandi heilbrigðisráð- herra hefði tekið skóflustungu að nýrri heilsugæslustöð við Smára- hvamm í Kópavogi. Daginn áður hafði nefnilega birst auglýsing frá Ríkiskaupum um útboð á þessari sömu heilslugæslustöð og þar kom fram að tilboðin átti að opna 9. maí eða meira en mánuði eftir skóflustunguna! Ekki veit Víkverji hvernig for- ystumenn í Kópavogi bjarga málunum. Kannski geyma þeir hol- una og uppgröft ráðherrans undir gleri þar til framkvæmdir hefjast eða þá að þeir fá hinn nýja heil- brigðisráðherra Ingibjörgu Pálma- dóttur til að taka nýja skófl- ustungu. FYRIR nokkru var Víkveiji að blaða í fundargerðum bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar. Þar rakst hann á athyglisverðar umræður um fjármál íþróttafélaganna í bænum en þær voru tilkomnar vegna beiðni íþróttafélags um fjárstuðning vegna mikils taps sem varð á rekstri knattspyrnudeildar félags- ins í fyrra. Af þessu tilefni lét einn bæjar- fulltrúinn bóka að hann vildi að þessi mál yrðu skoðuð sérstaklega og settar um þau ákveðnar reglur. Bæjarfulltrúinn kvaðst alls ekki andvígur stuðningi við íþróttafélög- in en það gæti ekki gengið að ein- hveijar íþróttadeildar úti í bæ væru að stofna til hárra skulda og kæmu síðan með reikninginn til hafnfir- skra skattgreiðenda. Þarna er hreyft athyglisverðu máli, sem vafalaust á eftir að verða mikið í umræðunni á næstunni. Undanfarin ár hafa íþróttafélög steypt sér í stórkostlegar skuldir með leikmannakaupum og óhófleg- um launagreiðslum til íþrótta- manna. Stundum gerist það svo að forystumenn deildanna hlaupa frá öllu saman svo ekkert blasir við nema hrun nema viðkomandi sveit- arfélag hlaupi undir bagga. Deild- irnar standa eftir rústir einar og nýir menn fást ekki til að taka við nema byija á núlli. Afturelding í Mosfellsbæ, sem nær eingöngu teflir fram aðkeyptu handknattleiksliði, reyndi á dögun- um að kaupa landsliðsmanninn Ólaf Stefánsson frá Val. Það tókst ekki en Valur varð að bjóða leik- manninum gull og græna skóga til að halda honum. Hins vegar tókst Aftureldingu að ná öðrum landsl- iðsmanni til sín, Bjarka Sigurðssyni frá Víkingi. Ekki er Víkveiji að halda því fram að þessi leikmanna- kaup séu fjármögnuð af bæjarfé- Iaginu en fróðlegt væri -að heyra hve mikill stykur þess við Aftureld- ingu er á ári hveiju í samanburði við þann styrk sem t.d. Reykjavík- urborg veitir félögum í höfuðborg- inni. xxx LESANDI hringdi í Víkveija og kvaðst mjög óhress með það að viðskiptavinir Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli þyrftu að taka við vörum í innkaupapokum merkt- um sígarettutegundinni Camel. Þessi lesandi sagðist hafa fengið heiðgulan poka merktan Camel og þar sem hann væri mjög á móti reykingum, hefði hann óskað eftir venjulegum poka, ómerktum, en slíkir pokar hefðu verið ófáanlegir. Víkveiji er sammála lesanda blaðs- ins um að svona nokkuð gangi ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.