Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 11 Bjartan horfur í rekstri Urvinnslunnar eftir þungt ár PAPPÍRINN í brettakubbana er m.a. sóttur suður til Reykjavíkur, í prentsmiðju Morgunblaðsins, en þaðan var þessi bíll að koma síðdegis í gær. Meiri framleiðsla nú en allt árið í fyrra BJARTARI horfur eru nú á rekstri Úrvinnslunnar hf. eftir þungan rekstur á liðnu ári. Fyrirtækið sem stofnað var árið 1993 framleiðir brettakubba á vörubretti úr endur- unnum pappír og plasti Þórarinn Kristjánsson, einn stjórnarmanna í Úrvinnslunni, sagði að reksturinn hefði verið afar þungur á liðnu ári, m.a. vegna bil- ana í framleiðslutækjum og af fleiri orsökum, en nú sæju menn fram á bjartari tíma, afköstin hefðu aukist til muna. Það sem af er þessu ári hefur fyrirtækið framleitt um 240 tonn af brettakubbum úr pappír og plasti, en slíkir kubbar þykja end- ingarbetri en trékubbar. Þessi fram- leiðsla, 240 tonn á fyrstu fjórum mánuðum ársins, er mun meiri en var á öllu síðasta ári. „Við teljum að reksturinn lofi góðu en ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar til að svo verði. Við höfum gert samninga við Akur- eyrarbæ og Sorpsamlag Eyjafjarðar um að þessi aðilar losi hjá okkur pappír og plast og þá höfum við um skeið sótt pappír í prentsmiðju Morgunblaðsins, þannig að við sjáum fram á að hafa nægt hráefni til vinnslunnar á næstunni," sagði Þórarinn. Þróun og framleiðsla á arinkubbum Úrvinnslan hefur fram til þessa eingöngu framleitt brettakubbana en fyrirhugað er að hefja einnig þróun og framleiðslu á arinkubbum auk þess sem fleiri nýjungar eru á döfinni hjá fyrirtækinu. Þróun og framleiðsla arinkubbanna verður samvinnuverkefni Úrvinnslunnar og Skeljungs. Vel hefur gengið að selja bretta- kubbana að sögn Þórarins, lager Morgunblaðið/Rúnar Þór ÚRVINNSLAN framleiðir brettakubba úr pappír og plasti. sem safnaðist upp á síðasta ári hefur horfið og er salan meiri en framleiðslan um þessar mundir. Starfsmenn fyrirtækisins eru fimm talsins. • • Oldungadeildarnemar sem hættu námi Vilja skólagjöldin endurgreidd að fullu NOKKRIR nemendur úr öldungar- deild Verkmenntaskólans á Akur- eyri hafa leitað aðstoðar Neytenda- félags Akureyrar og nágrennis við að fá endurgreidd skólagjöld fyrir þessa önn. Um er að ræða nemendur sem ekki treysta sér til að halda áfram námi og ná tilskildum árangri eft- ir verkfall kennara í vetur, þeir hafa hætt námi og hyggjast byrja að nýju í haust. Vilhjálmur Ingi Ámason for- maður Neytendafélags Akureyrar og nágrennis sagði að nemarnir hefðu greitt 16 þúsund krónur í skólagjöld í upphafi vorannar. Vegna kennaraverkfalls hefðu þeir ekki fengið þann tímafjölda sem þeim bar og margir hætt námi þar sem þeir teldu að sá fjöldi tíma sem þeir fengju á önninni dygðu ekki til að þeir næðu nægilega góðum árangir á prófum. Vilhjálmur Ingi sagði að sam- kvæmt tillögum menntamálaráðu- neytis yrði greitt til baka í hlut- falli við þann tíma sem nemar sóttu skólann, en við það vildu nokkrir öldungardeildarnemar við skólann ekki sætta sig og hygðust því kanna rétt sinn til þrautar. Síðustu sýningardagar NÚ fer hver að verða síðastur að sjá sýningu á verkum græn- lenskra og færeyskra lista- manna í Listasafninum á Ak- ureyri og Deiglunni, en henni lýkur næstkomandi sunnudag, 30. apríl. Sýningin hefur verið afbragðsvel sótt, enda gott tækifæri til að kynna sér menn- ingu og listir þjóðanna. Listasafnið er opið frá kl. 14-18. Súkkat og Megas MEGAS og dúettinn Súkkat koma fram á tónleikum sem Tónlistarfélag Menntaskólans á Akureyri efnir til í Sjallanum á Akureyri í kvöld, fimmtu- dagskvöldið 27. apríl en þeir hefjast kl. 21.00. Aðgangseyrir er 600 krónur. Námsdagar með dr. GÆÐASTJÓRNUNARFÉLAG Norðurlands hyggst í samvinnu við rekstardeild Háskólans á Akureyri standa fyrir námsdögum þar sem þátttakendum gefst tækifæri til að kynnast kenningum dr. Dem- ings í máli og myndum. Námsdagamir byggjast á fjög- urra daga námskeiði hans á mynd- bandi og nýútkominni bók um nú- tímalega stjómunarhætti í hans anda. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður dr. James Stewart prófess- or við Northern Illinois University, sem er gistiprófessor á vegum Fullbright-stofnunarinnar við rekstrardeild Háskólans á Akur- eyri, en hann hefur langa starfs- reynslu bæði hjá opinberum aðil- um og einkafyrirtækjum í Bánda- ríkjunum auk þess sem hann hefur starfað í mörg ár í Mexíkó. Að undanförnu hefur hann einkum sinnt ráðgjöf í Malasíu. Á námskeiðinu verður m.a. fjalla um þverfaglega samvinnu, endur- gerð vinnuferla, starfsmanna- Deming stjórnun, hlutverk æðstu stjórn- enda, samstarf við birgja, notkun tölfræði við stjórnunarstörf og skoðanir dr. Demings um gildi frammistöðumats. Námsdagarnir verða 4.-5. maí og 8.-9. maí nk. í Háskólanum á Akureyri, Glerárgötu 36, 3. hæð. Þátttökugjald er 17.500 krónur og 15.000 krónur fyrir félagsmenn í gæðastjómunarfélaginu. Skráning fer fram á skrifstofu Háskólans til 2. maí. _______LAIMPIÐ____ Næg verkefni í byggingariðnaði á Vestfjörðum Isafirði - Forsvarsmenn bygginga- fyrirtækisins Ágúst og Flosi hf., á ísafirði ráðgera að hefja fyrir lok þessarar viku, byggingu á tæplega 1.200 fermetra stálgrindarhúsi við Sindragötu 12 á ísafirði. Húsinu verður skipt niður í þijár einingar og hafa tvær þeirra nú þegar verið seldar, eða sem svarar um 870 fer- metnim. „Isafjarðarleið hefur keypt norð- urenda hússins, samtals um 470 fermetra, og Póstur og sími hefur fest kaup á sama fermetrafjölda í suðurendanum fyrir útideild sína. Við höfðum sjálfír hug á að fara í miðjuplássið, en ég veit um aðila sem eru að skoða málin og því á ég alveg eins von á því að selja einn- ig þann hluta. Verðlagningin á hús- næðinu fer að sjálfsögðu eftir því á hvaða byggingarstigi það er afhent, en miðað við að húsið sé einangrað og klætt að innan og lóðin grófjöfn- uð, er hver fermetri verðlagður á um 34 þúsund krónur,“ sagði Ágúst Gísiason, annár eigenda Ágústs og Flosa hf., í samtali við blaðið. Ágúst sagðist reikna með að 5-6 starfsmenn ynnu við verkið í sum- ar, en afhending á fyrsta hiuta þess fer fram í lok ágúst. Verkefnastaðan hefur verið mjög góð í vetur og framhaldið lofar góðu. Það er mikið í farvatninu en það verður að segj- ast eins og er, að menn vakna held- ur seinna núna en vant er. Mikið af því er ófrágengið og ef niðurstað- an verður sú að Ofanflóðasjóður kaupi eignir þeirra Hnífsdælinga sem búið hafa á hættusvæðum und- anfarin ár, verður algjör sprenging á markaðnum. Ef þau kaup ganga fyrir sig, þá er alveg greinilegt að iðnaðarmenn hér anna ekki eftir- spurninni. Þá er það nánast öruggt að smíðir á ísafírði fá verkefni við uppbyggingu nýrrar Súðavíkur og því ætti verkefnastaðan að vera góð í sumar. Það má því segja að snjór- inn í vetur, þótt tilefnið sé ekki skemmtilegt, sé vítamínsprauta fyr- ir byggingariðnaðinn hér á svæðinu. Þessu til viðbótar má nefna alla aðra viðhaldsvinnu fyrir bæjarbúa, sem alltaf er dijúg,“ sagði Ágúst sem er að vonum bjartsýnn á sumar- ið. Morgunblaðið/Sig. Jóns. SKÁTAR og lúðrasveit fóru fyrir skrúðgöngunni á Selfossi á sumardaginn fyrsta. Sumri fagnað á Selfossi Selfossi - Sumri var fagnað með hefðbundnum hætti á Selfossi á sumardaginn fyrsta. Skátafélag- ið Fossbúar fór ásamt Lúðrasveit Selfoss fyrir skrúðgöngu frá Sandvíkurskóla og gengið var til skátamessu í Selfosskirkju þar sem meðal annars fór fram inn- taka nýrra skáta og foringjar voru settir til embætta. Síðar um daginn gengust skátar fyrir skemmtun fyrir börn í Hótel Sel- foss þar sem margt var sér til gamans gert með leikþáttum og fleiru. Á svæði hestamannafé- lagsins Sleipnis var börnum boð- ið að bregða sér á hestbak sem margir nýttu sér. Um kvöldið fóru síðan fram árlegir vortón- leikar Karlakórs Selfoss. Veður var frekar kalt, norðan næðingur sem er reyndar nokk- uð hefðbundið þennan dag en þrátt fyrir nepjuna skein ánægj- an með sumarkomuna úr hveiju andliti. Morgunblaðið/Vilhjálmur Eyjólfsson • LÓMAGNÚPUR í vetrarbúningi. Bændur óttast kal í túnum Hnausum i Meðallandi - Það líður að sumri en það er norðaustan- átt, heiðríkja og frost á nóttum. I byggðum hefur siýó nú tekið upp að mestu á undanförnum dögum en samfelldur ótíðarkafli hefur verið frá því fyrir jól. Jörð er algerlega dauð og lík- lega verður að leita aftur til árs- ins 1951 til að finna því líkt. Horfir báglega hjá sumarfuglun- um, sem nú eru að koma og komn- ir, ef ekki rætist úr. Og bændur hræðast kal í túnum. Mikil drulluhvörf voru á vegin- um á kjörstað á Klaustri. Það var eins og Meðallendingum og Landbrytlingum væri ekki ætlað að kjósa. Sýnist þó nóg af möl- inni í Landbrotinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.