Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ + Oktavía Jó- hannesdóttir fæddist í Keflavík 11. október árið 1900. Hún lést á sjúkradeild Hrafn- istu í Reykjavík laugardaginn 15. apríl sl. Foreldrar Oktavíu voru Jó- hannes Árnason sjómaður í Kefla- vík, (f. 19. jan. 1869, d. 25. ágúst 1951), og kona hans Guðný Jóhanns- dóttir, (f. 16. apríl 1860, d. 23. des. 1950), frá Valstrýtu í Fljótshlíð. Þau bjuggu lengst af ævinnar við Kirlguveg í Keflavík. Foreldrar Jóhannesar voru Jóhanna Jó- hannesdóttir, (f. 5. apríl 1831 á Hrafnkelsstöðum í Garði, d. 20. júní 1872), og Árni Nikulásson, (f. um 1828). Þau bjuggu í Garðbæ í Keflavík, áður í Hrúð- urnesi í Leiru. Jóhanna var dóttir Guðríðar Tómasdóttur og Jóhannesar Skúlasonar. Árni var sonur Nikulásar Jóns- sonar, (f. um 1790, d. 31. des. 1842), og Sigríðar Jónsdóttur frá Nýjabæ í Krísuvík. Foreldr- ar Guðnýjar voru Guðrún Stef- ánsdóttir og Jóhann Jónsson. Guðrún var dóttir Stefáns Hanssonar, (f. 18. sept. 1793, d. 26. okt. 1869), prests í Fljóts- hlíðarþingum. Jóhann var son- ur Jóns Tómassonar bónda á Finnshúsum í Fljótshlíð og Guðnýjar dóttur Árna skálds og bónda í Dufþaksholti í Hvol- hreppi, (f. 1754, d. 4. nóv. 1838), Egilssonar prests að Útskálum, ÉG VIL með nokkrum línum minn- ast tengdamóður minnar, Oktavíu J. Arndal, sem látin er á 95. aldurs- ári. Við kveðjum nú þessa stór- brotnu, smávöxnu konu, sem á að baki langa og gifturíka ævi sem eiginkona, móðir og ættmóðir fjölda afkomenda. Oktavía fæddist í Keflavík árið 1900 þar sem hún ólst upp hjá foreldrum sínum og tveim sytskin- um. Skólagangan var ekki löng en það var ótrúlegt hvað þessi kona vissi mikið og kunni margt. Sumum er meira gefið en öðrum. Móðir hennar, sem mun hafa verið skarp- greind, hefur eflaust átt sinn stóra þátt í að vekja áhuga barnanna, í það minnsta Oktavíu, á bókmennt- um og þeim fróðleik sem þar er oft að finna. Auk bóka voru dag- blöðin í uppáhaldi hjá Oktavíu, því fréttaþorsta hennar voru engin tak- mörk sett. Það vissi allt hennar fólk að fréttatímar útvarps og síðar sjónvarps voru henni sem helgar stundir og þær mátti ekkert trufla. Að alast upp við sjávarsíðuna held ég að móti fólk meira en margt annað. Skap Oktavíu var kröftugt, eins og sjórinn getur stundum ver- ið, en jafnframt svo undurblítt og nærfærið. Ung missti hún Stefán, einkabróður sinn í stórskaðaveðri við lendingu á bát sínum og var það henni mikill missir, en sterk bönd voru á milli þeirra systkina. Líf Oktavíu var ekki frábrugðið lífí margra annarra kvenna á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar. Eftir (1753-1788), Eld- járnssonar. Bróðir Oktavíu var Stefán Ágúst, sjómaður í Keflavík, (f. 25. ág- úst 1895, d . 6. apríl 1930), en hann drukknaði í lend- ingu þar, aðeins 35 ára gamall. Hann átti tvö börn og eina stjúpdóttur. Hálf- systir Oktavíu, sam- feðra, var Jóhanna, (f. 18. des. 1889, d. 20. jan. 1949). Hún átti sjö börn og komust sex þeirra upp. Oktavía giftist 10. des. 1927 Kristínusi Finnbogasyni Arndal, (f. 12.10.1897 á Bíldudal, d. 1.4. 1973 í Rvík.), forsljóra Vinnum- iðlunarskrifst. rikisins, síðast húsverði við KHÍ, og bjuggu þau lengst af í Reykjavík. Þau eignuðust þijú börn sem öll búa í Reykjavík: 1) Guðbjörgu, (f. 28. apríl 1930), fulltrúa, maíci Jóhannes Jónsson, vélsljóri, (látinn). Þau eiga þijár dætur. 2) Stefán, (f. 26. ágúst 1931), stöðvarstjóra, maki Rósa Kristjánsdóttir, fulltrúi. Þau eiga tvær dætur. Einnig á Stef- án tvær dætur frá fyrra hjóna- bandi og stjúpdóttur (dóttur Rósu). 3) Finnboga, (f. 9. nóv. 1932), umsjónarm., maki Guðný Halldórsdóttir, skrifstofum. Þau eignuðust fjögur börn en eitt er látið. Langömmubörnin eru 26 og eitt langalangömmu- barn. Útför Oktavíu fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 27. apríl, og hefst athöfnin kl. 15. að hún kom til Reykjavíkur ung stúlka vann hún aðallega við versl- unar- og veitingastörf, jafnframt því sem hún stundaði nám í dönsku og matreiðslu. Hún hitti sinn lífs- förunaut, Kristínus Finnbogason Amdal, og saman áttu þau þijú böm. Hún helgaði heimilinu krafta sína og voru þeir ófáir sem áttu skjól hjá henni um lengri eða skemmri tíma. Móður sína hafði hún hjá sér síðasta áratug ævi hennar. Það var alltaf pláss í litla húsnæðinu þeirra hjóna og fengu bamabömin svo sannarlega að njóta þess og sum þeirra hafði hún um lengri tíma. Þó að starfsvettvangur Oktavíu væri heimilið, var hún alltaf opin fyrir möguleikum á að afía heimil- inu aukatekna. Hún var að vissu leyti á undan sinni samtíð, svo ótrú- lega sjálfstæð. Hún var talnaglögg, með gott viðskiptavit og hafði ánægju af hvers konar verslun. Meðal annars rak hún á tímabili saumastofu með grannkonu sinni, þar sem þær framleiddu ýmislegt sem þær svo seldu, og í annan tíma rak hún veitingastofu í félagi við aðra. Stundum fór Oktavía á upp- boð í tollvörugeymslunni og keypti ýmsan vaming sem hún endurseldi. Á seinni árum ævinnar, eftir að Oktavía var orðin ekkja, fékk hún áhuga á málverkum og viðskiptum með þau. Það var skemmtilegt að sjá hvernig þessi aldna en kvika kona hentist út um allan bæ, oft- ast gangandi, að skoða málverk, MINNINGAR kaupa þau og láta innramma. Síðan voru þau hengd upp í stofunni og voru raðirnar oft tvær og þijár á hveijum vegg. Ég fór tvisvar með henni í svona leiðangra og var gaman að fylgjast með er hún vó og mat verðgildi myndanna og hugsanlega sölumöguleika, og svo var náttúrlega prúttað um verðið. Hún keypti eina mynd í hvort þess- ara skipta og seldi hún þær fljót- lega aftur. Og þannig var það með flestar myndirnar hennar, þær stoppuðu stutt á veggjunum en allt- af komu nýjar í staðinn. Oktavía fór nokkrar ferðir til útlanda með börnum sínum á efri árum, þá síðustu þegar hún var 83 ára gömul. Hún hreifst mjög af spænskri málaralist og hafði hún með sér nokkur nútímleg málverk heim til íslands. Ég hugsa að það hafi verið hinir sterku litir og and- stæðurnar sem heilluðu hana mest í þessum spænsku myndum en það var svolítið líkt skapi hennar sjálfr- ar. Hún gat verið hvatskeytt og stundum gustaði af henni, en það var aldrei við minnimáttar. Ef ein- hver þarfnaðist hjálpar var hún alltaf tilbúin og allt sitt líf var hún upptekin við að hjálpa öðrum. Hún var svo óskaplega bamgóð og átti svo gott með að umgangast börn að barnabörnunum fannst hún frekar vera leikfélagi heldur en amma. Síðustu 7 til 8 árin voru Fíu ömmu ekki svo auðveld þar sem 'sjón hennar hrakaði ár frá ári. Átti þessi atorkusama og sjálf- stæða kona ekki auðvelt með að sætta sig við að geta ekki haldið áfram sinni hraðferð um lífið og að þurfa að vera upp á hjálp ann- arra komin. Hún bjó hjá Guðbjörgu dóttur sinni í nokkur ár, en síðustu tæp þijú árin dvaldi hún á sjúkra- deild Hrafnistu þar sem hún lést 15. þ.m. Góð kona er gengin, og bið ég henni Guðs blessunar. Rósa Kristjánsdóttir. Með örfáum orðum langar mig að minnast hennar Fíu ömmu eins og við krakkamir kölluðum hana. Hún var alveg einstök hún amma á alla vegu. Hún var ákveðin kona með sérstakan stíl, og bar þess vel merki að hún var bæði veraldarvön og vel að sér í öllu mögulegu. Hún passaði mig stundum þegar ég var lítil og ég man hvað hún entist að leika við mig. Toppurinn var þá að fara í „fínafrúléik" með fötin hennar því þau voru jafnan mjög framúrstefnuleg, og fá svo á eftir nýbakaða klatta og kókflösku. Eitt af áhugamálum ömmu vom málverk og voru veggimir hjá henni vægast sagt undirlagðir af ýmiss konar málverkum og mynd- um. Má segja að hún hafi arfleitt mig að þessu áhugamáli. En það sem mér er einna minnis- stæðast nú, er eitt af þeim síðustu skiptum sem ég heimsótti hana á Hrafnistu. Ég stoppaði frekar lengi og við spjölluðum mikið saman. Ég man að við reyndum meðal annars að riQa upp þegar við fórum saman til Spánar. Það var mjög skondið, því minnið hennar ömmu var farið að bila og ég var rétt á þriðja ári í þessari ferð. Ég man líka hvað hún hló þegar ég sagði henni frá aprílgabbinu um Egil Skalla-Grímsson. Það var svo gam- an þegar hún hló. Takk fyrir allt, amma mín, og ég vona að þú sért hlæjandi nú, þar sem þú horfir niður til okkar. Auður S. Arndal. Hún amma mín, Oktavía J. Arn- dal, er nú látin, 94 ára að aldri. 94 ár eru langur tími og sannar- lega má segja að hún hafí lifað tímana tvenna og jafnvel þrenna og fema og séð og upplifað hinar ótrúlegustu breytingar. Samt fínnst mér eins og hún hafi fyrst og fremst verið nútíma- kona eða kannski framtíðarkona. Víst er að margan lærdóm má af því draga hvernig hún hagaði lífí sínu. Ekki held ég samt að hún amma hafi lagt upp í lífið með ein- hveija ákveðna hugsjón eða tak- mark að leiðarljósi en hún bjó við öryggi í æsku þótt ekki væri ríki- dæmið og hún átti trausta og góða foreldra, sem voru nægilega víð- sýnir til að hefta ekki um of þessa skemmtilegu skrýtnu stelpu sína. Stelpan varð svo að þessari sjálf- stæðu nútímakonu, sem öfugt við flesta sína samtíðarmenn átti sér engar rætur í hinu ævaforna ís- lenska bændasamfélagi. Hana langaði að læra verslunarfræði, en á því voru ekki tök, hún mátti læra saumaskap, en það kærði hún sig ekki um, og gerði það þess vegna ekki og ekki veit ég til þess að hún hafi nokkru sinni saumað flík né heldur pijónað vettling eða sokk, hún fékk nefnilega nóg af pijóna- skapnum, þegar hún sem bam þurfti að pijóna hálfan sjóvettling á hveijum degi áður en hún fékk að fara út að leika sér. Ekki þar með sagt að hún hafí ekki iðkað hannyrðir, en bara það sem var herini að skapi og var víst márgt af því hreinustu listaverk. Verslun og viðskipti af ýmsu tagi voru allt- af mikið áhugamál hjá ömmu og hún starfaði við slíkt, bæði beint og óbeint alla ævina, þótt aldrei fengi hún að nema verslunarfræð- in. Þegar hún var ung stúlka vann hún í ýmsum verslunum í Reykja- vík, m.a. i konfektbúð í Banka- stræti, það fmnst mér alltaf að hljóti að hafa verið voðalega fínt. Seinustu áratugi ævinnar fékk hún útrás fyrir viðskiptaáhugann með því að kaupa og selja málverk og ýmsa góða gripi og er víst alveg óhætt að segja að hún hafi oft skemmt sér konunglega og stund- um hagnast nokkuð. Þegar amma giftist svo og eign- aðist heimili, hlekkjaðist hún aldrei við eldhúsvaskinn eða varð hluti af innbúinu, heldur hélt áfram að vera framtakssöm, frumleg og ráðagóð, m.a. var hún einu sinni með smáiðnað í kjallaranum hjá sér. Nú í dag eru haldin námskeið í slíkum fræðum, en amma bara framkvæmdi hlutina. Annars vann hún alltaf utan heimilis þegar þess var kostur, bæði, held ég vegna launanna en ekki síður fyrir sjálf- stæðið. Tíminn leið og hún eignaðist bamabörn, sem dáðu hana dýrk- uðu. Hún var svo skemmtileg, hún kunni svo skrýtnar og skemmtileg- ar vísur og sögur og sumar vor örugglega samdar á staðnum og svo hló hún og dansaði við Óla skans. Hún hafði þennan einstaka hæfileika að geta sett sig í spor bamsins og haft gaman af því. Svo gaf hún manni sætt mjólkurkaffi með matarkexi og stundum sykur- mola með terpentínu sem átti að lækna og fyrirbyggja alla kvilla, seinna var það soðin ýsa sem var borin á borð þegar maður var ný- kominn frá útlöndum. Hún vissi sem var að það hlyti að vera sá matur sem maður hefði saknað mest. Hún eldaði líka lambakóti- lettur með hvítlauk, þegar allir aðrir notuðu rasp löngu áður en fjallalambið var fundið upp. Svo spáði hún í spil, en það mátti enginn vita og það var bara fyrir sextán ára og eldri og ef spil- in vom ljót, þá mátti draga aftur, en bara tvisvar. Og blómin hennar ömmu, það óx allt og dafnaði hjá henni og rósirnar sem voru í garðinum á Hólmgarðinum, þær voru svo fal- legar í minningunni að ég hef aldr- ei séð aðrar eins. Hún kveið því að ekki að verða gömul og þurfa að hætta að vinna. Hún hafði nefnilega lengi hlakkað til þess að hafa nægan tíma til að lesa. Og svo tók hún til við að lesa ýmiss konar fræðibækur og skólabækur um sín áhugamál, svo sem eins og landafræði og jarð- fræði. Það er svo margt sem ég á henni ömmu minni að þakka, hún hefur ekki bara verið mín helsta fyrir- mynd í iífínu, hún vissi líka yfir- leitt hvemig mér leið án þess að ég þyrfti að segja neitt. Kannski íersónuleg þjónusta Rúnar Qeírmundsson, útfararstj'órí ^=. Otfararþjónustan, Fjarðarásí 25, s: 679110, hs. 672754. OKTA VÍA JÓHANN- ESDÓTTIR ARNDAL eru samt dýrmætastar stundirnar þegar við híógum að einheiju sem enginn skiidi nema við og kannski var það ekki skilningur heldur ein- hvers konar skynjun. Elsku amma, hafðu þökk fyrir allt, ég skal gera mitt til að þú lif- ir áfram með því að segja börnun- um mínum og öðrum börnum frá því hvemig þú lifðir lífinu, heil og sterk, með blik í auga og varst hin sjálfstæða nútímakona sem aldrei fór í peysuföt. Guðrún Jóhannesdóttir. Hún Fía amma er dáin. Nú er hún lögð af stað í næsta áfanga í ferðinni til ljóssins mikla, Jesú Krists, sem hún trúði á. Við syst- urnar eigum margar góðar minn- ingar um ömmu. Allt frá því við vomm litlar og hún kom að passa okkur, bía á okkur, segja okkur sögur og ævintýri og syngja við okkur - stundum hefur hún skáld- að textana jafnóðum, a.m.k. heyrð- ust sumir þeirra hvergi annarsstað- ar. Amma hafði gaman af þjóðsög- um og kunni margar. Við sáum hana sjaldan lesa, nema Faxa. Hún fylgdist samt vel með og var greini- lega víðlesin. Hjá henni lásum við báðar m.a. Þjóðsögur Jóns Árna- sonar. Alltaf vomm við velkomnar til ömmu og afa í Hólmgarðinn hvort sem var í stutta heimsókn eða til lengri dvalar. Við komum þangað nær daglega eftir skóla þann tíma sem við bjuggum í Gufunesi. Amma vildi allt fyrir okkur gera - elda handa okkur uppáhaldsmatinn, segja okkur sögur á meðan við borðuðum (svo við borðuðum oft miklu meira en til stóð) og leika við okkur. Amma var óvenjuleg kona á margan hátt. Á undan sinni samtíð i mörgu - t. d. klæðaburði. Á meðan ömmur flestra vinkvenn- anna gengu í kjólum eða jafnvel á peysufötum var hún í síðbuxum. Hún var alltaf eitthvað að gera, gekk tii allra verka, jafnt úti sem inni, hvort sem það var að mála girðinguna, gróðursetja tré, pússa upp og lakka þröskuldana, elda matinn, sjóða hóstasaft, sauma til heimilisins eða sauma út. En samt gaf hún sér tíma til að setjast nið- ur og spjalla við okkur. Og svo lék hún við okkur krakkana. Fór með okkur í snúsnú, boltaleiki, húlla- hopp og spilaði við okkur á spil - það fannst henni mjög gaman. Já, það sem við vorum öfundaðar af henni ömmu. Amma hafði einstakt skap. Aldr- ei munum við eftir henni öðruvísi en í góðu skapi. Hún var stríðin og sá venjulegast broslegar hliðar á öllu. Sannarlega var hún þó ekki skaplaus og okkur er minnisstætt hversu einlægt hún studdi Kristján Eldjárn í forsetakosningunum 1968. Amma var mikið náttúrubarn. Hún elskaði útivist og fór allra þeirra ferða gangandi sem hún komst - og svo lengi sem sjónin leyfði. Hennar helsta yndi var að ganga á fjöll og höfðum við ungl- ingarnir þá ekki roð við henni á göngunni. Hún safnaði steinum í þessum fjallgöngum sínum og var óspör á að segja okkur frá þeim - hvað þeir hétu, hvar hún hefði fundið þá og jafnvei hvernig þeir urðu til. Marga „sunnudagsbíltúr- ana“ fórum við með ömmu og afa á Bláa bandinu, Baðkarinu og Oktavíunni. í þessum ferðum reyndu þau að kenna okkur helstu örnefni sem fyrir augu bar. Á hveiju ári settu þau afí niður kárt- öflur og hélt amma því áfram með- an heilsan leyfði. Hún hugsaði líka vel um rósirnar sínar og begóníurn- ar. Við munum best eftir ömmu heimavinnandi og sem „rólókonu" á gæsluvellinum við Hólmgarðinn, en heyrðum sögur af því þegar hún var yngri og rak saumastofu og síðar sjoppu í vesturbænum. Hún hafði greinilega viðskiptavit. Afi og amma bjuggu í Stórholt- inu í nokkur ár. Éftir að afí dó og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.