Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ -1- I LISTIR Verð á trompet Gillespies veld- ur vonbrigðum New York. Reuter. HINN sérkennilegi trompet tónlistarmannsins Dizzy Gillespie var seldur á uppboði hjá Christie’s í New York í gær á mun lægra verði en búist var við. Boðnir voru 55.000 dalir, um 3,5 milljónir ísl. kr. fyrir hljóðfærið. Þá seldist áður óþekkt vatnslitamynd eftir J.M. Tumer ryrir 54.300 pund, um 5,5 milljón- ir kr. hjá Christie’s í London. Trompet Gillespies, með lúðurinn á ská upp í stað þess að vera beint fram, beyglaðist þegar dansara skrikaði fótur og féll á hljóð- færið. Akvað Gillespie að eiga ekkert við trompetinn, sagðist heyra eigin villur fyrr þegar iúðurinn sneri upp. Hann gaf frænda sínum hljóðfærið árið 1970 og vonaðist sá eftir því að fá að minnsta kosti 60.000 dali fyrir það. Mynd J.M. Tumers fannst á háalofti bresks sveitaseturs og kallast „Landslag í svissnesku ölpunum". Henni svipar til tveggja verka hans af þorpi í ölpunum og eru í eigu Skoska listasafnsins. DIZZY Gillespy með trompetinn góða. t 1 L I L I I Morgunblaðið/Árni Sæberg HLUTI hátíðarbarnakórsins á ÞingvöIIum á 17 júní í fyrra. Landsmót íslenskra barnakóra 1.300 söngrarar í Smáranum Keppni er snar þáttur i í námi fiðluleikara ! \ 1 .. Morgunblaðið/Kristinn SIGURBJORN Bjarnason fiðluleikari mun í sumar ljúka námi frá hinum virta Oberlin háskóla í Bandaríkjunum. TÓNMENNTARKENNARAFÉLAG íslands stendur dagana 28. og 29. apríl fyrir tíunda Landsmóti ís- lenskra barnakóra í Kópavogi. Slíkt Landsmót hefur verið haldið ánnað hvert ár allar götur frá árinu 1977 og er markmið þess að gefa barna- kórum tækifæri til að hittast og syngja saman. Að sögn Þórunnar Björnsdóttur framkvæmdastjóra Landsmótsins og stjórnanda Kórs Kársness er það mat tónmenntar- kennara að kórsöngur glæði skilning og þroska hjá þeim sem syngja og eins þeim er njóta og stuðli þannig að fegurra og betra mannlífi. Mótin hafa verið haldin til skiptis úti á landi og á höfuðborgarsvæðinu en vegna sivaxandi fjölda þátttak- enda hefur reynst æ erfiðara að finna stað úti á landsbyggðinni til að taka á móti svo stórum hópi. Kópavogur varð því fyrir valinu í ár. Þórunn segir að ástæða þessarar fjölgunar landsmótsþátttakenda sé að kórstarf við grunnskóla landsins hafí eflst mikið á undanförnum árum og einnig færist það í vöxt að barna- kórar starfi við kirkjur landsins. Sungu sig inn í hjörtu þj óðhátíðargesta í þetta sinn hafa 40 kórar með um 1.300 söngvara innanborðs skráð sig til þátttöku. Sá kór sem kemur lengst að er barnakór frá Neskaupstað og er það í fyrsta sinn sem kór af Austfjörðum tekur þátt í landsmóti. Einnig senda Vestmann- eyingar í fyrsta sinn kór á landsmót og auk þess bætast við nokkrir kirkjubamakórar. Þórunn segir að barnakórar setji víða mikinn svip á menningar- og skemmtidagskrár landsmanna og kirkjuathafnir. „Er skemmst að minnast þess þegar hljómfagur há- tíðarbarnakór með þúsund börnum, klædd íslenskum lopapeysum, sungu sig inn í hjörtu þjóðhátíðargesta á lýðveldishátíðinni á Þingvöllum 17. júní síðastliðinn við undirleik Sinfó- níuhljómsveitar íslands.“ Tónmenntarkennarafélagið hefur jafnan tekið saman sönghefti fyrir Iandsmót og nú í tengslum við tí- unda mótið kemur út mjög ítarlegt og veglegt kórlagasafn sem Egill Rúnar Friðleifsson stjórnandi Kórs Öldutúnsskóla og Þórunn Björns- dóttir tóku saman. í bókinni sem ber nafnið „Út um græna grundu" eru 55 íslensk og erlend kórlög í vönduð- um útsetningum, að sögn Þórunnar. Segir hún jafnframt að þar sé að fínna lög við allra hæfí, jafnt byrj- enda og þeirra sem séu lengra á veg komnir. Það er Skálholtsútgáfan, útgáfufélag þjóðkirkjunnar, sem gefur kórlagasafnið út. Umsjón með útgáfunni hafði Margrét Bóasdóttir en Kennarasamband íslands og menntamálaráðuneytið veittu styrk til verksins. Einn stór landsmótskór Meðan á mótinu stendur munu kórstjórar kenna kórsöngvurum ýmis lög úr bókinni og munu kórarn- ir syngja og æfa saman bæði í litlum og stórum hópum. Auk þess hafa kórarnir undirbúið og æft þijár sönglagasyrpur fyrir mótið og mynda fyrir lokatónleikana einn stóran landsmótskór við undirleik fiðlu- og harmonikkuhljómsveitar. Landsmótinu lýkur svo með sam- eiginlegum tónleikum allra kóranna í hinu nýja íþróttahúsi Kópavogsbúa, Smáranum. Hefjast þeir laugardag- inn 29. apríl klukkan 14 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Aðgangseyrir er kr. 300 fyrir full- orðna en ókeypis er fyrir börn. SIGURBJÖRN Bjarnason fiðlu- leikari efnir til tónleika í Norræna húsinu klukkan 17 á laugardag en þeir eru öðrum þræði liður í undirbúningi hans fyrir alþjóðlega keppni ungra fiðluleikara sem haldin verður í. Montreal í Kanada í næsta mánuði. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Paganini, Mozart, Ysaye og Sarasate en Sig- urbjörn mun njóta fulltingis Krist- ins Arnar Kristinssonar píanóleik- ara á tónleikunum. Sigurbjörn mun í sumar ljúka BM prófí frá Oberlin háskólanum í Ohio í Bandaríkjunum en þar hefur hann notið leiðsagnar Vam- os-hjónanna sem eru mörgum ís- lenskum fiðluleikurum að góðu kunn. Hann hyggur á framhalds- nám — sennilega í New York — en ætlar að taka sér frí frá form- legu námi næsta vetur. Sigurbjörn mun þó dvelja áfram í Ohio þar sem hann telur að Vamos-hjónin hafi enn sitthvað fram að færa sem gæti komið honum til góða. Hann mun því leggja stund á einkanám hjá þeim. Sigurbjörn hefur búið sig af kappi undir tónleikana í Norræna húsinu og leggjast þeir vel í hann. Hefur hann meðal annars leitað ráðgjafar gamals lærimeistara síns — Guðnýjar Guðmundsdóttur. „Ég reyni alltaf að spila fyrir Guðnýju áður en ég held tónleika hér á landi til að heyra hennar hugmyndir um túlkunina. Hún er nú þegar búin að hlusta á mig þrisvar.“ Ætlar að gera sitt besta Sigurbjörn hefur ekki í annan tíma tekið þátt í jafnstórri keppni og þeirri sem efnt verður til í Montreal en meðal þátttakenda munu vera margir reyndir og verð- launaðir fíðluleikarar. Hann veit því að róðurinn verður þungur en fer með því hugarfari að gera sitt besta. Fiðluleikarinn hefur tekið þátt í nokkrum keppnum á síðustu misserum og komst meðal annars í úrslit í Kleine keppninni — alþjóð- legri keppni strengjahljóðfæraleik- ara — í San Francisco á síðasta ári. Hann segir að keppni sé orðin snar þáttur í námi fiðluleikara í dag. „Keppnirnar eru liður í þjálf- un manns enda æfir maður mun meira fyrir þær. Pressan er vissu- lega mikil en hún fær mann til að læra verkin og uppgötva veik- leika sína. Síðan heyrir maður náttúrulega í mörgum góðum fiðluleikurum.“ Sigurbjörn mun í keppninni í Montreal byggja á þeirri efnisskrá sem hann verður með í Norræna húsinu. Að auki verður hann að flytja þijá mismunandi konserta - einn rómantískan og tvo klassíska, sónötu eftir Beethoven og verk sem samið er sérstaklega fyrir keppnina. Þá verður Sigurbjöm að spila verk eftir tónskáld frá heimalandi sínu og hefur hann valið verk eftir Mist Þorkelsdóttur. Geislaplata í haust Sigurbjörn hefur í mörg hom að líta nú um stundir og á næst- unni mun hann hljóðrita efni með útgáfu á geislaplötu í huga. Sú plata verður liður í útgáfustarf- semi Ólafs Elíassonar og samtak- anna íslenskir tónlistarmenn en þau hafa í hyggju að setja á mark- að átta geislaplötur með hljóð- færaleik íslenskra tónlistarmanna næsta haust. Framlag Sigurbjörns verður að líkindum hljóðritað í Bandaríkjunum. Sigurbjörn unir hag sínum vel í Oberlin enda segir hann að að- stæður séu ákjósanlegar. Oberlin er einn af elstu háskólum Banda- ríkjanna og hefur löngum þótt fijálslyndur og víðsýnn. Til að mynda varð skólinn fyrstur til að veita blökkukonu inngöngu en það var fyrir tíma þrælastríðsins al- ræmda. Þá segir Sigurbjöm að Oberlin hafí yfir að ráða stærsta geislaplötusafni Bandaríkjanna og mesta fjölda Steinway-flygla í heiminum — liðlega 300 stykkjum. Skólagjöld eru afar há í Oberlin enda mikill heiður að stunda þar nám. Sigurbjöm fékk styrk til náms og fullyrðir að öðmvísi hefði hann ekki átt þess kost að setjast þar á skólabekk. Tveir aðrir ís- lendingar leggja stund á nám við skólann. Sigurbjörn er lítið farinn að velta vöngum yfir framtíðinni. Hann vill þó gjama koma heim til íslands að loknu námi og segir að starfsmöguleikarar fiðluleikara séu prýðilegir. Ýmislegt annað kemur þó til greina þegar þar að kemur. „Nú er málið hins vegar að læra eins vel á hljóðfærið og maður getur.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.