Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 9 FRÉTTIR Þorkell Bjarnason hrossaræktarráðunautur Austfirðingar á eftir öðrum í hrossarækt ÞORKELL Bjamason hrossarækt- arráðunautur segir að Austfirðingar standi öðrum að baki í hrossarækt. Færri hross séu í fjórðungnum en öðmm landsfjórðungum og færri góð hross. Hins vegar hafi Austfirðingar sýnt að þeir eiga til góða hesta eins og þegar þeir komu fjómm hestum á landsmót í fyrra, en að vísu engri hryssu. „Það sýnir kannski ástandið í hnotskum, það er ekki jafnmikil breidd í þessu hjá þeim eins og öðr- um,“ segir Þorkell. Þorkell segir að ástæðumar fýrir þessu séu e.t.v. þær að þarna búi menn afskekkt og fáir sem stunda hrossaræktina. Meira sé að gerast í þessum málum fýrir norðan og sunn- an og sterkari aðilar sem hafa staðið að ræktun um lengri tíma. „Þetta er svona bændaþjóðfélag þarna fyrir austan og það vita allir að þeir em svolítið á eftir. Þó er ekki hægt að segja að það séu léleg hross í fjórð- ungnum en vegna smæðar sinnar eru þeir ekki ítækir miðað við þessa stóru fjórðunga. Það er kannski höfuðskýr- ingin á stöðu þeirra," segir Þorkell. Vantar líf í tamningarnar Þorkell segir að Austfirðingar séu að reyna að kynbæta hross sín en það sækist þeim fremur seint. „Ég myndi segja að þá vantaði fleiri tamningamenn og að það vantaði líf í tamningamar bæði í Homafjörð og austur á Héraði. Það yrði mikil lyfti- stöng fyrir þá að fá, gjarnan að- komna, reynda menn. Það þarf þó ekki endilega að þýða að verið sé að kasta rýrð á þá sem em fyrir þótt þetta sé tilfellið," sagði Þorkell. Þorkell sagði að sérstaklega hér áður fyrr hefði verið talað um hom- firsk hross sem mikið úrvalskyn. „Þeim var hælt fyrir það hve þeir væm hraustir og duglegir og miklir ferða- og vatnahestar í eina tíð. Þeir þóttu einnig viljugir og þjarkar en núna em margir famir að pússa slíka eiginleika betur, vanda meira bygg- inguna og gera þetta að glæsilegri gripum. Það em alls staðar til léleg hross, líka þar sem best er. En í heildina séð er ágætt í hrossunum þama en það gengur hægar að fram- kalla það,“ sagði Þorkell. I fangelsi fyr- ir kókaínsmygl Barnabætur og barnabótaauki 1,1 millj- arður kr. greiddur BARNABÆTUR og barna- bótaauki sem koma til útborg- unar á morgun, 28. apríl, nema samtals 1,1 milljarði króna, samkvæmt útreikningum fjár- málaráðuneytisins. Bæturnar verða greiddar til 63.464 bóta- þega. Heildarálagning barnabóta og barnabótaauka að þessu sinni nemur 1.120.646 þús. kr. en frá þeirri upphæð drag- ast tæpar 98 milljónir króna sem verður skuldajafnað upp í vangoldin oþinber gjöld rétt- hafa bóta og maka þeirra eða á móti vangreiddum meðlög- um rétthafa bóta i samræmi við lagabreytingar sem gerðar vom í desember síðastliðnum. Vangreiddum meðlögum verður skuldajafnað í fréttatilkynningu frá fjár- málaráðuneytinu kemur fram að meðlagskröfur frá Inn- heimtustofnun sveitarfélaga hljóðuðu upp á 4.151 milljón krónur hjá 5.885 einstakling- um en við skuldajöfnun greidd- ust upp í þær samtals 23,6 milljónir hjá 1.399 einstakling- um. Skóflu- stunga að nýrri Súðavík FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, mun sunnu- daginn 30. apríl nk. kl. 14 taka fyrstu skóflustunguna að „Nýrri Súðavík" og sr. Magnús Erlingsson, sóknar- prestur í Súðavík, flytur bless- unarorð. Að athöfn lokinni býður hreppsnefnd Súðavíkurhrepps gestum og íbúum til kaffisam- sætis í Grunnskóla Súðavíkur. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt 27 ára gamlan mann, Sverri Hólm Reynisson í 2 ‘/2 árs fangelsi fyrir að hafa flutt inn um 270 grömm af kókaíni til landsins frá Costa Rica í mars árið 1994. Jafnframt var Sig- utjón Sigurðsson, 30 ára, dæmdur í 2 ára fangelsi fyrir að taka við 215 grömmum af efninu í því skyni að selja það. Þriðji maðurinn, 32 ára gamall, var dæmdur til að greiða 300 þúsund króna sekt fyrir að kaupa 15 grömm af efninu á 100 þúsund krónur. Mennimir vom vinnufélagar í bak- aríi í Reykjavik og játuðu allir sakar- giftir. Áður en Sverrir fór í febrúar 1994 í heimsókn til Costa Rica, þar sem hann hafði áður verið skiptinemi, hafði hann rætt við Sigurjón, sem þekkti menn í fíkniefnaheiminum, um að aðstoða hann við að koma kókaíni á markað. Hann keypti síðan um 270 grömm af kókaíni á Costa Rica fyrir um 2.800 Bandaríkjadali, um 176 þús- und krónur að núvirði, en gerði sér vonir um að fá í sinn hlut fyrir sölu þess hérlendis um 1.500 þúsund krónur sem hann ætlaði að nota til að losa sig við skuldir. Hann kom svo kókaíninu fyrir í 120 smokkum sem hann gleypti og flutti efnið þannig í iðmm sér inn til landsins. 2 smokkanna láku á leið- inni. Eftir komuna til landsins afhenti hann Siguijóni félaga sínum 215 grömm af efninu og ætlaði Siguijón að selja hvert gramm á 7-8.000 krón- ur en Siguijón ætlaði að fá í sinn hlut 1.000 krónur fyrir hvert gramm. Lögreglan komst fljótlega á snoðir um tilraunir Siguijóns til að selja efnið og handtók hann og síðan Sverri. Við ákvörðun refsingar tók Ingi- björg Benediktsdóttir héraðsdómari tillit til þess að mennimir höfðu játað sakir greiðlega og einnig til þess að þeir höfðu bætt líferni sitt. Með það í huga og einnig það að meðferð málsins hafði tafíst hjá ríkissaksókn- ara var refsing talin hæfileg fangelsi í 2 ár og 6 mánuði fyrir Sverri Hólm Reynisson en fangelsi í 2 ár fyrir Siguijón Sigurðsson. Frá refsingu beggja skal draga 7 daga gæsluvarð- hald. Þriðji maðurinn, sem keypt hafði 15 grömm af efninu fyrir 100 þúsund krónur var dæmdur til að greiða 300 þúsund króna sekt eða sæta varðhaldi í 45 daga. Bílar - innflutningur Nýir bílar Pickup Grand Cherokee og flestar Flestar USA-tegundir USA-tegundir jeppa Mini van Suzuki-jeppar Ýmsar tegundir EV BLAUMBOÐIÐ Egill Vilhjálmsson hf. Smiðjuvegi 4 - Kópavogi - simi 55-77-200. SUMAUTILBOI) 30% afsláttur af fataefnum, gardínuefnum og fatnaði þriðjud. 25/4 til laugard. 29/4. Ath. nýjar vörur. Véfta, Hólagarði, Lóuhólum 2-6, sími 72010. Ertu á leið til sólarlanda? d ' Sumarkjólar, margar gerðir. (ýfmmj Eiðistorgi 13, 2. hæð, Dress, blússa, pils eöa buxur. Pils frá kr. 2.900. Bolir og leggings. Nýleg föt á útsöluslánni. 2 — | Póstsendum kostnaðarlaust. yfir torginu, Opið laugardaga kl. 10-16. sími 552-3970. Prjónaáh ugafólk Tiskusýning Garnhússins á hanclprjónuOum fatnaOi fer fram i kvdld kl. 20.00. Tilboðsverð á léttum veitingum. Óvæntir skemmtikraftar. i l?ös r Hamraborg 11, sími 42166 i Garnhúsið, Suðurlandsbraut 52. HOTfli TrVJAND „Nú er hlátur ntvakinn" s Islenskur kve>skapur í tali og tónum föstudaginn 5. maí. Landsflekktir hagyr>inigar og skemmtikraftar . Vísnakve>skapur, gamanvísur, eftirhermur, kjaftasögur og lygasögur. fieir munu syngja og kve>a vi> undirleik Geirmundar Valttssonar og Hauks Hei>ars Ingólfssonar í 0% ,on £r hei>ut-VestuT fla> ver>ur hle§i>, sungi> o§ dansa> Hljómsveit Geinnundar Valtfssonar leikur fyrir dansi til kl. 03. Matsoill Rjómalögu> kóngasveppasúpa Lambahnetusteik me> dijon sinnepssósu Ferskir ávextir í sykurkörfu me> ískr emi Ver> kr . 3.900 me> mat, kr . 2.000 á skemmtun og kr. 800 á dansleik a> lokinni skemmtun. Bor>apantanir í síma 568 7111 milli kl. 13 og 17 Býðixíéinhverbetur Teg. 801 Sportskör m/riflás Stæröir 3S-47 V I 4 T V-< . ® Opiðkl. 12-18.30 Laugard. kl. 10-16 SímiS81 1290. Sendum ÞOllPIl) ípóstkröfu. . BORGARKRINGLUNNI Auk jbess SO aðrar tegundir af sportskóm á alla fjölskylduna á f rábæru verði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.